Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 3
Stúdentablaðið 3 Viðtal við Guðlaug Þorvaldsson rektor Guðlaugur Þorvaldsson prófessor 1 viðskiptafræði hefur gegnt störfum rektors Iiáskólans siðastliðin þrjú ár. Þann 3. mai var Guðlaugur endurkjörinn til starfsins. Við Háskólahátið i lok júni flutti rektor ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Hafa skólamenn víðs vegar af landinu leitt af henni ýmsa visku. Stúdentablaðið tók því eftirfarandi viðtal við Guð- laug þann 21. júli. Þú varstendurkjörinn rektor til næstu þriggja ára síöastliðið vor samkvæmt eldri lögum. En hvernig list þér á nýju lögin sem kveða á um enn meiri aðild stúdent;f að stjórnarstofnunum skólans? Teluröu að þetta geti ef til vili fleytt skólanum frekar fram \em menntastofnun? bað er nú kannski full mikið upp i sig tekið. En ég held að þetta verði til bóta i stjórnarkerfninu. Það skapist enn nánara samband milli deildarforsetanna ogstú- dentanna. Ég hef trú á þvi að þeir fái þar tækifæri til að koma sjónarmiðum sinum enn frekar á framfæri en verið hefur. A siðustu dögum hafa innritast i Háskólann enn fleiri stúdentar en áður? menntaskólarnir sjá okkur að mestu leyti fyrir nemendum. Það þarf betur að samræma kröfurn- ar sem Háskólinn gerir og námið i menntaskólunum til þess að færri verði fyrir áföllum sem á annað borð leggja út i háskólanám. Það er ekki endilega annaðhvort menntaskólunum að kenna eða Háskólanum. Ég held að deildar- forsetar og rektorar mennta- skólanna .þyrftu að hittast einu sinni á ári og ræða þessi mál. Einnig þyrftu kennarar i sömu greinum á báðum skólastigum að hafa náin tengsl. Er fylgni milli fjárveitinga tii Hskólans og þeirrar aðstöðu sem hann getur boðið upp á i námi og þessa margumrædda falls? Má þar benda á að af fyrsta hluta lög- Að snúa bökum saman Já og miklu fleiri en við bjugg- umstvið. Þaðeru um átta hundr- uð stúdentar. betta kann að eiga sér skýringu i þvi að menn eru núna fyrr á ferðinni en oft áður, en það sjáum við ekki fyrr en i haust. Nú fluttir þú ræðu á siðustu Há- skólahátiö, sem hrundið hefur af stað umræðu um svokallað inn- tökupróf við Iláskólann. Þú hefur verið gerður að tillögumanni inntökuprófs i máli manna. Ertu hlynntur þvi að það verði tekið upp inntökupróf við Háskólann? Ég er mjög feginn að þú skulir koma með þessa spurningu þvi það hefur orðið mikið f jaðrafok út af þessari ræðu. Ég skal fyrstur manna játa að ég hef tekiö drjúg- lega uppi mig. Ég held að skýringin á þvi sé kannski sú að ég veit af svo mörgum sem hafa fallið á prófum hér og komið og talað við mig. Margir þeirra hafa átt bágt og eru orðnir hræddir um að þeir hafi misst af strætis- vagni'num i sambandi við at- vinnulifið. Ég hef haft vaxandi áhyggjur af þessu falli. Hitt er ekki rétt, eins og þú minntist á, að ég sé talsmaður inntökuprófa. Ég vil mótmæla þvi. Ég sagði að visu að mér virtist allt stefna i þá átt að inntökupróf þyrfti að taka hér upp. En ég sagðist ekki geta mælt með þvi. bað hefur verið talsvert rætt hér manna á meðal undan- farin ár að taka upp inntökupróf, en ég er andvigur þvi. Ég tel að það sé betri leið sem við höfum valið: að láta reyna á það innan skólans á fyrsta og öðru ári hvort menn komast áfram eða ekki. Ég er ekki alvaldur i þessum efnum.^ Ég þykist viss um að ekki sé meirihluti i Háskólaráði fyrir inn- tökuprófum. Nú er engu likara en að það sé talinn smánarblettur á Háskólan- um að hér séu gerðar mikiar prófkröfur? Ég vitnaði lika i ræðu minni að ýmsir deildarforsetar og sumir rektorar menntaskólanna halda þvi fram að fallið i Háskóla og menntaskóla sé vegna þess að þar sé nú lakara námsfólk en áður. Þegar fleiri koma inn i Háskóla °g menntaskóla af sama árgangi þá tel ég eðlilegt að meðal einkunn lækki. En það er lika ein ástæðan að próf i Háskólanum hafa vafalaust þyngst. Ég vildi koma þvi að hér, þó að það sé ekki tengt spurningunni, mér hefur verið gerð upp sú skoðun að þyngja ætti námið i menntaskóla. bað er ekki rétt. Ég sagði að það væri betra að endurskoða náms- skipan i menntaskólunum en taka upp inntökupróf. Það verður ugg- laust áfram eins og verið hefur að fræði hefúr um árabil farið staðaltala, sem gæti verið vegna þess að deildin telji sig ekki hafa aðstöðu til aö sinna nema ákveðn- um fjölda? Þetta vona ég að sé rangt. Ég get náttúrulega ekki staðhæft hvernig fjárveitingavaldið hugs- ar eða einstakir menn hér i deildunum. Ég vil vona að svo sé ekki. Vitaskuld þurfa islendingar að velta fyrir sér hverri krónu og spyrja sjálfa sig i hvað eigi að eyða peningunum. Ég held að það sé tvennt sem f járveitinga valdið að fá menntun. Það er svo mikil lifsfylling en hana þarf ekki endi- lega að sækja i Háskólann. Það er um margar aðrar leiðir aö velja og þangað þarf að beina öðru, en þeim sem hafa vilja og getu til að stunda háskólanám. En ég vona að það sé ekki hugsun fjár- veitingavaldsins og heldur ekki deildanna, að það sé verið að fella nemendur til aðlögunar fjár- veitingunni. Það væri rangt. Hitt atriðið sem þjóðin öll og fjár- veitingavaldið verður að leiða hugann að er að tengja unga fólk- ið meira ræktun umhverfisins, bæði á landi sjó og i lofti og skapa þvi nóga vinnu, þvi að það lifir ekki á menntuninni einni saman. Þetta er kannski stærsta verk- efnið sem blasir við okkúr i dag. Nú hafa einstaka hópar há- skólamcnntaðra manna, t.d. bæði læknar og lögfræðingar, varáð við fjölgun i sinni starfsstétt. Jafnvel farið þess óbcint á leit við Háskól- ann að þar yrðu settar tak- markanir á. Ert þú fylgjandi þvi að atvinnuvegirnir fái aðils að stjórn lláskólans?4 Ég held að ég hafi drepið á það i þessari ræðu minni, að réttlæting fyrir fjöldatakmörkunum hlýtur að verða að byggjast á mjög nákvæmum athugunum á þörfum atvinnuveganna. Sllkar athugan- ir er mjög erfitt að gera og þess vegna erum við ekki vel i stakk búnir til skynsamlegra fjöldatak- markana. Ég heh raunar alltaf verið andvigur fjöldatakmörkun- um: sérstaklega þessu sem þú komst að fyrst: þegar einstaka deildir eru að tengja tak- mörkunina þvi að það séu of margir is stéttinni. Einu fjölda- takmarkanirnar sem ég get fall- ist á eru þær sem settar eru á vegna skorts á aðstöðu til að mennta sólkið. Sérstaklega á það við i dýru námi með miklum tækjabúnaði. Sá hugsunarháttur að takmarkanir við haksóla eigi að koma til þegar einstaka stéttir telja sér hættu af offjölgun er mjög varhugaverður: það er ekki stéttarinnar mál eða deildarinn- ar, heldur þjóðarinnar allrar. Nú liggur fyrir álit tenglsnefnd- ar. t þvi er sú hugmynd reifuð að opna Háskólann fyrir þeim sem áhuga hafa á að koma hér inn og er þá miðað við aldurstakmarkið 25 ár. Telur þú aö þetta geti orðið i næstu framtiö að allur landsins lýöur geti stundað hér nám að sinni vild? Það samrýmist þvi kerfi sem við erum með, að þaö er vinsað úr fyrst og fremst á fyrsta og öðru ári. Það má vel vera að það kæmu margir inn fyrst, en ég hef ekki trú á að það yrði neitt i stór- um stil. Þarna gætu komið inn góðir menn lika, þótt þeir hefðu ekki stúdentsprof eða jafngildi þess. Ég vil ekki útiloka það að þessi hugmynd éigi rétt á sér. Ég vil skoða þetta mjög náið. Hvað líður annars fjárveiting- um til skólans, hefa þær verið staðall siðust árin? Þær hækkuðu um tæp 20% i ár miðað við 1975, en nokkúð meira árin þar á undan. A næsta éri verður hækkunin talsvert meiri en i ár. En er þetta nema rétt til að ná upp verðbólgunni? Varla meira á þessu ári. Við fengum ekki margar nýja kennara, en árin þar á undan fengum við margar nýjar stöður, ekki sist i verkfræði og raun- visindadeild. Ég held þó að Há- skólinn hafi verið heldur vel sett- ur fjárhagslega miðað við margar aðrar rikisstofnanir sið- ustu fimm árin. Nú hefur verið þrengt að öðrum póstum. Ný lög hafa verið sett i lánamálum og bjóða að það verði þrengt að. Óttast þú að menn hrökklist frá námi? Já það geri ég alveg hiklaust. Nýja kerfið þrengir kost náms- manna og ég get ekki séð annað en margir litt fjáðir náms- menn verði að hætta, nema þvi aðeins að þeir geti tekið sér lengra fri á hverju ári til að vinna fyrir þessu. Ef þetta nýja lána- fyrirkomulag verður svona á- fram eða gengið verður enn lengra i þessa átt þá er ekki um annað að ræða en Háskólinn endurskoði lengd kennsluárssins eða menn hrökklist frá námi i vaxandi mæli. Getur verið að þarna sé fylgni á milli, milli niöurskurðar á lánum til náinsmanna og svo þessa áróð- urs scm magnast hefur upp eftir ræðu þina um hcrt inntökuskil- yrði i Háskólann? Þykir mönnum það of dýrt að standa að þcssari menntunarað- stöðu sem hér er? Það má vel vera að þessi ræða verði til þess að menn fái grun um Framhald á 14. siðu Össur Skarphéðinsson: Opinn háskóli eða inntökupróf Inntökupróf. Nokkrar umræður hafa að und- anförnu átt sér stað i fjölmiðlum, um nauðsyn inntökuprófa til Há- skóla Islands. Kveikja þeirrar umræðu varfallhlutfall i Laga- og viðskiptafræðideildum, sem deildarforsetar töldu aðspurðir ó- eðlilega hátt. Annar þeirra varp- aði fram hugmyndinni um inn- tökupróf sem úrbótatillögu. Þessi hugmynd kom einnig fram i ræðu rektors á háskólahátið 26. júni sl, er hann sagði m.a. að „endur- skoða verði sjálfkrafa rétt stúd- enta til innritunar i háskólann eða jafnvel hyggja að inntökupróf- um”. Rektor kvaðst þó ekki mæla með inntökuprófum að svo komnu máli, en það væri fróðlegt að vita, hvaða aðstæður rektor Háskóla Islands tekur réttlæta inntöku- próf eða fjöldatakmarkanir i ann- arri mynd. Máli sinu til stuðnings færði hann m.a. þau dæmi, að við- ast erlendis tiðkast numerus clausus. Gegn þvi má hins vegar tefla þeirri staðreynd, að i Evrópu eru nú upp raddir þess efnis, að það samrýmist ekki nú- tima lýðræði að hindra menn i að afla sér þeirrar menntunar sem hugur þeirra og hæfileikar stefna til. Sem afleiðingu þess hefúr nú SPD — annar stærsti stjórnmála- flokkur V-Þýskalands, flokkur Helmut Schmidt — tekið óheftan aðgang að háskólum inn á stefnu- skrá sina. Það er að öðru leyti al- veg ljóst, að hugmyndir framá- manna háskólans um inntökupróf eru að öllu leyti sprottnar af þvi sem þeir telja „óeðlilegt fallhlut- fall” stúdenta. En er raunveru- lega um það að ræða? Er raunveruleg iall- aukning? T þessari grein verður ekki dæmt um, hvortum fallaukningu sé að ræða. Hins vegar er ekki úr vegi, að benda á hve ótraustur sá grunnur er, sem formælendur þeirrar skoðunar byggja mál sitt á. Engin könnun hefur farið fram, sem staðfest gæti, að um raun- verulega aukningu sé að ræða. Það gildir bæði um laga- og við- skiptafræðideildir sem aðrar deildir háskólans. Hér gæti t.d. verið um timabundnar árssveifl- ur að ræða, bundnar árgöngum eða orsakaðar af breyttu kennslu- liði, kennsluskipan eða námsefni. A.m.k. er fullljóst, að engar töl- fræðilegar upplýsingar liggja fyr- ir, sem réttlæta þær yfirlýsingar sem gengið háfa * frá framá- mönnum skólans um óeðlilega hátt fallhlutfall. Þetta ætti mönn- um sem hlotið hafa visindalega þjáifun i beitingu hugar og handa að vera mæta vel ljóst. Samt haga þeir sér einsog nýgræðingar i meðferð talna. Þeim virðast eng- ir annmarkar bundnir þvi, að gefa fjölmiðlum upp tölur um fall stúdenta, sem eru ekki byggðar á könnunum og ekki marktækar til neinnar rökrænnar ályktunar. Þó hafa þeir fúslega túlkað þær fyrir blaðamönnum á þann veg, að inn- tökuprófséu ef til villnauðsynleg. Fjölmiðlar hafa svo gert sér góð- an mat af þessu i krafti áreiðan- legra heimilda. Hér er þvi tæpt á máli sem skiptir stúdenta miklu, og frá sjónarhóli þeirra er hér um afar óábyrgt athæfi að ræða. Fall er stjórntæki. 1 blaðaskrifum sem orðið hafa um meinta fallaukningu, hefur einungis verið visað til falls á 1. ári viðskiptafræði- og lagadeild- ar. Engar fregnir hafa borist um hærri fallprósentu i öðrum deild- um. Meint fallaukning þessara tveggja deilda hefur þvi ranglega verið alhæfð á allan skólann. Hér ber brýna nauðsyn til könnunar og samanburðar milli deilda og ára. Verði niðurstaðan sú — sem margan hyggur — að fallaukning sé meiri i viðskiptafræði- og laga- deildum en öðrum deildum skól- ans, er nærtækt að setja það i samband við umræður um of- fjölgun i viðkomandi stéttum. Af mörgum laganemum erstaðhæft, að fjöldi þeirra sem ná almennu lögfræðinni — 1. árs „siunni” — sé nokkuðstöðug tala hin siðustu árin. Sé það rétt, er liklegt að ætla, að lagadeild noti 1. ár sem hemil á fjölda lögfræðinga. Sam- kvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn myndi það að sjálf- sögðu renna stoðum undir svim- andi launakröfur stéttarinnar. Það er einnig opinbert leyndar- mál, að innan læknisdeildar var fall i efnafræðum og liffærafræði notað sem stýritæki á fjölda læknanema, áður en læknadeild tókstað komanúmerus clausus á. Það gerðist reyndar skömmu eft- ir að Læknafélag Reykjavikur ályktaði um að offjölgunarhætta ógnaði stéttinni. Likur virðast þvi benda til, að stéttarfélög háskólamanna fjar- stýri fjölgun innan tiltekinna stétta gegnum háskóladeildir. Hér er Háskóli tslands kominn inn á hættulegar brautir, þvi með þessu er i rauninni grafið undan þeim hyrningarsteini sem frelsi og jafnrétti til mennta er i lýð- ræðisþjóðfélagi. Og þetta er ein- göngu gert til að verja forréttindi og aðstöðu vissra stétta til gifur- legra kaupkrafna, sem þær hafa náði krafti fámennis sms. Hér er þvi enn eitt dæmið um, hvernig auður og völd hafa seglum lýð- ræðisins eftir geðþótta hverju sinni — og það sem verra er, hér er Háskóli tslands samábyrgur. Aðrar mögulegar orsak- ir meintrar fallaukning- ar. Höfundar hugmyndarinnar um inntökupróf hljóta að telja slæ- legri undirbúning nýstúdenta höf- uðorsök vaxandi falls i háskólan- um. Aðrar skýringar teljast þó jafn nærtækar. T.d. má benda á, að þvi' fer fjarri_aö aðbúnaður Há- skólanshafiaukisti réttu hlutfalli við fjölgun stúdenta. Fjárveiting- ar til hans hafa tæplega haldið i við verðbólgu i landinu, og af þeim hefur þó oröið að mæta fjölguninni. Þetta hlýtur aö hafa neikvæðáhrif á nám stúdenta,og hvata til vaxandi falls. Þá er vert að benda á, að sam- hliöa fjölgun stúdenta eykst fjöldi þeirrasem stefna ekki markvisst að ákveðnu námi. Þessi hópur leitar gjarnan fyrir sér i fleiri en einni deild áöur en hann finnur grein við hæfi eða hverfur frá há- skólanámi. Hin stutta viðdvöl hans eykur vafalaust fallhlutfall frekar en hitt. En þessi hópur dregur athygli að þeirri stað- reynd, að samhliöa aukningu stúdenta sprettur þörf fyrir nýjar leiðir. Hér hvilir ábyrgö á Há- skóla Islands, ábyrgð sem hann virðist kikna undir. I umræðum um inntökupróf hafa sumir frammámenn Háskól- ans látið þá skoðun i ljós, að verri undirbúningur nemenda i menntaskólum valdi fallaukningu i Háskólanum. Rektorar mennta- skólanna neita þvi hins vegar staðfastlega, og telja vinnuálag og námsefni meira en áður. Or- sakanna verður þvl aö leita á öör- um slóðum. Og ég er ekki grun- laus um, að breyttar kröfur Há- skólans tii nemenda sinna valdi meiruum vaxandi fallen margan grunar. Það er ómótmælanleg staöreynd, að kröfur skólans á hendur stúdentum hafa aukist að mun seinni árin, bæöi hvað varö- ar námsefni, vinnuálag og strangara prófmat. Þó undirbún- ingur menntaskóla hafi einnig vaxið, tel ég liklegra aö bilið hafi aukistfremur en hitt. Og það er alkunna, að strangari kröfur kalla á vaxandi fall. Aðrir teljá, aö aukning útskrif- aðra stúdenta úr menntaskólum hljóti að hafa i för með sér, að hærra hlutfall hæfileikasnauöari stúdenta komi til Háskólans, sem hefði aftur sin áhrif á fallhlutfall. Það má vel vera rétt að óbreyttu ástandi. En hér er horft framhjá þeim möguleika að, eitthvað sé að Framhald á 4. siðu

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.