Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 6
6 Stúdentablaðið Slagurinn um Háskólann í Hróarskeldu „Eauði háskólinn” i Hróarskeldu, Roskildes Universitets Center, hefur frá upphafi verið ásteitingarsteinn danska afturhaldsins. RÚC, eins og skólinn var kallaður, var stofnaður i þiðu áranna eftir stúdentaóróann um ’68. Áttu samtök stúdenta drjúganþátt i skipulagi skólans frá upphafi. Skól- inn hefur þótt með merkari tilraunum i skipulagi, stjórnun og námi. Hefur hann notið álits i álfunni allri sem framþróun sem sist skyldi við spornað. En danskt afturhald hefur i nokkum tima átt sér draum. Glistrup vakti máls á þvi að gera skólann að modeli og þótti mörgum hugmyndin snjöll. Hefur verið sótt að RUC af mikilli hörku siðustu misseri i þvi skyni að gera úr draumnum veruleika. En i RUC er ekki komið að tómum kofum. Náms- menn þar hafa brugðist harkalegar við en titt er um þann hóp. Skipulag baráttu þeirra hefur til þessa dugað þeim marga smásigra, og þegar kom að úrslitaorustunni liðið vor, voru menn vigreifir á RUC. Hér á eftir fer lýs- ing á ástandinu, tildrögum árásar hins borgarlega rikisvalds, ofstæki þess, og vörn og sigri námsmannanna. Háskólinn var árangur þing- ræðislegra áhrifa stúdenta Dan- mörku. Skólanum var komið á til að reyna nýjar leiðir. Skólinn skar sig frá öðrum háskólum i Danmörku að þvi leyti aö gengð var framhjá hinni hefðbundnu uppbyggingu háskólans. Náminu var skipt niður á þrjú svið, húmaniskt, mannfélagslegt og náttúruvisindasvið. Þaðan var skiptingin i ,,hús” eftir kúrsum. í hverju húsi voru 50-70 nemendur undir leiðsögn kennara eða að- stoðarmanna hans. Þar vann hópurinn heill eða skiptur aö verkefni sem tengdist náminu og var tilefni rannsóknar. Það sem ska hið borgaralega afturhald i augun var að i RUC sátu menn ekki við deigluna og veltu fyrir sér troðnum leiðum i borgarlegri menntun, heldur var stefnt á önn- ur mið. Liffræðinemar skoöuðu umhverfið, rannsökuðu vatns- vanda Hróarskeldu og tóku af- stöðu með rannsókn sinni sem var andstæð auðvaldskerfinu danska. Fleiri slik viðfangsefni mættinefna: aðstæður á einstaka vinnustað, tryggingakerfið, nýja kjarasamninga á vinnumarkaðn- um, framkomu fjölmiðla ,,sög- una” eins og hún er kennd bless- uðum börnunum, heilbrigðisþjón- ustuna etc. Starfið i RUC fór snemma að beinast út fyrir, ekki aðeins hin borgaralegu visindi og þeirra siðfræði, heldur einnig út- fyrir hið borgaralega þjóðfélag. Ög þegar á bættist að nemendurf RUC höfðu góð tengsl við verka- lýöshreyfinguna frá efstu lögum i þau neðstu, þá var farið að ræða fjálglega um „ástandið” i þessum nýja skóla. Óg hýenurnar tóku undir. „Ofsóknir kommúnista” Fyrrverandi rektor skólans reis upp, fékk forsiður i dönskum dag- blöðum og vfsum og sagðist sam- visku sinnar vegna ekki geta þag- að lengur. A RUC færu fram per- sónuofsóknir. Þeir sem ekki hefðu rétta linu væri ekki séðir i friði. Aldrei siðaná timum hernámsins hefði hann orðið fyrir öðru eins. Og raddir fóru að heyrast um að nemendur stæðust ekki sam- anburð við aðra skóia i landinu. Og málið kom til kasta þingsins. Snemma árs 1975 lagði mennta- málaráðherrann Ritt Bjerreard til að „hert” yrði á náminu i skól- anum. Komið skyldi á prófum milli ára, fella skyldi námið aö kröfum fagfélaga, og það hóp- starf sem eftir verður skal vera undir styrkri stjórn kennara. Að- stoðarkennurum skal sagt upp og einnig öllum timakennurum. Til- gangurþessa var þrfeinn: nú átti að stöðva tilraunastarfi með stjórnun á lýðræðislegan hátt,koma skyldi á algildu prófi milli ára, sem seinna gæti komist á i öllu æðra námi i landinu, siðast en ekki sist átti að stöðva áhrif róttækra og gagnrýninna afla i náminu. Það siðastnefnda leiddi til samanburðarrannsóknar á nemendum frá RUC og öðrum skólum. Enn hefur ekki borist frágengin niðurstaða eftir þriggja ára bið, sem er vegna þess að ljóst er að nemendur frá RUC standa sig fullvel ef ekki betur en aðrir. Eftir tillögur Ritts Bjerregard sem raktar voru hér að framan hófst ægilegt strið i opinberu lifi Danaveldis. Á löngu timabili snerust allar tilraunir til yfirráða i skólanum um hin ýmsu stjórn- apparöt. Þegar i ljós kom að það dugði afturhaldinu skammt var farið að krukka i námiö sjálft. Sjálfstæði háskóla verður orðin tóm þegar svo er komið að náms- efnið er ekki á hinu „eðlilegu borgaralegu visindabraut.” Námið i RUC er I upphafi svo- kallaðir grunnkúrsar. Standa þeir i tvö ár. Að þeim loknum getur nemandinn haldið áfram náminu og fer nú að sérhæfa sig i þvHagi skólans sem hann hefur áhuga á og vill starfa við. Það var tilskip- un ráðuneytisins um endurskipu- lagningu þessara grunnkúrsa sem hleypti öllu af stað. t septem- ber lagði Bjerregard svo fyrir að endurskipuleggja skyldi grunninn og átti það, eðlilega, aðeins að ná til þeirra sem hófu nám þá um haustið. Eða svo var skilningur þeirra sem voru komnir á leið i grunnmáminu. En ráðuneytið leit ekki þannig á malið. Þetta skyldi lika vera um þá sem ættu eitt ár eftir. Það var þvi brotin grunn- reglan: nemandinn lýkur náminu á þeirri regiugerð sem hann hóf það á. Samningaleiðin var reynd en allt kom fyrir ekki. Þegar komið var fram yfir áramótin siðustu var ljóst að steypa átti nemendum i próf á öðrum for- sendum en allt þeirra nám hafði byggst á. Þriðjudagsfundirnir Yegna þessa ástands sem var að skapast á skólasvæðinu var á- kveðið að koma á fundahaldi. Skólinn er dreifður um allstort svæði og þar eins og hér geta nemendur verið i námi allt i fjög- ur ár án þess að vita hvor af öðr- um. Það var þvikomið á vikuleg- um fundum, likt og er I Kennara- háskólanum hér og reyndist þeim prýðilega i þeirra baráttu. Eftir nær tveggja mánaða umræðu var ákveðið að halda vinnu siöustu tveggja ára til streitu og neita prófgöngu nema að það væri námsefni þeirra ára sem prófað væri úr. Boðorðið var „eflið sam- stöðuna — snúið bökum saman — vinnið ykkar verkefni. Ljóst var að fyrsti áreksturinn við skólayf- irvöldin þetta mál yrði þegar skila ætti prófskráningunni þann 5. april. Spennan I hópnum fór aö magnast. Hópur stúdenta tók sig til og rændi prófskráningarblöð- unum og dreifði siðan meö áskor- un um að fólk skilaöi þeim óút- fylltum. Fresturinn var fram- lengdur til 20. april og Ritt menntamálaráöh. hótaði þeim brottrekstri sem stæðu að hreyf ingu gegn þessari nýju námsskip- an. Þegar að þvi kom að skrán- ingu var lokið var það litill minni- Tundur, kveikja Frá mótmælum á Ráöhústorgi Brúðan er menntamálaráðherra dana hluti sem skráði sig, 218 af 260 voru komnir I ónáð skólayfir- valda. Lögsókn og önnur ráð Af þessum 218 létu 202 festa skráningarblað sitt vegna deil- unnar og lögfræðingur hóf störf I þágu hópsins og rækilega var skoðað hvort aðgerðir skólayfir- valda væru löglegar. A ársþingi danska stúdentasambandsins var ákveðið allsherjarverkfall I dönskum háskólum. Skipulag var að komast á stúdenta i RUC, áróðursstriðið varð að vinna. Komið var á hópum sem einbeittu sér að einstaka verkenum, svo semaðdreifa dreifibréfum um borgina og taka fól tali, senda hþ á dagblöð með fréttir, senda skipulega lesendabréf á öll blöð I landinu, halda uppi stöðugri pressu á rikisfjölmiðla, senda hópa á aðra skóla til að skýra málið og mikilvægi þess, heim- sækja stóra vinnustaði og skýra málið, halda uppi tengslum við sem flest verkafélög, og siðan ekki sist var öllum boðið til RUC 2. mai sem skoða vildu skólann og kynna sér máliö af eigin raun. Árangurinn lét ekki á sér standa: 20.000 manns heimsóttu skólann þennan dag. Um allan skólann voru hópar sem sátu fyrir svörum og skýrðu hvað væri að gerast I þessu kommabæli. Heim- sóknardeginum lauk siðan með miklum dansleik á skólasvæðinu. Tveim dögum siðar var efnt til mikillar aksjónar i miöri Höfn á Ráðhústorgi. Þar voru ræðuhöld og útileikhús og tókst aðgeröin hið besta. Allan þennan tima sem / staðið var i þessu áróðursstriði var starfandi hópur sem eingöngu sá um útlit áróðursins — teiknaði plagöt og annaðist frágnag. Þessi herferð bar lika árangur. Samúö með námsmönnum RUC óx dag frá degi — um leið og harka rikisvaldsins dofnaði i mál- inu. Sigur — um það má deila Og rikisvaldið gafst upp. Með naumum meirihluta þingsins var gengið að kröfum náms- mannanna. Þeim 202 nemendum sem visað var úr skólanum var boðin þar vist á ný. Ráðuneytið féllst á að ekki yrði gripið til neinna aðgerða gegn þeim fjölda sem staðið hafði aö margra vikna aksjónum I þágu þessara 202. Með þvi viðurkennir ráðuneytið þann rétt sem námsmannahreyfingin hefur viða um lönd þurft að berj ast fyrir — aö hreyíingin geti I málum sinum beitt verkföllum og sambærilegum aðgerðum sem verkalýðshreyfingin hefur notað rétti sinum til framdráttar. Að þessari baráttu lokinni — i bili — stendur yfir i danskri náms- mannahreyfingu mikil umræða um þá lærdóma sem draga megi af baráttu vetrarins og vorsins. Það hefur orðið svo að margir þeir hópar sem kenna sig hvað mest við róttæka afstöðu hafa staðið steinrunnir i sporum sinum meðan að þessi orrusta fór fram. En það sker menn ekki i augun, þvert á móti getur danska djarf- lega fram á við. Af baráttu þessa vors i Danaveldi gætum við býsna margt lært á komandi timum svikulla stjórnvalda og aftur- haldspressu. pb. (Grein þessi er að nær öllu byggð á politisk revy nr 289, 21. mai 1976, með stuðningi við Stúdenta- blaðið danska síðustu mánuði og ár.)

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.