Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 7
Stúdentablaðið 7 Hægri menn i Háskólanum og lögreglan i siðasta tölublaði Stúdenta- blaðsins birtist frétt um aðgerðir námsmanna i þinghúsinu við Austurvöll þann 17. mai. Þessi aðgerð hefur siðan verið nokkuð tilefni blaðaskrifa og er yfirlit um þá lilið málsins að finna á öðrum stað i blaðinu. i fyrrnefndri frétt voru nefndir þeir laganna verðir sem mættir voru á þingpalla er ljóst varð að aðgerða var að vænta af hálfu námsmanna. Einn þessara manna, Edvard Skúla- son, hefur skrifað blaðinu bréf sem hér fer á eftir. Ritstjóri Stúdentablaðsins Páli Baldvinsson. t Stúdentablaðinu, 4. tbi., 52 árg., birtist grein, er fjallar um ó- spektir nokkurra stúdenta á pöll- um Alþingis, þann 17. mai, með fyrirsgöninni „Þröng gerast ntí kvcnnaföngin”. Grein þessi hefur sama yfirbragð skynsemi og sannsögii, sem og annað efni i blaðsnepli þessum. i umræddri grein eru tilteknir „af þeim sem Nú þurfum við berklavottorð Þann 27. febrúar i vetur staðfesti hið háa menntamálaráðu- neyti breytingu á 33. gr. reglugerðar Háskólans sem innifelur að við frumskráninguog árlega skráningu á þriðja áriskal stúdent leggja fram læknisvottorð þess efnis að hann sé ekki haldinn smitandi berklaveiki og skal þetta vottorð ekki vera eldra en mánaðargamalt. Þessi breyting um eitthvert aðhald i heil- brigðismálum stúdenta er það fyrsta sem hreyfist i þvi máli um alllangt skeið, eða allt frá þvi að núverandi menntamálaráð- herra barfram tillögu á þingi um að námsfólki væri ekki ofboðið með vinnuálagi i skólum. Hér hefur aldrei verið gerð nein könnun á hinum ýmsu deildum sem krefjast óheyrilegrar vinnu af nemendum sinum. Væri það heillandi verkefni fyrir starfs- nefnd lækna, þjóðfélags og sálfræðinema. Það er nær öruggt að hér á svæðinu er viðapottur brotinn i þeim efnum. Skólalæknir er ekki starfandi við skólann og hefur ekki verið lengi. Háskólaráð skipaði fyrir tæpu ári nefnd til að kanna reglugerðarákvæði þvi aðlútandi. Þetta með berklana er það fyrsta sem kom úr þvi starfi. Raunar væri það verðugt verkefni hagsmunanefnd að beita sér fyrir læknisviðtalstima hér i skólanum, þangað gætu stúdentar leitað i myrkviði heimilislæknaskortsins i Reykjavik og nágrenni. pb. til þekktu” nokkrir óeinkennis- kiæddir lögregluþjónar, sem þarna áttu að hafa verið. Var ég þar með talinn. Siðar i grein þessari segir: „Aðspurður kvaðst Edvard vera starfsmaður þings- ins. Var hann þá spurður hvort hann hefði verið það lika á Þing- völlum ’74. i ljósi þeirrar stað- reyndar að ég var þvi miður ekki staddur i Alþingishúsinu þann 17. mai, þykja mér þetta nokkuð kyndug skrif. Ég krefst þvi þess, að i næsta tölublaði Stúdenta- blaðsins verði bréf þetta birt i heild sinni og þar með fylgi kurteisisiega orðuð afsökun á lygaþvælu þessari. Reykjavik, 15.07. ’76 EdvardSkúlason (sign) Bréf þetta kom Hannes Gissur- arson með á skrifstofu biaðsins og óskaði eftir kvittun. Þeir sem þekkja til Hannesar vita að hann cr ekki sporlatur þegar baráttan gegn kommúnismanum er annars vegar og undraði okkur ekki að Einingakerfi i heimspekideild hann væri kominn i sendilstörf hjá islensku lögreglunni sem alla tið hel'ur veriðrómuð fyrir breidd politiskt séð. En svo vikið sé að bréfinu. Mynd sú er hér fylgir hefur verið staðfest af hluta þeirra stúdenta sem voru viðstaddir mótmælin i þinginu. Og, nota bene, það voru mun fleiri en stúdentar sem þar voru, enda eigi ýmsir fleiri náms- menn hagsmun að gæta i Lána- sjóði. Það verður þvi að leggja fram öllu betri gögn en bréf i þessum stil kæri Edvard Skúla- son sig um að sanna að hann hafi verið einhversstaðar annarstað- ar. t leiðinni væri gott að komast þvi i hvaða rétti Ragnhildur Helgadóttir forseti sameinaðs þings geti iátíð færa menn fyrir sig, eins og gert var með össur Skarphéðinsson. Nær þetta vald hennar aðeins út að þingveggjum eða lengra? Hafi Edvard Skúla- son einhverju frekar við þetta að bæta væri ég glaður ef hann burðaðist til að gera þessum spurningum skil i leiðinni. — pb Þann 7. mai samþykktideildar- fundur heimspekideildar tillögur til breytinga á reglugerð H.I., sem fela i sér nokkuð miklar breytingar á námsskipan heim- spekideildar. Til.lögur þessar hafa einnig verið samþykktar af háskólaráði og liggja nú i menntamálaráðuneytinu og biða blessunar Vilhjálms. Ef að likum lætur verður hin nýja námsskip- an, einingakerfið tekin upp á þessu hausti.BA-námið verður þá 90 einingar, og hafa nemendur tvo valkosti i námi sinu. 1) að lesa að- algrein (60 e) og aukagrein (30 e) og 2) að lesa eina *grein (90 e). Cand-mag. námið verður 60 e eft- ir BA-próf, námstimi verður sá sami og fyrr eða 3 ár til BA-prófs og 5 ár til cand-mag. prófs. Sérhver kennslugrein skiptist i námsþætti (prófþætti) ogerhver námsþáttur 5 e eða margfeldi af 5 e(þ.e. 10 e. 15 e. o.s.frv.). Stöðlun námsþátta við 5 e. hefur verið mjög umdeild. Þeir sem vilja stöðlun umfram allt annað, telja hana takmarka prófafarganið en andstæðingarnir óttast þá til- hneigingu að námsefnið verði aukiö án þess að vægi námsþátta breytist i réttu hlutfalli (sbr. 5/10/15) Þær breytingar á reglugerðinni sem mestu máli skipta fyrir stúdenta eru án efa tilkoma námsnefndanna, afnám timatak- markanna og fækkun kennslu- stunda. Krafan um ákvarðandi náms- nefndir, sem i sitji jafnmargir stúdentar og kennarar, hefur ver- ið á oddinum hjá vinstristúdent- um um langa hrið, og hefur nú miðað aðeins i áttina. Að visu er einungis gert ráð fyrir „ráðgef- andi námsnefnd” við hverja kennslugrein, en hlutverk hennar er mun viðtækara en nú tiðkast t.d. i verkfræði- og raunvisinda- deild. Námsnefndirnar ættu að geta orðið nokkuð ákvarðandi ef ekki er þess meiri ágreiningur innan þeirra. Lokaorðið i öllum málum er þó hjá deildarráði. t gömlu reglugerðinni var gert ráð fyrir 9 missera hámarkstima til BA-prófs.I þeirri nýju er ekki kveðið á um hámarkstima, held- ursegir þar: „Sýni stúdent engan árangur i námi i meira en þrjú ár samfellt, er deildarráði heimilt að má nafn hansaf stúdentatali.” Þessa breytingu tel ég mjög til bóta og koma tíl móts við kröfu stúdenta, um „frjálst nám”. Þeir hafa nú tök á þvi að haga námi sinu eftir félagslegum aðstæðum og tima. Afnám timatakmark- anna er einnig sérlega mikilvægt, þar sem námslán eru nú svo óhagstæð sem raun ber vitni. Fækkun kennslustunda er stúdentum mjög i hag, þar sem frelsi kennara til að fjölga kennslustundum hefur verið plága á stúdentum i einstökum greinum. Var svo komið hjá mörgum stúdentum sem voru i tveimur greinum að þeir þurftu aðsitjaallt að40 kennslustundir á viku. Eftirleiðis verður það mið- aðvið að 12 kennslustundir verði hámark á viku. Að lokum má geta þess að eftir- leiðis verða einkunnir gefnar i heilum tölum frá 0—10. Soila Á Ólympíuárt Merkið, sem hér birtist, fimm hringir brugðnir saman, er tákn Ólympíuleikjanna. Ólympíunefnd gerði Sambandi íslenskra samvinnufélaga kost á að styrkja þátttöku íslendinga í Ólympíu- leikjunum í Kanada nú í ár. Við óskum íslenskum íþrótta- mönnum þess, að þeir megi hljóta mikinn frama á þessum leikj- um. Samvinnumenn töldu sér heiður að því að styrkja íslenska . íþróttamenn til þessarar farar, það hefur lengi verið einn þáttur menningarstarfsemi samvinnufélaganna að styðja íþrótta- starfsemi með fjárframlögum, þar sem því verður við komið. Innlend verslun rekin með innlendu fjármagni í hverri byggð, þar sem heimamenn njóta sjálfir arðsins af viðskiptum sínum, er hvað traustastur hornsteinn íslensks sjálfstæðis. Með hlut- deild í samvinnufélagi eflið þér innlendan atvinnurekstur og > hagkvæma verslun, sem rekin er með hag neytandans fyrir | augum. Minnist þess, að í frjálsu þjóðfélagi eru samtök einstakl-1 inga það afl, sem mestu fær áorkað. | ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.