Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 28.07.1976, Blaðsíða 9
Stúdeníablaðið 9 Tækin? Viö notum þau ekkert — þetta er bara stööutákn,—við erum námsmenn: Sigurður i stofunni, I Barn þeirra hjóna á svölunum, takið eftir gapinu við vegginn, sem baksýn er inngengið i svefnherbergið. engum tilgangi þjónar, nema dyntum þess sem teiknaði húsið. Heimsókn í hjónagarða Nýbyggðir Hjóna- garðar hafa frá þvi að skóflustungan var tekin verið mikið deilumál pólitiskra fylkinga hér i skóla. Það var síðasta stjórn hægrimanna i Stúdentaráði sem tók á- kvörðun um bygginguna og siðasta stjórn hægri- manna i Félagsstofnun sem leiddi bygginguna langt á veg i afskipta- leysi vinstri meirihluta ráðsins. Hver ibúð í Görðunum kostar um 4,5 milljón. Þær eru leigðar út á 20 þúsund tveggja herbergja og 25 þriggja. Þar i er innifalinn kostn. ijóss og hita. Okkur þótti eðlilegt að kynnast hvernig fólki þykir að búa i þessu nýja húsnæði og fórum við þess á leit við hjónin Sigurð Val- geirsson og Valgerði Stefánsdóttur að þau leyfðu okkur að taka á sér hús. Var það auðsótt. Það sem vekur fyrst athygli manna i aðkomunni eru gangar. Miklu plássi er eytt i ganga, en þeir eru með geymslum i miðju. Þegar inn i ibúðina er komið er á vinstri hönd salerni, en þá hægri eldhúskrókur sem er aðskilinn frá stofu með borði. (Sjá teikningu). Stofan verður þvi umferðaræð, þvi ekki er hægt áð komast i svefnherbergi nema að tara um stofuna. Þess má geta að allar ibúðirnar eru málaðar i sama litnum, ljósbrúnu. Hurðaumbún- aður erblár en loft hvit. Það sker strax i augu að öll vinna á máln- jngu er óvönduð. Það eru klessur iangt útá veggi frá hurðum etc. Húsgögn fylgja ibúðinni, bæði hjónarúm og snyrtiborð, auk skáps á stofuvegg. Útveggur er gluggi. Þar er gengið út á svalir sem taka all mikið pláss og hefðu betur verið innan veggja og aukið þannig við rými ibúðarinnar. All- mikið skáparými er i ibúðinni, bæði i eldhúskróknum og svefn- herberg. Þau hjónin höfðu tekið snyrtiborið og sett i geymslu til að koma barnarúminu fyrír. Eiginlega er ég á þvi.sagði Sig- urður, að þessar ibúðir séu hvorki fyrir námsfólk né barnafjölskyld- ur. Allavega eru þær ekki fyrir námsmenn með börn. — Það sem hclstmá finna ibúðmni til foráttu er hversu opin hún er, hvergi er næði fyrir mann til lesturs hér heima, enn siður er næði fyrir barnið þegar það á að vera komið i ró. Ef skiiveggurinn milli stof- unnar og svefnherbergisins væri opinn eldhúsmegin, en ekki við svalirnar, ogþar værihurðarbún- aður, þá væri þctta allt annað. Þá værihægt að loka af þegar maður þyrfti að vera i lærdómi og eins á kvöldin þegar barnið væri sofnað. Rafmagn og reglur Þau hjónin fluttu inn i vor. Við spurðum hvort þeim þættíléigan há, en ekki kvörtuðu þau yfir þvi. Fyrst var allt hálfkarað. ísskápur ekki kominn og eldavél ótengd. Það er enn ófrágengiö rafmagn, dósirnar opnar, sagði Sigurður. Fyrir ofan rúmið hjá krakkanum er dós með sultuloki fyrir. Það eru ýmis smáatriði þannig sem enn hefur ekki verið gengið frá. Ennhafa ekki verið stofnuðform- leg samtök með leigjendunum. Húsreglur eru komnar til og voru þær sniðnar eftir reglum Húseig- endafélagsins. Þar er ein reglan y brotin alltaf, það má ekki hengja þvott á svalirnar, en meðan engin er þvottaaðstaðan þá gera menn það eins og þeim sýnist. Hingað til hafa verið haldnir tveir fundir með ibúunum. Þar var mest deilt um sameiginlega hluti. Hér er simi fyrir alla á neðstu hæð, ein- hverjar ætla að láta leiða inn til sin. Hljómburður og hjóna- rúm Við spurðum hvernig salernið væri. Þarer milliveggur að næsta klósetti, sem gégnir þvi hlutverki einu að maður sjái ekki nágrann- ann, sagði Sigurður. Annars kvartaði hann ekki yfir þvi að hljóðbært væri milli ibúðanna. Meira heyrðist af ganginum. Þar er geymslan sem bætir nokkru við plássið. Þar geta menn haft frystikistur ef þeir eiga. A efstu hæðinni eru setustofan sameígín- lega. Hún er sem stendur auð og er ekki vitað hverjir eiga að búa hana húsgögnum. Þar eiga að vera simar og sameiginleg blöð. Þar hafa fundir verið haldnir. I hinum helming garðanna er inni- garðurinn, en þar mun eiga að rækta suðræna pálma. 1 slikan hégóma er eytt miklu plássi sem betur væri komið undir lesstofur._ Það er sömuleiðis hlálegt að rúm sem venjulegast er það fyrsta sem fólk kemur sér upp i sambýli skuli vera i ibúðinni og þaðheldur ekki af minni gerðinni. Sama er um snyrtiborðið, en það mun hafa fylgt vegna hagstæðra samninga við tresmiðaverk- stæði. Þvottavélar Það hefur staðið til lengi að koma þvottahúsi garðanna i stand. Það er með brýnni nauð- synjum margra ibúanna sem flestir eru á kafi i vinnu þessa dagana. Af bömum þarf að þvo bleyjuþvott og úr görðunum ark- ar margur með hlaða til ættingja og vina. Hreingerningar eiga leigjendur að sjá um. Er þess að vænta að tekin verði i gagnið hús- ryksuga og mun hún komin á staðinn en ekki hafa menn enn fengið aðgang að henni. Það verður verkefni væntanlegs hús- félags sem leigjendurnir þurfa að koma sér upp sem fyrst að skipta hreingerningum niður á ibúðirn- ar. í raun veit maður ekkert hvernig það verður að búa hér, sagði Sigurður. Þegar skolinn verðurbyrjaðurog maður verður hér mestallan daginn, þá fyrst fer maður að kynnast hvernig þessi Ibúð reynist. Þá reynir fyrst á hluti eins og hljómburðinn af- ganginum. Fiff Aður var búið að nefna inni- garðinn, en ibúar ku biða spenntir eftir að fyrsta skóflustungan verði tekin i honum. Fleiri slikar arkitektstiktúrur má nefna. Efstu hæðirnar eru með hvelfdu þaki. Vel hefði verið hægt að hafa þetta þak i risibúðunum sem hefði gefið svip, en það þótti ekki tilhlýðilegt og var þvi sett falsloft i allar þær ibúðir. A öllum svölum er tréverk mikið um miðjar svalir sem eng- an tilgang hefur annan en að setjá svip á húsið að utan með þvi að brjóta flöt. Þess þarf ekki að geta að þetta tréverk er þegar komið upp, þótt annaö vanti. Kostir Sigurður sagði: Menn voru búnir að vera negativir svo lengi að þegar loksins var haldið hús- boð herna fórum við að reyna að finna kostina. Það er til dæmis auðvelt að þrifa. Kostir hjóna: garðanna eru þeir að það er skor- ið á ýmsa liði i búrekstri. Það er hægt að koma á ýmsum félags- legum lausnum á þörfum þeirra sem þarna búa. En þessir garðar eru lika keyptir dýru verði. Fyrir það gjald hefði mátt greiða ibúðir og húsnæði viðar um borgina. Þannig hefði dreifð byggð verið tryggð þessum hóp sem ugglaust gerist honum betur en sambylið. Þaðmá lika telja tilkosta ibúðun- um i Hjónagörðum að það er heldur auðvelt að breyta þeun til góðs.Er þá fyrstog fremst um að ræða breytingu á inngangi i svefnherbergi sem myndi gera ibúðirnar mun hentugri þei.m sem i þeim eiga að búa. Innréttingar allar munu vera heldur billegar, gólfdúkur er af ódýrustu gerð. Það er þvi ekki óliklegt að eft- irnokkur ár standi stúdentar framm: fyrir þvi að gera þetta húsnæði upp. Það þýðir að bálkur Hjónagarðanna mun enn lengjast i bókum Félagsstofnunar. En um leið er vis leið til að gera þetta húsnæði persónulegra og þekki- legra en það nú er. Hjónarúmiö, það var til þess ætlast aö maður sveiflaði sér úr sængintii og settist við snyrtiborðið, til að hafa sig til fyrir námið. pb. Setustofan: það er hægt að bæta úr sárum lestraraðstöðuskorti.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.