Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Page 1

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Page 1
1. tbl. 59. árg. Febr. 1983 Vindlar fyrir karl- mennina og konfekt fyrir dömurnar — fólk í fréttum bls. 15 Allt um fjölda- takmark- anir — bls. 4-5 Fjársvelti Háskólans kemur fram í tækjakosti Dracula — bls. 14 Vaka hækja umbóta- sinna... — rætt viö Finn bls. 8 Pacman — bls. 15 AF&UISIAN Af Afgönum og E1 Salvador — bls. 10-11 Lesiö Stúdentablaðið! Þar sem nú hafa orðið rit- stjóraskipti við Stúdentablaðið bíða menn að vonum með öndina í hálsinunt eftir að nýir ritstjórar ryðji útúr sér ítarlegum stefnu- yfirlýsingum, hugsjónum sínum um betri heim og loforðum um betra blað. skammist út í síðasta ritstjóra og fullvissi alla um að |>eir séu margfalt betri menn. Af meðfæddu sinnuleysi og leti nennum við þessu ekki og kann það að valda mörgum vonbrigð- um. Þess í stað ællum við að skammast örlítið út í stúdenta fyrir að tileinka sér áðurnefndan fæðingargalla vorn i öfgakenndu magni. Nógu bagalegt er að stúdentar skuli hvorki nenna að skrifa í blaðið né gagnrýna það en sýnu alvarlegra er þó að menn nenna ekki að lesa blaðið. Viðbárureins og þær að það sé svo leiðinlegt koma frá þeim sem aldrei hafa lesið það. Auðvitað slæðast alltaf einhverjir langhundar inní blaðið og ekki er það alfullkomið. enda varla sanngjarnt að ætlast til þess a.m.k. ekki enn sem komið er. Meginefni þess er hins vegar hagnýtar upplýsingar um hags- munabaráttu okkar stúdenta auk skemmtilegra og fróðlegra pistla um félagsstarf í háskólanum. Finnist einhverjum þessi málefni vera einkamál þröngrar topp- mannaklíku pólitískra fylkinga þá er það honum sjálfum að kenna. Þegar þú. stúdent sæll, hefur þig uppúr sleninu og byrjar að lesa þennan ágæta póst, þá fyrst getum við vænst einhverra breyt- inga. Ritstjórar

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.