Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐIÐ KAUPMANNAHOFN Verulega ódýr páskaíerð 25.3-4.4. \-x FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Stúdentaheimilinu \að Hringbraut. sími 16850 Það hækkar allt nema Helgi Hjörvar segir einhversstaðar. En hlutir hækka þó mismikið, og það sem hækkar hvað minnst um þessar mundir er maturinn í Félags- stofnun. Þar dugar hundraðkallinn fyrir tvær afbragðsmáltíðir. Kíldáskammt. Stutt athugascmd vegna skrifa Stefáns Matthíassonar í 1. des. blað umbótasinna Nauðsynlegt er að gera örstutta athugasemd við málflutning Stefáns Matthíassonar í desember- blaði umbótasinna. Stefán fer þar nokkrum orðum um stefnu Vöku í annars ágætri grein. Vaka hefur haft og hefur enn á stefnuskrá sinni að engar tekjur komi til frádráttar láni við útborg- un. Þetta er það markmið sem við stefnum að. Þessu markmiði verður þó að sjálfsögðu að ná í áföngum samhliða auknu innstreymi í sjóð- inn vegna hertra endurgreiðslu- reglna þannig að sífellt r.iinni hluti tekna námsmanna sé dregin frá láni. Þessi stefna Vöku er nú orðin stefna allra námsmannasamtak- anna og krafan um aukinn tekju- umreikning forgangskrafa í lána- niálum námsmanna þó svo að önnur námsmannasamtök hafi ekki ennþá skilgreint hversu langt þau vilji ganga í umreikningi tekna. Stefán telur hins vegar í umræddri grein sinni að stúdentar hafi hafnað þessari stefnu Vöku í kosningunum 1981 og segir síðan: ,.í málefna- samningi Umbótasinna og Vöku er fylgdi í kjölfar kosninganna var meirihlutastefnan í lánamálum frá Umbótasinnum". Hér er hallað réttu máli eins og oftar þegar sjálf- umgleði umbótasinna fær lausan tauminn. í stefnu umbótasinna fyrir kosningarnar 1981 stendur: „Umbótasinnar leggja til að ákveðin upphæð t.d. eins nránaðar reiknuð framfærsla sé dregin frá sumartekjum áður en til útreikn- ings kemur. Þessa aðferð teljum við raunhæfari en t.d. að ákveðin % tala sé dregin frá ...“ í málefna— samningi meirihlutans fyrir kjör- tímabilið 1982—1983 segirsvo um tekjuumreikning: ..Meirihlutinn stefnir að því að ná samkomulagi við fjárveitingavaldið um að hluti tekna komi ekki til frádráttar við útreikning námslána. Stefnt skal að því að þessi hluti hækki í áföng- um.“ Hér var auðvitað um málamiðl- un að ræða einsog í öðrum málum. Mér leiðist að þurfa að taka þátl í slíkum taglhnýtingum við sam- starfsaðila. Mestu máli skiptir að samstaða og árangur náist í þeirri baráttu sem framundan er. Atvinnumiölun — húsnædismiðlun Atvinnuleysingjar og þeir er við húsnæðiseklu búa, og teljast þar að auki til stúdenta ættu að geta horft öllu bjartari augum til framtíðarinnar. Því þannig er mál með vexti að stjórn Stúdentaráðs hefur ákveðið að setja á stofn húsnæðismiðlun og hlutastarfs atvinnumiðlun, Fyrirbæri þessi sem fram að þessu hafa einungis verið árs- tíðabundin, atvinnumiðlun á vorin og húsnæðismiðlun á haustin, munu nú eiga að vera starfrækt alll árið'. í seinni tíð hefur það sýnt sig að þörf er á hvoru tveggja allan ársins hring. Fyrirkomulag á þessari miðlunarstarfsemi verður með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. stúdentar geta látið skrá sig á skrifstofu Stúdentaráðs á milli kl. 13.00 og 17.00, sem er (ef einhver skyldi ekki vita það) á annari hæð í Félagsstofnun Stúdenta, sími 15959. Eitt ber að hafa í huga er ntiðlanir þessar fara af stokk- unum og það er að hér hlýturað vera um tilraunastarfsemi að ræða. Ekki er því útséð hvort hægt sé að samræma þessa starfsemi almennri skrifstofu- starfsemi Stúdentaráðs og enn- fremur verður að horfa í kostn- að við framkvæmdir sem þess- ar. Engu að síður mun reynt að halda úti rekstri þessum ef ein- hver grundvöllur er fyrir hon- um.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.