Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 3 Stúdentablaðið 1. tbl. 58. ágr. Febrúar 1983. Útg. Stúdentaráð Háskóla íslands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bjarni Harðarson. Aðstoðarritstjóri: Aðalsteinn Eyþórsson. Ritstjórn — Afgreiðsla — Auglýsingar: Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Reykjavík. Opið alla virka daga frá 13 — 15.30. S. 28699 Heimasímar: Aðalsteinn 79583, Bjarni 17593 Einnig má hafa samband við ritnefnd. Sjá baksíðu. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Engin leiðindi Til að valda ekki leiðindum með leiðara- skrifum höfum við leiðst út í að salta leiðara vora fram að næsta hlaupári. ■Frá Stúdentaráði- Stúdentaráð Háskóla íslands samþykkti á fundi ráðsins 27.01. 1983 eftirfarandi: Stúdentaráð mótmælir harðlega öllum til- burðum til hækkunar námsvistargjalda þeirra nemenda sem unnið hafa sér það eitt til saka að þurfa að stunda nám við menntastofnanir íslenska lýðveldisins sem staðsettar hafa verið hér í Reykjavík. Jafnframt lýsir stúdentaráð andúð sinni á hækkun fargjalda S.V.R. þar sem slíkt kemur mest við pyngju þeirra sem kröppust hafa kjörin í þjóðfélaginu, eins og til að mynda námsmanna. Ríkisvaldið er hvatt til að sporna við allri lögleysu í þessum efnum. Við námsmenn skorum á það að sporna við hvers kyns for- herðingu sem bitnar mest á lítilmagnanum í þjóðfélaginu. Eiríkur Ingólfsson Umbætur —úrbætur — Hugleiöingar um Stúdentablaðið. Eftirfarandi grein var að meginefni skrifuð í lok nóvember sl. til birtingar í desember-blaði Stúdentablaðsins. Ætlun mín var þá m.a. að ýta við ritstjóra blaðsins, en ekki síður að fá stúdenta til að bera sanian orð og efndir Félags umbótasinnaðra stúdenta í málum Stúdentablaðsins. Þær fréttir bárust mér svo 2—3 dögum eftir að ég skilaði greininni inn, að ritstjóri hefði sagt starfi sínu lausu og mun hann nú tekinn til við að miðstýra Bandalagi Jafnaðarmanna. Jafnframt tjáði ritstjóri mér, að sennilega yrði ekki pláss fyrir þessa grein í blaðinu. Það vaknaði því sú spuming, hvort greinin yrði ekki orðin hálf-úrelt í febrúar, auk þess sem sá ritstjóri sem gagnrýni mín beinist fyrst og fremst að, er hættur og þess vegna að nokkru leyti verið að gagnrýna mann að honum fjarstöddum, ef svo má segja. En þar sem fyrrver- andi ritstjóri hefur með skrifum sínum í desemberblaðinu undir- strikað þörfina fyrir gagnrýni og umfjöllun, svo og vegna þess að maður kemur í manns stað, þá læt ég greinina flakka, að mestu leyti í upprunalegri mynd. Eitt stærsta þrætueplið í síðustu Stúdentaráðskosningum var Stúdentablaðið og þá sérstaklega ritstjórn þess. Urðu margir til að bíta í þetta epli, en engir voru þó jafn ákafir og „umbótasinnar", sem eins og fyrri daginn glefsuðu mikið en komust þó aldrei að kjarnanum. Það fór þó svo að lokum, að „umbótasinnum" gafst færi á að sýna stúdentum hvernig þeir vildu hafa blaðið. Mér finnst því ekki úr vegi, nú þegar 5 tölublöð (af 8 fyrirhuguðum í vetur) hafa litið dagsins ljós, að líta yfir afrakstur- inn og meta hvernig til hafi tekist. Fyrsta tölublað Fyrsti ávöxturinn birtist í júní sl. og það var með nokkurri forvitni að ég tók mér blaðið í hönd og fletti því í gegn. Vonbrigði mín urðu mikil. Þær umbætur sem gerðar höfðu verið á uppsetningu og um- broti virtust mér alls ekki til bóta og efnismeðferð með því fálmkennd- asta sem ég man eftir á síðum blaðsins undanfarin ár. Svo virtist sem „umbótasinnar“ væru ennþá á kafi í kosningabaráttunni, með til- heyrandi málflutningi. Að hætti fimmtudagsmoggans var mynda- sögublaði komið fyrir í miðopnu og sá einn munurinn að myndasögur Stúdentablaðsins eru leiðinlegri en Moggans og bæði texti og myndir mun óskýrari. Þannig fór kynning á starfsfólki F.S. alveg fyrirofan garð og neðan. Batnandi manni er best að lifa 1 næstu tveim tölublöðum fór efnisval þó mjög batnandi, þótt hið sama verði ekki sagt um uppsetn- ingu og prófarkalestur. Eflaust hafa fleiri lesendur en ég lent í vandræðum við að botna í upp- setningu á þrem öftustu opnum 5. tbl. svo einhver dæmi séu nefnd, en á téðum síðum eru greinar klipptar í sundur og skeytt saman við aðrar greinar um sama efni (sbr. Fjala- köttinn) auk þess sem bútar úr greinum hafa farið blaðsíðuvillt. svo við liggur, að vegakort þurfi til að rata í gegnum blaðið. Fjórða tölublað En snúum okkur þá að því tölu- blaði sem er númer 7 á þessu ári og hið fjórða undir stjórn núverandi ritstjóra. Þetta blað kom mérskemmtilega á óvart. Svo virðist sem ritstjóri hafi loks áttað sig á því að fjöldi mála- flokka hefur orðið útundan í Stú- dentablaðinu það sem af er. Það er því lofsvert af ritstjóra að fá Tómas Tómasson til að fjalla um skipu- lagsmál Háskólasvæðisins og að auki „glaðbeittan stúdent" til að fjalla um húsnæðismál. Ég get hins vegar ekki neitað því að mér finnst að blaðið hefði mátt gera meira úr vanda LÍN, en að kenna nýrri stjórn um allt saman (sbr. fyrir- sögn), auk þess sem ég saknaði fréttaraf ráðstefnu sem SHl gekkst fyrir um tengsl framhaldsskólanna og Háskólans þ. 20. nóv. síðast lið- inn. Það er leiðinlegt afspurnar fyrir Stúdentablaðið að VÖKU— blaðið skuli eitt sjá um fréttaflutn- ing úr stúdentalífinu. Sem dæmi um þennan misbrest í fréttaflutningi Stbl. má nefna samanburð á frásögn frá tveim fundum sem haldnir voru í sal F.S. í sömu vikunni. Sá fyrri var á veg- um félags umbótasinnaðra stúdenta og átti að fjalla um víg- línur í íslenskum stjórnmálum. Hvort hann gerði það skal ekki lagt mat á hér. Fjallað er fjálglega um þennan fund í miðopnu blaðsins og þar birtar myndir af öllum frum- mælendum fundarins. Síðari fundurinn var haldinn á vegum SHÍ (reyndar að tilhlutan Vöku-manna) og fjallaði um þjóð- armorðið í Afganistan. SHÍ átti þátt í að bjóða hingað til lands af- gönskum flóttamanni sem skýrði frá ógnvekjandi stríðshrjáðu landi þar sem þúsundir manna hafa látið lífið og milljónir eru á flótta. Stúdentablaðið lætur svo lítið að geta um þessa heimsókn í smá- klausu á bakhlið og birtir ekki einu sinni ályktun SHÍ um Afganistan sem samþykkt var á stúdentaráðs- fundi nokkru áður en blaðið kom út. Það er fjarri mér að brigsla rit- stjóra um hlutdrægni. en hér má vissulega bæta um betur. Að lokum Niðurstaða mín af þessurn vangaveltum er sú að óvægin gagnrýni og persónulegar árásir „umbótasinna" á fyrrverandi rit- stjóra blaðsins, hafi nú algerlega glatað réttmæti sínu, hafi slíkt rétt- mæti nokkurn tíma verið fyrir hendi. Það verður þó að segjast fyrrver- andi ritstjóra til hróss, að desem- berblaðið inniheldur hlutfallslega mest af bitastæðu efni, samanborið við fyrri blöð, enda aðeins átta síð- ur og auglýsingar í lágmarki eða engar. Ég vona svo að nýi ritstjór- inn beri gæfu til að sníða helstu vankantana af blaðinu og fylla að einhverju leyti uppí þá eyðu sem blaðið hefur verið í hagsmunamál- urn stúdenta í vetur. í heildina hafa uppsetning og prófarkalestur blaðsins verið glopótt, efnisval fálmkennt og umfjöllun rýr. Fáum blandaðist hugur um það síðasta vetur að hægt væri að gera blaðið betur úr garði en þá var gert og hið sama má segja ídag. Kveðskapur Lítið er af kveðskap í þessu blaði. Til þess að bæta úr því bjrtum við hér skaftfellska vísu sem rak á fjörur okkar. Hrafninn er svartur hann hefur snoð hann étur ær þegar’ann kemst í þær.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.