Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 5
STÚDENTABLAÐIÐ 5 Gunnar Jóhann Birgisson: Húsnæðispistill Margt hefur verið rætt og ritað, karpað og skrafað um húsnæðismál stúdenta nú á allra síðustu vikum og sjálfur hefur undirritaður skrif- að nokkrar greinar í Stúdentablað- ið og Vökublaðið um þetta efni og enn skal bætt um betur. í síðasta tölublaði Stúdenta- blaðsins greindi undirritaður frá frumvarpi því sem félagsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi um breytingar á lögum um húsnæðis- stofnun ríkisins, en í þessu frum- varpi eru m.a. opnaðar nýjar leiðir fyrir Félagsstofnun stúdenta í byggingarmálum stúdenta. Hér í þessum greinarstúf er ekki ætlunin að endurtaka umfjöllun um frum- varpið, hins vegar verður fjallað nokkuð um það hvað SHÍ nruni gera á næstunni til þess að konia þessu brýna hagsmunamáli á skrið. Ágreiningur Djúpstæður ágreiningur ríkir í stúdentaráði á milli pólitísku fylk- inganna um það hvernig staðið skuli að fjármögnun stúdenta- garða. Vökumenn leggja ríka áherslu á það að stjórnvöld bera ábyrgð á menntastefnu s.l. áratugs og þar með örri fjölgun stúdenta við Háskóla íslands og því hlýtur það að vera krafa okkar að stjórn- völd sjái Félagsstofnun Stúdenta fyrir nægjanlegu fjármagni til ný- byggina. Hins vegar afneitum við Vökumenn stefnu vinstrimanna. sem lýsa má nreð þessuni orðunr: Sjái stjórnvöld okkur ekki fyrir nægjanlegu fjármagni til nýfrarn- kværnda, þá verður ekkert byggt. Við Vökumenn teljunr hæpið að þessi stefna þjóni hagsmunum stúdenta, því það hlýtur að vera aðalkrafa þeirra stúdenta sem nú eru í leiguhúsnæði út í bæ að stúd- entahúsnæði verði byggt og það strax. Við Vökumenn teljum að fjármögnun stúdentagarða þurfi ekki að vera bundin við fjárveit- ingar frá ríkisvaldinu. Hægt er að gera margt annað en að seilast í ríkissjóð svo sem að leita til stærri sveitarfélaga, leita eftir frjálsum framlögum félaga og einstaklinga og einnig að leita til stúdenta sjálfra ef svo ber undir. Hér á árum áður þegar stúdentaráð var að fjár- magna Gamla garð þá var m.a. stofnað happdrætti, stúdentar unnu í sjálfboðavinnu við bygg- inguna o.s.frv. Kannski má segja að þessar aðferðir eigi ekki beint við nú en hins vegar verðurn við að gera okkur ljóst að eins og ástand þjóðmála er i dag, efnahagur bág- borinn og allt að verða verðbólgu- bálinu að bráð, að varla er hægt að ætlast til þess að stúdentum verði færðir stúdentagarðar á silfur- bakka. Hér er urn brýnt hagsmunamál að ræða sem ekki má stranda á forneskjulegum princippsjónar- miðum, þ.e. ríkið á að bera okkur á höndum sér frá vöggu til grafar stóri bróðir. skattgreiðendurnir eiga alfarið að sjá stúdentum fyrir húsnæði. Starfið á næstunni Þrátt fyrir að unr ágreining sé að ræða í stúdentaráði. þá er ekki þar með sagt að menn standi illir hverá móti öðrum og talist ekki við og ekkert sé gert til þess að fylgja þessu hagsmunamáli eftir. Hags- munanefnd SHÍ hefur skipað sér- staka undirnefnd. sem hefur það hlutverk að móta stefnu stúdenta- ráðs í húsnæðismálum og reyna að jafna þann ágreining sem í stúd- entaráði ríkir urn þessi mál. Nefndarmenn munu nr.a. ganga á fund félagsmálaráðherra og kanna hvaða hugmyndir ríkisvaldið hefur um fjármögnun stúdentagarða. Nefndin mun vonandi skila álits- gerð innan tíðar. Á vegum F.S. er einnig starfandi byggingarnefnd sem hefurfjallað um þessi mál. Þar er nr.a. fjallað um hugsanlega verktaka. eftir hvaða teikningum á að vinna o.s.frv. Ljóst er að mikið verk er fram- undan ef takast á að gera drauminn um stúdentagarða að veruleika og eitt er víst að stúdentar verða að standa sameinaðir í þessu rnáli ef árangur á að nást. Reykjavík, 01.02/83 Forsvarsmenn deildarfélaga Munið að sækja tíman- lega um styrki í félags- mála og stúdentaskipta sjóði. Umsóknarfrestur aug- lýstur í næsta blaði. entsprófi. Eða að einungis þeir senr væru úr eðlis- og náttúrufræði- deildum með aðaleinkunn 6.0 eða hærri fengju inni. Aðrir gætu þó farið í inntökupróf og fengju skráningu ef þeir næðu ákveðnunr árangri í því, t.d. 7.0 á stærð- fræðiprófi til að kornast í verk- fræði. Röksemdir fyrir þessari tillögu eru þessar helstar. 1. Nemendur úr þessunr hópi hafa sárafáir náð upp á annað ár þ.e. þeir hætta eða falla unnvörp- um. 2. Aukinn fjöldi lélegra nenr- enda dregur úr gæðurn kennslu. 3. Fækkun innritaðra nemenda þýðir að takmarkaðar fjárveitingar deildarinnar skiptast á færri nenr- endur sem þýðir meiri verkleg kennsla, minni dæmahópar og léttir undir stjórn deildarinnar. 4. Deildin ráði ekki með núver- andi húsa og kennarakosti við að kenna öllunr sem til hennar leita, því þurfi að takmarka. 5. Allir sem hafa áhuga og gelu komast inn með því að ná inn- tökuprófinu. Áður en lengra er haldið er rétt að huga að hversu stóran hóp hérer um að ræða. Árið 1981 voru 128 þeirra sem innrituðust i tölvunar- og verkfræði stúdentar úr eink- unnakerfisskólum. 26 þeirra eða 20% voru með aðaleinkunn undir 6.0. Sé þetta hlutfall reiknað af öllum þeini 206 stúdentum sem innrituðust í þessar greinar hefðu um 40 þurft að gangast undir próf, (hér er um eitthvað fleiri að ræða því hjá sumurn átti að krefjast 6.5 og ekki voru allir úr eðlis- eða náttúrufræðideildum). Af þessum 26 sem áður eru nefndir náðu 2 á annað ár en af innrituðum náðu 80 á annað ár eða 39%. 22 voru end- urinnritaðir og af þeim hættu eða féllu 14 sem er svipað hlutfall og hjá öðrum. (Ath. inn í þessar tölur vantar nemendur í stærð-, eðlis- og efnafræði). Tillaga þessi kom til umræðu á síðasta deildarráðsfundi (19/1) og höfðu menn þarmisjafnarskoðanir á ágæti hennar og sáu ýnrsa van- kanta á framkvæmdum t.d. 1. Stúdentspróf er enginn mæli- kvarði á hvort nenrandi sé efni í góðan verkfræðing. 2. Flestir sem hætta, hætta snemma á misserum og eru því ekkert vandamál. 3. Takmarkanir í deildina leiddu til að fleiri færu út til náms. 4. Sumar skorir vildu gjarnan fá fleiri nemendur. 5. Framhaldsskólar eru misjafn- ir og ekki hægt að leggja einkunnir úr þeim að jöfnu. 6. Kröfur deildarinnar eiga að skera úr um hverjir fá að halda áfram en ekki einhverjir utanað- komandi. (Óbreytt ástand er best, leyfa öllum að reyna). Fleira var nefnt og því var ákveðið að fresta afgreiðslu í mán- uð svo skorir gætu betur gert sér grein fyrir hvaða kröfur ætti að gera til undirbúningsmenntunar nemenda. Málið er því núna alfarið í höndum skora og nemendur ættu að reyna að hafa áhrif á afgreiðslu þess þar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Skipting nemenda í skorir Á hverju sumri er mikil spenna unr úrslit innritunar, hvernig nem- endur velja sér greinar enda eru niiklar sveiflur í þessu. Eitt árið er ein grein stór næsta lítil. Nokkrar greinar eru þó verr setlar en aðrar þar sem aðsókn í þær er nrun minni en eðlilegt er t.d. reiknifræði og vélaverkfræði. Reiknifræðin hefur liðið nrjög fyrir stækkun tölvunarfræðinnar, sem hefur vaxið í 80 nýnema úr 10 á 5 árum, og hér er um alvarlegan hlut að ræða því reiknifræðin er ekki síður nauðsynleg en tölvunar- fræðin. Vélaverkfræðin á við eitt stórt vandamál að stríða, skort á stúlkum við námið því t.d. mést allt síðasta ár var vélaverkfræðin kynhrein grein. Það lagaðist eitthvað í haust en betur má ef duga skal. Hvað veldur því að stúlkur forðast véla- verkfræðina? Hér er sennilega unr að ræða fordóma hjá stúlkum gagnvart nafninu véla .. . og þær setji fyrir sig að vinna a.m.k. 24 vikur í óþrifalegum störfum, en það er ekki svo slæmt því nú er verið að huga að breytingunr á vinnuskyldunni auk þesssem kennt er ýmislegt fleira en uni vélar í greininni sbr. kennsluskrá. Verk og Raun Nám í Verk og Raun er rnjög erfitt!! Púl allan tímann sem skól- inn stendur, sífellt kapphlaup við að ljúka verkefnum og skila heimadæmum. skýrslum og teikn- ingum og því lítill tími til annara starfa hjá flestum nemendum. Kröfur deildarinnar eru miklar og fallprósenta á fyrstu árunum há. Af því leiðir að menntun hér er álitin mjög góð og nemendunr héðan hefur gengið vel í framhaldsnámi erlendis þar sem deildin nýtur álits fyrir vel menntaða nenrendur. Húsnæði er af skornum skammti og háir það starfinu mjög, tækja- kostur mætti vera nreiri og betri. Auka þarf rannsóknir innan deild- arinnar sem nemendur á efri árum geta tekið þátt í. Margt fleira rnætti fara betur en ég tel að það sé mjög áríðandi að fá almennilega kaffi- stofu, þar sem nemendur og kenn- arar geta reiknað dæmin sarnan í afslöppuðu umhverfi yfir kaffi eða kakóbolla. Ólafur Guðmundsson Tölvunarfræði " i ih;-a ioo swG'Xþ Tjít tWFLICrr |j'4 SfTL? TvuO."

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.