Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 6
6 STÚDENTABLAÐIÐ þess lágu þær astæður að lántak- endum hjá sjóðnum fjölgaði meira en menn höfðu gert ráð fyrir, námsmenn höfðu minni tekj'ur og makar höfðu minni tekjur. Krepp- an sem virðist vera a,ð stinga sér niður í þjóðfélaginu kemur mjög hart niður á lánasjóðnum sem þarf þá að bæta upp það tap sem náms- menn bera af henni þannig að þeir geti lifað af veturinn. Við gerðum ráð fyrir þessu í þeint fjárveitinga- beiðnum sem við sendum alþingi fyrir þetta ár. Það var lítið hlustað á okkurnemahvaðvið fengumgrunn upphæð sem rétt nægir okkur til að halda óbreyttu ástandi. Við lögðum fram óskir um aukinn tekjuum- reikning á tekjum námsmanna og ntaka svo og orlofsrétt ásamt miklu fleiri óskum sem ekki þótti rétt að senda inn á alþingi. Það er skemmst frá því að segja að við fengum nánast ekkert af þessu og það eru okkur mikil vonbrigði. Við höfðunt búist við að í kjölfar þessara nýju laga fengju námsmenn aukinn tekjuumreikning og væru þannig verðlaunaðir á einhvern hátt fyrir að leggja á sig rnikla vinnu í sum- arleyfunt. En þetta sjónarmið virð- ist ekki hafa hljómgrunn meðal þeirra sem fara með ákvarðanir í þjóðfélaginu í dag. Hvernig hefur samstarfið í stjórn L.f.N. gengið? Eins og ég sagði í upphafi eru þarna þrír fulltrúar ríkisvaldsins og samstarfið við þá hefur gengið svona hnökralaust fram til þessa en það er ekki hægt að neita því að það er alltaf viss spenna þarna á milli og verður að sigla milli skers og báru í þessum efnum. Samstarf- ið millí námsmannahreyfinganna hefur má ég segja verið gott. Við höfum haldið reglulega fundi, þessar þrjár námsmannahreyfingar sem eiga fulltrúa í stjórninni, þar sem við höfum oftast nær mótað sameiginlegt álit okkar og tillögur til sjóðsstjórnar. Þannig höfunt við knúið frani með samstarfi ýmis mál sem annars hefðu líklega ekki náð fram að ganga. Lánasjóður íslenskra námsmanna er Ifldega sú stofnun sem stúdentar hafa hvað mest og tíðust samskipti við. Sumum stúdent- um hrýs hugur við að botna í flóknum reglum og eyðublaðaskrifum sem fylgja lántökum í L.Í.N. Við höfum því fengið til okkar Stefán E. Matthíasson til að fræða okkur um málefni sjóðsins. Stefáns sem er Akureyringur og stúdent þaðan ’78 hefur stundað nám í læknisfræði undanfarin 4 ár. Hann var einn stofnenda Félags Umbótasinnaðra Stúdenta 1981 og sat í stjórn Stúdentaráðs ’81—’82. Jafnframt starfi sínu í stúdentapólitikinni er Stefán virkur félagi í Alþýðuflokknum. Hann hefur setið sem fulltrúi SHÍ í stjóm LÍN síðan á vori 1982. Hvað þarf námsmaður að gera ef hann óskar eftir að fá námslán? Hann þarf í fyrsta lagi að útfylla samviskusamlega sérstök umsókn- areyðublöð sem liggja frammi bæði á skrifstofu LÍN Laugavegi 77, á skrifstofu stúdentaráðs í Stúdenta- heimilinu við Hringbraut og hjá öðrum námsmannasamtökum sem aðild eiga að sjóðnum. Ef menn síðan skila umsókninni á skrifstofu lánasjóðsins fyrir 15. dag mánað- arins fá þeir að öllu jöfnu lánin af- greidd tveimur mánuðum síðar, þ.e.a.s. ef þeir eru lánshæfir. Hvaða skilyrði þarf námsmaður að uppfylla til að teljast lánshæfur? Hann verður í fyrsta lagi að stunda lánshæft nám og sýna til- tekna námsframvindu, þ.e.a.s. til þess að fá fullt lán verða menn að taka 15 ein. á fyrsta misseri og eftir annað misseri verða menn að hafa lokið 20 einingum. I öðru lagi má hann ekki hafa það miklar tekjur að þær séu umfram þá framfærslu sem LÍN lánar eftir. Hvemig starfar lánasjóðurinn? LÍN starfar eftir sérstökum lög- um um námslán og námsstyrki. Síðastliðið vor setti alþingi ný lög um þessi mál og á grundvelli þess- ara laga og tilheyrandi reglugerðar sem skýrir nánar ákvæði laganna, hefur stjórn lánasjóðsins mótað með sér svokallaðar úthlutunar- reglur sem segja til um meðferð á lánsumsóknum og úthlutun lána. í sjóðnum eru starfandi fulltrúar sem fara hver með sinn málaflokk, einn sér um innlend lán, annar um er- lend lán, enn einn fulltrúi sér um innheimtu og svona má lengi telja. Þessir fulltrúar reikna út lán til umsækjanda ef þeir uppfylla þau skilyrði sem reglurnar setja. Ef einhver vafatilfelli koma upp eru þau send til stjómar sem heldur fundi vikulega og úrskurðar hvort Hvert geta námsmenn leitað til að afla sér upplýsinga um rétt sinn til námslána? Ef námsmaður vill leita eftir því hvaða rétt hann hefur er hand- hægast að fletta upp í bæklingum sem Lánasjóðurinn gefur út og finna í úthlutunarreglunum grein- ar sem við hann eiga. Þannig ætti hann að geta séð, eftir smá grúsk, hvers hann má vænta frá lána- sjóðnum. Ef vandamál koma upp, geta menn leitað til fulltrúanna sem ég minntist á áðan. Handhæg- ast er þá að panta viðtalstíma hjá þessum mönnum. Þá má einnig leita til okkar, fulltrúa námsmanna í stjórn lánasjóðsins og við reynum þá eftir mætti að leysa úr málum manna. Nú hefur mikið verið rætt um seinkun á afgreiðslu lána til þeirra sem voru að hefja nám nú í haust. Hver er munurinn á þessum lánum og venjulegum námslánum? LÍN hefur tekið upp þá stefnu að lána þeim námsmönnum sem eru á fyrsta ári í námi svokölluð víxillán. Þegar menn eru að hefja nám er ekki ljóst hvort þeir muni sýna þá námsframvindu sem eðlileg er. Þessvegna er fyrsta árs nemum sem fullnægja skilyrðum sjóðsins um tekjur gefinn kostur á að taka víxil sem síðan breytist jafnharðan í venjulegt lán þegar þeir hafa tekið próf í janúar og sýnt þar með eðli- lega námsframvindu. Þú minntist þarna á þessi vandræði sem voru í haust vegna fjárskorts sjóðsins. Þá varð að grípa til þess ráðs að skerða víxillán til 1. árs nema, þannig að greiddar voru 5000 kr. að viðbætt- um helmingi þess sem menn áttu rétt á umfram þá upphæð. Þetta var greitt fyrir áramót og restin hefur síðan verið greidd út núna í janúar. Það er vonandi að til þessa þurfi ekki að koma aftur. umsækjandi eigi rétt á Iáni og þá hve miklu. í stjóm sjóðsins sitja sex menn, tveir eru skipaðir af menntamálaráðherra, einn af fjár- málaráðherra og síðan eru þrír fulltrúar námsmanna, einn frá stúdentaráði H.Í., einn frá B.Í.S.N., Bandalagi íslenskra sérskólanema og einn frá S.Í.N.E., Sambandi ísl. námsmanna erlendis. Hvað með þá sem byrja ekki að taka lán fyrr en eftir 1. misseri eða taka sér hlé í námi, þurfa þeir líka að taka víxil? Þessir einstaklingar fara beint inn á venjulegt lánakerfi því að þeir hafa þegar sýnt námsfram- vindu. Ef við tökum t.d. mann á fyrsta námsári sem hefur lokið 10 ein. eftir fyrsta misseri, þá á hann rétt á hálfu láni. Ef hann hefur lokið 15 ein. á hann rétt á fullu láni. Þessir einstaklingar þurfa því ekki að falla inn í víxillánakerfið en fá strax venjulegt lán. Þú talaðir áðan um ný lög um námslán og námsstyrki. Hver voru tildrögin að setningu þessara laga og hverju breyta þau fyrir náms- menn? Það má segja að ríkisvaldið hafi ýtt á eftir að fá endurskoðuð eldri námslánalög á þeim forsendum að endurheimtur á lánunum væru ekki viðunandi. Þó að þessi lán hafi verið verðtryggð að hluta þá skilaði sér ekki nema hluti af þeim til sjóðsins. Þetta hlutfall vildi rík- isvaldið hækka þ.a. sjóðurinn gæti bönkunt og námslán á bakið og þurfa að endurgreiða af þessu öllu saman. Þannig að það er ekki lengur praktískt að taka námslán ef maður þarf ekki á því að halda. Eru horfur á einhverjum breyt- ingum á útreikningi á framfærslu- kostnaði námsmanna? Eins og allir vita er framfærsla námsmanna á íslandi af flestum talin alltof lág. í dag er hún hálft sjöunda þús. fyrir einstakling sem býr utan foreldrahúsa. Það segir sig sjálft að í þjóðfélagi þar sem menn fá ekki húsnæði undir 3000 kr. og matur er verulega dýr þá nægir þetta engan veginn. Það er því mikið kappsmál fyrir námsmenn að námsmannahreyfingarnar geti verið sjálfum sér nógur í framtíð- inni og ríkið þyrfti ekki eilíft að veita stórum fúlgum fjár til hans. Þessar hugmyndir voru okkur námsmönnum verulega í óhag, þ.a. námsmenn mótmæltu þessu strax í upphafi. Þá var skipuð nefnd til að endurskoða námslánareglurnar og útbúa nýjar þar sem nokkurs konar samkomulag næðist milli náms- mannahreyfinga og ríkisvaldsins. Þetta tókst nú svona misjafnlega og menn eru að sjálfsögðu nokkuð misánægðir með þetta. Kosturinn fyrir námsmenn í þessu er að nú er í fyrsta sinn fengið í lög að fram- færslan skuli hækka úr 90% í 100% og hún hefur þegar verið hækkuð í 95% 1. janúar sl. Og enn fremur fengum við í þessum nýju lögum ákvæði um að námsmenn gætu gerst aðilar að lífeyrissjóði. Það ákvæði er ekki komið til fram- kvæmda enn, en það verður brátt farið að vinna að því. Á hinn bóg- inn eru endurgreiðslur verulega hertar. Menn þurfa nú að greiða endurgreiðslur árlega í allt að 40 ár eða þar til að búið er að greiða upp lánið. Ég get tekið sem dæmi end- urgreiðanda sem hefur um 100.000 kr. í útsvarsstofn á þessu ári. Hann mundi þá greiða um 2700 kr. fyrsta feb. og síðan viðbótargreiðslu fyrsta sept. sem væri um 2800 kr. Þannig að samtals mundi hann greiða á árinu um 5600 kr. upp í lánið. Hér erum við því að tala um upphæðir sem svara hálfu útsvari svo að menn hafi eitthvað til að miða við. Og það er vissulega orð- inn verulegur baggi ef menn, að loknu námi, eru kannski komnir með lífeyrissjóðslán, húsnæðis- málastjórnarlán, verðtryggð lán í knúið fram hækkun á framfærsl- unni þannig að hægt verði að lifa af þessari upphæð. Þegar síðstu fjár- lög voru afgreidd voru uppi hug- myndir á alþingi um að breyta framfærslustuðli námsmanna þannig að lánskjaravísitala yrði notuð til að framreikna lánin í stað framfærsluvísitölu. Þetta hefði þýtt skerðingu á framfærslunni, en með sameiginlegu átaki gátu náms- mannahreyfingarnar hrundið þessu. Vonandi hefur þeim sem ráða í þjóðfélaginu verið sýnt fram á að námsmenn eru láglaunafólk eða jafnvel þrepi neðar og að ekki er hægt að skerða framfærslu þeirra meira en orðið er. Hvað er efst á baugi í dag í sam- bandi við lánasjóðinn? Það sem hæst ber nú í dag er endurskoðun á núgildandi úthlut- unarreglum. Hagsmunanefnd skipaði á sínum tíma undirnefnd sem samanstóð af fulltrúum þeirra pólitísku fylkinga sem mynda Stúdentaráð. Þeir komust að sam- komulagi um að leggja fram óskir um endurskoðun á vissum atriðum í reglunum. Eftir það var haldinn fundur með B.Í.S.N. og S.Í.N.E. og tillögur þessara samtaka voru mót- aðar sameiginlega. Við munum leggja þær fyrir næsta fund í stjórn L.Í.N. Þessi endurskoðun nrun taka nokkuð langan tíma, og það verður *varla fyrr en næsta vetur sem farið verður að úthluta á grundvelli nýrra reglna. Er fjárveiting til lánasjóðsins á fjárlögum þessa árs fullnægjandi? Eins og allir vita lentum við í al- gjöru þroti seint á síðasta ári og urðum að fá fjárveitingu þrisv- ar sinnum en það dugði ekki til. Til Ertu aö taka lán? Rætt vid Stefán E. Matthíasson stjórnarmann í LÍN

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.