Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 7
STÚDENTABLAÐIÐ 7 AFGORÐUM Að undanförnu hefur verið rætt nokkuð um byggingu nýrra stúdenta- garða og sýnist sitt hverjum. Hvað snertir stöðu mála ídag vísa ég til viðtals við Finn Ingólfsson hér í blaðinu. En fvrir þá sem fylgst hafa með gangi mála nú getur verið fróðlegt og skemmtilegt að heyra hvernig að byggingu fyrsta garðsins var staðið. Hugmyndin urn stúdentagarð er nær jafn gömul háskólanum og kom þar tvennt til; annað var auð- vitað húsnæðisskortur en hitt að „mörgum sem notið höfðu garðvist- ar í Kaupmannahöfn, þótti sem há- skóli gæti ekki án stúdentagarðs verið. “ Málinu var fyrst hreyft 1917 og þá teiknaður garður og Há- skólabygging við Alþingishúsið. En fljótlega var horfið frá að staðsetja háskólalóð þar. Árið 1922 ákvað Stúdentaráð að hefja fjársöfnun fyrir byggingu garðs. Skipuð var Stúdentagarðs- nefnd og fengið leyfi forsætisráð- herra fyrir happadrætti. Prentaðir voru 100 þúsund ntiðar og var það stærsta happadrætti hérlendis fram til þess tíma. 1. des. 1923 var tekin í gagnið íslendingabók; doðrantur bundinn í selskinn, sem menn skrifuðu nöfn sín í og létu um leið af hendi rakna nokkra fjárupphæð til garðsins. Auk þessa, hvatti nefndin menn til að gefa herbergi á garðinn með 5000 króna framlagi og mátti þá sá hinn sami ráða nafni þess og hverjir hefðu þar forgangs- rétt. Allt gekk eins og í sögu; happa- drættið gaf of fjár. fjöldi merkis manna skrifaði sig í íslendingabók og frá hinum ýmsu aðilum barst andvirði 27 herbergja. Til ríkis- valdsins var leitað eftir styrkjum og fengust afgreiddar á fjárlögum Sigurður Guðmundsson húsameist- ari. 1927—29 100 þúsund krónur. Eru þá taldar helstu fjáröflunarleiðir nefndarinnar — en þær hafa sjálf- sagt verið fleiri. Á þessum árum voru ríkjandi hugmyndir um byggingu Háskóla í Skólavörðuholtinu. þar sem Iðn- skólinn stendur nú. Með teikningu Sigurðar Guðmundssonar húsa- meistara var svo árið 1928 byrjað að sprengja og grafa 1 holtinu fyrir grunni á væntanlegum garði. Var verkið að mestu unnið í sjálfboða- vinnu stúdenta. Öllu meira var þó ekki gert þar eð sýnt þótti að bygg- ingin yrði allt of dýr í samanburði við handbært fé. 1932 var hafist handa á nýjan leik og hafði Sigurði þá verið falið að gera nýja teikningu sem meir miðaðist við greiðslugetu stúdenta. 100 þúsund króna styrkur ríkissjóðs var nú úr gildi fallinn, þar eð ekki var ráðist í framkvæmdir strax. í staðinn fékkst hið opinbera til að ganga í ábyrgð fyrir 50 þúsund króna láni og gaf vilyrði fyrir fé til endurgreiðslu þess. Háskólanum hafði verið valinn endanlegur staður í hallanum suður og austur af Melunum og Garðurinn því reistur þar. Framkvæmdir hófust sumarið 1933 og var byggingin fullbúin haustið 1934. Kostnaður / hverju herbergi er skrifborð með bókahillu, legubekkur, sem nota má fyrir rúm á nœturnar, einn stóll, fastur skápur, handlaug með heitu og köldu vatni; þar að auki eru gluggatjöld, speglar, rúmföt o.fl., og getur þvi stúd- entinn flutt inn, án þess að hafa nokkuð til lierbegis. Ennfremur átti að vera einn armstóll lir stáli en vegna fjárliagsörðugleika er ekki hœgt að koma því við strax. að meðtöldum öllum innri búnaði taldi 286 þúsundir gamalla króna. Þegar við hugsurn til þess að Garðurinn er byggður á kreppuár- ununt sjáum við að menn hafa ekki síður verið stórhuga þá en nú. í gömlu Stúdentablaði er viðtal við húsameistarann þar sem hann segir m.a. um bjöllukerfið sem nú er notað til að kalla á garðbúa í sím- ann: „vilji einhver hafa tal af vissum stúdent, styður hann á hnapp, sem á við ákveðið númer eða nafnspjald, og heyrist þá hringing í því herbergi sem númerið á við. Ef stúdentinn er heima gefur hann þegar hringingar- merki til þess, sem niðri er. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ónœði óviðkomandi manna um íbúðirnar." Annarsstaðar í viðtalinu segir Sigurður: „Það er gert ráð fyrir simum á hverri hœð. Skemmtilegast hefði verið að geta haft útvarps- míkrófón í hverju herbergi. “ Á Garðinum voru 33 einstak- lingsherbergi og tvö tveggja manna. Eldunaraðstaða á visturn var engin en mötuneyti í kjallara, auk þess sem þar voru herbergi starfsfólks. Þar sem nú er Stúd- entakjallarinn var íþróttasalur en samkomusalur í Garðsbúð. Steypi- böð voru á hverri hœð og kerlaugar í kjallara. Tónleikar Háskóla- kórsins íFS. Tónleikar Háskólakórs- ins verða haldnir dag- ana 26. og 27. febrúar í Félagsstofnun stúd- enta. Á efnisskrá er ís- lensk tónlist, ný og spennandi. Meðal ann- ars verk eftir Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinson, Karolínu Eir- íksdóttur, Jón Ásgeirs- son og Hjálmar R. Ragnarsson. Námslán inn á bankareikninga Ef námsmenn vilja fá námslán þá verða þeir að eiga viðskiptareikninga. Námsmaður án bankareiknings er lánslaus maður. Þeir námsmenn sem enn hafa ekki lagt inn tilkynn- ingu um viðskiptareikninga eiga á hættu að dráttur verði á uthlutun námslána. Námsmenn og umboðs- menn þeirra ættu að hafa hugfast að nauðsynlegt er að viðskiptareikningarnir séu á nafni námsmanna. Þegar námsmenn skipta um eða loka viðskiptareikn- ingum ber þeim að tilkynna það sérstaklega um leið og lögð er inn ný tilkynning um viðskiptareikning til LÍN. Þeir námsmenn sem eiga ávísanareikninga fá námslán sín að jafnaði fyrr en ef sparisjóðsbækur eru notaðar. Lánasjóður íslenskra námsmanna, Laugavegi 77,101 Reykjavík. -Sími 25011. LÍN lAnASJÓCUR fSLCNSKRA NÁM8MANNA LAUOAVKOI 77 - 101 RZYKJAVlK - BlMI 27011 TILKYNNING UM VIÐSKIPTAREIKNING LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA LAUOAVEQI 77. 101 RCYKJAVlK 15. október 1982 Sigrún Slg»\rðardóttir, |HAPMNÚMI. |l l 2 , 3,4 I 8, 7 , 6, 5 MBIHIkl 1 nAmclamd Laugabákka 13, Danmörk • KÓL' ~ Köbenhavns Uniyersitet 1 "*Fil. Fak. H4r mcð tllkynnlft Un2$|óðl Islontkra NámimanQt, að li hlutl námilána mlnna icm okkl grelðlit út vlð undlrrltun skuldabréfa, ikal lagður belnt Inn á ncðangrclndan vlðsklptartlknlng, jafnóðum og grclðslur koma tll útborgunar. Avlacnarclknlng.r .AHKI H. Nafn banka SptrU|óó«r.lkn. 000 00 54321 Sigrún Slgurðardóttir Glró/HUu pcrclkn. Nauðoynlegt er að fá staðfestlngu banka á að viðkomandi bankareikningur ðé til. jítyyi'j C/c/?íc Tf Urirtrt fAmtnm

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.