Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 8
8 STÚDENTABLAÐIÐ Finnur Ingólfsson tekinn tali Fljótlega eftir að nýir ritstjórar höfðu komið sér fyrir á skrifstofu blaðsins fýsti þá að fræðast nokkuð um fyrirtæki stúdenta, Félags- stofnun. og leituðu því til Finns Ingólfssonareins af fulltrúum okkar í stjóm þar. Að samkomlagi varð að taka viðtal, þar sem komið yrði inná allt það helsta sem er á döfinni í FS um þessar mundir, vikið að tveggja ára samstarfi Vöku og Umba og komandi kosningum. Fyrir þá sem ekki vita það er Finnur skaftfellingur að ætt, stúdent frá Samvinnuskólanum '19 og hefur stundað viðskiptafræðinám undanfarin fjögur ár. Hann var einn stofnenda Félags Umbóta- sinnaðra Stúdenta 1981, formaður Stúdentaráðs ’81—’82 og er fulltrúi í stjóm Félagsstofnunar ’82—’83. Auk þessa er Finnur virkur félagi í Framsóknarflokknum. Að eigin sögn hyggst hann draga sig út úr stúdentapólitíkinni á vori komanda. Nú hefur meirihlutinn gumað mjög af bættum rekstri Félags- stofnunar, en því fer þó fjarri að öll kosningaloforð og ákvæði málefna- samningsins hafi verið efnd. Og hver eru þá afrek ykkar í þessum málum? Fyrir það fyrsta þá eru afrek meirihlutans, í mínum augum, af- rek Umbótasinna, þar sem Vaka hefur miklu fremur komið út sem hækja okkar félags. Við gerð meirihlutasamninga hefur Vaka verið reiðubúin til að fórna öllum sínum stefnumálum fyrir valda- stóla. Eftir 9 ára valdatíð vinstri Vaka hækja umbótasinna manna var Vaka orðin langeyg eftir valdastólunum. sem verða mark- mið ísjálfu sér, — stefnan hættirað skipta máli. Ég hef alltaf litið á þetta hálfrar aldar félag sem erfða- stofnun. en ekki stjórnmálafélag um hagsmuni stúdenta. I dag er það kosið af afkomendum þeirra sem stofnuðu félagið. Án umbótasinna sætu Vinstri menn enn við völd. Vaka, sem er klíka ákveðinna afla innan skólans, hefði aldrei náð meira fylgi en vinstri menn; þar sem Félag umbótasinna er breiðfylking og óvíst hvernig færi tækist það eitt á við Félag vinstri manna. Hver svo árangurinn er þá held ég að hann sé mestur í rekstri mat- sölunnar. 1 eina tíð var rætt hvernig greiða skyldi niður tap af matstof- unni, eftir að búið var að veita í hana öllum innritunargjöldum og ríkisstyrk. f dag er rætt hvað gert skuli við ágóða. Um síðustu áramót átti matarverð að hækka um 30% skv. vísitölu en hækkaði aðeins um 6%, sem mun duga fram til 1. júní. Það er ekki markmiðið að matstof- an sé rekin með hagnaði, heldur á núlli. Þú vllt þá ekki gera mikið úr tali vinstri manna um að markaðs- hyggjan hafi náð undirtökunum í rekstri matsölunnar. Það er ekki gott að henda reiður á hvað þeir eiga við; hafi markaðs- öflin náð undirtökunum, gott og vel, það hefur þá a.m.k. orðið til að lækka matarverðið, — annars sé ég ekki samhengið og held að hér sé um klámhögg þeirra félaga að ræða. En Félagsstofnun er nú meira en eitt mötuneyti. Hvað með marg- endurtekin loforð um að hótel verði tekið í notkun til lausnar hús- næðisvanda stúdenta? Þó mikið hafi verið reynt hefur málið aldrei verið komið nógu langt til að ástæða væri til að lofa neinu. Það hefur einfaldlega strandað á allt of háu leiguverði. Öll loforð eru komin frá Pétri J. Eiríkssyni, formanni stjórnar Fé- iagsstofnunar, og skrifast alfarið á hans reikning. Vaka notaði svo málið sem kosningabombu. f dag verst Pétur allra frétta og það sem nú er unnið í málinu er á vegum framkvæmdastjóra og annarra stjórnarmanna. Þú meinar að Pétur hafi gumað af samningi við Hótel Esju sem aldrei var til? Já. Þegar Sigurður Skagfjörð framkvæmdastjóri fór að ræða við hótelstjóra Hótel Esju hafði hann aldrei heyrt á neitt slíkt minnst. En hvað þá með aðrar lausnir á húsnæðisvanda stúdenta, s.s. ný- byggingu garða. Já — aðeins áður vil ég koma inn á mál því skylt. Hótel hefur verið rekið á Gamla og Nýja Garði í einhverri mynd svo lengi sem menn muna, og sáu fyrri valdhafar ekki ástæðu til að hrófla við því. Með komu Umba verður sú breyting að farið er að líta á Garðana sem heimili stúdenta en ekki hótel. Stúdentar geta nú dvalið á görð- unum allan ársins hring, kæri þeir sig um það. En okkur finnst líka Gamli Garður. jafn sjálfsagt að einhver hótel- rekstur sé á görðunum svo lengi sem stúdentar fullnýta þá ekki á sumrin. Nú varðandi langtímalausn, þá hefur að frumkvæði umbótasinna verið stofnuð byggingarnefnd til undirbúnings og fjármögnunar ný- byggingar. Það liggur fyrir breyting á lögum húsnæðismálastofnunar sem felur í sér að stúdentar geta fengið 65% lán af byggingarkostn- aði staðalíbúðar. Til þess að fram- kvæmdir geti hafist þarf aðeins að gera upp hvernig við viljum fjár- magna bygginguna. Þar greinir menn á unt hvernig að endur- greiðslu lána skuli staðið, og skipt- ast aðallega í þrjá hópa. í fyrsta lagi þeir sem vilja að ríkið sjái alfarið um endurgreiðslur, í öðru lagi að stúdenta muni ekkert um að borga þetta — dálítið í takt vökuliðsins —, og svo millivegurinn að velta endurgreiðslunum að einhverjum hluta á herðar stúdenta. Frumskilyrði fyrir framkvæmd- um er að þessi mál séu á hreinu. Við höfum fyrir okkur fordæmið frá byggingu hjónagarða. Þá sat Vaka hér við völd og ekkert um þessa hluti hugsað. Af þeim sökum var stofnunin allt til ársins 1980 vikulega í Lögbirtingablaðinu. Þú sættir þig þá við þann mögu- leika að stúdentar sjálfir greiði að hluta þau lán sem tekin verða? Já sem möguleika. Næsta von- laust má telja að ríkið taki að sér alla fjármögnun. Sem allra minnstu skal þó velt á herðar stúdenta. Á öndverðum meiði Hér skerst í odda með ykkur Aðalsteini fomianni umbótasinna. Já það er rétt, en í þessu felst einmitt styrkleiki umbótasinna. Ágreiningur er rétta leiðin til að komast að niðurstöðu og ég held að umbótasinnar komi til með að leysa þessi mál. En svo við víkjum að öðru; í mál- efnasamningnum segir að stefnt skuli að byggingu bamaheimilis, enda sé lóð fyrir licndi. Til stóð að borgin tæki þátt í fyrirtækinu, en fljótlega kom upp deila milli stjórnar Félagsstofnunar og Dagvistunar Reykjavíkur. Mál- ið var að borgin vildi eignast að helmingi þann hluta sem ríkið hafði þegar boðið okkur. Að þessu vildum við ekki ganga. Málið mætti leysa, en hefur ekki verið reynt, með samningum sem gengju út á það að borgin næði sínu fram um eignaraðildina en stúdentar fengju á móti ráðstöfunarrétt yfir fleiri plássum en sem næmi eign- araðild þeirra að bamaheimilinu. Borgin ætti þá helming heimilisins en stúdentar hefðu sem svarar 75% ráðstöfunarrétt. En málið er sem- sagt enn ófrágengið og hefur dreg- ist allt of lengi. Þegar vinstri menn fóru frá völdum létu þeir að því liggja að málið væri fullfrágengið — en þær hugmyndir sem þá voru uppi voru svo gersamlega úr takt við raun- veruleikann, að því fór fjarri. Á þessu kjörtímahili hefur þá ekkert verið gert í málinu og núver- andi horgarstjórn hefur ekki verið okkur neitt vinveittari en sú fyrri. Nei, og fjárhagsáætlun fyrir þetta ár gefur ekki ástæðu til að ætla að þessu verði hreyft í bráð, — þó við munum að sjálfsögðu halda uppi baráttu fyrir að koma málinu í framkvæmd. Afstaða borgarstjórnarmeiri- hlutans til okkar kemur skýrt fram í fasteignaskattsmáli Félagsstofn- unar, sem of langt rnál yrði að rekja hér. Hækkun á fargjöldum SVR kemur þeim lægstlaunuðu og námsmönnum hvað verst; náms- gjöld sem innheimta á af fram- haldsskólanemendum sjálfum beinast gegn námsmönnum. Maður finnur hvernig andar í okkar garð. Hvað um eflingu Ferðaskrifstofu stúdenta sem lieitið er í málcfna- samningnum? Já það er yfirlýst stefna meiri- hlutans að reka skuli ferðaskrif- stofu þrátt fyrir erfiðleika. Sam- keppnin er geysilega hörð og Ferðaskrifstofan hefur verið rekin með tapi. Ef stúdentar beindu öll- um sínum viðskiptum til hennar má búast við að hér yrði breyting á. Úrbóksölunni. f hvaða atriðum getuin við búist við að þessi skrifstofa þjóni okkur betur en aðrar á hinum frjálsa markaði? Hún hefur þjónað okkur betur; engin önnur skrifstofa hefur barist fyrir lækkun á innanlandsfargjöld- um og með henni getum við líka haft samvinnu við frændur okkar á Norðurlöndum um leiguflug. Éger klár á því að Ferðaskrifstofan hefur þegar skilað talsverðu til stúdenta í ódýrari og betri þjónustu. Svo við höldum áfram í málefna- samningnum; hvað mcð bættan rekstur og þjónustu í Háskólafjöl- ritun og kaffistofunum? Já við hugðumst bæta þjónust- una og lækka verðið sem fer nú ekki alltaf saman, en getur samt gert það. Það var yfirlýst stefna Vöku fyrir síðustu kosningar að leggja Háskólafjölritun niður því hún skilaði ekki hagnaði — en eins og svo margt annað frá þeim kom það hvergi inn í málefnasamning- inn. Fyrirtækið hefur svo géngið prýðilega á þessu ári og vonandi langt í að bóli á hugmyndum Vöku að nýju. Hvað kaffistofurnar snertir hafa rnenn aðallega verið að velta fyrir sér lengri opnunartíma, fyrir svo utan hugmyndir Vöku um sjálfsala sem ekki hafa komið til frant- kvæmda. Til umræðu er í stjórn FS að lengja opnunartímann. Starfs- fólk stofnunarinnar hefur málið nú til athugunar. Hvað með bætta þjónustu við þau hús stofnunarinnar þar sem cngar kaffistofur eru. Já — hér er aðallega um að ræða staði utan Háskólalóðarinnar — en þetta er hlutur sem enn hefur ekki verið tekinn til athugunar. Getur ckki sjálfsalahugmyndin gcngið þar? Jú það er möguleiki. Eitt af fyrstu Félagsstofnunar- málum sem Umbar lögðu áherslu á, strax 1981, var cndurskoðun á rekstri bóksölunnar og enn er þetta í inálefnasamningnum '82—'83. Hvað hefur gerst í þessu? Ýmsar þær forsendur sem fyrst ráku umbótasinna til þessa máls reyndust ekki alveg réttar, aftur á móti hefur endurskoðun í ýmsu leitt til betri rekstursoggeturaldrei verið annað en góð— auk þess sem hún hefur verið unnin í samráði við og í þökk forsvarsmanna bóksöl- unnar. En ef við segjum nú skilið við Félagsstofnun og víkjum aðeins að Félagi umbótasinnaðra stúdenta; þú segir fyrr í viðtalinu að það sé breiðfylking, en er þetta pólitísk fylking með tilliti til vinstri og hægri. Félagið er númer eitt, tvöogþrjú, tæki í hagsmunabaráttu stúdenta. Það er reynt að ýta þessum fylk- ingum i stúdentapólitíkinni upp að stjórnmálaflokkunum í landinu. Þegar umbar komu fram voru tveir flokkar eftir og vissulega mátti rekja uppruna tveggja efstu manna til Alþýðu- og Framsóknarflokks, en meðal okkar eru nienn með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir. Senn líður að kosningum og í tvö ár hafa Vaka og Umbar gengið í eina sæng, — verður það sama upp á teningnum í vor? Nú vitum við ekki hver afstaða fylkinganna verður eftir kosningar, en ég tel að tvö ár séu nægur tími. Þá er ég ekki endilega að meina að vinstri menn og umbótasinnar taki Vaka og FVM höndum saman. Þriðji möguleik- inn er til og verður raunhæfari eftir því sem árin líða. Meðan þessar fylkingar voru aðeins tvær kom samstarf aldrei til greina, en með tilkomu þriðja aðilans hefur dregið úr þeirn hita sem var þarna á milli. Ykkur langar þá í stjórnarand- stöðu! Okkur, ja . .., það er nú frekar að beina þessu til þeirra sem veita fylkingu umbótasinna forystu nú — sjálfur er ég að draga mig út úr þessu. Það getur þó aldrei verið markmið okkar að vera í stjórnar-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.