Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 12
12 STÚDENTABLAÐIÐ Sigurgeir Þorgrímsson: Ur sögu kvikmynda og kvikmyndaáhugainannafélaga myndasjóðsins, sem var stofnaður 1978, og þá var komið á fót Kvik- myndasafni íslands með lögum frá Alþingi 8. maí 1978. Fræðslu- myndasafn hafði verið til í landinu frá 1932, sem beindist nú alfarið að skólunum með nýjum lögum um Námsgagnastofnun ríkisins, sem Fræðslumyndasafn heyrir nú undir. 1978 var einnig haldin fyrsta kvikmyndahátíð á vegum Listahá- tíðar Reykjavíkurborgar. 1977 lauk Reynir Oddsson við „Morðsögu", og með fyrstu úthlutun Kvik- myndasjóðs 1979 liófst vorið í ís- lenskri kvikmyndagerð, er teknar voru upp þrjár leiknar myndir þetta sumar, „Land og synir“, „Veiðiferðin" og „Óðal feðranna". Samkvæmt lögum um kvik- myndasafn íslands er því ætlað að safna íslenskum kvikmyndum og kvikmyndum um íslenskt efni, gömlum og nýjurn, hverju nafni sem nefnast og varðveita þær. Auk þess er safninu ætlað að afla sér eintaka af erlendum kvikmyndum, sem hafa listrænt og kvikmynda- sögulegt gildi. Ætlast er til, að komið verði á fót tæknilega full- kominni kvikmyndageymslu. Þá er í lögum safnsins ætlast til, að safnið gangist fyrir kvikmyndasýningum fyriráhugahópa um kvikmyndir, sé þess óskað, og safnstjórnin telji það tiltækilegt. Menntamálaráðherra skipar fimrn manna stjóm Kvik- myndasafns til fjögurra ára i senn. Forstöðumaður Kvikmyndasafns- ins hefur frá upphafi verið Erlend- ur Sveinsson í hálfu starfi. Tvennt hefur einkum háð starfsemi safns- ins frá byrjun: fjármagnsskortur og mannekla. Um áramótin 1980/1981 flutti safnið í húsnæði sem það hafði tekið á leigu við Skipholt 31 í Reykjavík. Þar var innréttuð traust geymsla fyrir kvik- myndir. Kvikmyndasafnið sótti fljótlega um aðild að alþjóðasam- bandi kvikmyndasafna, FÍAF, og 1981 gat safnið keypt sér skoð- unartæki fyrir 35 mm, 16 mm og 8 mm filmur. Samkvæmt fimni ára áætlun er þess vænst að starfsemi safnsins verði kornið í viðunandi Framhald á bls. 13 Upphaf kvikmyndasýninga á fs- landi er að rekja til þess, er Þorlák- ur Ó. Johnson, kaupmaður, bróðursonur Ingibjargar, konu Jóns forseta, stóð fyrir „panorama“-sýningum í Reykjavík og nágrenni, eða skuggamynda- sýningum. Hreyfimyndir eru taldar hafa verið fyrst sýndar á þessum sýningum á Islandi 1883—1892. Sonur hans, Ólafur Johnson, varð svo fyrstur fslendinga til að beita sér fyrir því, að kvikmyndasýningar yrðu teknar upp á fslandi, og fs- lendingarhæfust handa um að taka kvikmyndir. 1904 stofnaði hann fyrsta íslenska kvikmyndafélagið, Ól. Johnson & Co., og sýndi félagið í Bárunni. Eiginleg kvikmyndaöld hefstekki á fslandi fyrren árið 1906 með stofnun Reykjavíkur Biograf- theater, en kvikmyndahús voru gjaman kölluð biograftheater, vegna þess að leikhúsum var oft breytt í kvikmyndahús. Reykjavík- ur Biograftheater tók til dæmis við af Breiðfjörðsleikhúsi. Hins vegar styttist heiti bíósins fljótlega í bíó. Fyrsta kvikmyndasýningin hófst 2. nóvember 1906 í Fjalakettinum í Bröttugötu í Grjótaþorpi. Fyrst var sýnd mynd frá heimsókn íslenskra alþingismanna til Kaupmanna- hafnar 1906 og svo ýmsar fleiri myndir. Á þessum fyrstu árum kvikmyndasýninga hér á landi voru hafðar um átta kvikmyndir á hverri sýningu. Skipt var um prógramm vikulega. Hljóðfærasláttur var með sýningunum þegar í upphafi. Kvikmyndir urðu strax ákaflega vinsæl skemmtun á íslandi; hvort tveggja var að efnahagur fólks leyfði ekki dýrari skemmtanir og skemmtanahald var mjög fábreytt í þéttbýlinu. Þörfin fyrir aukið skemmtanahald fór hins vegar vaxandi, vegna þess hve fólki fjölgaði í bæjum. Kvikmyndirnar komu því eins og kallaðar og hafa skipað stærstan sess í skemmtana- lífi íslendinga á þessari öld, eins og sést af því að bíósókn á íslandi á síðustu árum hefur verið um þrisv- ar sinnum meiri heldur en á hinum Norðurlöndunum, miðað við höfðatölu. Nú hófst einnig kvikmyndataka í ríkari mæli. Forstjóri Reykjavíkur Biograftheater, Peter Petersen, kallaður Bíó-Petersen, átti þátt í töku kvikmyndar af slökkviliðs- æfingu í Reykjavík árið 1906. Sví- inn Albert Engström og félagi hans, Wulff, tóku kvikmyndir af íslensk- um þjóðlífsháttum á þessum árum á vegum erlendra aðila. 1912 var Nýja bíó stofnað, og var þá eldra bíóið nefnt Gamla bíó. Sama ár var stofnað bíó á Siglufirði, og nefndist það Siglufjord Biograftheater. 1914 var svo Árnabíó stofnað í Hafnar- firði. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fer að komast skriður á innlenda kvikmyndagerð, jafnframt því sem erlendar þjóðir byrja að fá áhuga á íslandi sem kvikmyndalandi. 1918 kvikmynduðu Svíar undir stjórn Victors Sjöström, „Berg-Ejvind och hans hustru" eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Árið 1919 var Bíó-Petersen að taka kvikmyndir fyrir Gamla bíó, og 1919—1920 kom danska kvikmyndafélagið Nordisk Films Kompagni til fs- lands til að gera kvikmyndina „Borgslægtens Historie" eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, og á næstu árum var mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð og tóku ljósmyndarar víða um land að bæta kvikmyndatöku á verkefnalista sinn. Þeirra atkvæðamestur var Loftur Guðmundsson, sem meðal annars gerði yfirgripsmikla heim- ildarmynd um land og þjóð. „fs- land í lifandi myndum“, sem frumsýnd var 1925. Um líkt leyti stjórnaði Guðmundur Kamban upptöku á tveimur myndum sem hann gerði í samvinnu við Dani eftir eigin verkum, „Hadda Padda“ 1924 og „Det sovende hus“ 1926. Gerðar voru myndir í tilefni merkra atburða, eins og konungs- komanna 1921, 1926, og Alþingis- Óskar Gíslason kvikmyndar Nýtt hlutverk 1954. Milii fjalls og fjöru 1949. Fyrsta íslenska talmyndin. Tímamót urðu í íslenskri kvik- myndasögu 1966 með tilkomu sjónvarpsins. 1972 hófust styrk- veitingar Menningarsjóðs til kvik- myndagerðar í mjög smáum stíl, en þar með var stigið fyrsta skrefið sem leiddi til stofnunar Kvik- hátíðarinnar 1930, og Lýðveldishá- tíðarinnar 1944. Á kreppuárunum þrengdi mjög að íslenskri kvik- myndagerð, en þó var ráðist í gerð heimildarmyndar um sjávarútveg- inn, sem Loftur Guðmundsson gerði, og um landbúnaðinn, sem Vigfús Sigurgeirsson gerði, vegna þátttöku fslendinga í heimssýning- unni í New York 1939. Sumarið 1938 hóf danski kapteinninn A.M. Dam gerð íslandsmyndar sinnar, sem hann lauk við ári síðar. Reyndar hafði töluvert borið á kvikmyndaleiðöngrum erlendra aðila til fslands á áratugnum, eink- um Þjóðverja. Aðeins eitt kvik- myndahús bættist við í Reykjavík á þessu tímabili, en það var Tjamar- bíó. Bíósókn jókst gífurlega á her- námsárunum og herinn kom sér upp tveimur braggakvikmynda- húsum í Reykjavík (síðar Trípólí- bíó og Hafnarbíó). Eftir stríðið fóru bjartsýnir ungir menn að leita sér menntunar í kvikmyndagerð, en fram að þessu höfðu íslendingar verið sjálfmenntaðir í faginu, og hélst sá háttur reyndar lengi vel. Fjögur ný kvikmyndahús tóku nú til starfa með stuttu millibili, Trípólíbíó 1947, Austurbæjarbíó 1948, Hafnarbíó 1948 og Stjörnu- bíó 1950. Með mynd sinni um Lýðveldis- hátíðina 1944 kom Óskar Gíslason ljósmyndari fram á sjónarsviðið, en hann átti eftir að verða atkvæða- mesti kvikmyndaframleiðandinn næsta áratuginn, og þeir Óskar Gíslason og Loftur Guðmundsson hófu brátt frameiðslu á leiknum 16 millimetra myndum. Loftur Guð- mundsson reið á vaðið með kvik- myndinni „Milli fjalls og fjöru“, sem var fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri sýningarlengd. Hún var fyrst sýnd í Gamla bíó 13. janúar 1949. Árið eftir fylgdi svo kvikmynd Óskars Gíslasonar, „Síðasti bærinn í dalnum". Með Heklugosinu 1947 hóf Ósvaldur Knudsen feril sinn sem einn at- kvæðamesti heimildarkvikmynda- framleiðandi á fslandi. Kvik- myndafélagið Edda-film, sem stofnað var fyrir atbeina Guðlaugs Rósinkranz þjóðleikhússtjóra, lagði hug á gerð leikinna 35 mm kvikmynda, og beitti sér fyrir sam- starfi við kvikmyndafélög á Norð- urlöndum til þess að hrinda þessum hugmyndum sínum í framkvæmd. Edda-film beitti sér fyrir kvik- myndun „Sölku Völku“ eftir skáldsögu Halldórs Laxness árið 1954, og síðan „79 af stöðinni" árið 1962, og síðast „Rauðu skikkjunni" 1966.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.