Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐIÐ 13 Sigurgeir — Framhald af bls. 12 horf árið 1986. Kvikmyndasafn ís- lands hefur lagt höfuðáherslu á eftirfarandi atriði: 1) Að safna kvikmyndum, 2) að varðveita fyrir framtíðina, 3) að skrásetja kvikmyndir, 4) að veita þjónustu. Kvikmyndasafnið safnar ekki aðeins kvikmyndum. heldur öllu því sem kvikmyndir og kvik- myndagerð varðar, kvikmynda- áhöldum, handritum, blaðaúr- klippum, fjölmiðlagögnum kvik- myndaframleiðenda, sýningar- skrám, veggspjöldum o.s.frv. Einn megintilgangur Kvikmyndasafns- ins er á sviði kvikmyndavarðveislu og bein afleiðing af söfnunarstarf- inu er skrásetningin. Á því sviði nægir ekki að hugsa um skrásetn- ingu kvikmynda eingöngu, heldur þarf einnig að skrá allar kvik- myndasögulegar heimildir, bækur og timarit um kvikmyndaleg efni. í sambandi við þjónustu safnsins við almenning er ákaflega mikilvægt atriði að geta boðið upp á kvik- myndasýningar á öllu því helsta sem máli skiptir í innlendri og er- lendri kvikmyndasögu, en þar hefur safnið skort sýningaraðstöðu. 1 safninu þarf að vera lesstofa með fullkomnu kvikmyndabóka- og tímaritasafni. Þar á einnig að vera hægt að fá lánuð frumgögn urn ís- lenska kvikmyndasögu. Þá á gest- um safnsins að gefast kostur á að skoða minjasýningu, þar sem áhöld til kvikmyndagerðar og kvik- myndasýninga frá fyrstu tíð til okkar daga væru höfð til sýnis. Kvikmyndasafnið þarf að stuðla að notkun kvikmynda sem sagnfræði- legra heimilda og það þarf einnig að stuðla að rannsóknum á ís- lenskri kvikmyndasögu. Þá er mikilvægt atriði í þjónustustarfi Kvikmyndasafnsins að gefa út ár- lega kvikmyndaskrá, svonefnda þjóðskrá kvikmynda, og stuðla að útgáfu kvikmyndasögu og þýðingu erlendra kvikmyndarita. Þegar safnið hóf starfsemi sína, átti það eina fimrn mínútna kvikmynd. Nú eru í geymslu safnsins um 210 kvikmyndir. Á skrám hjá safninu eru nú um 500 titlar kvikmynda, sem flestar eru íslenskar, sumar reyndar erlendar, en tengdar íslandi. Kvikmyndasafn íslands, Skipholti 31. Kynning á Kvikmyndasafni fslands verður fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:30 í hús- næði safnsins, Skipholti 31 (við hliðina á Tónabíói, gengið inn að vestan, frá Heklu). Dagskrá: 1. Almenn kyning á safninu. 2. Kynnt hvernig staðið er að björgun gamalla mynda. (Gerð kópía o.fl.). Elsta mynd í eigu safnsins skoðuð, Slökkviliðsæfing frá árinu 1906. Hlé — Kaffiveitingar. 3. Sýning á mynd Lofts Guðmundssonar, Niðursetn- ingurinn, frá árinu 1951. Aðgangur ókeypis og heimill öllum stúdentum og starfsfólki Háskólans og stofnana hans. Félag kvikmyndaáhugamanna ÍH.Í. Aðalfundur Stúdentaleikhússins Verður haldinn í hliðarsal Félags- stofnunar Stúdenta v/Hringbraut þriójudaginn 15. febrúar kl. 20.00 Allir stúdentar velkomnir! Nýjir meðlimir teknir inn. Uppgjör á Bent og almennar umræður. Stjórnin Buster Keaton: The General Mynd Buster Keaton The General verður sýnd fimmtudags- kvöldið 3. mars kl. 20:30 í stofu 157 í byggingu Verkfræði- og raunvís- indadeildar við Hjarðarhaga (VR II). Aðgangur er ókeypis og heimill öllum stúdentum og starfsfólki og stofnana hans. Kaffiveitingar verða í hléi. Buster Keaton og Chaplin eru frægustu gamanleikarar sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Báðir áttu þeir einnig mjög stóran hlut í gerð mynda sinna. í síðustu skoðana- könnun Sight & Sound meðal gagnrýnenda, voru t.d. bæði Keat- on og Chaplin í hópi 10 vinsælustu kvikmyndaleikstjóra sögunnar og myndin The General var nú á skrá yfir 10 vinsælustu myndir (og var það einnig í síðustu könnun fyrir 10 árum). Buster Keaton er sagður hafa fyrst birst á leiksviði er hann skreið þangað óboðinn 9 mánaða gamall á farandsýningu foreldra sinna. Eftir það varð honum ekki haldið frá sviðinu og fjögurra ára gamall hafði hann sinn fasta sess í skemmtidagskrá fjölskyldunnar. Það kom í ljós að Buster var gædd- ur ótrúlegri fimi, enda tóku skemmtanirnar fljótlega að taka á sig mynd furðanlegs einvígis föður og sonar, þar sem Buster var slengt fram og til baka á sviðinu eins og gólftusku. Oftar en einu sinni var sýningin kærð til barnaverndar- nefndar, en engir áverkar fundust á Buster enda hafði hann ekki meitt sig. Til þess að bardagi feðganna yrði spaugilegri og áhorfendur liéldu ekki að verið væri að mis- þyrma Buster litla, var ákveðið að hann skyldi alveg svipbrigðalaus hvað sem á gengi. Þetta svip- brigðaleysi varð vörumerki Keat- ons það sem eftir var ævinnar. En þetta vörumerki var ekki auðfeng- ið. Það kostaði gífurlega sjálfsögun hjá svo ungu barni. En út úr þessari eldskírn kom gamanleikari með ótrúlega fullkomið vald yfir líkama sínum og svo sérstæðan stíl, að enginn hefur getað leikið eftir síð- an. Tuttugu og eins árs að aldri hætti hann að taka þátt í sýningum fjöl- skyldunnar (enda ekki auðvelt að henda honum um sviðið) og vorið 1917 hóf hann að leika í gaman- myndum hjá ,.Fatty“ Arbuckle. Rúmum þremur árum síðar fór hann sjálfur að gera stuttar myndir og myndir í fullri lengd. Á þessum' árum eða fram til 1928 — 1929. gerði Keaton þær myndir sem nú teljast klassískar eftir hann. Keaton vildi ekkert spara í myndum sínum, til að ná fram þeim áhrifum sem hann óskaði. Allt skyldi vera sem raunverulegast og engum brögðum beitt. Hann lagði sig því oft í lífshættu til að hafa réttan blæ yfir atriðum. Hann var snjall fimleikamaður, hafði fullkomna stjórn á líkama sínum og nýtti sér það út í æsar. Hann virðist ekki hafa notað staðgengla, enda voru mörg brögð hans þannig, að enginn annar hefði getað náð þess- urn sérstaka stíl hans og eins voru brögðin oft það fléttuð inn í at- burðarrásina að staðgengill kom ekki til greina. Buster Keaton átti það sameig- inlegt með F.W. Murnau að hafa mjög næma tilfinningu fyrir notk- un dauðra hluta í kvikmynd, þótt sú notkun væri með allt öðrum hætti. Hann gat sett upp snilldar- lega flóknar glímur við hversdags- legustu hluti úr umhverfinu. Margir súrrealistar hrifust mjög af hinni sérstæðu túlkun veruleikans í myndum Keatons. Meðal þeirra voru menn eins og Samuel Beckett, Luis Bunuel og Federico Carcia Lorca (sem skrifaði meira að segja absúrd farsa Keaton til heiðurs). Sjálfur var Keaton ómenntaður og leit ekki á sig sem listamann. Myndin The General var há- punkturinn á ferli Keatons. Hún gerist á tímum bandarísku borg- arastyrjaldarinnar og byggir á raunveruiegum atburðum, a.m.k. framan af. Keaton vildi leita full- komins raunsæis í umgjörð mynd- arinnar, t.d. þurfti að leita víða til að finna járnbrautarteina af réttri breidd. Svipað og í öðruni mynd- um Keatons, þá ríkir í The General sérkennileg tregablandin kímni og aðalpersónan er frekar aulaleg til að byrja með, en tekur að sýna á sér aðra hlið er líður á myndina. Þegar The General var tekin til almennra sýninga í febrúar 1927, þá var henni mjög illa tekið af gagnrýnendum. Stórfellt tap varð á myndinni og hún varð Keaton dýrkeypt, því eftir hana missti hann fjárhagslegt sjálfstæði sitt í kvik- myndagerð og aðrir tóku við leik- stjórn mynda hans. Hann átti eftir að gera merkar myndir, en tekið var að halla undan fæti og brátt var hann orðinn fastur í ómerkilegum hlutverkum í myndum annarra manna. Á meðan gleymdust snilldarverk hans sjálfs. Árið 1945 ritaði James Agee grein um Keaton í Life og dhugi á honum jókst á ný. Kvikmynda- klúbbar tóku að sýna myndir Keatons og þegar hann lést árið 1966 hafði hann verið hafinn hátt til virðingar á ný. Sigurður Ernil Pálsson. Buster Keaton í The General.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.