Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 14
14 STÚDENTABLAÐIÐ Notaleg síðdegísstund með Dracula Þrjú fimmtudagskvöld nú nýlega hefur mátt heyra í útvarpi leikgerð Jill Brook Árnason á hinni frægu sögu Bram Stoker, Dracula. Þessi sérstæða saga hefur einnig heillað a.m.k. 3 af fremstu kvikmyndagerð- armönnum sögunnar, Friedrich Wilhelm Murnau, Orson Welles og Wemer Herzog. Hver þeirra hefur túlkað söguna á sinn persónulega hátt. Laugardaginn 19. febrúar n.k. gefst okkur tækifæri að kynnast til- birgðum F.W. Murnau og O. Well- es við söguna um Dracula. Dagskrá þessi hefst kl. 14 (2 e.h.) og er í byggingu Verkfræði- og raunvís- indadeildar við Hjarðarhaga (VR II) stofu 157. Kaffiveitingar verða í hléi. Friedrich Wilhelm Murnau er einn merkasti kvikmyndaleikstjóri sem Þýskaland hefur alið. Hann var heillaður af leiklist allt frá barnæsku og vann um tíma við leikhús, m.a. sem leikstjóri. Einnig var hann listfræðingur að mennt og notaði hann myndlistararfleifð sögunnar á sinn persónulega hátt í myndum sínum. Murnau gerði fyrstu meiri háttar mynd sína árið 1919, en hún er nú týnd eins og a.m.k. 11 aðrar myndir hans. Þetta blómaskeið sem þá ríkti í þýskri kvikmyndagerð er oft kennt við expressionisma. Mikil áhersla var lögð á sviðsmynd í þessum mynd- um, enda henni oft ætlað að tjá ákveðið hugarástand eða a.m.k. að gefa myndinni ákveðin hugblæ. Murnau tókst hins vegar að ná þessum áhrifum án sérsmíðaðar sviðsmyndar. Þó svo hann leitaði fanga utan veruleikans í mynd Úr Nosferatu eftir Friedrich Wilhelm Mumau. sinni Nosferatu. þá notaði hann raunverulegt umhverfi sem sviðs- mynd. Samt er þetta ein stílhrein- asta mynd þessa skeiðs. Með meistaralegri beitingu kvikmynda- tökuvélar og lýsingar tókst Murnau að móta sinn eigin dulúðugan, óhugnanlegan og þó ljóðrænan heim úr hversdagslegu hlutum og umhverfi. (Að finna hinn dulda óhugnað í hversdagslegu umhverfi var mjög að skapi margra súrreal- ista). Nosferatu sýnir ekki beinan óhugnað, en eins og Béla Balázs orðaði það, þá andar samt frá henni ísköldum dragsúg að hand- an. Wemer Herzog (frægasti og sér- stæðasti leikstjóri Þjóðverja nú, átti t.d. myndina Fitzcarraldo á Kvik- myndahátíð Listahátíðar) dáir mjög þennan forvera sinn og hefur lært af honum þá lexíu að móta sinn eigin seiðandi, dulúðugan heim úr umhverfi hversdagsins. Herzog hefur sjálfur gert sína Nosferatu-mynd, sem vár tilbrigði við mynd Murnau. (Þar lék Klaus Kinski greifann, en hann lék einnig í Fitzcarraldo). Sú mynd var sýnd í Nýja Bíói fyrir nokkrum árum. Orson Welles ætti vart að þurfa að kynna. Snemma varð hann eins konar undrabarn í bandarísku leikhúslífi. Árið 1938 (þegar hann var aðeins 23 ára að aldri) var honum og leikhópi hans falið að gera syrpu útvarpsleikrita fyrir CBS. Eitt leikrit skyldi flytja í hverri viku (í því varoftast innifalið að útbúa leikgerð á einhverju klassísku verki). Welles varð heim- frægur fyrir 17. leikritið í þessari röð. Það var leikgerð á sögu H.G. Welles, Innrásin frá Mars. Frumleg staðfærsla til samtímans og næmi fyrir möguleikum útvarpsins gerði honum kleift að skelfa þúsundir, sem héldu sig vera að hlusta á lýs- ingu raunverulegra atburða. Árið 1939 var Welles boðið að leikstýra kvikmynd. Ummæli hans, þegar hann kom inn í kvikmynda- verið og sá allan búnaðinn sem honum stóð til boða, „að þetta væri stærsta leikfangalest sem nokkur drengur hefði nokkru sinni fengið að leika sér að“, lýsir nokkur vel þeirri leitandi starfsgleði sem ein- kenndi þessi ár hans. Hann sökkti sér niður í að kynna sér þá mögu- leika, sem þetta nýja leikfang byði upp á. Útkoman varð eitt sérstæð- asta byrjunarverk sent kvikmynda- sagan þekkir, myndin Borgari Kane (Citizen Kanc) gerð árið 1941. En það er óþarft að flokka hana sem sérstætt byrjandaverk. 'Sam- kvæmt könnun sem breska kvik- myndatímaritið Sight and Sound hefur gert á 10 ára fresti meðal kvikmyndagagnrýnenda, hefur Borgari Kane hlotið flest atkvæði í undanfarin þrjú skipti og hefur forskotið fram yfir hina sífellt verið að aukast. En eftir að hann gerði þessa mynd hefur hann ekki haft jafnfrjálsar hendur til kvikmynda- gerðar. Sent fyrr segir var Innrásin frá Mars hið 17. í syrpu útvarpsleik- rita. Hið fyrsta sent leikflokkurinn flutti var hins vegar leikgerð sögu Bram Stoker, Dracula. Á dagskrá okkar verður flutt hljóðritun þess- arar sögulegu útsendingar, sent frant fór mánudagskvöldið 11. júlí 1938. Þar ntá heyra raddbeitingu þá sem Orson Welles var þá þegar orðinn frægur fyrir. Einnig er at- hyglisvert hvernig hann tvinnar saman tali og leikhljóðunt þannig að úr verður ein heild, sem lýsir hinni næmu tilfinningu sent hann hafði fyrir hrynjanda og speglast jafnt í leikritum hans sem kvik- myndum. Sigurður Emil Pálsson. Fjalakötturinn geröur upp Fimmtudaginn 27. janúar s.l. var ákveðið að gera Fjalaköttinn, kvikmyndaklúbb framhaldsskól- anna, upp. Undanfarin tvö starfsár hefur reksturinn gengið með verra móti og voru skuldir klúbbsins orðnar það miklar að ekki þótti grundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi. Virðist sem margs konar samverkandi erfiðleikar hafi kaf- fært starfsemina. Skuldir sem fluttust frá starfsár- inu 1981 — 1982 til núverandi starfsárs námu u.þ.b. 60.000.- kr. Síðan var farið út í ýmsar fjárfest- ingar sem virðast hafa verið klúbbnum ofviða. Fjárfest var í nýrri fulkominni sýningarvél, sýn- ingartjaldi, hljóðkerfi og síðast en ekki síst var Kvikfnyndablaðið A keypt af Friðriki Þór Friðrikssyni. Sumum þessara fjárfestinga voru samfara ýmis óvænt útgjöld sem gerðu klúbbnum marga skráveif- una. Við það bættist að klúbbnum hélst illa á starfsmönnum, t.a.m. voru þrír framkvæmdastjórar ráðnir á tímabilinu september — janúar 1982 — 1983. Gerði þetta það að verkum að talsvert ósam- ræmi kom upp í rekstri klúbbsins og var það á stundum ærið kostn- aðarsamt. Endanlegar skuldir klúbbsins námu u.þ.b. 300.000.- kr. og sér hver maður að erfitt að að halda úti hvers konar starfsemi með slíkan skuldahala. Til glöggv- unar á þessu má geta þess að þetta * ' Styrkir tU náms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrki til nams á Ítalíu á há- skólaárinu 1983—84. Styrk- irnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rann- sókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaháskóla. Styrkjafjárhæðin nemur 330.000 lírum á mán- uði. — Umsóknum, ásamt til- skyldum fylgiskjölum, skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. mars n.k. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytingu. Menntamálaráðuneytið, 19. janúar 1983. eru næstum helmingi meiri skuldir en hjá skuldugasta kvikmyndahúsi borgarinnar og hver hefur ekki heyrt hvað þau barma sér. Reiknað er með að eignir klúbbsins hrökkvi að mestu leyti fyrir skuldum. Að lokum ber að geta þess að nú þegar hafa kvikmyndaáhugamenn út um allan bæ hafið umræður um stofnun eða endurreisn kvik- myndaklúbbs í einhverju formi. Að öllum líkindum yrði þá reynt að hafa minni yfirbyggingu og eitt- hvað annað rekstrarform á starf- seminni. Allavega virðist ljóst að áhugi er á að kvikmyndaklúbbur verði rekinn á höfuðborgarsvæðinu í einhverri mynd. B.V. FRÁ SHA FRÆÐSLUFUNDIR verða haldnir n.k. þriðjudaga, sem hér segir: 8. febrúar, 15. febrúar, 22. febrúar og 2 mars á Hótel Heklu v. Rauðarárstíg, kl. 2030. Aðganur kr. 30.00 FUNDAREFNI: 8. febrúar: Friðarhreyfingar Hversvegna friðarhreyfingar Skipulag og kröfur Kjarnorkuvopn — kjarnorka Friðarhreyfingar og ísland (Kristin Ástgeirsdóttir) 15. febrúar: Saga andófsins Til hvers eru herstöðvar Hernám Breta 1940 Keflavíkursamningurinn 1946 Aðild að NATO — 30. mars 1949 Barátta gegn her og herstöðvum (Árni Björnsson) 22. febrúar: Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Hversvegna krafa um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Afstaða stjórnmálaflokka og annarra samtaka Kynning á kröfunni, undirskriftiro.fi. (Kenevar Kunz) 1. mars: Hernaðaruppbyggingin í Norður Atlantshafi Hlutverk herstöðvarinnar í Keflavík í hernaðaruppbyggingu á Norður Atlantshafi ASW (anti-submarine warfare/gagn kafbátahernaður) SOSUS kefin Helguvíkurframkvæmdir Fjarskiptakerfi Bandaríkjahers — tengsli við Grænland og Færeyjar (Árni Hjartarson) Skrifstofa samtakanna er að Frakkastíj* 14 (homi Grettisg./Frakkastígs) er opin frá kl. 16 — 18 alla virka daga. Sími: 17966. Þar er til sölu ýmiskonar fræðsluefni, plötur, merki o.fl.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.