Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Qupperneq 1

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Qupperneq 1
12- siður i viðbot VÍð allthitt’. tiu. i.árœ Í9S3 Kosningaleiðari Nú eru liðin nautnajól nálgast voríð Ijósa í háskólanum hœkkar sól hendur grípa um skriftartól nóttin styttist — nú á að fara að kjósa. Fara að tíðkast fundahöld fram á rauða nœtur umbar halda einn í kvöld (einhvers konar töðugjöld?) Vaka gefur vinstri mönnum gcetur Framboðslistum fara nú félög upp að stilla „ekki vœnti ég vildir pú vera svosem númer þrjú?“ flestir taka óskum slíkum illa Fœrast tekur fiðringur í frambjóðenda maga margur verður í munni þur magnast fát og œsingur það er vaninnn — þetta er gömul saga Áróðurs nú mala mest maskínurnar allar „mun ég skipa málum best mig þið skuluð kjósa flest —allir hinir eru vondir kallar“ Komið öll á kjörstað þá kjósið listann rétta að krossa á seðil flestir fá ef finnast vorri kjörskrá á leiðarann svo lœt ég niður detta. Æ! Um hvað er kosið? Munið framboðs - fundinn í hátíðarsal, mánudaginn 14 mars, kl. 20:00 Mætum öll. - „Hverju skipta þessar andsk ... kosningar .. . ætli manni sé ekki nokk sama. Hef hvort sem er aldrei skilið almennilega hvað er verið að kjósa . ..“ Ef svo er, ágæti stúdent, þá ætti þessi grein kannski að hjálpa. Við fengum reyndan stúdentaráðsliða, Guðvarð Má Gunnlaugsson til að setja á blað helstu reglur svo og um hugsanleg úrslit. Greinin hlaut að sjálfsögðu velþóknun fulltrúa allra hinna pólitísku fylkinga, og ætti því að vera nokkuð hlutlaus. Þriðjudaginn 15. mars nk. verður kosið til Stúdentaráðs Háskóla ís- lands og háskólaráðs. í lögum um Stúdentaráð (SHl) stendur: „Stúdentaráð skal standa vörð um menningarlega og félagslega hags- muni stúdenta og vera æðsti fulltrúi þeirra innan háskólans og utan.“ I lögum um Háskóla íslands stendur hins vegar að háskólaráð hafi „úr- skurðarvald í málefnum háskólans og háskólastofnana og vinnur að þróun og eflingu þeirra." Það eru því mikilvæg ráð sem á að kjósa til og enn mikilvægara að almennir stúdentar hugi að því þegar þeir ganga að kjörborðinu. í háskólaráði eiga sæti 15 manns þar af 4 stúdentar. í SHÍ eiga sæti 30 manns þar á meðal háskóla- ráðsfulltrúarnir 4. Hvert félag verður því að bjóða fram tvo lista, annan til SHÍ og hinn til háskóla- ráðs (þ.e.a.s. ef félagið vill fá menn inn í bæði ráðin). Kosið er til tveggja ára og um helminginn ár- lega. Það eru því kosnir 15 núna þ.e. 13 í SHÍ og 2 1 háskólaráð. Hvert félag býður þess vegna fram 26 manna lista til SHl og 4 manna lista til háskólaráðs; því ef svo kynni að fara að einn listinn fengi alla mennina verða að vera til jafn margir varamenn. Til að útskýra þetta nánar er ágætt að líta á stöðuna í SHÍ eins og hún er núna. í kosningunum 1981 fékk Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, 5 menn kosna þar af einn í háskólaráð; Félag vinstri manna (FVM) fékk 6 þar af einn í há- skólaráð; og Félag umbótasinn- aðra stúdenta (FUS) fékk 4 en engan í háskólaráð. í fyrra fékk Vaka aftur 5 (1 í háskólaráð), FVM fékk 7 (1 í háskólaráð) og FUS fékk 3. Vaka er því með 10 fulltrúa, FVM ermeð 13 og FUS með7. Svo er það stóra spurningin, hvemig fara kosningarnar núna? En þar sem helntingurinn situr áfram eða 15 þá mun Vaka verða með 5 + ?, FVM með7 + ?og FUS 3 + ?. Vaka og FUS mynda meiri- hluta núna með 17 fulltrúa og ef þau félög ætla að sitja áfram í stjóm verða þau að fá a.m.k. 8 samtals til að halda meirihlutanum. FVM er nú með 13 og 7 sitja áfram svo FVM verður að fá 9 fulltrúa núna til að félagið fái meirihluta. Fái FVM 8 fulltrúa nú og Vaka og FUS samtals 7 er ljóst að meiri- hlutinn er fallinn því þá verður staðan 15:15. Þetta eru nú bara vangaveltur og um leið tilraun til að útskýra hvaða möguleikar eru fyrir hendi, það er t.d. alls ekki víst að núverandi meirihluti, Vaka og FUS, ætli sér að starfa saman eftir kosningar þó þau fái nógu marga fulltrúa til þess. Það er t.d. mögu- leiki að FVM og FUS starfi saman ef um semst; það er einnig mögu- leiki að Vaka og FVM starfi saman (þó ég hafi það á tilfinningunni að fáir vinstri menn og vökumenn séu sammála því að það sé möguleiki). Kosningamar fara fram þriðju- daginn 15. mars nk. eins og fyrr sagði frá kl. 9 til 18, og verður kosið víða. Kjördeildir verða aug- lýstar sérstaklega í húsum háskól- ans, 1 Fréttabréfi SHÍ og eflaust víðar og bið ég fólk að athuga sér- staklega hvar það á að kjósa svo það þurfi ekki að fara snuðferð, en kjördeildum er yfirleitt skipt eftir deildum og námsbrautum. Einnig hvet ég stúdenta til að mæta á framboðsfundinn (sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu) til að fylgjast með málflutningi félag- anna. Kosningarétt hafa allir skráðir stúdentar háskólans, en samt er vissara fyrir fólk að athuga tímanlega hvort það er á kjörskrá, svo það geti kært sig inn á hana ef þörf krefur; sjá auglýsingar frá kjörstjóm. SHÍ kýs sér 6 manna stjóm, en í henni eiga sæti fulltrúar meiri- hlutans. SHl er skipt í 4 nefndir: menntamálanefnd sem fjallar um Hl og menntamál almennt; hags- munanefnd er fjallar aðallega um lánamál og Félagsstofnun stúdenta (FS); utanríkisnefnd sem sér um samskipti við erlendar stúdenta- hreyfingar; og funda- og menning- armálanefnd sem heldur almenna fundi og úthlutar styrkjum til fé- lagsstarfsemi. SHÍ skipar meiri- hluta stjórnar FS (3 af 5) og á að auki fulltrúa í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna; þessir fulltrú- ar eru ávallt allir úr meirihlutanum. Svo má ekki gleyma því að SHÍ gefur út Stúdentablaðið. Það er mikið og fjölbreytt starf sem fer fram í SHÍ svo það er mikilvægt að stúdentar noti atkvæðisréttinn og kjósi þann lista sem þeir treysta best til að berjast fyrir hagsmunum stúdenta. Guðvarður Már Gunnlaugsson

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.