Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 5
STÚDENTABLAÐIÐ 21 vaka — vaka — vaka — vaka — vaka — vaka — vaka — vaka Félagsstofhun Stúdenta Markmið Félagsstofnunar Stúd- enta skal vera að veita sem fjöl- breyttasta og besta þjónustu á sem lægstu verði. Með þetta í huga skal leitast við að reka fyrirtæki F.S. á sem hagkvæmastan hátt og ávallt reyna að finna nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir stúdenta. Vaka telur að í þessu efni hafi náðst nokkur árangur s.l. tvö kjör- tímabil og telur brýnt að haldið verði áfram í þeirri uppbyggingu sem hófst við að meirihluti vinstri- manna sagði af sér í stjóm F.S. Vaka leggur áherslu á að stjóm- völd beri ábyrgð á menntastefnu síðastliðins áratugs, það er örri fjölgun stúdenta og sjái Félags- Alþingi að ný lög um Húsnæðis- stofnun ríkisins verði samþykkt sem fyrst, því þá opnast nýr fjár- mögnunarmöguleiki fyrir F.S. Vaka hafnar forneskjulegum hugmyndum vinstrimanna í bygg- ingarmálunum, því verði þeirra stefna ofan á þá verður ekkert bygg‘- Vaka leggur áherslu á að hug- myndinni um nýtt bamaheimili verði haldið á lofti og kannað verði hvort ekki sé möguleiki á því að byggja barnaheimili i tengslum við byggingu nýrra Hjónagarða. Vaka leggur áherslu á að kannað verði hvort hægt sé að stofna útibú bóksölunnar, t.d. á Landspítalan- LÁNAMÁL I. Markmið og eðli Markmið námslána er að tryggja að allir námsntenn geti stundað nám án tillits til efnahags. Til að tryggja þeim námsmönnum sem ekki geta staðið undir kostnaði af menntun sinni jöfn tækifæri á við aðra styður Vaka þá leið að ríkis- valdið geri námsmönnum kleift að flytja hluta framtíðartekna sinna til neyslu meðan á námi stendur. Vaka leggur áherslu á að hér er um lán að ræða og hafnar hvers kyns hugmyndum urn námslaun. Námslánakerfið á að vera þannig úr garði gert að það hvetji námsmenn til þátttöku í atvinnu- lífinu. II Ný lög um námslán Meirihlutinn í Stúdentaráði barðist ötullega fyrir því í fyrra að samþykkt yrði á Alþingi frumvarp að nýjunt lögum um námslán. Frumvarpið er nú orðið að lögum. Helstu ávinningar námsmanna með nýju lögunum eru: 1) Full lán. 100% brúun fjárþarfar verður að veruleika 1982. og 2) Lífeyrisrétt- indi. Námsmönnum er tryggð aðild að lífeyrissjóði og koma þau ákvæði laganna til framkvæmda árið 1985. III. Fjármögnun LÍN í fjárlögum eru notaðar rangar forsendur sem síðar eru lagfærðar með aukafjárveitingum. Þar að auki er LlN gert í síauknum mæli að fjámiagna útlán með gengis- tryggðum erlendum lánum. Slík stefna er hættuleg og vegur að sjálfstæði sjóðsins og kemur í veg fyrir að þau markmið sem sett voru með nýju lögunum náist. Af þessari stefnu verður að snúa. IV. StarfsaðstaðaLÍN Vaka leggur þunga áherslu á að þjónusta LÍN við námsmenn verði aukin. Sjóðurinn þarf á stærra húsnæði að halda og fleiri föstum starfsmönnum. Auk þess má með ýmsu móti hagræða samskiptum LÍN og námsmanna. V. Ýmsarkröfur Meðferð tekna. Vaka telur að námsmönnum eigi að gefast kostur á að auka fjárhagslegt svigrúm sitt með eigin vinnu. Stefna verður að því að sífellt dragist minni hluti tekna frá láni. Fjárþörf námsmanna endurmet- in. Það er löngu ljóst að fjárhæð sú sem námsmönnum er ætlað að lifa á er alltof lág. Lánin greidd með jöfnum út- borgunum. Þess er krafist að láninu verði skipt jafnt niður á útborgun- armánuðina. Aukalán vegna bameignar. Fyrsta barneign hefur í för með sér mikil útgjöld. Það væri því augljóst hagræði að námsmenn sem eru í slíkri stöðu eigi rétt á aukaláni til viðbótar því sem lánið hækkar vegna hækkunar á framfærslu- stuðli. Stuðullinn 0,7 verði afnuminn. Námsmönnum verði ekki mis- munað eftir því hvort þeir búa í foreldrahúsum eða ekki. Vixil- og sumarlán. Nauðsynlegt er að framkvæmd víxil og sumar- lána verði endurskoðuð í samráði við LÍN og önnur námsmanna- samtök. Vaka fvrir framfarir stofnun fyrir nægjanlegu fjármagni til nýframkvæmda og þá fyrst og fremst stúdentagarða. Þegar Félagsstofnun Stúdenta var stofnuð að lögum árið 1968 þá losnaði ríkið undan þeirri ábyrgð að þurfa að standa straum af ný- framkvæmdum. Vaka leggur áherslu á að stjórnvöld geri hreint fyrir dyrum sínum og komi verk- skiptingu F.S. og stjórnvalda í eðlilegt form. U.þ.b. 700 stúdentar í sambúð leigja á almennum leigumarkaði, það er því augljóst hve brýnt hags- munamál það er að byggðir verði nýjir Hjónagarðar. Gera þarf heil- steypta fjárhagsáætlun og þrýsta á um þar sem margir stúdentar eru við nám. Þannig má bæta þjónust- una og jafnvel fjölga viðskiptavin- unum. Vaka leggur áherslu á að nýta fyrirtæki F.S. sem best á þeim tím- um þegar stúdentar eru ekki við nám, t.d. er möguleika á því að nýta matsalinn á daginn með útleigu. Slíkt hlýtur að hafa í för með sér lækkað vöruverð til stúdenta. Vaka bendir á þá miklu upp- byggingu sem hafin er í Félags- stofnun. Það yrði því ákaflega slæmt ef þessi framgangur yrði stöðvaður með því að Félag vinstrimanna næði aftur yfirráðum yfir Félagsstofnun. í kosningum til stúdenta- og há- skólaráðs er skipt um helming full- trúa okkar námsmanna. Það er því nauðsynlegt að vanda vel valið svo uppbyggingarstarfið sem hófst með hinurn nýja meirihluta 1981 fari ekki forgörðum með nýrri vinstri óstjóm. Á stjómartímum hefur árangur Vöku verið ótvíræður- Félagsstofnun Stúdenta hefur komist úr ógöngum þeim er vinstri menn kölluðu yfir hana með rekstrarstefnu sinni. Matsalan er samkeppnisfær við önnur mötu- neyti og verð hagstæðara en áður, því það hefur ekki hækkað í sam- ræmi við verðbólgu. Einnig hefur matsalurinn verið lagfærður. Raunhæfur kostur er fram kom- inn í húsnæðismálum stúdenta en þar var ekkert aðhafst í valdatíð vinstri meirihlutans. Stúdentablaðið er nú orðið að blaði stúdenta við Háskóla Islands og er það af sem áður var er það þjónaði subbuskrifum vinstri manna. I lánamálum hefur unnist áf- angasigur þrátt fyrir andstöðu vinstri manna og er brátt tími til nýrrar sóknar. Ferðaskrifstofa Stúdenta er tekin til starfa og er það vel, þótt margt megi enn færa til betri vegar. 1 menntamálum hefur Vaka löngum verið leiðandi afl og svo að umbótasinnar hafa fengið stefnuna lánaða. Öflug starfsemi Vöku hefur átt gildan þátt í því hve fljótt og vel SHÍ hefur brugðist við aðsteðjandi vandamálum. Vaka hefur einnig haft forgöngu um eflinu samstarfs við erlendar námsmannahreyfingar á grund- velli hagsmuna stúdenta og með hófsamri stefnu í utanríkismálum reynt að hafa hemil á ofstæki vinstri manna og hringlandahætti Umbótasinna. Þannig tala ótal mál skýrt um framfarastefnu Vöku. Við höfum rifið hagsmunamál stúdenta og stúdentahreyfinguna alla úr þeirri niðurlægingu sem hún var komin í. Vaka er reiðubúin að halda áfram uppbyggingunni. Ef þú vilt fram- farir kjóstu þá lista Vöku, x - A. 15. mars 1983 „Hreyktu þér aldrei af annarra kostum. Ef hestur reistist og segði: Ég er fagur, þa væri við það hlítandi. En ef þú segir fullur ofmetnaðar: Ég á glæsilegan hest, þá gerðu þér Ijóst, að þú hreykist aðeins af kostum hests þíns.“ Við lestur seinasta tölublaðs Stúdentablaðsins kom þetta heil- ræði upp í huga minn, (þar skreið formaður sambands ungra fram- sóknarmanna um síður). Barnaleg- ar yfirlýsingar Finns Ingólfssonar í viðtali við blaðið lýsa best þeirri minnimáttarkennd er umbar bera til VÖKU. Hins vegar er það rétt hjá Finni að á þeirn tveimur árum sem nú- verandi meirihluti hefur starfað hefur mikið áunnist í hagsmuna- málum stúdenta. Það er ekki félagi umba að þakka heldur sterkum og góðum meirihluta SHl. En víkjum nú að öðru. Þegar stúdentar ganga að kjör- borði 15. mars n.k. eiga þeir í raun aðeins um tvo valkosti að velja: Annað hvort vinstri stjóm undir forustu félags vinstri manna eða hægri stjórn. Reynslan hefur kennt okkur hvað fyrri kosturinn þýðir og öll þekkjum við núverandi meiri- hluta. Mikilvægt er fyrir stúdenta að bera stefnur fylkinganna þriggja saman áður en gengið er að kjör- borði, og jafnframt huga að þeim árangri sem náðsthefurundanfarin tvö ár. Með þessi tvö atriði að leið- arljósi er ég ekki í vafa hvaða dóm VÁKA fær hjá stúdentum í kom- andi kosningum. X—A Óli Bjöm Kárason x-A Frambjóðendur til Háskólaráðs 1. Ásgeir Jónsson 2. (íerður Thoroddsen 3. Björn Thorarensen 4. Eiríknr Ingólfsson lögfr. læknisfr. verkfr. viðskfr. 8. Brynjar Nielsson lögfr. 9. Halldóra Kris- tjánsdóttir lögfr. 10. Ómar Ben- ediktsson viðskfr.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.