Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 8
24 STÚDENTABLAÐIÐ félag vinstri manna — félag vinstri manna — félag vinstri manna ....... Stúdentaráð: 1. Jóna Hálfdánardóttir mannfr. 2. Valgerður Jóhannsdóttir, félagsfr. 3. Ólafur Sigurðsson, matvælafr. 4. Brynja Ásmundsdóttir, sálarfr. sfr. 5. Jón Gunnar Grjetarsson, sagnfr. 6. Súsanna Svavarsdóttir, alm.bókm.fr. 7. GunnarH. Sigursteinsson, sálarfr. 8. Unnur Styrkársdóttir, líffr. 9. Kjartan örvar, læknisfr. 10. Jónína Valsdóttir, efnafr. 11. Ólafur Jónsson, félagsfr. 12. Michael Dal, ísl. f. erl. stúd. 13. Ása Ámadóttir,'íslensku 14. Bergrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfr. 15. Hilmar Garðarsson, sagnfr. 16. Anna Marfa Jónsdóttir, læknisfr. 17. Reynir Reinhard Reynisson, stjórnmálafr. 18. Snorri Bergmann, tölvunarfr. 19. Hulda Amljótsdóttir, alm. bókm. fr. 20. Þóra Björk Hjartardóttir, alm. málv. 21. Torfi Hjartarson, uppeldisfr. 22. Pétur H. Hannesson, læknisfr. 23. Olga Harðardóttir, frönsku 24. Þorvarður Ámason, líffr. 25. Þorsteinn G. Indriðason, íslensku 26. Gunnlaugur Ólafsson, sálarfr. 2. Karl V. Matthíasson, guðfr. 3. Aðalsteinn Eyþórsson, íslensku 4. Eyjólfur Guðmundsson, landafr. Haskólaráð: 1. Ólína Þorvarðardóttir, fslensku vart nemendum eða kennurum. Nemendum verður að gefast kostur á að nálgast námsefnið á gagnrýn- inn hátt, og samtökum stúdenta ber að styrkja viðleitni námsmanna til slíkrar fagrýni. 1 þessu sambandi verður einnig að berjast gegn óhóflegu námsálagi, sem gerirfólki ókleift að nálgast nám sitt á gagn- rýninn hátt og hindrar þátttöku þess 'í félagslegu starfi. Vinstri menn eru fylgjandi frjálsu náms- vali og andvígir því að námið sé látið lúta „hagsmunum atvinnu- veganna" — en það kjörorð þýðir oftast að litið sé á námið sem fjár- festingu atvinnurekenda í vinnu- Stefnuskrá Félags vinstri manna Félagvinstrimannaervíðtæksam- fylking vinstri sinnaðra stúdenta. Helstu baráttumál þess eru ákveðin á lýðræðislegan hátt og sett fram í sérstökum starfsskrám fyrir hverjar kosningar. Eftirfarandi almenn stefnuatriði eru grundvöllur þess- arar samfylkingar: 1) Vinstri menn berjast fyrir jafnrétti til náms. Réttlát námslán eru grundvallarforsenda þess að allir sem vilja og getu hafa til megi stunda háskólanám, án tillits til eigin fjárstyrks eða efnahags for- eldra. Slík lán verða að taka mið af raunverulegum náms- og fram- færslukostnaði námsmanns og taka fullt tillit til fjölskyldu hans. Stúdentar verða að berjast fyrir því að þessar reglur verði virtar, því einungis þannig er hægt að jafna efnahagslega aðstöðu fólks til náms. En lán til þeirra mikilsverðu mannréttinda sem menntun er mega aldrei vera með óaðgengi- legum endurgreiðslukjörum, þannig að fólk sé fælt frá öðru en „arðbæru“ námi. Endurgreiðslur verða að taka mið af greiðslugetu að námi loknu og það er réttlætis- mál að engar endurgreiðslur leggist á þurftarlaun. Vinstri menn heita öðrum námsmönnum samstöðu um kröfuna „Jafnrétti alls náms til lána“, hvort sem það er bók-, verk- eða listnám. Það hefur sýnt sig, að einungis samstaða allra náms- manna urn kröfur sem þessar og kröftug barátta þeirra getur hindr- að að ríkisvaldið skeri niður náms- aðstoð eða geri hana óaðgengilega. En jafnrétti til náms felur líka í sér að inntökuskilyrði í HÍ verði afnumin, faglegar kröfur námsins leysi formleg skilyrði af hólmi, auk þess sem stúdentar verða að and- æfa hvers kyns fjöldatakmörk- unum og niðurskurði til mennt- unar. Langtimamarkmiðið er að sérhverjum sé mögulegt að sækja sér hverja þá menntun sem hugur hans stendur til. Vinstri menn leggja áherslu á að verð á þjónustu þeirri sem FS veitir miðist við greiðslugetu náms- manna og stefnumótun stofnunar- innar sé í höndum starfsfólks sem og þeirra er neyta þjónustu stofn- unarinnar. 2) Vinstri menn berjast fyrir lýðræðislegu námi. Þeir eru and- vígir hvers kyns skoðanakúgun í Háskólanum, hvort sem er gagn- afli. Krafan um lýðræðislegt nám þýðir líka að krafist sé lýðræðis- legrar stjórnunar HÍ. Markmiðið ætti að vera að þeir sem vinna við Háskólann, nemendur, kennarar og annað starfsfólk, hafi jafnan at- kvæðisrétt um stjórnun hans. Stúdentar verða því að beita sér fyrir lýðræðislegri starfsháttum í kennslu, námsnefndum, deildar- ráðum og Háskólaráði — og gegn allri einhliða mötun og stjórnun. 3) Vinstri menn líta svo á, að í baráttu sinni eigi samtök stúdenta samleið með verkalýðshreyfing- unni. Þeim ber að styðja baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir mannsæmandi kjörum og bættu samfélagi og jafnframt ber þeim að krefja verkalýðshreyfinguna um stuðning við jafnréttis-. og lýð- ræðiskröfur sínar. Vinstri menn styðja baráttuna gegn veru hersins á íslandi og fyrir úrsögn fslands úr NATO og baráttu gegn heims- valdastefnu og pólitískri kúgun um allan heim. Þeir fagna aukinni al- þjóðasamvinnu stúdenta og vilja stuðla sérstaklega að nánu sam- starfi stúdentasamtakanna á Norðurlöndum. Ólína tekin tali t lögum um Háskóla íslands stendur að háskólaráð skuli vinna að eflingu og þróun háskólans. Telur þú að háskólaráð sinni þessu hlutverki? — Ef vel er að verki staðið á há- skólaráð að geta sinnt því hlutverki sínu. Því má hins vegar ekki gleyma að í ráðinu sitja 17 manns með ólíkar skoðanir, mismunandi rót- tækir og íhaldssamir eftir atvikum og þar eins og annars staðar hlýtur sú hætta að vera fyrir hendi að smáatriðin verði að stórmálum, þannig að erfitt gæti reynst að greina hismið frá kjarnanum. En stærsta fyrirstaðan er óhjákvæmi- lega fjárveitingavaldið og skrif- finnskan, sem setja háskólaráði svo og öðrum stofnunum oft stólinn fyrir dyrnar. Þú minntist á fjárveitingavaldið. Hvað viltu þá segja um niðurskurð á fjárveitingum til háskólans? — Það er náttúrulega ljóst að háskólinn getur ekki þrifist við þau sultarkjör sem honum eru ætluð. Stefna stjórnvalda í fjárveitingum til hans ber voit um tvískinnung og rökvillu. Það hljóta allir að sjá hvaða afleiðingar það hefur í för með sér ef háskólinn fær ekki nóg fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem helsta menntastofnun lands- ins. Það ríður á að hugarfarið til háskólans breytist og að háskólaráð standi fast á kröfunni um auknar fjárveitingar. Þú minntist á hugsanlegar afleiðingar. Hvað áttu við með því? — Þar á ég fyrst og fremst við fjöldatakmarkanir en það þarf ekki að taka fram afstöðu vinstri manna í þeim efnum. Að takmarka fjölda nemenda er ekki annað en að hlaupast undan vandanum og skapar önnur vandamál sem standa eftir óleyst. Fjöldatakmarkanir eru andstæðar grundvallarhugmynd- um um jafnrétti til náms og ekki samboðnar Háskóla íslands, ef hann ætlar að standa undir nafni. Menntamenn geta aldrei orðið of margir. Aðrar afleiðingar niður- skurðar hljóta með tímanum að verða lélegri skóli. Ef nemendum heldur áfram að fjölga og háskól- inn fær ekki fjármagn til að sinna þeim, hlýtur það að bitna á öllu starfi hans, kennslu og rannsókn- um. Þú hefur rætt hér um þau mál sem hafa verið efst á baugi undanfarið, en eru það einhver sérstök mál sem þú hefur áhuga á að vinna að? — Mér dettur þá fyrst í hug að það þyrfti að efla tengslin við deildarfélögin og jafnframt að auka kynningu á ýmsum málum sem koma fyrir háskólaráð sem al- mennir stúdentar frétta oft ekkert af. Það er einnig stórt atriði að stúdentar verði virkari þátttakend- ur í málefnum skólans, t.d. er það baráttumál vinstri manna að stúdentar fái atkvæðisrétt þegar kosið er um allar kennarastöður við skólann og að þeir fái jafnframt þriðjungsaðild að öllum stjórnum og ráðum háskólans. Nú sitja 17 í háskólaráði og þar af aðeins ein kona. Kvíðirðu ekkert fyrir því, ef þú nærð kjöri, að taka sæti í svona algerri karlasamkundu? — Nei, nei, ég kvíði ekkert fyrir því (hlær). Hins vegarendurspeglar þetta stöðu konunnar jafnt innan háskólans sem úti í þjóðfélaginu, og þar sem ég er kona hef ég jú þurft að búa við þetta, svo ég þykist nokkurn veginn vita að hverju ég geng. Hitt er náttúrulega markmið að konur láti meira að sér kveða á öllum sviðum — en til þess að svo megi verða, þurfa þær að fá sín tækifæri. Vonandi á eftir að verða bragarbót á því. Einhver lokaorð? — Nei, ég held ekki, ég treysti því að stúdentar kjósi rétt. G.M.G.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.