Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Qupperneq 1

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Qupperneq 1
2. tbl. 59. árg. mars 1983 stúdentablaóíö Ritnefnd Stb. skrifar um húsnæöismál — bls. 4-5 Hvaö er aö gerast í Stúdenta- leíkhúsinu — bls. 9 Kvikmyndir — bls. 12-13 Jafiiréttis- mál — bls. 10-11 Garöa- byggingar F.S. — bls. 14 Sæmi þú varst jú séöur vel og selurinn slægur því gabbast vann... Megas 12 síöna kosninga- blað fylgir, meðal efnis: Um hvað er kosið — bls. 17 Sigurjón Björnsson: Hugað að stúdenta- samtökum — bls. 19 r Aróður Opnur Vöku, FVM og FUS Náms- manna- handbók — bls. 15 MARX — bls. 8 og 16 Yantar þig vasapening? — sjá grein hér á forsídu Ágæti lesandi! Við vonum að það verði ekki skilið sem kommúnistaáróður þó Kalli gamli Marx breiði úr sér á baksíðunni. Annað mál og mikil- vægara er að þú takir eftir að þetta blað er í tvennu lagi og ber þér því að taka þegar í stað kosningablaðið út úr aðalblaði. Óhlýðni varðar sektum og áskriftarmissi. Helstu tíðindi af blaði voru eru að nú er áskriftarherferð í fullum gangi. Síðasta blað var sent öllum kennurum skólans, þingmönnum, ráðuneytum og í alla framhalds- skóla. Bréf og gíróseðill fyrir árs áskrift sem kostar krónur 150, fylgdu. Þegar þetta er skrifað hafa sex borgað gíróseðilinn sinn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hina 433 hvetjum við til að bregðast skjótt við. En okkur þykir ótrúlegt að ekki geti aðrir haft áhuga á málefnum stúdenta en þingmenn og starfsfólk háskólans. Við þurfum fleiri áskrifendur og þar treystum við á þig stúdent sæll. Nú viljum við biðja þig að bjóða fólki áskrift, t.d. háskólamönnum, gömlum forystumönnum stúdenta, námsmönnum við aðra skóla og yfirleitt öllum þeim sem áhuga kynnu að hafa. Með því að afla áskrifenda að Stúdentablaðinu leggur þú þitt að mörkum til að hressa upp á bágborinn fjárhags- grundvöll blaðsins — sem um leið er þinn hagur. Ef blaðið ber sig jafn illa héreftir sem hingað til eru það nefnilega þið, kæru stúdentar sem borgið brúsann. Áskriftarbeiðnum er hægt að skila á skrifstofu blaðsins, skrif- stofu SHÍ eða pósthólf sömu aðila á annarri hæð í FS. Viðkomandi fær þá næsta blað sent ásamt giróseðli. En fleira er hægt að gera. Stefna okkar er að fjármagna blaðið að hluta til með auglýsingum. Þessari stefnu hefur þó gengið afar illa að framfylgja og kemur margt til. Undanfarið hafa verið ráðnir hjá blaðinu menn fyrir 20% af ágóða af auglýsingum og gengið misvel. Nú viljum við bjóða þér sömu kjör ef þú mögulega getur fundið auglýs- ingu eða styrktarlínu í blaðið. Verðið er sem hér segir: 2500 kr. fyrir fjórðungssíðu 3—5000 kr. fyrir hálfa síðu 5—7000 kr. fyrir heila síðu og 500 krónur fyrir styrktarlínuna ... og svo megið þið prútta um þessi verð — hækka þau og lækka eftir því hvernig um semst. Það sem kæmi í ykkar hlut af þessu yrðu þá: 500 kr. fyrir fjórðungssíðu 600—1000 kr. fyrir hálfa síðu 1000—1500 kr. fyrir heila síðu og 100 kr. fyrir styrktarlínuna — Svo ef þig vantar vasapening eða átt í erfiðleikum með húsaleig- una, þá er bara að byrja strax í dag. þið getið komið nieð afraksturinn á skrifstofu Stúdentablaðsins í Fé- lagsstofnun — við erum við alla virka daga frá 12—15.30, síminn er 28699 — og gangi ykkur vel. Næsta blað kemur væntanlega út að mánuði liðnum og skilafrestur er til miðvikudags 30. mars sem er dagurinn fyrir skírdag. Efni geta menn skilað til ritstjóra eða ein- hverra af ritnefndarfulltrúum, en nöfn þeirra er að finna á bls. 5. Svo hvetjum við alla til að skrifa, hvort heldur er um félags- eður menningarlíf, hagsmunabaráttu, nú eða þá ljóð, sögur og leikrit sem alltaf er kærkomið. Eitt er það sem okkur vantar alltaf, það eru mynd- ir, bæði ljósmyndir og teikningar. Lúra ekki eiphverjir á slíku. Stefna okkar er: Blað allra stúdenta og þá ekki bara að blaðið þjóni ykkur, heldur líka og ekki síður að þið þjónið blaðinu. ritstjórar *

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.