Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 3 Stúdentablaðið 2. tbl. 58. árg. mars. 1983 Útg. Stúdentaráð Háskóla íslands. Ritstjórar: Bjarni Harðarson (ábm) og Aðalsteinn Eyþórsson. Auglýsingastjóri: Jóhanna Margrét Einarsdóttir S. 74182. Ritstjórn — Afgreiðsla — Auglýsingar: Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Reykjavík. Opið alla virka daga frá 13 — 15.30. S. 28699 Heimasímar: Aðalsteinn 79583, Bjarni 17593 Einnig má hafa samband við ritnefnd. Sjá bls. 5 Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Leiðari! Einhverjir minnust á að þó síðasti leiðari hafi nú verið ágætur (á sinn máta eða þannig) þá gangi þetta nú ekki nema einu sinni og að sumu leyti viðeigandi að blöð hafi leiðara. Jú, fyrir því er náttúrulega hefð sem má virða. En annars; þessir leiðarar í dagblöðum og landsmálablöðum eru nú yfirleitt svo leiðinlegir að fæstir skynsamir menn lesa þá eða hvað? Og hvað á svo ritstjóri með að setja sig á háan hest og prenta sitt bull með 12 punktum meðan aðrir fá aðeins 9. Þá mætti auðvitað hugsa sér leiðara með bara 7 punkta letri eins og hér. En annars hafa margir forverar mínir notað leiðara sína til lausnar á aðsteðjandi vanda mannkyns* en þar stend ég illa að vígi. Þó skömm sé frá að segja er nú- verandi ritstjóri svo tómur í kollinum að hann hefur ekkert til málanna að leggja. Ja, nema þá að menn venji sig á að taka bæði lýsi og vítamín á morgnana, sem ætti að hjálpa einhverjum. Og svo dettur mér í hug eitt hræðilegt vandamál borgarsamfélagsins hér á skerinu. Það eru allir þessir plastpokar. Fyrir menn sem ennþá hafa í sér svokallaða nýtni bænda (sem ef til vill er það eina sem leifir af íslenskri menningu í allri ameríkanseringunni) og trúa á að henda aldrei neinu er opinn möguleiki á alveg sérstök- um ógöngum. Allir skápar fyllast af plastpokum og á snögum víðsvegar má sjá hvíta plaspoka fulla af alla- vega plastpokum. Það má náttúrulega setja einn í bréfakörfuna, setja ostinn í nýjan plastpoka, geyma óhreina tauið í plastpoka o.s.frv. Nú þegar enginn sér til og þú sjálfur (sjálf) ert í nógu kærulausu skapi laumarðu kannski handfylli af þessum ófögnuði í ruslafötuna; vitandi að slíkt er ekki bara eyðilegging á verðmætum, mengunarvaldur og hráefnaeyðsla heldur líka gert til að sprengja upp sorphreinsunarkostnað borgarinnar. Sértu utanbæjarmaður skaltu gæta þess að verða ekki uppvís að slíku samsæri. Nei þér væri nær að koma einhverju af þessu í geymslu hjá gamalli frænku þinni, sem á hvort eð er í vandræðum með hvað hún býr í stórri íbúð. Ef þú ert einn þeirra sem heldur að manni sé í sjálfs vald sett hvað safnast fyrir af innkaupapokum kemurðu upp um að þú sendir alltaf aðra út í búð fyrir þig. Ef þú kurteislega segir nei takk þegar afgreiðslukonan býður þér poka, þá brosir hún til þín eins og hún vilji segja, kanntu annan, eða þá að hún lítur til stöllu sinnar og á augngotunum sérðu að þær hugsa; hann er nú léttrugl- aður þessi. Síðan tekur hún tannkremstúpuna eða blý- antinn sem þú keyptir og gengur snyrtilega frá því í vandlega unnan plastpoka með höldum sem eiga alls ekki að slitna. Ef þú nú gerist svo ósvífinn að skila pokanum, ja þá skaltu gleyma viðkomandi búð ef þú ætlar ekki að lenda illa í samfélagsvandamálum nútím- ans. Það er enda takmarkalaus ruddaskapur að ætla að koma vandamálum heimilisins yfir á kaupmanninn á horninu. Orð og efndir — af Stúdenta- blaðinu Vaka linnir ekki látum við að verja ritstjóra sinn frá því í fyrra, enda ekki vanþörf á. Nú siðast hefur tekið upp hanskann, vökustaurinn Eiríkur Ingólfsson og gerir hann það í síðasta tbl. Stúdentablaðsins. Eiríkur fer í greininni mörgum orðum um skoðanir sínar á blaðinu, gagnrýnir það mikið á óraunsæjan og stundum raunsæjan hátt. Hann kemst síðan að lokum að stórmerkilegri niðurstöðu eða þeirri að vegna slælegrar rítstýringar í vetur hafi gagnrýni Umbótasinna á ritstjóm vökustaurs glatað réttmæti sínu. Það var og. Sjaldgæft er að menn skrífi greinar í blöð til að gagnrýna eitt- hvað og reki það síðan jafn kyrfi- lega ofan í sig aftur eins og Eiríkur gerir þama. Það sér hver maður sem gáir og það vill sjá að blaðið sem vökustaurinn gaf út í fyrra var lélegt og hefur alla þá galla sem Eiríkur telur upp í sinni grein, plús marga aðra. Þar með hefur sam- kvæmt rökfærslu Eiríks, hans eigin gagnrýni fallið um leið og hún var skrifuð. Þetta má skýra enn frekar með eftirfarandi: Eiríkur segir í greininni: Ef einhver gefur út lélegt blað þá glatar gagnrýni þess hins sama á útgáfu annarra réttmæti sínu. Ergo: Vaka gaf út lélegt blað, þar af leiðir, gagnrýni Eiríks glatar réttmæti sínu. Þetta er einföld regla í rökfræði sem kallast játunarregla. Hið sanna í málinu er að blaðið hefur stórbatnað eftir að Umbóta- sinnar tóku við yfirstjórn þess þó vissulega megi alltaf grafa upp galla. Umbótasinnar eru meðvit- aðir um það og hafa nú lagt fram all rnikið breytta stefnu í málefnum blaðsins í ljósi reynslu sinnar á liðnu ári. Þá sjálfsgagnrýni átti Vaka hins vegar ekki til á sínum tíma, hvað þá vinstri menn þegar þeir voru við völd, og því er það ljóst að til að bæta Stúdentablaðið enn frekar er vænlegast fyrir stúdenta að fylkja sér um stefnu Umbótasinna í þessu máli sem öðrum. Umbætur Það er grundvallaratriði í stefnu Umbótasinna í öllum málaflokkum að hagsmunamálum stúdenta skuli ekki að óþörfu grautað saman við lands- og/eða heimsmálapólitík. Þess vegna höfum við nú í vetur veríð laus við af síðum blaðsins róttæklingarugl eða útópiur og endurteknar stuðningsyfirlýsingar við Sjálfstæðisflokkinn eða frjáls- hyggjukjaftæði. í vetur hefur kostnaður við blaðið verið mun lægri en í fyrra m.a. vegna lágs prentunarkostn- aðar. í vetur hefur verið gert stórátak í áskriftarsöfnun að Stúdentablað- inu sem lækkar kostnað blaðsins og eykur útbreiðslu þess og virðingu. f vetur hefur blaðið komið reglulega út, af sem áður var. í vetur hefur skrifstofa blaðsins í F.S: verið opin og hefur það leitt til betri tengsla við stúdenta. Áður sást ritstjórinn vart á svæðinu nema þegarhann sótti launin sín. f vetur hefur náðst á góð sam- vinna við ritnefnd blaðsins og hún tekur virkan þátt í útgáfu þess. Af sem áður var þegar hún var bara til á pappírunum. Öllum þessum atriðum gleymdir þú Eiríkur, þegar þú skrifaðir greinina þína. Já, Eiríkur — stúdentar. Við samanburð fara saman orð og efndir Félags umbótasinnaðra stúdenta í málefnum blaðsins. Um það tala verkin sínu máli. Lifið heil, Aðalsteinn Steinþórsson. Deildarfélög athugið! Frestur til þess að sækja um styrk úr Félagsmála- og stúdentaskiptasjóði rennur út fimmtudaginn 31. mars. Umsóknum skal skila á skrifstofu stúdentaráðs. Félagsmálasjóður styrkir félagsstarfsemi og blaðaútgáfu félaga innan Fíáskólans. Stúdentaskiptasjóður styrkir stúdentaskipti og ráðstefnuferðir félaga innan Háskólans. Hagsmunanefnd SHÍ. -b

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.