Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 5
STÚDENTABLAÐIÐ 5 kennslu. Deildin hefur yfir að ráða tveimur hæðum í húsi við Tjarnar- götu og lestraraðstöðu í hjúkrunar- skólanum. Undanfarin ár hefur fjölgað mjög í deildinni og ástandið því orðið mjög alvarlegt. Þetta stendur þó allt til bóta því að nýtt húsnæði verður væntanlega tekið í notkun næsta vetur og mun þá hagur deildarinnar í húsnæðismál- um vænkast mjög. ... og flökku- Námsbraut í sjúkraþjálfun er staðsett að Lindargötu 7. Húsnæðið rúmar tvo árganga í einu, og hafast þeir við í einni kennslustofu og einni lesstofu. (áætluð fyrir 7 nem.) Þar sem lesstofan er notuð sem kennslustofa frá kl. 8 til kl. 17 hafa nemendur ekki lestraraðstöðu þar á þeim tíma. Ti! verklegrar kennslu er notaður lítill leikfimisalur í kjallaranum. Fyrir utan tíma á Lindargötu þurfa nemendur að þeysast vítt og breitt um borgina í tíma. Sækja þeir tíma í byggingar á háskólalóðinni, í Ármúla (húsnæði Læknadeildar), á Tjamargötu, á Landsspítalann og á Borgarspítal- ann. Verkmenntun sækja nemend- ur á Reykjalund, ýmsar endurhæf- ingastofnanir og jafnvel út á land. Af þessu má sjá að sjúkraþjálfarar lifa sannkölluðu flökkulífi á náms- tíma. Verða þeir að notast við einkabíla eða leigubíla ef þeir eiga að ná í tæka tíð í tíma. Aðstaða fyrir kennara á Lindar- götu er mjög slæm. Fjórir kennarar hafa aðstöðu í tveimur litlum herbergjum, í öðru þeirra er einnig bókasafn og sími deildarinnar. Leigusamningur núverandi hús- næðis rennur út 1. júlí nk., og er ótryggt um húsnæði eftir þann tíma. Til umræðu er bráðabirgða- húsnæði í Skipholti 37, sem er hluti úr hæð. Það húsnæði er helmingi minna en æskilegt er. Þar er ekki pláss fyrir lesstofu né bókasafn og hefur komið til tals að hafa þá að- stöðu í Nóatúni. Námsbrautastjóm er að vinna að því að fá alla hæðina í Skipholti undir námsbrautina. Ef það tekst ekki er húsnæðið verra en núverandi húsnæði brautarinnar, og finnst nemendum og kennurum að sjálfsögðu hart að vaða úr ösk- unni í eldinn í þessum málum. Nauðsynlegt er að brautin fái framtíðarhúsnæði í þeirri byggingu á Landsspítalalóðinni sem kölluð er Tanngarður. Nú þegar er sam- nýting á kennslu í grunnfögum í læknisfræði og sjúkraþjálfun og kennsla í sjúkdómafræði fer að miklu leyti fram á Landsspítalalóð- inni. Ef brautin fengi húsnæði í Tanngarði myndi flökkulíf nem- enda minnka stórlega, auk þess mætti bæta kennslu í sjúkraþjálf- unarfræði með þvi að tengja hana meira við sjúklinga og fá til þess aðgang að sjúklingum á Lands- spítalanum. Einnig mætti samnýta með læknisfræðinemendum bóka- safn, ritara og rannsóknaraðstöðu. Loftleysi og umferdagnýr — hjúkrunarfræði Eins og í velflestum deildum Háskólans hefur hér orðið mikil fjölgun nemenda og hefur það skapað vandræði. Kennsluhúsnæði námsbrautar- innar telst vera á Suðurlandsbraut 18, þar eru tvær 30 sæta kennslu- stofur, herbergi fyrir hópvinnu 6 til 8 manns, afstúkað hom fyrir bóka- safn, tvær skrifstofur kennara og kaffistofa. Þetta húsnæði er nú fullnýtt fyrir 4. ár sem telur 28 manns, fyrir fyrirlestra, seminör og hópvinnu sem er mjög mikil. Áuk þessa höfum við fengið af- not af fjórum kennslustofum í Hjúkrunarskóla íslands á Lands- spítalalóð. Minnsta stofan, ca. 20 sæti, var nýtt fyrir kaffistofu. Næstu stofu, ca. 35 sæti, hefur 3. árið en það telur ca. 34 manns. Þriðju stofuna, ca. 40 sæti, hefur 2. árið en það Hópvinna í jarðeðlisfræði. telur ca. 60 manns og þar er þröngt setið. Báðar eiga þessar stofur sameiginlegt að hljómburður er mjög lélegur og þeir sem aftast sitja eiga að auki erfitt með að greina það sem á töflu er skrifað eða af glæru varpað. Auk þessa hrjáir mannskapinn loftleysi, því glugga er ekki hægt að opna nema milli fyrirlestra vegna umferðargnýs frá Hringbrautinni. Flestir geta vænt- anlega gert sér í hugarlund hvemig loftslagið er þar sem 60 manns hafa setið í lokaðri kennslustofu í 45 mín. Varla eykur það námsgetuna! Allar þessar stofur eru svo nýttar fyrir seminör þegar ekki eru fyrir- lestrar og komast þar færri hópar að en þyrftu. Fjórða stofan og sú stærsta, ca. 100 sæti, fékkst nú um áramótin og hefur 1. árið, ca. 90 manns, fengið þar inni fyrir megnið af sínum fyrirlestrum. Þau sækja þó líka fyrirlestra í Tjamarbæ og í Lög- berg. Ekkert hef ég minnst á hús- næði fyrir verklegar æfingar en það sækjum við að mestu til annarra deilda. Þaðan berast þó þær fréttir að ekki sé möguleiki að koma þar fyrir einni einustu hræðu í viðbót, enda þurfi fólk nú þegar nánast að sitja með tilraunaglösin sín á öðru hnénu og smásjána á hinu. Það má ljóst vera að við lifum engu sældarlífi en megum þó þakka fyrir að hafa þak yfir höfuð- ið, þó ekki samrýmist það nútíma stöðlum um kennsluhúsnæði. Má til gamans geta þess að þrjár þess- ara „kennslustofa“ í Hjúkrunar- skólanum voru áður heimavistar- herbergi nemenda þar sem sam- einuð voru í stærri herbergi. Fastar stöður kennara við náms- brautina eru: 1 dósent, 2 lektorar (önnur er 37% staða) og 1 aðjúnkt. Eina dósentstöðu fengum við um áramótin sem eftir er að auglýsa. Að auki eru svo ótal stundakenn- arar með öllum þeim göllum sem því fylgir: þeir hafa t.d. enga stjórnunar-skyldu og mæta því ekki á kennarafundi. Það gefur því auga leið að mjög erfitt er að samræma kennsluna og enginn veit hvað hinn kennir, t.d. könnumst við mjög vel við hundana hans Pavlovs. Hér slæ ég botninn í þessa rauna- sögu okkar hjúkrunarfræðinema, en við vonumst enn eftir betri tíð. Komnir í Tanngarð Tannlæknadeild er vel sett í hús- næðismálum eftir að flutt var inn í nýtt húsnæði nú í vetur. Öll kennsluaðstaða er komin í Tann- garð hinn nýja en lestrar- og bún- ingsaðstaða er ekki fullbúin ennþá. Deildin var áður til húsa í kjallara Landspítalans og hafði verið þar í 27 ár eða 22 árum lengur en áætlað var í fyrstu. Þar var ástandið orðið skelfilegt en nýja húsnæðið ætti að vera fullnægjandi næstu 1000 árin. Verk eða raun í Verkfræði- og raunvísindadeild eru um 710 nemendur í 17 grein- um. Húsnæðiskostur einstakra greina er mjög misjafn, sumar greinar eru með góða aðstöðu, aðrar með sæmilega og enn aðrar með svo til enga aðstöðu t.d. fer mestur tími líffræðinga í að ferðast með strætó númer sex (vinstri hringleið). Verkfræðingar á efri árum hafa hver og einn ljósaborð með teikni- áhöldum, aðstaða hjá þeim hlýtur því að kallast góð. En t.d. hjá líf- fræðingum er algengt að á einum og sama deginum þurfi fyrst að mæta í V.R., síðan á Grensásveg- inn, síðan í aðalbygginguna, síðan í Ármúlann og að lokum aftur í V.R. Svona aðstaða hlýtur að teljast ófullnægjandi og getur vart gengið öllu lengur. Jarðfræðiskorin býr einnig við slæman húsakost. Þó er til svo kallað jarðfræðihús og þar nema landafræðingar, bergfræð- ingar og jarðfræðingar. Sú bygging er svo lítil að nú eru aðeins örfáir fyrirlestrar þar, hinir eru sóttir í aðalbygginguna, V.R., Lögberg og á Grensásveginn. Einnig má geta þess að í jarðfræðihúsinu er að- staða fyrir nemendur af svo skom- um skammti að þeir hafa eitt lítið herbergi þar sem bæði er ísskáp- ur, kaffivél og klósett. Nú er stefnt að skiptingu deild- arinnar í Verkfræðideild og Raun- vísindadeild og koma þá húsnæðismálin þannig út að Verkfræðideildin kemur til með að hafa það nokkuð gott, en Raunvís- indadeildin mun sennilega búa við verstan húsakost af þeim sem stunda nám í Háskóla Islands. Nokkrar greinar hafa ekkert hús- næði í sjálfu sér heldur eru aðeins í „kúrsum" hingað og þangað og er þá V.R. helsti samastaður. Þessar greinar eru t.d. jarðeðlisfræði og matvælafræði. Þegar hugvísinda- húsið verður fullbúið er áætlað að flytja m.a. jarðfræðiskorina að nokkru leyti í aðalbygginguna sem er að sjálfsögðu ófullnægjandi. Rannsóknaraðstaða fyrir Raunvís- indadeild er lítil sem engin að efnafræði og eðlisfræði undan- skildum. Nú er búið að grafa gryfju mikla við V.R. Á þar að rísa V.R. 3 sem væntanlega mun hýsa frekari að- stöðu fyrir verkfræðinema, s.s. rannsóknaraðstöðu margs konar. Finnst ýmsum þetta skjóta skökku við, þar sem miklu meira liggi á húsi fyrir líffræði, jarðfræði, jarð- eðlisfræði, matvælafræði o.fl. sem nú hafa lítið sem ekkert húsnæði. Kaffistofa í V.R. er engin og að- staða til kaffiiðkana lítil, en lestr- araðstaðan í bókasafni V.R. er ein sú besta á svæðinu enda mikið sótt af fólki úr öðrum deildum og því oft lítið pláss. Ritnefnd Stúdentablaösins skipa: Siv Friðleifsdóttir form., fulltrúi hjúkrunar, sjúkra- þjálfa og lyfjafræðinema, s. 26726. Ólafur H. Sverrisson, fulltrúi viðskiptafræðinema, s. 34594. Einar Ö. Thorlacius, fulltrúa laganema,s. 13212. Arnór Guðmundsson, fulltrúi nema í Félagsvísinda- deild, s. 16105. Þórhallur Heimisson, fulltrúi guðfræðinema, s. 30239. Stefán Amgrímsson, fulltrúi heimspekideildamema, s. 19164. G. Pétur Matthíasson, fulltrúi heimspekideildarnema, s. 35899. Björn Hróarsson, fulltrúi líffræði og jarðfræðinema, s. 44878. Ólafur Guðmundsson, fulltrúi nema í verk og raun, s. 2477. Stefán Steinsson, fulltrúi læknanema, s. 26793. Helgi Indriðason, fulltrúi tannlæknanema, s. 25743. Karitas H. Gunnarsdóttir, fulltrúi Vöku, s. 74032. Skúli Pálsson, fulltrúi Vinstri Manna, s. 41833. Barði Valdimarsson, fulltrúi Umba, s. 46781. Ritnefndarfundur verður haldinn í fundar- herbergi stúdentaráðs fimmtudaginn 17. mars, klukkan fimm síðdegis og er hann öllum op- inn. Þeir ritnefndarmenn sem ekki sjá sér fært að koma boði forföll og finni áhugasaman mann í sinn stað.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.