Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 8
8 STÚDENTABLAÐIÐ ■■■■ fólk í fréttum ■■■■ Jónas f ræðustólnum. Frá bókasafns- fræðinemum Vegna þeirra hækkana sem orðið hafa að undanförnu á þjónustu almenningsbóka- safna vill Félag bókasafnsfræðinema við H.í. vekja athygli á eftirfarandi: Hlutverk almenningsbókasafnsins er að vera lýðræðisleg stofnun í þágu menntunar, menningar og upplýsinga. Forsenda lýðræðis er að þegnarnir séu virkir. Aðgangur að upp- lýsingum er nauðsyn til þess að hægt sé að koma á tengslum ólíkra hópa í samfélagsins. Almenningsbókasafnið er mikilvægasta tæk- ið, sem völ er á, til að veita öllum jafnan aðgang að upplýsingum. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að allir eigi rétt á þjónustu almenningsbókasafna, sér að kostnaðarlausu. Sérstök ástæða er til að standa vörð um þessi mannréttindi á tímum efnahagslegra erfið- leika. ÞEKKING ER VALD, VALDIÐ ER ALLRA — ÓKEYPIS BÓKASAFNSÞJÓN- USTU FYRIRALLA. Marx kemur víöaviö Á síðasta fundi Stúdentaráðs þann 21. febrúarsl. barýmislegt til tíðinda. Undir dagskrárliðnum önnur mál báru þeir Sigurður Pét- ursson og Stefán Matthíasson fram eftirfarandi tillögu: SHÍ fundur 21. feb. samþykkir eftirfarandi: Nú um þessar mundir eru 100 ár liðin frá dauða Karls Marx, eins mikilsvirtasta og áhrifa- mesta heimspekings vorra tíma. Kenningar Karls Marx hafa markað djúp spor i sögu 20. aldarinnar og baráttu hinna vinnandi stétta fyrir frelsi og mannréttindum í samfélagi manna. SHÍ vill votta þessum merka fræðimanni og baráttu- manni virðingu með því að rísa úr sætum. Tillaga þessi var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 4 og risu flestir úr sætum. Vökumenn vildu þó ekki láta við svo búið standa og Sigur- björn Magnússon lagði í framhaldi af þessu til: „Að SHÍ hafi einnar mínútu þögn til að minnast hinna mörgu sem látið hafa lífið af völdum kenninga Karls Marx Ekki var tillöguflutningi um Marx gamla þar með lokið því jafnharðan lagði Sveinn Aðal- steinsson fram breytingatillögu þess efnis að: „Þeir sem ljá þessari tillögu atkvæði sitt, sýni samúð sína með 3 klst. þögn frá samþykkt þessarar tillögu.“ Breytingatillagan var samþykkt með 8 atkv. gegn 6. Aðaltillagan var hins vegar felld með „þorra at- kvæða gegn 5“. Ekki munu þeir 5 sem tóku á sig þagnarskylduna hafa haldið samþykktina af fullri þagmælsku en þeir sem leið áttu framhjá fundarsalnum voru í vafa hvort um væri að ræða virðulegan fund eða leikfimistíma þegar hendur fundarmanna gengu hvað tíðast upp og niður. Ensku- nemar Föstudaginn þann 18. febrúar héldu hinir goðumlíku Enskunem- ar árshátíð sína í Þjóðleikhúskjall- aranum. Verður að segjast að menn voru mjög svo ánægðir er heim var skriðið um klukkan 3 fyrir hádegi að staðartíma. Hinsvegar ber að geta þess, að miklar kappræður spruttu út af aðalréttinum, „Un pork avec quelque chose“, hvers útlit var eigi í samræmi við lögmál æðri matargerðarlistar. Væntan- lega bera meðfylgjandi myndir með sér, að áfengi var haft um hönd. Undanfarin ár hafa nemar í þjóðfélagsfræðum haft það fyrirsið að halda upp á dánarafmæli merkra fræðimanna i félagsvísind- um. í ár bar vel í veiði er hundrað ár eru liðin frá dauða Karls Marx, en hann lést nánar tiltekið 14. mars árið 1883 stundarfjórðungi fyrir klukkan 3 síðdegis. Minningarhátíð af þessu tilefni var haldin þann 18. febrúar. Var Félagsstofnun skreytt með mynd- um af Marx, rauðum fánum og áð- ur en hátíðin hófst var Nallinn leikinn. Þótti sumum sem með slíkri viðhöfn væri verið að skemmta skrattanum og Hannesi Hólmsteini, en flestir álitu þó að Marx ætti slíkt tilstand skilið hvað svo sem öllum stjórnmálaskoðun- um liði. Erindi á hátíðinni fluttu þeii Svanur Kristjánsson prófessor, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Vil- hjálmur Árnason heimspekingur og Pétur Tyrfingsson verkamaður. Var það mál manna að í erindum þeirra hefðu komið vel fram þær ólíku hugmyndir sem uppi eru nú á dögum um Karl Marxog kenning- ar hans. (sjá baksíðu). Þjódfélags- fræðinemar

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.