Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐIÐ 9 Ólafur Sveinsson: Stúdentaleíkhúsið í fullu fjöri „Aldrei þessu vant var býsna gaman að vera hommi í Reykjavík hér á dögunum og næðingurinn ekki alveg eins napur og endra- nær.“ Þetta eru upphafsorð leikdóms um „Bent“ í síðasta blaði samtaka 78 „Úr felurn". Þó ýmislegt sé fundið að sýningunni, og margt af því eigi við rök að styðjast, held ég að hún hafi hvergi fengið jafn lofsamleg ummæli og felast í þessum orðum. Þau sýna betur en allt annað að full þörf er á efni leikritsins, sem gerist í Þýskalandi á 4. áratugnum. Auk þess minna þau á þann tepruskap sem er ríkjandi í umfjöllun um homma hér á landi. „Bent“ hefur verið sýnt mjög víða í Evrópu og Bandaríkjunum og hvarvetna vak- ið mikla athygli. Engu aðsíðurhafa atvinnuleikhúsin ekki séð ástæðu til að setja verkið upp. (Sumir vilja halda því fram að þau hafi hrein- lega ekki þorað það.) Stúdentaleikhús býður uppá ýmsa möguleika og á að geta verið framsækið leikhús í þess orðs bestu merkingu ef rétt er haldið á spöð- unum. Uppsetningin á „Bent“ er til vitnis um það. Sú spurning vaknar jafnframt hvort það eigi nokkurn rétt á sér ef það hefur ekki eitthvað nýtt fram að færa til leiklistarinnar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ekki er hægt að segja annað en Stúdentaleikhúsið hafi farið vel af stað. „Bent“ vakti mikla athygli og gagnrýnendur dagblaðanna voru á einu máli um að vel hefði tekist til, bæði hvað varðar uppfærslu og val á verkefni. „Svo mikið er víst að sá sigur sem leikflokkurinn ótvírætt vann með sinni fyrstu sýningu, á sunnudagskvöld í Tjarnarbíó gamla, stafaði af öllu í senn, skörulegri sviðsetn- ingu Ingu Bjarnason, túlkun Andrésar Sigurvinssonar í aðal- hlutverki leiksins, nýstárlegu efni hans og því atfylgi sem auðið var að leggja í leikinn í stúdentaleikhúsi. Eftir sýning- una er maður alveg til með að trúa því að stúdentaleikhúsið geti átt framtíð fyrir sér.“ Ólafur Jónsson, DV 7.12. 1982. „Að öllu samanlögðu mjög svo áhugaverð sýning — og verður fróðlegt að fylgjast með áfram- haldandi störfum Stúdentaleik- hússins á næstunni.“ Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið 14.12.1982. „Stúdentaleikhúsið fer vel af stað. Það kemur með nýstárlegt verk og sýningu . ..“ Jónas Guðmundsson, Tíminn 15.12.1982. Að baki góðum árangri liggur mikil vinna. Og það er ekki síður mikil vinna að fylgja þessum góða árangri eftir. Það er ekkert laun- ungamál ad hópurinn sem stóð að „Bent“ lenti í margháttuðum erfiðleikum eins og við var að búast þegar nýtt leikhús er stofnað og fólk úr öllum áttum, sem ekki þekkist fyrir, vinnur saman. Til að koma föstu skipulagi á starfsemi Stúdentaleikhússins var boðað til aðalfundar þriðjudaginn 15. febrúar og honum fram haldið kvöldið eftir. Voru þar meðal ann- ars samþykkt lög fyrir félagið og kosið í stjórn, verkefnavalsnefnd og tveir endurskoðendur reikninga þess. 1 stjórn voru kosin Davíð Davíðsson, Ingileif Thorlacius, Ólafur Sveinsson, Rúnar Guð- brandsson og Þórarinn Eyfjörð sem er jafnframt gjaldkeri. I verkefna- valsnefnd, sem á eins og nafnið gefur til kynna, að leita að verkum sem geta hentað Stúdentaleikhús- inu, völdust þau Arna María Gunnarsdóttirn Einar Bergntund- ur, Soffía Valtýsdóttir og Þorbergur Þórsson. Endurskoðendur eru Mörður Árnason og Rósa Guðna- dóttir. Á aðalfundinum kom fram, að ekki er búið að ganga frá reikn- ingum varðandi uppfærsluna á „Bent“, en ljóst er að fjárhagurinn stendur í jámum. Virðist sem pen- ingaskortur sé helsti þröskuldurinn í vegi Stúdentaleikhússins, en það þykir varla tiltökumál enda al- kunna að eitthvað er bogið við þá menningarstarfsemi sem ekki er á hausnum. Þó má geta þess að Stúdenta- leikhúsið hefur fengið vilyrði fyrir aðstöðu í Tjarnarbíó fyrir starfsemi sína og einhverjum fjárstyrk frá Háskólanum. Er sá stuðningur mjög mikils virði. Stjórnarfundir eru haldnir viku- lega, á mánudögum frá 5—7 í hliðarsal F.S. og eru opnir öllum félögum Stúdentaleikhússins. Þeir sem hafa áhuga á að gerast með- limir, eða starfa með Stúdentaleik- húsinu geta komið á stjórnarfundi eða félagsfundi sem verða haldnir minnst mánaðarlega og auglýstir með góðum fyrirvara. Allir geta gerst meðlimir, hvort sem þeir eru í Háskólanum eða utan hans, en meirihluti stjómar verður þó að vera við nám í Háskólanum. Er fólk eindregið hvatt til að koma og kynna sér hvað er á döfinni hjá Stúdentaleikhúsinu og taka þátt í starfi þess. Áframhaldandi starfseini Það er dálítið merkilegt að í tengslum við Háskóla Islands, sem hefur löngum verið settur í sam- band við róttækni, hefur lítið sem ekkert verið um skapandi listrænt starf, fyrir utan Háskólakórinn og nú Stúdentaleikhúsið. Sér er nú hver róttæknin, finnst manni freistandi að segja, ef hún felst ekki í öðru en pólitísku þrasi og stöðl- uðurn lífs- og þjóðmálaviðhorfum menntamanna. Við sem stöndum að Stúdenta- leikhúsinu eigum okkur draum um framtíð þess sem virks og róttæks afls í leiklistarmálum innan Há- skólans sem utan. Til þess að sá draumur rætist þarf fleira fólk til starfa sem hefur til að bera djörf- ung og áræðni, samheldni og fóm- fýsi, með öðrum orðum gamla góða ungmennafélagsmóralinn. En að öllu gamni slepptu þá er mikið starf framundan. Það gefur að vísu auga ljós, einsog einn ágætur maður sagði, að ekki verður ráðist í jafn stórt verkefni og „Bent“ á þessari önn úr því sem komið er. En það þarf að undirbúa starfsemi kom- andi vetrar og kanna möguleikana á starfrækslu götuleikhúss í sumar. Á næstunni verður haldið nám- skeið í upplestri og framsögn sem Hjalti Rögnvaldsson mun væntan- lega sjá um og annað í leikrænni tjáningu undir stjórn Rúnars Guð- brandssonar. Verða þau auglýst nánar síðar. I lok mars verður í Fé- lagsstofnun stúdenta blönduð dag- skrá, helguð Bertolt Brecht, með leiklist, upplestri og söng. Á sama stað, seinni hluta apríl, verður all sérstæð blanda tónlistar og leiklist- ar sem Kolbeinn Bjamason, Jó- hanna Þórhallsdóttir og Rúnar Guðbrandsson bera veg og vanda af. Eins og sjá má hefur Stúdenta- leikhúsið síður en svo lagt upp laupana og er það vel. Ólafur Sveinsson. Nokkrar óánægjuraddir hafa heyrst vegna kaffiverðs á kaffistofum F.S. Til þess að taka af allan vafa um að kaffið sem F.S. hefur á boðstólunum sé ekki selt á okurverði þá telur undirritaður rétt að birta eftirfarandi verð- samanburð: Félagsstofnun Stúdenta: 6,50 kr. ekki ábót Mensa, Lækjargötu: 12 kr. ekki ábót Norrænahúsið: 10 kr. ekki ábót Nýja kökuhúsið: 20 kr. ábót Torfan: 23 kr. ábót Kaffivagninn: 15 kr. ábót M.H.: 5 kr. ekki ábót. Á þessari könnun sést greinilega að allar sögusagnir um okurverð eru út í hött. Matsala M.H. er með ódýrasta kaffið en allir aðrir kaffistaðir eru mun dýrari en F.S. F.h. SHÍ Gunnar Jóhann Birgisson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.