Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐIÐ f ..... Frá KSF: Upprisan — blekking? Þetta verður yfirskrift fundar kristilegs stúdentafélags sem hald- inn verður í Félagsstofnun stúdenta, fimmtudaginn 24. mars kl. 17:15. I augum kristinna manna er upprisa Jesú Krists hornsteinn trúar þeirra, það sem allt stendur eða fellur með. Páll postuli segir sjálfur að ef Kristur er ekki upprisinn frá dauðum þá eru kristnir menn aumkunarverðastir allra manna, þá lifa þeir í blekkingu og líf þeirra tálvon ein. Vilji menn því í alvöru athuga sannleiksgildi kristinnar trúar, ættu þeir að kanna vel þennan hornstein hennar en ekki einblína á alls konar smáatriði sem skipta ekki höfuðmáli. Það eru ýmsir sem véfengja upprisuna, en ekki endilega af því að heimildimar séu ekki fullgóðar heldur af því að þeir telja sig vita það mikið um veruleikann að þeim sé ófært að trúa slíku. Slíkt gerist einfaldlega ekki! Nei menn gleypa ekki svo auðveldlega við því sem gengur þvert á skynsemi þeirra, þess vegna gefa menn sér oft svarið fyrirfram, áður en þeir hafa kannað málið. Guði er t.d. fyrirfram kippt út úr myndinni eða hann takmarkaður og settur á mannlegt plan. Þegar við förum að athuga heimildirnar, vaknar auðvitað sú spurning hvort við getum treyst þeim. Var líkinu ekki bara stolið af lærisveinunum eða yfirvöldunum? Sáu lærisveinarnir e.t.v, ofsjón- ir? Er öruggt að Jesús hafi raunverulega dáið á krossinum? Ýmislegt af þessu sem ég hef nú nefnt mun Jónas Gíslason dósent reifa þennan fimmtudagseftirmiðdag. Hægt verður að koma með fyrirspurnir til hans að loknu hans erindi. Einnig mun söngflokkur er nefnir sig Saltkom syngja 2—3 lög. Við búum í landi sem byggir að meira eða minna leyti á kristinni trú. Grundvöllur þeirrar trúar hlýtur því að varða hvern hugsandi íslending. Nú þegar páskar eru framundan væntum við þess að þú gefir þér tíma til að líta við á áðurnefndan fund. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Einu sinni dauður— alltaf dauður!? Carl Johan Jensen: LJÓÐ Carl Johan Jensen er 25 ára gamall færeyingur frá Þórshöfn sem stundar nám í bókmennta- fræði við H.í. Hér birtum við ljóð hans á frummálinu ásamt íslenskri og danskri þýðingu hans sjálfs. AFTANÁ / flakrinum livir gardinan ÁEFTIR gluggatjöldin bœrast í blœnum Lokkur sleðist um ennið á tœr ravnur áflogi Nœr og bundin í ástini er angist: -Káin við tornatyssi Burturvend hálsurin berur lendabugur Hvítur ravnur áflogi lokkur hreyfist um ennið á þér hrafn svífur framhjá Hér í ástinni felst angistin: -Kain með þyrnigrein sína Snýrð við mér baki hálsin ber sveigðar mjaðmir Hvítur hrafn svifur framhjá BAGEFTER for et sagte vinpust bevœger gardinet sig en lok af dit hár strejfer din pande en ravn der flyver Nœr og í kœrligheden findes angsten: -Kain med sine torne vender dig bort halsen bar hoftens bue og mín útbreiddi vongur á ferð, ferð inní roðan sum hvorvur úr rútunum í glugganum. Ber við teg burturvend og úþaninn vœngur minn á leið leið inn í dvínandi roða glersins í glugganum. Snertir þig snýrð við mér baki En hvid ravn der flyver og min udbredte ving pá vej, vej ind í vindusglassets aftagende rodme Beroring vender dig bort J afhréttismál Af öðru starfi KSF er það að nefna að föstudaginn 11. mars verður félagið með fund að Freyjugötu 27 kl. 20:30, 3. hæð. Þar munu nokkrir meðlimir félagsins ræða um efnið „Háskólinn og lífsviðhorf!" Þangað eru einnig allir velkomnir. Fundur 18. mars fellur hins vegar inn í Kristniboðsviku sem haldin verður í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2 B, dagana 13.—20. mars og hefjast samkomurnar kl. 20:30 hvert kvöld. Þ.B. - f Pennavinir Oss hefur borist sendibréf alla leið frá Kanada. Sendandi er stúlka, stúderandi við háskól- ann í Toronto. Hún kveðst haldinn brennandi áhuga á öllu því er varðar framandi lönd og óskar því ef tir að eignast penna- vini úr hópi stúdenta við H.I. Helstu áhugaefni stúlkunnar auk þess sem áður er nefnt eru bóklestur, listir, íþróttir og tón- list. Kveðst hún gjarna vilja skrifast á við hvern þann er áhuga hefur, karlkyns eða kvenkyns en sjálf er hún 21 árs gömul, talar bæði ensku, þýsku og dálitla frönsku og heitir Sú- sanna. Póstáritun hennar er: Susanne Lapschansky 217 McKee Ave. Willowdale, Ont. Canada M2N 4C8 Og skorum við á stúdenta að veita henni öfluga landkynn- ingu. Hugmyndir um bætta menntun kvenna má rekja allt aftur til 18. aldar en baráttan fyrir aukinni menntun kvenna hefst ekki að marki fyrr en með tilkomu kvennahreyfinga á 19. öld. Barátt- an fyrir aukinni menntun kvenna hér á landi hefst nokkru síðar eða á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þessarar. En árið 1911 höfðu konur á íslandi fengið sama rétt og karlar, samkvæmt lögum, til að stunda nám og ljúka prófi í öllum menntastofnunum landsins og fengið sama rétt til námsstyrkja og embætta og karlar. Fáar konur luku háskólaprófi framan af en með breyttum þjóð- félagsaðstæðum hefurþeim konum stöðugt fjölgað sem ljúka háskóla- námi þótt enn séu þær færri en karlar. En þrátt fyrir aukna menntun kvenna hefur t.a.m. kon- um í kennaraliði Háskóla íslands lítið sem ekkert fjölgað síðast liðinn áratug. ÞeHa er aðeins eitt dæmi af mörgum um þann ójöfnuð sem ríkjandi er og vekur einnig spurn- ingar um hvernig fagleg þekking kvenna sé metin og hvort hún sé metin á sama hátt og fagleg þekk- ing karla. Dettur kannski einhverjum í hug að H.Í., skilgetið afkvæmi þess þjóðskipulags sem hér ríkir, hins stéttskipta karlaþjóðfélags, skeri sig úr og innan hans ríki algjört jafn- rétti? Nei! H.I. er byggður upp af karlmönnum og fyrir karlmenn í ráðandi stétt. I mikilvægustu mál- um innan H.I. fer ákvarðanatakan fram í Háskólaráði en þar á sæti ein kona, sem er raunar einn af fjórum fulltrúum stúdenta, og hafa konur sjaldan verið fleiri í þessari æðstu valdastofnun skólans. Jafnréttis- hópurinn Innan Háskóla Islands hefur starfað jafnréttishópur síðan í júní

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.