Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐIÐ Ævintýri tannlæknisins og dótturhanns Ævintýri þetta gerðist í Ameríkunni, nánar tiltekið á vesurströnd Bandaríkjanna. Skrásetjari þess er Atli Harðarson, heimspekinemi þar vestra. «. Einu sinni var forríkur tann- læknir í riki sínu. Hann átti sér eina dóttur sem var mjög mjó og fín. Hún var líka voða þæg og góð og sat heima öll kvöld í svörtum kjól og spilaði á píanó. Þá var líka fá- tækur atvinnulaus búðahnuplari sem bjó í kassa niðrí fjöru. Hann var svo fátækur að hann gat ekki fengið neina vinnu því hann átti ekki fyrir frímerkjum til að senda umsókn. Enda hefði hvort eð er ekkert þýtt fyrir hann að sækja um vinnu því hann hafði svo skakkar tennur að enginn hefði viljað ráða hann. Niðri í miðbæ bjó vondur dreki í háhýsi. Hann lá þar alla daga á opinberum skjölum og fnæsti. Fyrst var hann reyndar bara lítill góður ormur sem lá á einu litlu skjali um unglingavandamálið. En ormar vaxa og þegar þeir leggjast á skjöl og jafnóðum vaxa skjölin sem þeir liggja á. Þegar hér var komið sögu var drekinn orðinn mjög stór og hættulegur og skjalastaflinn undir honum orðinn á stærð við Skarðsfjail á Landi. Drekinn borð- aði fólk. Dag einn þegar dóttir tannlækn- isins var að bursta í sér tennurnar hvarf hún, og vissi enginn hvað um hana hefði orðið. Faðir hennar varð auðvitað alveg miður sín og setti auglýsingu í blöðin. Auglýs- ingin var svona: HVER SEM FINNUR DÓTTUR MÍNA MÁ EIGA HANA OG FÁ ÓKEYPIS TANNRÉTT- INGAR AÐ AUKI. Daginn eftir þegar fátæki at- vinnulausi búðahnuplarinn var að gramsa á ruslahaugunum fann hann blaðið með auglýsingunni frá tannlækninum. Hann vissi um drekann því einu sinni hafði skrif- stofumaður í opinberri stofnun hvíslað því að honum að honum yrði leyft að búa í fjörunni áfram því það væru til svo mörg skjöl um skipulagsmál fjörunar að enginn nennti að lesa þau öll til að finna út hvort það væri nokkuð bannað að búa þar og auk þess væri ekki heiglum hent að komast í skjölin því drekinn lægi á þeim. Svo gaf skrifstofumaðurinn búðahnuplar- anum heimilisfang drekans. Þetta mátti skrifstofumaðurinn reyndar ekki gera því yfirvöld vildu ekki láta fólk vita um drekann af ótta við múgæsingar og írafár. En þessi skrifstofumaður var mjög heimsk- ur og óðamála og missti þetta ein- hvern veginn út úr sér. Hraðaði búðahnuplarinn sér nú að háhýsi drekans og laumaðist inn. Þegar hann var kominn inn heyrði hann drekann fnæsa; „þessi stelpa er allt of mjó svo það tekur því ekki að éta hana strax, best er að fita hana á kóki“. Þegar búða- hnuplarinn kom lengra inn sá hann hvar drekinn lá og við hliðina á honum voru margir kókkassar og rimlabúr. Inni í búrinu var dóttir tannlæknisins. Hún var mjög fatta nokkurn skapaðan hlut. Og ekki fitnaði hún frekar en von var. Þá varð drekinn svo reiður að hann sagði af sér og fór. Þessu hafði búðahnuplarinn bú- ist við. Fór hann nú sem leið lá niðrí miðbæ og sótti tannlæknis- dótturina og fór með hana heim til tannlæknisins föður hennar. Urðu þar miklir fagnaðarfundir. Eins og tannlæknirinn hafði lof- að lagaði hann tennurnar í búða- hnuplaranum og gaf honum dóttur Tannlæknisdóttirin var mjög mjó og fín. raunamædd. Nú datt búðahnupl- aranum snjallræði í hug. Hann laumaðist út aftur, fór í næstu búð og hnuplaði mörgum kössum af sykurlausu pepsí. Þetta gekk ágæt- lega því að hann var mjög flínkur búðahnuplari. Þessu næst laumað- ist hann með kassana inn í háhýsi drekans og skildi þá þar eftir við hliðina á búri tannlæknisdóttur- innar og hnuplaði kókinu sem drekinn ætlað að fita hana á og fór með það út og faldi það í næsta símaklefa. Drekinn sem var mjög heimskur, fattaði ekkert. Enda átti hann engin skjöl um svona tilfeili. Leið nú og beið og á hverjum degi gaf drekinn tannlæknisdóttur- inni sykurlaust pepsí án þess að sína. Fór búðahnuplarinn þá rak- leitt í bankann, setti upp tann- burstabros svo breitt að allir héldu að hann væri að auglýsa tannsápu. En það var nú ekki aldeilis, heldur gekk hann beint að gjaldkeranum og sagði: „Ég er tengdasonur tann- Iæknisins og ætla að fá lán“. „Með eða án vísitölutryggingar?“ spurði gjaldkerinn. „Án vísitölutrygging- ar“ sagði búðahnuplarinn. „Allt í lagi“ sagði gjaldkerinn. Svo keypti búðahnuplarinn hús og bíl handa sér og tannlæknis- dótturinni og þau lifðu hamingju- söm til æviloka og voru alltaf mjög mjó og fín og fóru í golf á hverjum laugardegi og borðuðu kotasælu og hrásalat í hvert mál. Leiðréttingar Nokkrar villur slæddust með í síðasta blaði. í grein Sigurjóns Björns- sonar; Hugað að stúdenta- samtökum (bls 19) hafa á tveimur stöðum fallið niður línur. Málsgrein sem hefst í 8. línu, fyrsta dálki á að vera svohljóðandi, og í framhaldi af henni: „í öðru lagi er ætlun þeirra að hafa áhrif á starf- semi háskóla með ýmsum hætti og taka þátt í stjórnun þeirra og stefnumótun. 1 þriðjalagi er hlutverk þeirra að þjálfa stúdenta við félagslega starfsemi,..." t upphafi að lokakafla greinarinnar (4. dálki, neðst) á að standa: „Háskóli er að mínu viti ekki rétt skýrgreind- ur sem kennslu og rannsókn- arstofnun (enda þótt það standi í lögum).“ Þarna hafði slæðst inn lína sem alls ekki átti þar heima. Á blaðsíðu 12 i blaðinu var heljarlöng grein um Wim Wenders. Svo leiðinlega vildi til að við uppsetningu blaðsins gleymdist að setja með nafn höfundar sem er Gísli Friðrik. í grein um Stúdentaleik- húsið láðist að geta þess að meðfylgjandi myndir tók ívar Brynjólfsson. Aðrar villur í blaðinu voru minniháttar, en lesendur og greinarhöfundana Sigurjón og Gísla biðjum við velvirð- ingar á þessari hroðvirkni. Ritnefndarfulltrúar og aðrir veiunnarar Stúdentablaðsins Ritnefndarfulltrúar og aðrir velunnarar Stú- dentablaðsins. Siv Friðleifsdóttir form., fulltrúi hjúkrunar, sjúkra- þjálfa og lyfjafræðinema, s. 26726. Ólafur H. Sverrisson, fulltrúi viðskiptafræðinema, s. 34594. Einar Ö. Thorlacius, fulltrúi laganema,s. 13212. Arnór Guðmundsson, fulltrúi nema í Félagsvísinda- deild, s. 16105. Þórhallur Heimisson, fulltrúi guðfræðinema, s. 30239. Stefán Amgrímsson, fulltrúi heimspekideildarnema, s. 19164. G. Pétur Matthíasson, fulltrúi heimspekideildarnema, s. 35899. Björn Hróarsson, fulltrúi líffræði og jarðfræðinema, s. 44878. Ólafur Guðmundsson, fulltrúi nema í verk og raun, s. 2477. Stefán Steinsson, fulltrúi læknanema, s. 26793. Helgi Indriðason, fulltrúi tannlæknanema, s. 25743. Karitas H. Gunnarsdóttir, fulltrúi Vöku, s. 74032. Skúli Pálsson, fulltrúi Vinstri Manna, s. 41833. Barði Valdimarsson, fulltrúi Umba, s. 46781. Næsti ritnefndarfundur veður haldinn í fundarherbergi stúdentaráðs miðvikudaginn 20. apríl, klukkan fimm síðdegis og er hann öllum opinn. Þeir ritefndarmenn sem sjá sér ekki fært að koma, boða forföll og finni áhugasamann mann í sinn stað. Hafið samband við einhvern ofantaldra eða þá ritstjóra blaðsins með gagnrýni á blaðið, efni eða annað sem ykkur liggur á hjartað. Angelica Transom kom bróður sínum .vvo haganlega fyrir að hann fannst ekki fyrr en mörgum árum seinna. (Nether Postlude, 1889).

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.