Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Page 1

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Page 1
4. tbl. 59. árg. maí 1983 stúdentablaóíó Ljóða- þáttur — bls. 11 Slúður — bls. 10 Islenska fyrir erlenda stúdenta — bls. 4 Málþing heimspeki- deildar — bls. 5 Skoðana- könnun í vetur kom upp sú hugmynd í ritnefnd Stúdentablaðsins að efna til könnunar meðal nemenda í H.í. Nokkrir nemendur í félagsfræði tóku að sér framkvæmdina. Tekið var 200 manna tilviljunarúrtak og um helgina 16.—17. apríl var hringt í þá sem í úrtakinu lentu. Tókst að ná í 157 manns, sem eru tæplega 80% heimtur. Spurt var um ýmis atriði er varða aðstæður nem- enda og auk þess var forvitnast litillega um kosningaþátttöku, vin- sældir öldurhúsa o.fl. Könnunin hafði ekki mjög hnit- miðað eða ákveðið mark, var miklu fremur samansafn ósamleitra spurninga sitt úr hvorri áttinni. Þetta verður til þess að könnunin er siður nothæf til að draga af henni vís- indalegar ályktanir. Til þess að segja eitthvað má þó halda því fram að hún sé gerð til að lýsa hin- um almenna stúdent. Með því að keyra saman hina ólíkustu hluti má svo pæla í hinu og þessu varðandi stúdenta. Því miður gefst ekki rúm til þess að birta neinar niðurstöður í þessu blaði, en I haustblaði verður fjallað ítarlega um könnunina. Til ábend- ingar fyrir komandi sumarleyfi má þó geta þess að Óðal, Holly og Borgin virðast njóta hvað mestra vinsælda meðal stúdenta. Aðalfundur Vöku vakti heimsókn flóttamanns frá Afganistan mikla athygli. Sú nýbreytni var tekin upp að fá utan að komandi frum- mælendur á félagsfundi. Þeir Birgir ísl. Gunnarsson, Frið- rik Sóphusson og Sigurður Skagfjörð mættu á fund um húsnæðismál og lánamál stúdenta. Prófessor Þórólfur Þórlindsson og Jónas Haraldz voru frummælendur á fundi er bar yfirskriftina „Framtíð Háskólans". Alls voru haldnir um 10 félagsfundir á starfsár- inu og voru flestir þeirra mjög vel sóttir. Að loknum aðalfundi var farið á veitingahúsið Lækjar- brekku þar sem dýrindis veig- ar voru framreiddar og sátu Staurar þar í miklu yfirlæti frameftir kvöldi. Aðalfundur Vöku var hald- inn þann 16. apríl s.l. Á fund- inum lét af störfum stjórn Sigurbjarnar Magnússonar og ný stjórn tók við. Formaður var kosinn Gunnar Jóhann Birgisson. Aðrir í stjórn eru: Haraldur Guðfinnsson vara- formaður, Jóhann Baldursson ritstjóri Vökublaðsins, Jakob Bjarnason gjaldkeri, Baldur P. Erlingsson ritari, Lína G. Atladóttir meðstjórnandi og Stefán Kalntansson með- stjórnandi. í skýrslu fráfarandi for- manns kom fram að starfsemi Vöku hefur verið mjög öflug síðast liðið ár og ber þar hæst aðalfund EDS (Samtök lýð- ræðissinnaðra stúdenta í Evrópu) er haldinn var í Reykjavík seinasta sumar. Þá Rúnar Guðbrandsson í hlutverki sínu. r (Ljósm.: Asdís) Sjá grein bls. 2 Nýr meirihluti íSHÍ í annarri og þriðju viku apríl sá hinn nýi meirihluti Stúdentaráðs dagsins ljós. Á einni viku sömdu umbar og vinstri menn málefna- samning sem birtur er á blaðsíðu 4—5 hér í blaðinu. Að samnings- gerð lokinni komu menn sér saman um stöður. Stjórn stúdentaráðs er nú svo skipuð: Aðalsteinn Stein- þórsson (FUS), formaður, Guð- varður Már Gunnlaugsson (FVM) varaformaður, Valgerður Jóhanns- dóttir (FVM) gjaldkeri og aðrir i stjórn eru Elsa Friðfinnsdóttir (FUS), Jóna Hálfdánardóttir (FVM) og Baldur Ragnarsson (FUS). Aðalfulltrúi stúdenta í stjórn LÍN er G. Pétur Matthíasson (FVM), og aðalfulltrúi í stjórn ÆSÍ er Baldur Ragnarsson. í stjórn FS hafa og orðið mannabreytingar. Þar eiga stúdentar þrjá fulltrúa, af fimm. Hina tvo skipa Háskóli og Menntamálaráðuneytið. Einn full- trúi stúdenta skipar stöðu for- manns og skal sá vera útskrifaður í einhverju háskólafagi. Þá stöðu skipar nú Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og kvennafram- boðsmanneskja. Er hún valin að tilhlutan vinstri manna. Aðrir full- trúarstúdenta eru þeir Kristján Ari Arason (FVM) og Þorsteinn Hún- bogason (FUS). — sjá mál- efnasamning á bls. 6-7 og grein á bls. 3 Nokkur atriði um húsnœðismál Háskóla Islands Fjöldi nemenda í Háskóla íslands verður á þessu ári um 4.000. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur aðsókn aukist mikið á síðustu árum. Nær þriðji liver tvítugur Is- lendingur tekur nú stúdents- próf í stað sjöundi hver árið 1970 auk þess sem þeir sem eru 20—25 ára eru fleiri en áður. Eigið húsnæði háskólans er um 21.500 m2. Af þessu rými eru 18.700 m2 í varanlegum húsum á háskólasvæði. Þá hefur háskólinn húsnæði á leigu víðs vegar um bæinn, samtals rösklega 5.000 m2. Samkvæmt breskum staðli ætti háskóli af okkar stærð og að teknu tilliti til skiptingar nemenda milli deilda að vera í um 50.000 m2 í stað 26.500 m2. Sjá viðtal við rektor og greinar á bls. 8-9 Ein Be- richt fiir die Aka demie r Aðalfundur Félags umbótasinnaðra stúdenta Á aðalfundi Félags um- Dan Brynjarsson varafor- bótasinnaðra stúdenta sem maður haldinn var í F.S. þann 30. Jóhann Jónsson ritari apríl s.l. voru eftirfarandi Elín M. Lýðsdóttir gjaldkeri menn kosnir i trúnaðarstöður Eiríkur Jóhannsson á vegum félagsins: meðstjórnandi Stjórn: F.h. Félags umbótasinnaðra Þorsteinn Húnbogason for- stúdenta maður Herdís Herbertsdóttir J

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.