Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐIÐ Frá Stúdentaleikhúsinu: „Aðeins eitt skref ’ Að kvöldinu til sunnudaginn 29. maí, þriðjudaginn 31. maí og fimmtudaginn 2. júní, og jafnvel oftar ef vel gengur, stendur Stúdentaleikhúsið fyrir dagskrá í Félagsstofnun stúdenta. Þrjú verk verða flutt. — Steinaspil: Leikið er kjuðum á íslenskt fjallagrjót, litlar hellur eða flögur sem rað- að er saman og hafa trékassa fyrir hljómbotn. Óvæntir og tærir tónar fáu háðir, lausir undan kvöðum og hefðum vestrænnar tónlistar. Afrískur uppruni, íslensk útfærsla. Flytj- endur eru Elías Davíðsson, Kristrún Gunnarsdóttir og Jón Björgvinsson. — Einþáttungur fyrir einn leikara, Rúnar Guðbrandsson, sem fer með og færir út eina af smásögum Kafka, sem einmitt hefði orðið aldar gamall eftir mánuð, en dó árið 1924: „Ein Bericht fúr die Akademie“. Egill Helgason þýddi. Api var tekinn fangi í myrkviðum Afríku og fluttur á slóðir sið- menningarinnar í Evrópu, þar taminn, alinn og menntaður. Hann reyndist hæfur til að vera meðal manna, og honum gekk vel að tileinka sér siði þeirra og hugsun. En hvorki api né maður, hvað er hann þá? Hér stendur hann í ræðustóli, ávarpar háttvirta heiðursmenn lærdómslistafélags og greinir frá minningum sínum frá því skeiði lífs síns að hann var api og reynslu sinni í mannheim- um. Átakanlegt, merkilegt. — Solo un paso eða Aðeins eitt skref, fyrir flautuleikara, söngkonu, segulband, ljós og hluti. Verk eftir spænska tón- skáldið og kennarann Luis de Pablo, frjóan og stórtækan listamann. Það var samið árið Solo en paso; Kolbeinn Bjamason og Jóhanna Þórhallsdóttir í hlutverkum sínum. (Ljósm.Ásdís) Ný ljóðabók: „Sykurlaus vitnisburdur” Nýlega sendi Magnús Einarsson mannfræðinemi, frá sér sína fyrstu ljóðabók, er nefnist „Sykurlaus vitnisburð- ur“. Yrkisefni bókarinnar er sótt til hins firrta nútímasamfé- lags og hugmynda þess. Með leyfi Magnúsar fengum við að birt eitt ljóðanna úr bókinni. Háskólaborgarinn. Háskólafólkið hyggst vera kátt huglaust er það og smátt, engin fjárhús eiga í að venda efin, bíðafœris að kemba. Kjöt í karrý, kartöflur, kók myglaður marhnútur, magasár, mjólk flysjaðar fiskbollur, furðulegt fólk. Rúnstykki, rúgbrauð, rótsterkt romm brennur borgari, barnshafandi og bomm kokkur, kista, kind og kál sallad, sósur, sólbrennd sál. — Listatrimm sumarið ’83 Einþáttungur fyrir einn leikara; Rúnar Guðbrandsson f hlutverki sínu. (Ljósm. Ásdfs) 1974 og hefur að því er flytj- endur best vita aðeins verið flutt tvisvar áður í gervallri veröld, aldrei hérlendis. Einskonar tónlistarleikhús — „Musik- theater", flytjendur gera meira en að spila og syngja, og ljósin og segulbandið og hlutirnir taka ekki síður þátt; samspil, sjónar- spil. Heimar takast á, bamsins og hins fullorðna, eðlileikans og agans; að talsverðu leyti er hefðbundinni nótnaskrift hafn- að og til að mynda leitað í aðrar tónhefðir en þá vestrænu, ann- ars er það hugarflugið tómt sem talar. Flytjendur eru Kolbeinn Bjarnason á flautu og Jóhanna Þórhallsdóttir á rödd; leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Þetta er dagskráin þessi kvöldin, en Stúdentaleikhúsið lætur ekki þar við sitja; hug- myndin er og vonirnar eru að halda uppi starfsemi í allt sum- ar undir yfirfyrirsögninni „Listatrimm Stúdentaleikhúss- ins sumarið 83 sem flest kvöld, helst allar vikur, alltaf í Félags- stofnun. Ekkert hefur verið endanlega ákveðið með seinni hluta sumarsins, margt er í bí- gerð af mörgu tagi, ekkert er útilokað, en júnímánuður er orðinn nokkuð skýr. Fyrst er dagskrá sú sem þegar hefur verið kynnt, „Aðeins eitt skref“. Síðan fylgja: - Föstudagskvöld 3. júní verða rokktónleikar frá níu til eitt; Iss, Þeyr og Vonbrigði og fleiri. - Kvöldið 5. og 7. júní verður upplestur skálda og perform- ans; Einar Ólafsson, Ingibjörg Haralds, Elísabet Þorgeirs og Sjón, auk þess sem Blásara- kvintettinn treður upp. - Dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar verður flutt dag- ana 10., 11. og 12. júní, og oftar ef þess gerist þörf. - Vonandi geta orðið jasstón- leikar þann 16. júní, og uppúr 20. júní verður örugglega settur á svið leikþáttur-Einþáttungur. Allt þetta og öll önnur starf- semi verður auglýst og kynnt betur þegar þar að kemur, í blöðum og á þar til gerðum spjöldum á tilteknum og föstum stöðum í höfuðborginni; þið fylgist með. Stúdentaleikhúsið er opinn félagsskapur sem hvetur alla áhugasama, stúdenta jafnt sem aðra, til að koma og kynna sér það sem verið er að gera, og taka þátt í starfseminni ef vilja. Ekkert er algerlega afráðið um síðari sumarmánuði, hver sem er getur boðið sig fram með efni eða hugmyndir; á sýningum og kvöldum, við framkvæmda- stjóra leikhússins sem eru þeir Andrés Sigurvinsson og Ólafur Sveinsson, í gegnum einhvern sem þekkir einhvern. Um hverja dagskrá er myndaður hópur, (myndast hópur) sem síðan starfar sjálfstætt og óskiptur að sínu verkefni. Á þann hátt má tryggja að það standist sem stendur til; vandað efni og viljugt starf eru vel þegin. Már Jónsson Munið Bara-flokkinn í Félagsstofnun laugardaginn 28. maí. Dansað 10-3. Mætum öll.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.