Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 3 Óli Björn Kárason og Gunnar Jóhann Birgisson: Nýr vinstrimeirihluti Atyinnumiölun námsmanna Nýr vinstri meirihluti Enn á ný hefur vinstrisinnaður meirihluti tekið við völdum í Stúdentaráði Háskóla íslands undir forustu Félags vinstri manna. Umbótasinnar komu fram á sjónarsviðið fyrir þremur árum og áttu stóran þátt i að fella úrræða- lausan vinstrimeirihluta. Eftir tveggja ára árangursríkt samstarf við VÖKU félag lýðræðissinnaðra stúdenta söðla þeir um og leiða róttæklinga enn á ný til Valda í stúdentaráði. Umbótasinnar voru tilbúnir til þess að fórna staðfastri stefnu í hagsmunabaráttunni fyrir embætti í vinstri stjórn. Þannig skriðu umbar upp í kjöltu vinstri- manna, sviku kjósendur sína og höfðu að engu hagsmunamál stúdenta. Málefnasamningurinn Eins og málefnasamningur hins nýja meirihluta ber með sér settu umbótasinnar málefnin bak við eyrun og settu embættin í öndvegi. Háskólastúdentar munu því næsta Gunnar Jóhann. vetur horfa upp á forkólfa umba sem strengjabrúður í höndum rót- tæklinga í HI. Málefnasamningurinn er birtur er í þessu blaði er eitt það merki- legasta orðagjálfur sem birst hefur á prenti (meir að segja í Stúdenta- blaðinu). Greinilegt er eins og áður sagði að í öllum hamaganginum við að mynda nýjan meirihluta þá hefur stefna umbótasinna týnst og hin makalausa og marklausa stefna róttæklinganna orðið ofan á. Marxísk fagrýni í námi, þoku- kennd rekstrarstefna í málefnum FS og bruðl með innritunargjöld (t.d. í málefnum Stúdentablaðsins þar sem tveir eða fleiri launaðir ritstjórar munu vinna), eru þau mál sem öðru fremur einkenna þennan torkennilega samning. Þess er ekki langt að bíða að stú- dentaráð sigli aftur í sama farið og á velmektardögum vinstrimanna þegar upplausn og óreiða voru einkennisstafir stúdenta. Gegn vinstri meirihlutanum Vegna þeirra snöggu umskipta sem orðið hafa í stúdentaráði sam- þykkti aðalfundur VÖKU er hald- inn var þann 16. apríl s.l. eftirfar- andi ályktun: „I nýafstöðnum kosningum lagði Vaka höfuðáherslu á þann árangur sem náðst hafði í hagsmunamálum stúdenta síðan vinstri mönnum var ýtt úr valdastólum fyrir tveimur árum. Valdatíð vinstri manna hafði einkennst af óreiðu og skilnings- leysi á rekstri Félagsstofnunar stúdenta og dauflegri baráttu í öðrum mikilvægum hagsmuna- málum. Vinstri mönnum var mikilvægara að nota stúdenta- hreyfinguna til framdráttar sínum pólitísku skoðunum en að vinna að hagsmunum stúdenta. Á síðustu Óli Bjöm. tveimur árum var þessari þróun snúið við og í samstarfi Vöku og umbótasinna voru hagsmunamálin sett á oddinn og í nýafstöðnum kosningum bætti Vaka við sig verulegu fylgi og vann mann af vinstri mönnum en umbótasinnar töpuðu lítilsháttar fylgi en fengu jafnmarga fulltrúa kjörna og í fyrra. Úrslit kosninganna voru því skýrar ábendingar frá stúdentum um að núverandi meirihluti ætti að halda áfram að starfa á þeim grundvelli sem hann hafði gert. Myndun meirihluta umbótasinna og vinstrimanna eru því hrein svik við kjósendur. Það er einkennilegt að umbóta- sinnar skuli hefja þá menn til vegs á ný í stúdentahreyfingunni sem hvað verst léku hagsmunamál stúdenta um árabil. Það virðist vera skoðun umbótasinna að þeir treysti fylgi sitt með samstarfi við vinstri menn hversu fáránlegt sem það kann að vera, þegar ljóst er að fylgi vinstri manna fer sífellt minnkandi. Vaka mun því skipa sér í andstöðu við hin sameinuðu vinstri öfl og reyna að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Mánudaginn 2. maí tók At- vinnumiðlun námsmanna til starfa. Atvinnumiðlunin er orðin viður- kennd stofnun á atvinnumarkað- inum og gegnir mikilvægu hlut- verki eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Mikill fjöldi námsmanna og atvinnurekenda hefur leitað á náðir AN og flestir fengið farsæla úrlausn sinna mála. I fyrra skráðu um 700 námsmenn sig þar og má búast við verulegri aukningu í ár. Á síðasta starfsári kom í ljós að nemendur vanræktu að láta vita þegar þeir höfðu útvegað sér vinnu og fór því mikill tími í að hringja í fólk sem hafði enga þörf fyrir þjónustu AN. Til að veita nemend- um svolítið aðhald í þessum efnum, þá var gripið til þess ráðs að hafa 50.- kr. skrásetningargjald, sem fæst endurgreitt ef: í) Nemendum tekst að útvega sér vinnu. ii) AN tekst ekki að útvega nem- anda vinnu. Tveir starfsmenn munu starfa við AN í sumar, en AN er til húsa í Félagsstofnun stúdenta og verður opin alla virka daga frá 9—5. Sím- inn er 15959 eða 27860. Þau samtök sem að atvinnu- miðluninni standa eru: Stúdenta- ráð Háskóla íslands (SHÍ), Banda- lag íslenskra sérskólanema (BlSN), Samband íslenskra námsmanna erlendis (SINE) og Landssamband mennta- og fjölbrautaskóla (LMF). Innan þessara samtaka eru flestir þeir nemendur landsins, sem lokið hafa grunnskóla. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. F.h. Atvinnumiðlunar náms- manna: Jóhann S. Bogason Könnun á húsnæöismálum Flestir lesendur Stúdenta- blaðsins hafa einhverntíma heyrt minnst á fyrirhugaðar garðabyggingar. Það ætti að vera stúdentum Ijóst að brýn þörf er á að slíkt fyrirtæki komist á laggirnar. En hversu brýn er hún? Hversu slæmt er ástandið í húsnæðismálum stúdenta (enginn efast um að það er slæmt). Það má ljóst vera að kröfugerð okkar á hendur ríkisvaldinu stendur mun traustari fótum ef stúdentar hafa í höndunum „konkret" tölur um ástandið. I þessu efni ætlar Stúdenta- ráð í samvinnu við Háskólann og Félagsstofnun að fram- kvæma ítarlega húsnæðiskönn- un meðal stúdenta. Hverjum þeim stúdent sem næsta haust fer á skráningarskrifstofu Há- skólans að sækja stúdentsskír- teinið sitt fær um Ieið að fylla út eyðublað könnunarinnar. Meðal þess sem spurt verður um er leiguverð húsnæðis, fjöldi herbergja og hve oft við- komandi hefur skipt um hús- næði á síðastliðnum tveim árum. Við biðjum alla stúdenta að bregðast vel við og fylla seð- ilinn samviskusamlega út, — enda engin hætta á að per- sónulegar upplýsingar leki í skattalögregluna eða blöðin! Stúdentar athugið! Við viljum minna námsfólk á hinar vönduðu Norsku furubókahillur, sem Bóksala Stúdenta hefur í mörg ár verið með í umboðssölu frá okkur. Einnig eigum við oft ódýr húsgögn og lampa, jafnvel smávægilega útlitsgölluð eða staka hluta úr settum á mjög góðu verði. Það sakar ekki að líta við. --------------------------------Heildverslunin Kandís— Langholtsvegi 109, Drekavogsmegin, sími82252.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.