Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 6
6 STÚDENTABLAÐIÐ Málefnasamningur 1983-1984 Félags Vinstri manna og Umbótasinnaðra stúdenta um meirihlutasamstarf í Stúdentaráði Félag Umbótasinnaðra Stúdenta og Félag Vinstrí Manna gera með sér eftirfarandi máiefnasamning um meiríhlutasamstarf i Stúdentaráði Háskóla íslands kjörtímabilið 1983—84. Fulltrúar samstarfsaðil- anna í SHÍ, starfsmenn ráðsins og þeir fulltrúar sem meiríhlutinn kýs, skuldbinda sig til að vinna á grund- velli þessa samnings. Lánamál Almennt Námslán eru félagsleg lán til framfærslu meðan á námi stendur og skulu stuðla að efnahagslegu jafnrétti til náms. Þau skulu tryggja að enginn þurfi að hverfa frá námi vegna fjárskorts og eru því leið til aukins jöfnuðar í þjóðfélaginu. Við úthlutun námslána skal því taka tillit til félagslegra aðstæðna námsmanna, þ.e. þeirra þátta sem snerta framfærslu námsmanns og námskostnað. Næstu skref f LÍN 1) Lögð verði áhersla á endur- skoðun framfærslumats. Núver- andi framfærslumat er úrelt og framfærslugrundvöllurinn stórlega vanmetinn. Má hér t.d. benda á leigukostnað námsmanna sem er áætlaður allt of lágur. Meirihlutinn telur eðlilegt að framfærslumat námsmanna sé hið sama og annars launafólks og námslán hækki til samræmis við almennt verðlag í landinu. 2) Meirihlutinn mun beita sér fyrir auknum tekjuumreikningi námsmanns og maka en hafnar því sjónarmiði að lán skuli vera óháð tekjum. Við aukinn tekjuumreikn- ing skapast m.a. grundvöllur fyrir orlofi námsmanns. 3) Fyrsta árs nemar öðlist rétt til námslána við upphaf náms og verði víxlar fyrsta árs nema lagðir niður. Meirihlutinn mun ekki sam- þykkja skerðingu eða tafir á greiðslum til stúdenta. 4) Meirihlutinn mun beita sér fyrir því að fymingartími lánanna verði lækkaður úr 40 árum í 30 ár eins og gert var ráð fyrir í drögum að frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki. Meirihlutinn mun beijast gegn því ákvæði í lögunum að 6% fram- lag ríkisins í lífeyrissjóð bætist við námslán. 5) Endurmeta þarf útreikning verðbóta á námslán þannig að öll- um námsmönnum verði tryggð jöfn framfærsla. Samstarf námsmannahreyfinga Samstarf námsmannahreyfing- anna hefur ætíð skilað námsmönn- um miklum árangri. Samstarf við SÍNE og BÍSN er því einn af hom- steinum lánamálastefnu meirihlut- ans. Starfsemi sjóðsins Bæta þarf starfsskilyrði LÍN, bæði hvað varðar mannafla og tækjakost. Miða þarf að einföldun á fyrirkomulagi umsókna og með- ferð þeirra. Auk þessa ber að leggja áherslu á að bein fjárframlög ríkisins hækki til muna og geri sjóðnum þannig kleift að komast hjá lántökum. Endurgreiðslur námslána Með tilliti til þess að námslán eru mikilvægur hlekkur í að koma á auknum jöfnuði í þjóðfélaginu skulu endurgreiðslur miðast við tekjur að námi loknu. Meirihlutinn er á móti lág- marksendurgreiðslum. Vísast hér m.a. til 35. og 36. greinar í reglu- gerð um námslán og námsstyrki. Endurgreiðslur skulu vera stig- hækkandi hlutfall af tekjum. Félagsstofnun stúdenta Grundvallarsjónarmið Skv. lögum er hlutverk F.S. að reka og efla fyrirtæki í þágu stúdenta og uppfylla þær félagslegu þarfir stúdenta við H.I. er vera þeirra skapar þar og ekki eru uppfylltar á viðunandi hátt af öðrum aðilum. Almennt rekstrarsvið F.S. skal ekki vera hagnaður heldur fyrst og fremst að veita stúdentum þjónustu á lægsta mögulega verði. Fulltrúar stúdenta í stjóm F.S. skulu starfa í samræmi við vilja meirihluta Stúdentaráðs H.I. Hafa -skal víðtækt samráð við Hags- munanefnd á öllum sviðum og fái hún til umfjöllunar og umsagnar öll meiriháttar mál, s.s. breytingar á verðlagiþjónustu ogrekstri,áðuren endanleg ákvörðun er tekin. Um- fram allt skulu fulltrúar stúdenta nýta meirihluta sinn í stjóm F.S., þannig að alltaf séu það stúdentar sjálfir sem ráði sínum málum innan F.S. og afsali sér ekki þeim rétti. Meirihlutinn er sammála um að hafa beri sem víðtækust samráð við starfsfólk F.S. og þá sérstaklega í málum er snerta hagi þess og breytingar á rekstri. Skulu slík málefni borin undir starfsfólk í viðkomandi deildum áður en til ákvarðanatöku kemur. Rekstur og fjármögnun F.S. Meirihlutinn leggur megin- áherslu á að ríkið standi við þær skuldbindingar sínar um framlag til fjármögnunar og reksturs F.S., sem fram komu í greinargerð með lögum um F.S. frá 1968 og nefnd- arálitinu frá 1979, er kom fram vegna rekstrarerfiðleika F.S. Þegar meta á afkomu ákveðinna rekstr- arþátta í F.S.' ber að hafa í huga hlutdeild ríkisstyrks til þeirra, jafnt í reglulegum yfirlitum sem loka- uppgjörum. Unnið skal að því á samstarfs- tímabilinu að ríkið auki framlag sitt til reksturs F.S. og fjármagni nýframkvæmdir á vegum hennar. Til þess að ná þessu markmiði skal efna til viðræðna við ríkisvaldið sem fyrst. Samstarfsaðilar leggja áherslu á að stúdentar beri ekki kostnað af aukningu á þjónustu með hækkun innritunargjalda umfram verðlag né hærri verðlagningu á þjónustu. Stúdentar skulu ætíð hafa for- gang að húsnæði F.S. þannig að þeim sé ekki úthýst vegna hagn- aðarsjónarmiða. Á þetta við um allan húsakost F.S. Mötuneytið Samstarfsaðilar leggja á það áherslu í viðræðum við ríkisvaldið að það taki aukinn þátt í rekstri mötuneytisins. Stefnt skal að því að samræmi ríki milli skólamötuneyta víða um land og mötuneytis F.S. f þessu sambandi er það sjálfsögð krafa að ríkið taki beinan þátt í launakostnaði starfsfólks. Markmið mötuneytisins er að selja sem flestum stúdentum góðan mat svo og að veita sem besta þjónustu á sem hagstæðustum kjörum. Bamahcimili Bein forsenda jafnréttis til náms eru næg dagvistunarrými. Stefnt skal að byggingu nýs bamaheimilis og reyna verður að knýja á um sanngjamari lausn heldur en þá sem nú liggur fyrir. Meirihlut- inn mun einnig beita sér fyrir því að stúdentar fái sama styrk frá ríkinu og einstæðir foreldrar fá til bamagæslu hjá dagmömmu. Bóksala Lögð verður áhersla á að um- bótum í rekstri bóksölunnar verði hrundið í framkvæmd sem fyrst, öllum stúdentum til hagsbóta. Við leggjum til að farið verði að tillög- um nefndarinnar sem nú vinnur að úttekt á rekstri bóksölunnar t.d. með tölvuvæðingu fyrir augum. Ferðaskrífstofa stúdenta Stefnt skal að frekari uppbygg- ingu Ferðaskrifstofu stúdenta með það í huga að afla stúdentum sem hagkvæmastra ferða, enda sé nokkum veginn tryggur grundvöll- ur fyrir rekstri hennar. Fjölrítun Hún skal rekin nemendum ti hagsældar á hagkvæman hátt. Tryggja verður að jöfn endurnýjun tækja eigi sér stað svo nemendur eigi ætíð kost á sem bestri þjón- ustu. Háskólaforlag í ljósi mikillar útgáfustarfsemi hinna ýmsu deilda og deildarfélaga Háskólans, telja samstarfsaðilamir skjóta skökku við að ekki skuli enn hafa verið komið á fót Háskólafor- lagi. Það eru augljósir hagsmunir allra deilda skólans og Háskólans sjálfs að slíkt sjái dagsins ljós hið allra fyrsta. Húsnæðismál Meirihlutinn mun gera allt sem í hans valdi stendur til að auka við húsnæði námsmanna s.s. með nýbyggingum eða kaupum á leiguhúsnæði. Ennfremurkemur til greina að taka húsnæði á leigu sem síðan yrði endurleigt stúdentum. Þó skal hafa það að leiðarljósi að fjármögnun húsnæðis komi ekki niður á leiguverði. Fyrningatímabil verði endurskoðað á sanngjaman hátt. Líta verður á það sem frum- skyldu hins opinbera að tryggja með nægu fjármagni þá uppbygg- ingu sem stefnt er að. Jafnframt skal leita fijálsra framlaga hjá ein- staklingum, fyrirtækjum, frjálsum félagasamtökum og einnig fala lán hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins og Byggðasjóði. Ríkissjóður verði í ábyrgð fyrir þau og tryggi endur- greiðslur lána og vaxtakostnaðar. Einnig er rétt að kanna hvort hægt sé að fá framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Rétt er að benda á að húsnæðisvandi stúdenta er tilkom- inn vegna stefnuleysis yfirvalda í húsnæðis og menntamálum og sjálfsagt að leita úrbóta hjá þeim. Húsnæðisvandi stúdenta er hluti af stærri vanda og úrlausn á hús- næðismálum stúdenta felur í sér nokkra lausn á húsnæðismálum al- mennt. Stefnt skal að því að F.S. reki húsnæðismiðlun allt árið. Með því ætti að fást meiri stöðugleiki í rekstri miðlunarinnar heldur en verið hefur. Flýtt verði endurbótum á Nýja Garði og þeim lokið hið allra fyrsta. Komið verði í framkvæmd aðskilnaði Gamla Garðs og Stúdentakjallara. Menntamál Háskólamenntun hlýtur að ein- hverju leyti að endurspegla það þjóðfélag sem hún fer fram í. Hún má þó ekki stjórnast af þörfum ríkjandi þjóðfélagshópa heldur verður hún að miðast við þarfir og hagsmuni alls almennings. Ein- staklingurinn verður að hafa tæki- færi til að þroska með sér þá hæfi- leika sem í honum búa, sér og samfélaginu til heilla. Háskóla- menntun á að stuðla að auknum jöfnuði og réttlæti í þjóðfélaginu. Stjómun Allt of lítil viðurkenning er hjá yfirstjórn skólans á hæfileikum stúdenta til stjórnunar hans. Stefnt skal að auknum völdum stúdenta við Háskólann og stjórnun hans. Krafan er virkara lýðræði og að allir starfandi menn innan skólans hafi eitt atkvæði og öll atkvæði hafi jafnt vægi. Markmiðið er að stefnt skuli að fullri þriðjungsaðild stúdenta að stjómun allra stofnana og deilda skólans sem fyrst. Meirihlutinn berst fyrir aðild stúdenta að dómnefndum og að stúdentar öðlist atkvæðisrétt á deildarfundum um allar stöðuveit- ingar. Aukin verði völd náms- nefnda og þeim verði komið á í hverri grein. Þær öðlist formlegt ákvörðunarvald. Stefna ber að því að dómnefndir leiti álits náms- nefnda um stöðuveitingar. Fjármál Það viðhorf sem ríkir í þjóðfé- laginu í dag gagnvart skólanum er almennt mjög neikvætt og gera menn sér ekki grein fyrir mikilvægi hans fyrir framtíð þjóðarinnar. Meirihlutinn berst gegn niður- skurðarstefnu yfirstjórnar skólans sem verður að treysta deildum, skorum og námsbrautum til að biðja um það fé sem nauðsynlegt er. Meirihlutinn leggur áherslu á að þjónusturannsóknir verði aldrei það miklar að þær stefni sjálfstæði skólans í hættu. Efla ber samstarf samtaka námsmanna vegna sameiginlegra hagsmuna þeirra í baráttu við rík- isvaldið. Inngangur í Háskóla Réttur til að stunda háskólanám á að ákvarðast af þeim faglegu kröfum sem gerðar eru innan skól- ans. Rýmka ber inntökuskilyrði. Fjöldatakmarkanir ber að afnema beinar jafnt sem óbeinar. Jafnrétti til náms Ætíð skal stefnt að því að stúdentar hafi frelsi til að velja það nám sem hugur þeirra stefnir til. Krafan er jafn réttur allra þegna þjóðfélagsins til náms óháð efna- hag, þjóðfélagsstöðu, búsetu eða kyni. Fötluðum skal tryggt jafnrétti til náms á við aðra. Skipuleggja þarf námið og skólastarfið þannig að bæði kynin hafi jafna möguleika til náms og félagsstarfa. Halda þarf uppi um- ræðu um stöðu kynjanna í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnun. Hvarvetna ber að stefna að því að sjónarmið beggja kynja fái að njóta sin.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.