Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 7
STÚDENTABLAÐIÐ 7 Stefán Steinsson: Læknanemar gegn kj arnorkuYopnum Fyrstu helgina í maí fór ég á fund í landinu þar sem menn sjá kafbát þegar þeir skyggnast út á sjóinn. Fundurinn var haldinn í Lundi að tilhlutan SweMSIC sem er félag sænskra læknanema. Þama voru samankomnir fulltrúar frá fjórum Norðurlanda. Danmörku, Finn- landi, íslandi og flestir frá Svíþjóð. Alls sátu 13 fundinn. Ýmis málefni voru þama rædd og reifuð. Náungi einn frá Stokk- hólmi hefir sérhæft sig í sjóðum Norðurlandaráðs. Danirnir kynntu samskipti sín við þriðja heiminn sem eru mikil og eftirtektarverð. Þannig hafa danskir læknanemar nú um nokkurra ára skeið getað sótt um að vera sendir til þriðja- heimslanda. Eru þeir þá settir í eins árs undirbúningsnám þar sem þeim er kennd ýmis þriðjaheimslæknis- fræði. Mætti nefna fæðingarhjálp, ungbamaþvott, hörgulsjúkdóma- varnir og smitsjúkdómafræði, þ. á m. um sníkjudýr. Síðan eru nem- amir sendir til einhverra Afríku- landa s.s. Botswana eða Gíneu- Bissau. Einnig hafa nokkrir farið til Perú í Suður-Ameríku. Skilyrði er að kunna opinbert tungumál landsins hvort sem það er enska, portúgalska eða spænska. Nem- amir starfa síðan tveir og tveir saman í þorpum úti á mörkinni. Er að öðru jöfnu miðað við að senda þá til þorpa sem ekki hafa áður notið læknishjálpar utan töfra- lækna. Aðalstarfið er í sambandi við ungbamavernd, skortssjúk- dóma s.s. vítamín- og próteinskort, sýkingar og stöku sinnum fæðing- arhjálp. Danirnir telja þessar að- gerðir eiga nokkra framtíð fyrir sér. Ekki skal ég um segja hvort raun- verulega er verið að ráðast að rót- um meinsins í þessum löndum. Á fundinum í Lundi var enn- fremur rætt um hreyfingu lækna- nema í víðri veröld gegn kjam- orkuvopnum en það er það fund- arefnanna sem að mér sneri. Þannig er að IFMSA (Inter- natlional Federation of Medical Students’ Associations) gaf á síð- astliðnu ári út yfirlýsingu varðandi það títt umrædda verkefni að fyrirbyggja kjamorkustríð. Yfirlýs- ingin er nokkuð löng en rauði þráðurinn í henni er þetta: Allt tal um takmarkað kjam- orkustríð eða sigur í slíku stríði er markieysa. Ef tii þess kemur mun ekki verða hægt að veita þeim ótrú- lega fjölda særðra sem eftir lifir neina læknishjálp að gagni. Sjúkra- stofnanir munu eyðileggjast og hjúkrunarfólk og lækna verður ekki auðvelt að finna. Hemaðarlega verður ekki hægt að veita neina vöm. Sprengingar, hitageislun og önnur geislun mundu jafnvel deyða eða valda örkumlum þeim sem leit- að hefðu skjóis. Það má láta það fylgja með til gamans að borgarstjóri einn í að mig minnir Boston í Ameríku hefir nú látið letra utan á ótal skýli sem til eru í borginni, ætluð til að flýja í í kjamorkuárás: „This shelter will not help you in nuclear war.“ Það eru slíkar að- ferðir sem hrífa. Á vegum IFMSA hefir síðan verið stofnuð nefnd til að garfa í þessum málum. Hennar fyrsta verk var að senda kynningargögn til allra meðlima samtakanna. Þar á meðal fylgdu undirskriftarlistar fyrir læknanema en á þá hafa þús- undir nema skrifað víða um lönd. Þessir listar eru nú í gangi meðal læknanema hér og er þátttaka góð. Eftirtektarvert er í því sambandi að vilji til undirritunar er ekki í sam- hengi við stjómmálaafstöðu, en það hlýtur að vera alger grundvöll- ur hreyfingarinnar að hún sé ópólitíks og starfi sem slík. Þessi kjamorkunefnd IFMSA situr í Helsinki, en til að stjóma henni völdust nemar úr lækna- nemafélögum Finnlands, Grikk- lands og Svíþjóðar. Annað sem hún hefir haft eftirtektarvert fyrir stafni er að fá ýmsa framámenn og stofn- anir til að lýsa yfir stuðningi sinum. Þannig hefir í Svíþjóð sem dæmi fengist stuðningur frá Olof Palme forsætisráðherra ásamt öðrum þekktum stjómmálamanni sem kemur úr röðum íhaldsmanna, hvað hann heitir er alveg stolið úr mér. En ætla má að þessir tveir menn séu sinn hvoru megin á hin- um pólitísku vogarskálum. Einnig hefur Alma Myrdal friðarverð- launahafi Nóbels lýst stuðningi. Eftirtektarverðust er þó ótvíræð stuðningsyfirlýsing frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Sú stofnun er þekkt, næstum alræmd fyrir hlutleysi og hefir t.d. hvorki fengist til að styðja Amnesty Intemational, Evrópsku friðarhreyfinguna né gefa út yfirlýsingar um kafbáta í sænskum kartöflugörðum. Það er ekki að efa að stuðningur sá sem hér hefir verið lýst og annar því- umlíkur er hreyfingunni mikils virði, bæði í auglýsingaskyni og sem veganesti í baráttunni. Á vegum Félags læknanema hér er farinn af stað starfshópur um þessi mál í beinu framhaldi af ályktun og áskorun IFMSA. Framtíðin mun leiða í ljós hvemig hann tekur á málunum eins og þau snúa að okkar íslensku þjóð. MEDICAL STUDENTS FORTHE PREVEIMTION OF NUCLEAR WAR AND FOR NUCLEAR DISARMAMENT Merki hreyfingarinnar „Læknanemar gegn kjamorkuvopnum.1 Kennsluhættir Of mikil áhersla er lögð á fyrir- lestra í kennslu. Taka þarf upp frjálsari kennsluhætti. Áuka ber hlut umræðutíma, sjálfstæðrar verkefnavinnu og fleira slíks. Hönnun bygginga miðist ekki fyrst og fremst við fyrirlestra. Stundakennsla er of hátt hlutfall af kennslu. Leggjast ber gegn hreinum kennslustöðum. Styðjum baráttu stundakennara fyrir bætt- um kjörum. Meirihlutinn berst gegn prófum sem einhliða mati á hæfni. Stefnt skal að því að ritgerðir, dæmi, raunhæf verkefni, seminör og fleira komi inn í námsmatið í auknum mæli. I gegnum námsnefndir eiga stúdentar að taka þátt í mótun fag- legra krafna og í gerð námsmats. Stefna ber að því að svigrúm verði sem mest í námi. Nauðsynlegt er að efla fagrýni í námi, þar sem forsendur fræðanna eru skoðaðar, athugað er hvers konar hagsmunir kunna að liggja á bak við iðkun fræðigreina og til hvers rannsóknir eru nýttar. Mikið námsálag hefur í för með sér ógagnrýnið nám. Stefna ber því að hæfilegu námsálagi og að námstími verði sveigjanlegur. Stefna skal að auknu samstarfi milli deilda og einangrun þeirra rofin. Einnig þarf að endurskoða punktakerfið þar sem það endur- speglar ekki lengur námsefni né vægi milli deilda. Námskynning Meirihlutinn telur að vanda beri námskynningar fyrir framhalds- skólana og aðra þá er áhuga hafa og er nauðsynlegt að hafa gott samstarf við BÍSN og SÍNE í því efni. Barist skal fyrir nægjanlegu fjármagni svo hægt sé að fram- kvæma þær á fullnægjandi hátt. Menntamáianef nd Efla ber samstarf menntamála- nefndar SHÍ við deildarfélögin, námsnefndir, námsráðgjafa og annarra aðila innan og utan Hf sem hlut eiga að máli í sambandi við fjöldatakmarkanir, námsmat, kennsluhætti og námskynningu. Útgáfustarfsemi Stúdentablaðið, Stúdenta- fréttir og fleira Stúdentablaðið kemur út mán- aðarlega, 8 mánuði ársins (sbr. reglugerð blaðsins) en Stúdenta- fréttir, sem er dreifirit, eftir hentugleikum. Forðast skal að blöðin komi út í sömu vikunni. Um útgáfu Stúdentablaðsins sjá rit- stjórar en stjóm Stúdentaráðs um fréttaritið. Otgáfa þess síðarnefnda skal þó ætíð unnin í sem mestu samráði við ritstjóra og þeim opið að koma með efni þar inn í. Stefnt skal að sameiginlegu námsmannablaði SÍNE, BÍSN og SHÍ á árinu. Efni Stúdentablaðsins Stúdentablaðið er málgagn stúdenta við Háskóla íslands og skal leggja höfuðáherslu á hags- muni þeirra, hvort heldur er til náms eður lífsviðurværis. Jafn- framt skal blaðið opið fyrir þjóðfé- lagslegri og pólitískri umræðu, sem og menningarlegum afurðum stú- denta og almennum skoðanaskipt- um. f allri umfjöllun skulu ritstjórar leitast við að sýna óhlutdrægni og fá fram viðhorf sem flestra. í því sambandi er æskilegt að setja hagsmuni stúdenta í þjóðfélagslegt samhengi. Blaðið skal ætíð greina frá þeim hagsmunamálum stúdenta og at- burðum I menningarlífi í háskól- anum sem hæst bera hverju sinni. Efnisval skal vera í höndum rit- stjóra og ritnefndar og meginefni hvers blaðs markað á ritnefndar- fundum. Að öðru leyti vísast til reglugerðar ritnefndar hvað snertir verksvið hennar. Fjármál Stúdentablaðsins Ætíð skal gætt fyllstu hagsýni við útgáfu blaðsins, þannig að útgáfa þess verði sem ódýrust. Auglýsing- ar verði verulegur tekjuliður blaðs- ins. Auglýsingar mega þó alls ekki koma í veg fyrir að greinar birtist, og þess vandlega gætt að auglýs- ingar skaði ekki stúdenta eða sam- tök þeirra. Ritstjórar sjá um framkvæmd auglýsingasöfnunar, en þeim er þó heimilt að ráða til sín aðstoðarfólk upp á prósentur. Fjármál Stúdentablaðsins skulu að öllu leyti sameiginleg fjármál- um SHÍ. Ritstjóri og útgáfustjóm Æskilegt er að tveir eða fleiri skipi stöðu ritstjóra Stúdentablaðs- ins og skipta þeir með sér verkum. Einn ritstjóra er ábyrgðarmaður blaðsins og ábyrgur gagnvart út- gáfustjóm, sem fer með æðsta vald í málefnum blaðsins. Ritstjórar skulu sóttir í raðir námsmanna, sé þess kostur. Utanríkismál Samstarfsaðilar leggja áherslu á að efla samskipti við erlendar stúdentahreyfingar hvar sem er í heiminum. Leggja skal sérstaka áherslu á samstarf við stúdenta- hreyfingar á Norðurlöndum (NOM) og að ennfremur komi til stuðningur við íbúa jaðarsvæða Norðurlanda t.d. Grænlendinga, Færeyinga og Sama. Sérstaklega skal hugað að því að efla samstarf við stúdentahreyfingar þessara þjóða. Athuga skal með samskipti við WESIP. Félag vinstri manna leggur áherslu á að vinna að utanríkis- málum á grundvelli stefnuskrár sinnar. Markmið FVM er barátta gegn heimsvaldastefnu og alþjóð- legum kapítalisma hvar sem er í heiminum. Baráttan beinist einnig gegn alþjóðlegum auðhringum svo sem Alusuisse. Félag vinstri manna vinnur gegn veru bandaríska hersins hér á landi og að úrsögn íslands úr NATO. Félag vinstri manna leggur áherslu á stuðning við friðarhreyf- ingar og frelsishreyfingar alþýðu víðsvegar um heim. Félag Umbótasinnaðra stúdenta leggur áherslu á að ekki eigi að fjalla um lands- og heimsmálapóli- tík innan Stúdentaráðs, nema að því leyti er snerti bein hagsmuna- mál stúdenta. En komi upp í Stúdentaráði mál er ekki varða beina hagsmunabaráttu stúdenta, mun hver ráðsliði taka afstöðu eftir eigin sannfæringu.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.