Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 8
8 STÚDENTABLAÐIÐ Af háskólanum Sprengíng í húsnæðis- málum - stóraukið leigu- húsnæði á næstu árum Viötal vid Guömund Magnússon, háskólarektor um skipulagsmál háskólalódar, byggingaráætlanir og húsnædisskort Hvemig verður umhorfs hér á Háskólalóðinni eftir 10 ár? Hvað er helst á döfinni í byggingarmálum skólans núna? Hvernig gengur stofnuninni að fjármagna sínar byggingaframkvæmdir? Með þessar og margar fleiri spumingar í huga hélt undirritaður á fund há- skólarektors, Guðmunds Magnússonar. Rektor tók erindi Stúdentablaðsins vel og áttum við spjall saman. Svo við byrjum þá á lóðamálum stofnunarinnar; hvaða landsvæði er það sem háskólinn hefur til umráða og hvemig er eign hans á því til- komin. Sú lóð sem Háskólinn hefur til umráða og á, er að stórum hluta gjöf frá Reykjavíkurborg á 50 ára afmæli skólans árið 1961. Lóða- mörk þessa svæðis hafa aldrei verið andi háskólalóðina sjálfa, er að fenginn er finnskur arkitekt, Alvar Alto til að skipuleggja miðsvæði lóðarinnar. Með því var ætlunin að fá út hversu lengi við gætum haldið áfram að byggja hér á miðsvæðinu, — hversu miklu mætti koma hér fyrir. Þessar teikningar voru svo lagðar fyrir borgarráð og skipu- lagsnefnd borgarinnar, þar sem Jafnframt lofuðu borgaryfivöld að gera sem fyrst nákvæman uppdrátt af lóðamörkum háskólalóðarinnar. Nú er háskólinn með þrjár bygg- ingar í gangi,—hvenær. komast þær í gagnið. Bygging 7 á Landspítalalóð er lengst komin, en þar hafa þegar verið teknar í notkun 2 hæðir og tannlæknadeild komin þar með ágætis aðstöðu. í raun má segja með þá að þeir hafi farið úr því versta yfir í það besta. En nú er fyrirsjáanlegt að framkvæmdir tefjist um a.m.k. H6 ár, vegna fjár- skorts. Hvenær innréttingu á mið- og suðurkjörnum lýkur eða hvenær norðurkjarni verður steyptur treysti til sýninga. Rætt hefur verið um stað í Vatnsmýrinni, sunnan við Norræna Húsið, en eins hefur komið til umræðu að byggja það nærri Háskólabíói, þá sem nokk- urskonar viðbyggingu, en þetta er allt á umræðustigi. Hvar ! starfssemi skólans kreppir skóinn mest að í húsnæðismálum? Skóinn kreppir mest að varðandi stóra fyrirlestrarsali, fyrir fjöl- mennar kennslustundir. Þó við höfum þessa sali eins og Hátíðar- salinn og Tjarnarbíó þá eru þeir báðir afar illa fallnir til kennslu og í raun ekki hægt að bjóða upp á þetta fyrir 200 manna kennslu- stundir og meira. gleyma að háskólinn er ekki bara kennslustofnun, heldur hefur hann líka skyldum að gegna sem rann- sóknarstofnun. Annars er með þessu alls ekki upptalin öll húsnæðisvandræði skólans, aðeins það helsta. Og þó víða sé ástandið vel þolanlegt í dag eru horfurnar mjög slæmar. Við fáum mjög lítið fé til framkvæmda og afleiðingin verður sprenging á öllum sviðum. Fjárveitingar á liðnum árum hafa alls ekki haldið í við þá fjölgun sem verið hefur og spáð er að verði á næstu árum. Stóraukið leiguhúsnæði á næstu árum er þegar orðið óhjákvæmi- legt. Og með því að við fáum ekki Miðsvæði háskólalóðar. Líkan af skipulagstillögum sem nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. Byggingin neðan við Nýja Garð (1) er fyrirhug- aður fyrirlestrarsalur. Milli íþróttahúss og aðalbyggingar er fyrirhuguð bygging, en en ekki ákveðið til hverra nota hún væri ætluð. Sömu sögu er að segja af byggingasamstæðu sunnan við Gamla garð og Jarðfræðihús (5). Þessi samstæða mun lenda þar sem bílvegur liggur nú (skeifan). 1 hans stað verða innkeyrslur inn á bílastæði frá Suðurgötu (4), en svæðið ncðan aðalbyggingar og allt að innkeyrslu inn á lóðina (sem verður mun neðar en nú) er hugsað sem opið göngusvæði (3). Neðan innkeyrslunnar er friðland fuglalífs en ekki er loku fyrir það skotið að eitthvað vcrði byggt sunnan við Norræna Húsið (Ljósm. Guðni B. Guðnason) nákvæmlega dregin en samkvæmt bréfi frá 1973 er hún alls 39 hekt- arar, þaraf-8 vestan Suðurgötu þar sem VRhúsin Raunvísindastofnun háskólans, Háskólabíó og Þjóðar- bókhlaðan standa. Austan Suðurgötu afmarkast lóðin svo af Grímsstaðaholtinu þar sem lóð Hjónagarða sleppir, að sunnan, Njarðargötu í Vatnsmýr- inni að austan og Hringbraut að norðan. Samkvæmt samkomulagi frá 1976 er læknadeild skólans svo ætlað framtíðarsvæði á Landspít- alalóðinni, og er Bygging 7 (Tann- garður) á lóðinni fyrsta skref Há- skólans þar. Hvemig er svo skipulagi þessa svæðis háttað? Það fyrsta sem skeði, varð- þær lágu í nokkur ár. Þar voru gerðar yið þær nokkrar athuga- semdir. M.a. þótti ekki heppilegt hversu nærri Hringbrautinni sum hús voru teiknuð, og eins var gerð athugasemd við viðbyggingar við aðalbyggingu þar sem mönnum þótti smekklegra að hún stæði al- veg sjálfstæð. Nú úr þessum vanköntum var reynt að bæta með nýrri tillögu 1980 og sú tillaga liggur enn fyrir hjá skipulagsnefnd borgarinnar og borgarráði. Með samningi milli háskólans og borgaryfirvalda nú í vetur (um makaskipti landa á Keldum o.fl.) fylgdi fyrirheit um afgreiðslu hennar fyrir 1. apríl sl. og er þess því væntanlega ekki langt að bíða að hún verði afgreidd. ég mér ekki til að fullyrða um á þessu stigi. Hugvísindahúsið er langt komið og áætlað að það verði tekið í notkun haustið ’84, hugsanlega einhver hluti þess fyrr. Vestan Suðurgötu eru hafnar fram- kvæmdir við þriðja hús verkfræði- og raunvísindadeildarsem vonandi kemst í gagnið 1985—86. Að þessu frágengnu, hvað er þá á döfinni? Það eru aðallega tvær hugmynd- ir uppi, annarsvegar 2. áfangi Hugvísindahúss og síðan líffræði- hús vestan Suðurgötu. Einnig er til umræðu sameiginlegt fyrirlestrar- húsnæði fyrir allar deildir. Slíkt hús yrði þá rekið i samvinnu við Há- skólabíó, salir þess jafnframt nýttir En það er víðar sem kreppir að, ekkert hús skólans er eins umsetið og íþróttahúsið. I íþróttamálum eru uppi hugmyndir um íþróttavöll norðarlega í Vatnsmýrinni og komi hann þá í stað Melavallarins. Þetta svæði þarna er líka að mörgu leyti afar illa fallið til húsbygginga vegna nálægðar við flugvöllinn. Skjáver tölvunnar eru orðin mjög þaulsetin, enda færist notkun hennar mjög í vöxt. Þar þarf hús- næði fyrir útstöðvar. Verkleg kennsla býr víða við þröngan kost en bygging 7 á Land- spítalalóð og þriðja VR húsið munu bæta þar eitthvað úr. Hvað rannsóknarstarfsemi snertir þá eru þar húsnæðisþrengsli hjá öllum deildum. Því má ekki örar fé til að koma því upp sem við erum með í gangi þá stefnir allt í einn meira óefni. Nú spuming sem alltaf er brenn- andi hjá stúdentuin, það er hvaða áhrif þeirgeta haft á þetta skipulag. Við erum með nefnd fyrir skipu- lag allrar lóðarinnar, starfsnefnd sem tekur til umfjöllunar það sem upp kemur hverju sinni og gerir tillögur um framkvæmdir. Sömu- leiðis þegar skipulagstillögur þær sem nú liggja fyrir borgaryfirvöld- um voru gerðar, þá áttu stúdentar þar aðild og eiga aðild að háskóla- ráði og geta því komið sínum sjón- armiðum á framfæri á þessum stöðum. Kemur þetta inn á starfssvið þró-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.