Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐIÐ Af háskólanum 9 Fjölgun í H.Í. Mynd þessa (og fjórar aðrar um svipað efni) lét háskólarektor gera fyrir ráðstefnu BHM um markmið og skipulag háskólanáms í apríl síðastliðnum. í greinagerð með myndunum segir Guðmundur meðal annars: „Síðustu 5 árin hefur fjöldi fólks á lokaári undir stúdentspróf aukist úr 22% í rúm 29%. Ef sú þróun verður svipuð á næstu árum þá ætti fjöldi nýstúdenta uppúr 1987 að hafa náð 35% eða i tölum 0.35x4500 — 1575, þ.e. um það bil 1570. Sé áætlað að nýinnritun í Há- skólann sé u.þ.b. 15% hærri en fjöldi nýstúdenta þá verður fjödi nýinnritaðra í Háskólanum á að giska 1800 (1.15x1570) á næstu árum. (Athuga ber að fjöldi nýinn- ritaðra hefur verið fleiri en fjöldi nýstúdenta og þá aðallega vegna endurinnritunar.)" Ennfremur segir í greinargerð- inni: „... að gróft áætlað má meta fjölda nema í Háskólanum sem fjölda nýinnritna sinnum 2.5. Þá mundi nemendafjöldi í Háskól- anum stefna í 4500 (2.5x1800) árið 1987.“ VR 1 og VR 3 Verkfræðahús Háskóla íslands unamefndar; skipulag og forgangs- röð verkefna? Nei, ekki nema mjög óbeinlínis. Fyrir hana skiptir litlu máli hvar húsnæðið á að vera eða í hvaða röð er byggt. En óbeinlínis snertir það hana, s.s. það hvar helst á að byggja samkvæmt spám um fjölgun og eins hvernig kennsluhúsnæði á að reisa, m.t.t. breyttra kennsluhátta. Það er til dæmis hennar að fást við hvort vandi fjölmennra fyrirlestra skuli leystur með nýju húsnæði eða hvort rétt sé að skipta kennslunni meira niður. Út frá þcssum skipulagsupp- drætti sem hér er, hvar væri Félags- stofnun stúdcnta helst hugað pláss, þá bæði fyrir garða og eins hugsan- lega stækkun þeirra fyrirtækja sem nú eru rekin í húsnæði FS við Hringbraut? Ef við erum að tala um stúdentabústaði þá er gert ráð fyrir þeim úti við hjónagarða. Og þegar við lítum á hvað hægt sé að byggja á háskólalóðinni kemur í ljós að það veitir hreint ekki af henni allri ef það á að hlúa sómasamlega að þeirri starfsemi sem nú er stunduð. Ef miðað er við breska staðla sem eru nú frekar knappir þá erum við með um helmingi minna húsnæði en við þurfum, jafnvel þó við tök- um leiguhúsnæði með. Því hefur orðið að segja við bæði stúdenta og kennara að tæplega sé rými fyrir bústaði í þeirra þágu á lóðinni, umfram það sem ég nefndi í kring- um hjónagarða. Hugsanlega væri þó hægt að fá svæði utan háskóla- lóðarinnar, í áttina að Skerjafirði og flugvellinum, ég skal ekkert um það fullyrða. Háskólinn hefur þannig ekki miklu að miðla til Félagsstofnunar? Nei ekki umfram það sem þegar er gert ráð fyrir á skipulagsupp- drætti. Þó það sé kannski ekki í rökréttU' framhaldi af öllu tali um fjárskort datt mér í hug að spyrja um hugs- anlega fjölgun kennslugreina við skóiann? Það er einmitt verksvið þróunar- nefndar að gera tillögur um endur- bætur í námi og nýjar námsleiðir. Nefna má að nýlega hefur verið tekin upp kennsla 1 félagsráðgjöf og kennsla til kandidatsprófs í lyfja- fræði lyfsala er að komast til fram- kvæmda, svo og ný kjörsvið í við- skiptadeild eins og í gagnavinnslu og framleiðslu. Sérstök nefnd er að vinna að tillögum um kennslu í út- vegsfræðum. Eitthvað að lokum? Ég vona bara að þau mál sem við höfum verið að ræða um fái farsæla úrlausn. Öðrum kosti verður þjóðin fátækari og ófróðari en ella. Frétt frá þróunarnefhd H.l. Á fundi sínum 27. janúar s.l. gerði háskólaráð eftirfarandi sam- þykkt um gerð þróunaráætlunar: 1. Háskólaráð felur deildum að gera 5 ára þróunaráætlun um kennslu og rannsóknir í hefð- bundnum og nýjum greinum með hliðsjón af auknu að- streymi að háskólanámi og þörf þjóðarinnar fyrir háskóla- menntað fólk. 1 áætluninni skal m.a. gerð grein fyrir auknum kostnaði, aukinni húsnæðisþörf og aðstöðu allri sem í tillög- unum felast. 2. Háskólaráð skipar 7 manna nefnd til að annast samræm- ingu og úrvinnslu áætlunarinn- ar. Nefndarmenn gætu skipt með sér verkum. 3. Nefndin hafi aðgang að aðstoð- armanni til skýrslugerðar, söfn- unar gagna o.fl. 4. Nefndin skýri rektor frá gangi mála eftir þörfum. 5. Nefndin skili áfangaskýrslu fyrir 1. maí n.k. en lokaskýrslu fyrir árslok 1983. í nefndina voru kjörnir Þórir Einarsson, prófessor, formaður, Gunnar Karlsson, prófessor, Jónas Gíslason, dósent, Þórólfur Þór- lindsson, prófessor, Valdimar K. Jónsson, prófessor, Halldór Guðjónsson, kennslustjóri og Atli Eyjólfsson, stúdent. Varamaður Atla var kjörinn Helgi Thoraren- sen, stúdent. Aðstoðarmaður nefndarinnar er Þórður Kristins- son, prófstjóri. Nefndin hefur haldið 10 fundi þar sem málefni H.í. hafa verið rædd vítt og breytt. Leitast hefur verið við að gera sér grein fyrir nú- verandi ástandi háskólans svo unnt megi vera að gera áætlanir fram í tímann. í því efni hefur nefndin viðað að sér margvíslegum upplýs- ingum sem að gagni koma við gerð þróunaráætlunar. Miðað er við tímabilið 1985—1990, en ljósterað endanlegar tillögur nefndar munu ná til lengri tíma. í grófum dráttum hafa nefndarmenn greint á milli fjögurra sviða þar sem vænta má árangurs í lok áætlunartímabilsins; I. Kennsla og nám; 2. Rannsóknar- og þjónustuaðstaða; 3. Stjórnunar- aðstaða; 4. Tengsl, þ.e. tengsl á milli einstakra deilda, stofnana og þjónustumiðstöðva innan og utan H.í. Að tilmælum nefndarinnar hefur dr. Oddur Benediktsson, prófessor, gert spá um aðsókn að námi í H.l. Spá um heildaraðsókn liggur fyrir og hefur verið send deildum; en spá eftir deildum verður lokið í maí og mun þá send deildunum. Þar sem ljóst er að skoðanamyndun við gerð þróunaráætlunar er tímafrek, er þess að vænta að ýmsar tillögur séu óháðar stúdentafjölda, hefur nefndin mælst til þess við deildir að þær hefjist þegar handa um gerð þróunaráætlunar á sínu sviði þótt síðari spáin liggi ekki fyrir. Af því tilefni hefur nefndin sent deildum eftirtalin gögn: I. Um Þróunar- áætlanir háskóladeilda, þar sem viðraðar eru hugmyndir nefndar- innar um það hvemig beri að standa að gerð þróunaráætlunar. II. Þróunaráætlun 1985—1990, listi um efnisatriði: Drög; rakin helstu efnisatriði er nefnd telur að taka verði á. 111. Spumingar til deilda, námsbrauta og stofnana á sviði: 1. Kennslu og náms. 2. Rannsókna og þjónustu við aðila utan H.l. eða innan. — Á síðari stigum verður spurt um stjórnunaraðstöðu og tengsl, sbr. aðgreininguna hér að framan. Væntir nefndin þess að allir aðilar innan H.I. sýni máli þessu áhuga og hvetur til umræðu innan deilda og stofnana og á meðal stúdenta. Hverskonar hugmyndir eru vel þegnar og mun þróunar- nefndin veita allar þær upplýsingar og aðstoð sem í hennar valdi stendur. F.h. þróunamefndar Jónas Gíslason Þórður Kristinsson Tilkynning firá nemendaskrá Háskóla íslands. Skráningu fyrir háskólaárið 1983-’84 lýkur föstudaginn 3. júní. Skráningargjald er krónur 1000.-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.