Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 12
12 STÚDENTABLAÐIÐ Stúdentar á ferö og flugi. Ljósm. Stefán Steinsson. Sagtá Skilafundi Eins og getið er annarsstaðar í blaðinu hafa, eins og Iög gera ráð fyrir orðið stjórnarskipti í Stúdentaráði. Síðasta stjórn hélt alls 50 fundi á árinu og starfaði yfirleitt vel að þeim málum sem upp komu. Ber vegleg skýrsla hennar þess órækt vitni. Ekki vill þó Stúdentablaðið láta hana sleppa með hrósið eitt. Er það sérstaklega í þeim málum sem að okkur ritstjórum og þar með laun- þegum ráðsins snýr að okkur þykir ekki alveg allt í allrabesta lagi. Á skilafundi Stúdentaráðs ræddi gjaldkeri stjórnar, Eiríkur Ingólfs- son um fjármál liðins árs. Fjár- hagsáætlanir sem gerðar voru I upphafi árs höfðu í flestum tilfell- um staðist. Aðeins hvað snerti út- gáfu Stúdentablaðsins hafði verið fariðlangt fram úráætlun. Fram að áramótum var kostnaður við blaðið eins og áætlunin gerði ráð fyrir. Eftir það fór allt úr böndunum. Hinir nýju ritstjórar tóku ekkert mið af fjárhagsáætluninni og gáfu út allt of stórt blað. Að sjálfsögðu var það fyrst og fremst mars blaðið sem sprengdi upp kostnaðinn, var enda heilar 28 síður. En hvur er ábyrgur. Ritstjórar sem hafa yfirleitt ekkert með raun- verulegt bókhald blaðsins að gera. Frá Feröaskrifstofu Stúdenta: Ymislegt um Amsterdam Amsterdam — „Feneyjar Norð- ursins" — hvað hefur hún upp á að bjóða? Því er ekki hægt að lýsa í stuttri grein, því fjölbreytilegri borg er tæpast hægt að hugsa sér. Hvort heldur þú ert kúltúrsnobb, pönkari eða diskófrík, er endalaust hægt að finna eitthvað við þitt hæfi. Þeir, sem koma til Amsterdam í fyrsta skipti, verða venjulega hissa. Hollendingar segja „gezellig", þegar þeir lýsa borginni. Við myndum Iíklega kalla hana hlýlega — eða manneskjulega, ef við sláum um okkur með tískuorðum. Ein- hvem veginn fær maður ekki á til- finninguna að vera í stórborg — umhverfið og mannfólkið er svo sérstakt. Það mun hafa verið á ofanverðri 13. öld að byggð tók að myndast við ána Amstel og þrjú hundruð árum síðar var borgin Amsterdam orðin ein sú blómlegasta í Norður- Evrópu. Á þessu blómaskeiði voru síkin grafin, sem eru nú ein aðal samgönguæð borgarinnar og gera það að verkum að vegalegndir styttast til muna. Ríkir kaupmenn byggðu hús sín við síkin — eru þau öll fagurlega skreytt, slúta öng fram á við og efst á mæninum er gálgi til þess að hífa vörur úr bátunum inn um glugga á efri hæðum hússins. Og fyrst verið er að minnast á glugga — ég hef hvergi I heiminum séð jafn vandlega fægðaog pússaða glugga og I Hollandi. Hollendingar hafa heldur ekki þann siðinn á að byrgja fyrir glugga með „storesum" og þykkum gardínum. Það liggur við að hægt sé að fylgjast með öllu fjölskyldulífinu frá götunni, en þeir kippa sér sko ekkert upp við það. Ýmislegt er það í Amsterdam, sem ekki má sleppa að skoða. Eitt af því er Riijksmuseum — eða Ríkislistasafnið. En gefið ykkur endilega góðan tíma. Það er ekki hægt að skoða Rembrandt án þess að gefa sér tíma til að njóta hans. Hús Rembrandts hefur verið gert að opinberu safni og er vissulega þess virði að heimsækja. Annað safn, sem er afar athygl- isvert, en á annan hátt, er safn Önnu Frank. Sögu hennar er óþarft að rekja hér, en saga hennar verður afar raunveruleg þegar húsið er heimsótt. Eftir heimsókn á einhvert safnið er upplagt að leggja leið sína á Damrak, stórt torg í hjarta borgar- innar, fá sér þar einn hressandi Heineken á útiveitingahúsi og virða fyrir sér iðandi mannlífið. Vilji maður verða enn hressari er hægt að panta sér ískaldan séne- versnaps og skola honum niður með bjórnum. Eftir það ertu fær í flestan sjó! Ritstjórar sem aldrei fengu barið augum neitt sem hét fjárhagsáætl- un. Ritstjóum sem þótti nóg um þegar blaðið stefndi í 28 síður og fóru því sérstaklega á fund for- manns SHÍ og gerðu honum ljósa stöðu mála. Jú svarið var að við skyldum endilega gefa út stórt blað. Það væri ekkert varið í að gefa út þunnt Stúdentablað, það skyldi vera stórt og veglegt. Hvort for- maðurinn hefurborið þessa skoðun sína undir álit gjaldkera eða fylgst eitthvað með eyðslu Stúdenta- blaðsins (sem hann einn hafði þó r Þakkir Aðalsteinn Eyþórsson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Stúdentablaðsins en I hans stað verið ráðin Jóhanna Margrét Einarsdóttir. Núverandi ritstjórar þakka Aðalsteini vel unnin störf í þágu blaðsins og óska sjálfum sér alls hins besta í samstarfinu. yfirsýn yfir) er mér til efs. Hitt þykja mér léleg vinnubrögð stjóm- ar að sjá svo fyrir að ritstjórar heyri ekkert af þessum ásökunum fyrr en á opinberum skilafundi Stúdenta- ráðs, og hafi þeir skömm fyrir. Við fyrrnefnda skýrslu stjórnar er þá leiðréttingu að gera við kafl- ann um Stúdentablaðið að ritstjór- ar voru þrír á árinu; Óðinn Jónsson frá maí til loka desember og í sam- einingu frá þeim tíma og út fjár- hagsárið, Bjarni Harðarson og Aðalsteinn Eyþórsson. -b. Næsta blað kemur væntanlega út með haust- inu. Nánari tiltekið í fyrri hluta september og er skilafrestur til 26. ágúst. Meginefni þessa blaðs verður kynning á hverskyns starfssemi sem þrífst meðal stúdenta. Má þar nefna Stúdentaráð og nefndir á vegunt þess, Háskólaráð, Félagsstofnun, Stúdentaleikhúsið, Háskólakór- inn, deildarfélög, útgáfustarfs- semi á vegum stúdenta og margt, margt fleira. Af öðru efni í blaði þessu má nefna skoðanakönnun um stúdenta sem framkvæmd var nú I vorað tilhlutan ritnefndarog lauslega er greint frá annarsstað- ar I blaðinu. Vafalaust mun svo eitthvað fleira reka í fjörur okkar á þeim þreni mánuðum sem blaðið tekur Þegar kvölda tekur og tími kem- ur til að fá sér að borða vandast málið. Úrvalið af veitingahúsum er slíkt, að mér finnst heppilegasta aðferðin að fletta upp í einhverjum ferðamannabæklingi, loka augun- um og benda. lndónesískir og kínverskir staðir eru fjölmargir — best er ef nokkrir eru að fara út saman að panta „rijstaffel“ — marga rétti með hrísgrjónum og grænmeti, bæði sæta, súra og vel kryddaða. Eftir slíka máltíð standa allir upp vel saddir og ánægðir. Hitt er svo ann- að mál að það veitir ekki af nokkr- um bjórum þegar líða fer á kvöldið, til þess að slökkva þorstann, því kryddið I matnum segir til sín. En er ekki líka verulega gott að hafa góða og gilda ástæðu til að fá sér bjór? Eftir matinn er sjálfsagt að líta aðeins á næturlífið. í miðborginni eru barirog kaffihúsopin tilkl.01 á virkum dögum og til 02 um helgar. Næturklúbbarnir, sem flestir eru í kring um Rembrandtsplein opna yfirleitt á miðnætti. Diskótek og jazzklúbbar eru aðallega í hverfinu nálægt Leidesplein. Hverfi „rauðu ljósanna" er í elsa hluta borgarinn- ar og þar er elsta atvinnugreinin stunduð af kappi. Ýmislegt er þar að sjá og skoða, sem eiginlega er ekki hægt að nefna á prenti, en allavega er mannlífið þarna í meira lagi fjölbreytt svo ekki sé annað sagt. Hér hefur ekki verið minnst á nema smá brot af því, sem þessi sérstæða borg hefur upp á að bjóða, en eitt er hægt að fullyrða — það verður enginn fyrir vonbrigðum með heimsókn til Amsterdam. Sigríður Magnúsdóttir. sér nú í sumarfrí og allt skemmti- legt og fróðlegt efni frá stúdent- um eða kennurum er velkomið.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.