Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 3 Stúdentablaðið Útg. Stúdentaráð Háskóla Islands. Ritstjórar: Bjarni Harðarson (ábm) og Jóhanna Margrét Einarsdóttir Ritstjórn — Afgreiðsla — Auglýsingar: Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Reykjavík. S. 28699. Upplýsingar um opnunartima yfir sumarið í s. 15959. Heimasímar: Jóhanna 14472, Bjarni 17593 Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Leiðari Nýjum stúdentum fagnað. Ræða Ludv. Guðni. flutt í Iðnó 25. okt. 1924 í ár eins og undangengin ár streyma nýstúdentar til náms í H.í. Ritstjórar og ritnefnd Stúdentablaðsins vilja að sjálfsögðu bjóða alla þá er hér hefja nám velkomna til starfa í skólanum. Jafnframt viljum við gera orð Ludv. Guðmundssonar að okkar. Kæru nýju félagar og vinir! Mér finnst ég hafa skyldur við alla, ykkur sem aðra, og ég gerði rangt, ef ég þegði nú og segði ykkur eigi frá þeirri dýrkeyptu, dýrmætu reynslu, sem ég hefi fengið á þeirri braut, sem þið haldið nú inn á. Og ég vil vera hreinskilinn við ykkur, eins og ég væri að tala við sjálfan mig, og segja það eitt, sem ég veit sannast og göfugast. Vinir mínir! Þið eruð frjálsir menn! Þið njótið hins akademiska frelsis! En hvað er það? Er það frelsi til þess að lifa og njóta, eins og þau orð eru vanalega skilin? Er það frelsi til þess að fullnægja hverri fýsn og girnd, sem skýtur upp í huga ykkar? Er það frelsi til þess að „fljóta sofandi að feigðarósi;;? Nei og aftur nei! — Hið akademiska frelsi er göfugur arfur — heilög gjöf til þín! Þú ert frjáls! Hinn akademiski heimur stendur þér opinn. Lyklavöldin að öllum hirslum hans eru fengin þér í hendur. Þú ert frjáls að því að nota alt, sem hann á, til þess að þroska anda þinn og lyfta honum hærra siðferðilega. Þetta er hið akademiska frelsi! Allt þitt líf er auðnuleit. En mundu: hamingjan er ekki fólgin í auð fjár, ástarnautn og víni, né heldur í bóklegum lærdómi. Þú getur átt og notið alls þessa, og samt verið hamingjusnauður . . . Þið ætlið ykkur mikið. Ykkur er mikið gefið og mikils verður af ykkur krafist. Þið ætlið að leiða heila þjóð. Hún treystir ykkur. Af vanefnum sínum veitir hún ykkur ríkulega. Hún gefur ykkur þá bestu fræðslu, sem hún á ráð á. Hún mætti þó gera betur við ykkur en hún gerir; en hún skilur ekki enn sjálfa sig né sinn eiginn hag. Ykkar er að opna augu hennar en ekki að vanþakka það, sem vel er gert. Þið genguð allir sama veg. Nú skilja leiðir, og þó liggja þær allar að einum stað, eins og í æfintýrinu um ríka konungssoninn og fátæka drenginn, sem leituðu klukkunnar í skóginum og fóru ólíkar leiðir, en mættust að lokum á sömu hæðinni. Þú ætlar þér að verða læknir! Mundu: um leið og þú hófst nám þitt, sórst þú þess dýran eið, að helga kærleikanum krafta þína, græða mein náunga þíns, bægja á burt og berjast á móti öllu, sem lamar, sýkir og særir hann. Vei þeim lækni, sem gerist eiðrofi! Vei þeim lækni, sem nokkru sinni vanrækir skyldu sína eða byrlar öðrum það, sem skerðir heilbrigði hans! Vei þeim lækni, sem metur kærleikann til fjár! Þú, sem nemur lög, hefir svarið þess eið að þjóna réttlætinu, láta það ráða öllum dómum þínum án tillits til afleiðinganna fyrir þig eða aðra. Vei þeini lögnianni, sem nokkru sinni bregður af þeirri braut! Vei þeim lögmanni, sem sjálfur brýtur þau Iög, sem hann á að gæta! Þú, sem ætlar þér að stunda fræðimennsku, hefir svarið sann- leikanum hollustu þína. Þú hefur lofað að hlýða boði hans og lúta honum, hversu sárt, sem það stundum kann að verða. Vei þér, ef þú bregst konungi þínum! En þú, sem ætlar þér að gerast kennimaður og andlegur leiðtogi þjóðarinnar, hefir þó valið erfiðasta hlutverkið og ábyrgðarmesta. Dýrastan eiðinn hefir þú svarið, þann: að feta í fótspor Krists. Þú, sem ætlar þérað leiða aðra lil Guðs— byrjaðu á sjálfum þér! Vei þeini þjóni Guðs, sem viljandi víkuraf braut Krists! Vei þeim presli, sem meira metur metorð og fé en Guðs ríki! Vei þeim kennimanni, sem svívirðir Guðs orð með illri breytni sinni! Vinir mínir! Þessar hugsjónir hafið þið valið ykkur að leiðar- stjörnum, hver eftir séreðli sínu og sérnámi. En sem manni ber þér þó, hver sem sérgrein þín kann að vera, að fylgja hinu æðsta dæmi, sem vér þekkjum, dæmi Krists! íslensku stúdentar! Vinnum heit: helgum Kristi ogeilífðinni allt vort líf! Þá mun oss takast að lyfla þjóð vorri upp í hæðir and- ans...'. Stytt. Ritstjóra- bréf Vinir og velunnarar. Nú hafið þið í höndunum fyrsta tölublað Stúdentablaðsins á þessu skólaári. Eins og þið hafið vafalaust séð er hér á ferð- inni kynningarblað á því helsta er varðar Stúdentaráð, því finnst kannski mörgum af eldri nemendunt skólans vera heldur lítið við sitt hæfi, en vonandi verður ráðin bót á því í næstu blöðum. En það fer að sjálfsögðu mikið eftir ykkar eigin framlagi. Við höfum oft velt því fyrir okkur hvort við Háskólann stundi u.þ.b. 4 þúsund manns nám sem ekki hugsi lengra en út fyrir sinn eigin túngarð og allt sem grær þar fyrir utan komi þeim ekki við. Stúdentablaðið komi inn um bréfalúguna einu sinni í mánuði sem einhver hefndargjöf af himnum ofan og sé best til þess fallið að taka það milli tveggja fingra og labba með það beint í ruslafötuna. Blaðið sé einungis málpípa þröngs hóps stúdenta og það sé fyrir neðan virðingu þeirra sem ekki telja sig tilheyra þeim hópi að hirða molana af því borði. Svo sé ágætt að væla út í horni yfir því hvað allt sé illa gert og ómögulegt. Við viljum hins vegar benda ykkur á þá ábyrgð sem þið hafið gagnvart þessum fjölmiðli. Blaðið er ykkur öllum opið sama hvaða skoðanahóp það tilheyrið og það er samábyrgð okkar allra að gera blaðið sem best úr garði. Því viljum við skora á ykkur að skrifa greinar um áhugamál ykkar, svo blaðið nái að endurspegla þær hræringar sem eiga sér stað í hugum ykkar og eins þær hræringar sem eiga sér stað í skólanum almennt. Hvað finnst ykkur urn lánamálin, húsnæðismál stúdenta og svo framvegis. Þekkir ekki einhver stúdent eitthvert skáld sem hann vildi kynna fyrir samstúdentum sínum. Var ekki einhver sem gerði eitthvað skemmtilegt í sumar. Eða ætlar ekki einhver að gera eilthvað áhugavert í vetur. Þau efni sem hægt er að skrifa um eru sjálfsagt jafn fjöl- breytt og þið eruð mörg. Að lokum viljum við einungis skora á ykkur að SKRIFA og koma með ábendingar um hvernig að ykkur finnist að blaðið eigi að vera. Með vonum um gott samstarf í vetur. r Aranguraf AN Eins og inenn rekur vafalaust minni til var Atvinnunúðlun náms- manna rekin sl. vor og fram eftir sumri. Eða nánar tiltekið frá 2. maí til 7. júlí. Að AN stóðu fjögur námsmannasamtök: Bandalag íslenskra sér- skóla (BÍSN), Landssamband mennta- og fjölbrautaskólanema (LMF), Samband íslenskra náinsmanna erlendis (SÍNE) og Stúdentaráð Háskóla íslands. AN var rekin a skrifstofu Stúdentaráðs og ráðnir til hennar tveir starfsmenn, þau Þóra Björk Hjartardóttir og Jóhann S. Bogason. Nokkuð fastmótaður grunnur er kominn á starfrækslu AN. Skrif- að var til unt 100 atvinnurekenda sem hafa leitað til AN undanfarin ár. Einnig var miðlunin auglýst rækilega í útvarpi og blöðum. Helsta nýbreytnin í rekstrinum var sú að fólk var látið borga 50 kr. skrásetningargjald sem var endur- greitt ef að fólk útvegaði sér sjálft vinnu. Megin tilgangurinn með skrásetningargjaldinu var sá að fólk væri ekki að láta skrá sig að óþörfu með von um að AN gæti með tímanum útvegað betri vinnu en viðkomandi hafði áður haft kost á. Alls létu 543 skrá sig þar af voru karlar 296 (54.5%) og konur 247 (45.5%). Alls tókst að útvega 182 vinnu í gegnum AN. 109 körlum og 73 konurn. En 286 útveguðu sér vinnu af eigin rammleik. (149 karlar og 137 konur.) Þegar AN hætti störfum voru 66 enn á skrá en gera má ráð fyrir að þeir hafi flest allir komist í vinnu af eigin ramrn- leik þar er þeir létu lítt vita af sér. Allstór hópur fékk þó ekki fulla sumarvinnu og margir einungis tímabundna vinnu. En alls leituðu 278 atvinnurekendur til AN og tókst að útvega velflestum þeirra starfskraft. Þeint atvinnutilboðum sem bár- ust má skipta í sex flokka eftir eðli starfsins, þjónustustörf, verk- smiðjustörf, verslunarstörf, skrif- stofustörf, alntenn verkamanna- störf og landbúnaðarstörf. I ljós kom að varðandi kyn var urn rnjög hefðbundnar óskir að ræða, beðið var um konur til þjónustu og skrif- stofustarfa og karlmenn til verka- mannastarfa. Þess ntá geta að lokunt að nokk- uð var unt að atvinnurekendur reyndu að misnota sér ntiðlunina og leita eftir starfskröftum á hæpnunt forsendunt með undir- borgununt og ótryggri vinnu, undir því yfirskini að atvinnuleysi væri og því hægt að bjóða fólki allt. Byggt á skýrslu Atvinnumiðlunar námsmanna 1983

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.