Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 5
STUDENTABLAÐIÐ 5 Kynning á Félagsstofnun stúdenta Á hverju ári bætist við nokkur fjöldi nýrra nemenda í H.í. Því er þörf þeirra vegna að geta þessa fyrirtækis í 1. stúdentablaði vetrarins. Hinir gamalreyndu nemendur í H.í. mega gjarnan lesa lengra og öðlast meiri þekkingu á F.S. Félagsstofnun stúdenta var stofnuð 1968. Ekki með þeim tilgangi einum að hlúa að aumum náms- niönnum með heitu vínarbrauði og kaffi í morgunsárið hcldur var tilgangur stofnunarinnar og markmið mjög breitt. í dag tilheyra F.S. eftirtaldar deildir: Bóksala stúdenta, Ferðaskrifstofa stúdcnta, Matstofa stúdenta, Háskólafjölritun, Stúdentakjallarinn, Hótel Garður, Gamli og Nýi Garður, Hjónagarðar, Kaffistofur í Lögbergi, Ámagarði og aðalbyggingu Háskólans svo og barnaheimilin Valhöll og Efrihlíð. Skrifstofa F.S. sér um daglega stjórnun þessara fyrir- tækja. Verður nú getið helstu deilda og starfsemi þeirra. Bóksala stúdcnta. hefur aðsetur í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Þar á að vera hægt að fá allar bæk- ur sem kenndar eru við H.I., svo og úrval af ritföngum, bókahillum og fleiru. Bækur bóksölunnar eru pantaðar á sumrin og eiga að vera komnar í sölu í uþphafi skólaárs. Markmið bóksölunnar er að vera með réttar bækur á réttum tíma á hagstæðu verði fyrir nemendur og F.S. Bóksalan er opin frá kl. 9.00—18.00. Sími 27822 og 24555. Ferðaskrifstofa stúdenta, er stað- sett í Stúdentaheimilinu við Hring- braut. Markmið þessarardeildarer að útvega námsmönnum ódýra möguleika til að ferðast innanlands og utan. Þetta hefur tekist í sumum tilvikum en enn er unnið að verð- lækkunum á öðrum leiðum. Nefna má 25% námsmannaafslátt á Sjóöir í vörslu SHÍ Gagnstætt öllum venjum í okkar ágæta samfélagi lúrir vort ágæta Stúdentaráð á sjóðum (sbr. atvinnuvegina sem aðeins lúra á skuldum.) Sjóðimir eru tveir og heitir sá feitari Stúdentaskiptasjóður. Samkvæmt 2. grein reglugerðar sjóðsins er hlutverk hans að styrkja deildarfélög og önnur félög við H.í. sem ekki eiga aðild að Stúdentaráði til samskipta við erlenda stúdenta. Fé fær sjóðurinn af innritunar- gjöldum og skal a.rn.k. 10% þeirra renna í sjóðinn (100 kall frá hverj- um stúdent þetta árið). Úthlut- unarnefnd fyrir sjóðinn skipar svo hagsmunanefnd SHÍ (þar sem Jó- hanna hefur töglin og hagldirnar). Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fer fram í nóvember og skal auglýst í októbermánuði (sjá næsta Stbl.). Ætlað er að þá verði eftir um fimmtungur auðsins sem skal klár- ast í vorúthlutun en hún er auglýst í febrúarmánuði. Og þá er það hinn sjóðurinn en sá heitir Félagsmálasjóður stúdenta. Til skamms tíma voru í hlutverki hans tveir sjóðir: Sjóður funda- og menningamálanefndar og félagsmálasjóður. Jafnframt samruna þessara tveggja sjóða var tekið fyrir úthlutun fjár til póli- tískra félaga (sjóðasukkið marg- fræga). Þessum sjóði er ætlað að styrkja hvers kyns félagsstarfsemi á vegum stúdenta og útgáfustarfsemi einstakra félaga. (Sjá nánar aug- lýsingu hér I blaðinu). Tekjulind hans er4% innritunargjalda. frh. af síðustu síðu Utanríkis- nefnd Hér I næstu línum er ætlunin að geta í örfáum orðum þeirra verk- efna og starfa sem utanríkisnefnd SHI mun gera skil á komandi mánuðum. í meirihlutasamstarfi Félags vinstri manna (FVM) og Félags umbótasinnaðra stúdenta (FUS) mun nefndin fjalla um og gera ályktanir þegar þessgerist þörf hverju sinni. Þetta fer að sjálfsögðu eftir efni og ástæðum sem upp kunna að koma. Hverjum meðlimi nefndarinnar er að sjálfsögðu skylt að taka afstöðu eftir sinni sannfær- ingu eins og í hverju því landi sem telur sig í hópi lýðræðisríkja heimsins. Full mannréttindi gilda. Utanríkisnefnd skipa nú undir- ritaður, Jón Gunnar Grjetarsson sem jafnframt er formaður hennar, Ólafur Sigurðsson (báðir fulltrúar FVM), Baldur Ragnarsson sent er fulltrúi nefndarinnar í stjórn stúdentaráðs (fulltrúi FUS), Lína G. Atladóttir og Óskar Sverrisson (bæði fulllrúar Vöku). Nefndin mun starfa að þeim málum er varða erlend samskipti svo og að þeim er SHI felur henni beint. Við leggjum áherslu á eflingu sam- skipta við erlendar stúdentahreyf- ingar hvar sem er í heiminum. Við munum reyna að koma á almenni- legum og virkurn samskiptum við svokallaðar jaðarþjóðir Norður- landa, t.d. Grænlendinga og Fær- eyinga svo og Álandseyinga og Sarna svo dæmi séu tekin. Reynt verður að koma á samskiptum þessum sem fyrst og þá á jafn- ræðisgrundvelli. Lögð verður áhersla á áframhaldandi samstarf við aðrar stúdentahreyfingar á Norðurlöndum (NOM). Einnig munum við fylgjast áfram með starfsemi WESIB, sem er vestur evrópsk upplýsingamiðstöð stúdenta og könnuð aðild okkar að henni í rólegheitunum. Hvað viðvíkur samskiptum við stúdentahreyfingar þar sem þjóð- félagslegt umrót á sér stað þá mun nefndin reyna að efla þau. Ef litið er til stúdentahreyfinga i hinum svokölluðu þróunarlöndum, eða í þriðja heiminum, þá mun nefndin reyna að koma á upplýsingamiðlun um mörg þau mál er varða nám I Háskóla, hvar sent er í heiminum, og á þetta sérstaklega við þar sem þjóðfélagslegt umrót á sér stað svo sem í E1 Salvador, Afghanistan, Póllandi, Tyrklandi og víðar. Hér í þessu sambandi er hugmyndin sú að skrifa þessum stúdentahreyf- Ódýrum flugferðum frá íslandi til Evrópu. Ódýrum lestar- og flug- ferðum innan Evrópu. Einnig var sérstakur námsmannaafsláttur á ferjunni í sumar. Ferðaskrifstofan er opin frá kl. 9.00—17.00. Sími 16850. Matstofa stúdcnta, er einnig stað- sett í Stúdentaheimilinu. Þar er hægt að fá góða máltíð á viðráðan- legu verði. Einnig er hægt að fá t.d. súpu, brauð og grillrétti. I október verður gerð tilraun með einn „verulega“ ódýran rétt daglega. Vonast er til, að sú tilraun eigi eftir að gefa góða raun. Verð í matstof- unni er reiknað í einingum. Ein- ingakort eru seld í Bóksölu stúdenta. Frábær matur fyrir lítiö fé ... Verð 100 ein. = 1.240 kr. Verð 200 ein. = 2.170 kr. og Verð 300 ein. = 3.000 kr. 300 einingakortin gefa því mestan afslátt á mtatarverðinu. Matstofan er opin frá kl. 11.30—13.15. taka ljósrit af gömlurn prófum, láta fjölrita ritgerðir og fá vélritaðar og ljósritaðar ritgerðir. Fjölritunin er opin frá kl. 8.00—16.00 daglega. ur um þennan garð og um Gamla og Nýja Garð. fbúar búa þó yfir- leitt allt árið á Hjónagörðum. Um- sóknarfrestur er 15. júlí. Biðlistar eru á öllum görðunum. Kaffistofur. Yfir vetrarmánuðina eru reknar kaffistofur í Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu Há- skólans. Þær eru opnar frá kl. 9.00 til kl. 15.30 mánudaga — föstu- daga. Þar er hægt að fá rjúkandi kaffi og meðlæti á vægu verði. Bamaheiniili stofnunarinnar eru Valhöll við Suðurgötu og Efrihlíð við hlið Hamrahlíðaskólans. Barnaheimilin eru rekin af Reykjavíkurborg, þannig að þessi FÉLAGSHEIMILI STÚDENTA ingum og fá hjá þeim upplýsingar um skóla og nám í viðkomandi löndum svo og upplýsingar um ástand þjóðmála. Þannig fáum við upplýsingar sem ættu að vera áhugaverðar fyrir námsmenn og gætu þær orðið efni í vísi að upp- lýsingabanka í einhverri mynd. Að sjálfsögðu munum við senda frá okkur annað eins og miða þannig að því að upp komist eðlileg sam- skipti námsmanna um allan heim, burt séð frá miklum pólitískum vangaveltum. Hver veit nenia upp vakni áhugi námsmanna fyrir námi í einhverju þeirra landa sem við fáum upplýs- ingar frá. Með þessu móti fáum við upplýsingar um það sem er að ger- ast i skólamálum utan okkar heimsálfu líka. En hver veit nema þetta sé aðeins fjarlægur draumur sem seint á eftir að rætast? Þessar vangaveltur eru skemmtilegar og áhugaverðar og vel þess virði að framkvæma þær. Þetta viðfangs- efni er hægt að framkvæma án mikils tilkostnaðar. Kannski er þetta bara draumur sem aldrei rætist en samt þess virði og reyndar ansi þarfur draumur sem á að geta orðið að veruleika. Við stefnum allavega að því I vetur. Jón Gunnar Grjctarsson forni. utanríkisnefndar Stúdentakjallarinn, er í kjallara Gamla Garðs. Hann er opinn frá kl. 11.30—23.30 öll kvöld. Hægt er að fá léttar veitingar t.d. pizzur og samlokur, kaffi, te og kökur auk léttvíns. Hótel Garður, starfar á tímabilinu 10. júní til 1. september. Undan- farin 2 ár hefur hótelið verið starf- rækt á Gamla Garði. Gamli og Nýi Garður. Þessir stúdentagarðar eru einmennings- garðar. Á Gamla Garði eru um 40 herbergi og á Nýja Garði um 60 herbergi. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. júlí fyrir vetrarvist og í byrjun maí fyrir sumarvist. Ákveðnar reglur gilda um hverjir komast inn á garðana, svokallaðar úthlutunarreglur. Úthlutun er í höndum þriggja manna nefndar sem skipuð er af Stúdentaráði, skrifstofu F.S. og einum frá H AGA (Hagsmunafélagi Garðbúa). Á hvorum garðinum eru garðprófast- ar sem sjá urn daglegan rekstur og eftirlit. Hjónagarðar. F.S. á 55 íbúðir við Suðurgötu 69. Gilda svipaðar regl- pláss fara inn í heildarframboð barnaheimila í Reykjavík. Sem fyrr segir sér skrifstofa F.S. um daglega stjórnun ofannefndra fyrirtækja auk verkefna sem tengj- ast óbeint. Þar má nefna baráttu fyrir auknu húsnæði fyrir náms- menn, aukin barnaheimilispláss o.fl. Yfirstjórn F.S. er í höndum stjórnar sem er þannig skipuð. Tveimur fulltrúum stúdenta og einum háskólamenntuðum manni sem skipaður er af Stúdentaráði H.Í., einum fulltrúa menntamála- ráðuneytisins og einum fulltrúa háskólaráðs. Eftirtaldir fulltrúar sitja nú í stjórn F.S.: Kristín Ástgeirsdóttir, sagn- fræðingur, formaður Þorsteinn Húnbogason, viðskipta- fræðinemi Kristján Ari Arason, sálfræðinemi Helga Jónsdóttir lögfræðingur, fulltrúi ráðuneytis. Valdimar Hergeirsson viðskipta- fræðingur, fulltrúi háskólaráðs. Framkvæmdastjóri Félagsstofn- unar stúdenta er Sigurður Skag- fjörð Sigurðsson. Stúdentar verslið hjá okkur og styrkið eigið fyrirtæki ■Auglýsing- vegna úthiutunar úr félagsmálasjóði stúdenta. Samkvœmt reglugerð er hlutverk sjóðsins að: a) styrkja starfsemi deildarfélaga innan Hdskóla íslands og annarra félaga sem starfa í þágu studenta Háskóla íslands. b) styrkja þá blaðaútgáfu, sém er á vegum þeirra aðila, sem getið er í a) lið. Umsóknir ásamt greinargerð um starfsemi þurfa að hafa borist skrifstofu SHÍ fyrir 1. nóvember nœstkomandi. Úthlutunarnefnd

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.