Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 6
6 STÚDENTABLAÐIÐ Um félag vinstri manna í HI { Háskóla íslands er starfandi félag sem ber það virðulega nafn: Félag vinstri manna, (FVM). Markmið þess er að sameina alla vinstrisinna undir einni regnhlíf í baráttu fyrir sameiginlegum markmiðum innan Háskólans sem utan. I félaginu má finna margs- konar fólk, og væri það sett í pólitíska litsjá myndi það spanna gervallt rauða svæðið og teygja sig inn í gulu og grænu reitina einnig. Blái liturinn sæist þar ekki. Við skulum aðcins kíkja á starf og stefnu Félags vinstri manna ykkur til kynningar sem þetta lesa. Jafnrétti til náms Segja má að æðsta boðorð vinstri manna sé fólgið í þessum orðum. Baráttumálin tengd því eru óþrjót- andi í okkar þjóðfélagskerfi, eins og réttsýnir menn hafa löngum bent á. Þar ber lánamálin hátt. Námslán eru ein af undirstöðum þess að námsmenn sitji við sama borð, óháðir efnahag. Vinstri menn hafa lengi barist fyrir réttlátum náms- lánum sem miðast við framfærslu hvers og eins, og komi sér þannig best þar sem þörfin er mest. Nú ríður á að hrekja sókn íhaldsafl- anna sem sitja við stjórnvöl lands- ins og verja þá áfanga sem náms- menn hafa náð undanfarin ár. Hér munu vinstri menn raða sér í fremstu víglínu, nú sem endranær. Jafnrétti til náms felst einnig í því: að aðgangur að Háskólanum verði rýmkaður, að takmörkunum á fjölda náms- manna við ákveðnar náms- brautir verði afiétt, að nauðsynjar stúdenta, svo sem matur, húsnæði og bækur, verði þeim tiltækar með þeim fjár- ráðum sem landsstjórnendur ætla þeim. Fyrir þessu, meðal annars, berj- ast vinstri menn innan Stúdenta- ráðs og Háskólaráðs. í Stúdenta- raði á félagið 13 fulltrúa af 30, og er stærsta fylkingin af þremursem þar finnast. Mestaf starfi FVM snýrað sjálfsögðu að þeim vettvangi: Um- ræður, stefnumótun, undirbúning- ur kosninga, áróður, störf í stjórn- um og nefndum; allt þetta tilheyr- ir; auk funoahalda og annarra aðgerða. Undanfarin tvö ár hafa vinstri- menn verið í minnihluta í ráði stúdenta og haldið uppi harðri gagnrýni á þá mið- og hægrimenn sem stýrðu málum. Um þessar mundir ráða vinstrimenn hinsvegar meirihluta ásamt umbótasinnum. Við höfum margar nýjungar fram að færa um rekstur Félagsstofnun- ar og úrræði í húsnæðis- og lána- málum, sem líta munu dagsins ljós á næstunni. Er vonandi að sam- starfsaðilar okkar líti málin svip- uðum augum, en það kemur allt á daginn. Meðvitund En veröldin nær lengra en niður túnfótinn og vinstri menn í Háskóla íslands eru þekktir fyrir annað en að rígbinda sig við heimareitinn. Þeir hafa lengi haldið uppi líflegri umræðu um þjóðfélags- og utan- ríkismál. Þessi umræða hefur sést í blaðakosti félagsmanna og á sér- stökum fundum. Síðastliðinn vetur var til dæmis haldinn fundur með sósíalistum, fulltrúum kvenna- framboðs og umhverfisverndurum um framtíð vinstri kantsins í stjórnmálum. Mest áberandi hafa þó verið hátíðahöld stúdenta 1. desember, en vinstrimönnum hefur verið falin framkvæmd þeirra mörg undangengin ár. Það hefur verið gert með blaðaútgáfu, útvarpsþátt- um og fjölbreyttri dagskrá. Síðasta ár var umræðuefnið „Vísindi og kreppa“. Hátíðin fór þá fram í fé- lagsheimili stúdenta og var mál manna að hún tækist hið besta. Árið þar áður fór aðalsamkoman fram í Háskólabíói, og yfirskriftin var „Kjarnorkuvígbúnaður — Helstefna, Lífstefna?“ Þar gáfu stúdentar íslenskri friðarumræðu byr undir, að minnsta kosti, vinstri vænginn. Upp úr því starfi varð til Hópur áhugamanna um friðar- og afvopnunarmál sem stóð fyrir „Friðarráðstefnu ’83“ í nóvember síðastliðnum. Vinstri menn í H.í. hafa á þennan hátt stutt í orði og verki kröfur friðarhreyfinga um kjarnorkuvopnalaus svæði og taf- arlausa niðurtalningu helvopna risaveldanna. Félagið vill ísland laust úr Nató og herinn á Miðnes- heiði burt. Þannig er stefna vinstri manna róttæk og virk, jafnt innan skóla sem utan hans. Ef þú lesandi góður átt samleið með þeim stefnumið- um, þá er hér með skorað á þig að ganga til liðs við okkur og leggja lóð á þá vogarskál sem vegur mót afturhaldsþunga líðandi stundar. Fundir félagsins eru auglýstir á göngum skólans. Hafið augun opin. Sigurður Pétursson, félagi í framkvæmdaráði. Vaka, félag lýdrædis- sinnaöra stúdenta Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta varstofnað árið 1934 oger því. elzt þeirra þríggja pólitísku fylkinga, sem nú starfa innan há- skólans. Félagið var í upphafi stofnað sem andsvar við þeim öfgastefnum til hægri og vinstri sem þá voru orðnar áberandi meðal stúdenta. Tilgangur félagsins hefur verið sá sami, allt frá stofnun, en í lögum félagsins segir: „Tilgangur félagsins er: 1. Að vinna að eflingu og út- brciðslu lýðræðis og lýðræðis- hugsjóna. 2. Að vinna gegn hvers konar áhrifuin byitingasinnaðra of- beldis- og öfgastefna. 3. Að efla sanitök stúdcnta til sameiginlegs átaks til þess að koma fram þeim málum sem horfa stúdentum og íslcnzku þjóðinni til heilla.“ Innan Vöku rúmast þannig stúdentar með hinarýmsu pólitísku skoðanir. Sameiginleg þeim öllum er trúin á lýðræði og lýðræðishug- sjónir og andstaða gegn hvers kyns alræðis- og öfgastefnum.Vöku- menn leggja áherzlu á frelsi ein- staklingsins til hugsunar, tjáningar og athafna, en fordæma um leið hvers kyns andleg, trúarleg eða verkleg höft stjórnvalda gagnvart einstaklingnum. Vökumenn telja að þetta ein- staklingsfrelsi verði eingöngu tryggt með lýðræðislegum stjórn- arháttum og leggja áherzlu á að stúdentar standi vörð um lýðræði og þjóðfrelsi Islendinga. Vaka var- ar um leið við öllurn alræðishug- sjónum og öfgastefnum sem berast okkur frá löndum þar sem mann- réttindi og einslaklingsfrelsi eru fótum troðin. Lýðræðisþjóðir hafa aldrei þurft að múra þegna sína inni. Vökumenn hafa þá hugsjón að friður geti ríkt án vígbúnaðar, en á meðan svo er ekki. má engin lýð- ræðisþjóð skorast undan ábyrgð sinni. Vaka styður hugmyndir um afvopnun og bendir á hina miklu hættu, sem heimsfriðnum stafar af vígbúnaðarkapphlaupi stórveld- anna. Vaka leggst hins vegar harð- lega gegn hvers kyns hugmyndum um einhliða afvopnun vesturlanda og telur þær ógnun við heinisfrið- inn. í hagsmunamálum stúdenta vinna Vökumenn einnig með lýð- ræðishugsjónina að leiðarljósi. Vaka hafði forystu innan stúdenta- hreyfingarinnar allt frá stofnun fé- lagsins, og fram til ársins 1970, en þá náðu vinstri sinnaðir stúdentar meirihlutafylgi innan háskólans í kjölfar hinna miklu stúdentaóeirða og hippatímabils víðast hvar í hin- um vestræna heimi. Þessi vinstri meirihluti sat allt fram til ársins 1981, er Vaka myndaði meirihluta í Stúdentaráði með Félagi umbóta- sinnaðra stúdenta. Meirihlutasam- starf Vöku og umbótasinna stóð í Kynning á Félagi Um- bótasinnaöra stúdenta Félag umbótasinnaðra stúdenta eryngst þeirra fylkinga sem nú eiga fulltrúa í Stúdentaráði. Félagið varð til í kringum stúdentaráðs- kosningar í mars 1981. Ástæður fyrir stofnun félagsins voru meðal annars þær að mönnum blöskraði hversu illa var hægt að halda á hagsmunamálum stúdenta. Fylk- ingar þær sem fyrir voru eyddu kröftum sínum í tilgangslítið þref um utanríkismál í stað þess að marka ábyrga afstöðu í því er laut að hagsmunum námsmanna við H.í. Hvatamenn að stofnun félags- ins sáu einnig að ógjörningur varð að bæta þær fylkingar sem fyrir voru, þar sem hagsmunir okkar námsmanna áttu lítt skylt við hið flokkspólitíska uppeldi sem þar átti sér stað. Á stuttum starfstíma félagsins hefur það haft á að skipa ágætu fólki til að koma stefnumálum sín- um fram. Má þar til nefna Stúdentablaðið sem er orðið blað allra stúdenta og endurbætta mat- sölu ásamt stórbættum rekstri Fé- lagastofnunnar stúdenta. Þitt framlag. Afstaða þín, til hagsmuna þinna sem námsmanns skiptir máli. Við Umbótasinnaðir stúdentar efumst ekki um að hún rúmast innan fé- lags okkar sem tekur afstöðu til þeirra mála sem vera þín í H.í. skapar. Þannig hvetjum við alla þá sem vettlingi geta valdið til að leggja virku baráttutæki lið. Jafn- framt hvetjum við til þess að þú Ieggir þitt af mörkum, á öllum víg- stöðvum, til að sporna við hleypi- dómum og þröngsýni. Það að fórna dýrmætum tíma sínum í þessi mál skilar sér margfalt aftur í bættum hag og aukinni reynslu. Nokkrir stefnupunktar Lánamál. Við teljum námslán vera félagsleg lán til framfærslu sem stuðli að auknu jafnrétti og geri lágtekjufólki kleyft að stunda nám. Framfærslugrundvöllinn á að endurskoða og hækka en fyrst og fremst þarf að sporna af alefli við þeirri atlögu sem gerð er að lána- sjóðnum nú. Stúdentablaðið. Það verði áfram virkt baráttutæki og upplýsinga- miðill. Vandað verði til þess í hví- vetna. Félagsstofnun. Hún verði ætíð í höndum stúdenta sjálfra og aldrei framar verði vegið að sjálfstæði hennar með hallarekstri. Leitast verði við að hver rekstrareining standi undir sér ef hægt er en veru- legur hagnaður aldrei takmark í sjálfu sér heldur þjóni stofnunin námsmönnum á sem hagkvæmast- an hátt. Húsnæðismál. Litið sé á Garða sem heimili stúdenta. Ráðist verði í byggingu námsmannaheimila svo fljótt sem kostur er. Menntamál. Við viljum jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins til náms óháð efnahag, búsetu. þjóðfélags- aðstöðu eða kyni. Hentisemi vissra þjóðfélagsstétta má ekki ráða neinu um stjórn og fjöldatakmarkanir verði afnumdar. Utanríkismál. Starfsemi stúdenta sé miðuð við að viðhalda og byggja upp samstarf við erlenda háskóla og stúdentasamtök. Stúdentum með harla ólíkar skoðanir á pólitík einstakra ríkja úti í heimi hefur annars gengið vel að starfa saman innan félagsins. Starfsemi félagsins Félagið hefur gefið út blað, til kynningar á baráttumálum sínum, fyrir kosningar til Stúdentaráðs, einnig hefur félagið gefið út 1. des. blað til að minnast fullveldis ís- lands. Fréttabréf hefur einnig komið út þegar ástæða þykir til. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönn- um. Á síðasta vetri var hún mjög virk og hélt fundi um það bil viku- lega. Félagið hefur nokkrar fastar nefndir og einnig skipar það eða stjórn þess þær til að leysa ákveðin verkefni þegar þörf krefur. Að vissu marki hefur naumur fjárhag- ur háð starfsemi hjá félaginu en samt hefur reyndin verið sú að þegar fólk vill gæta hagsmuna sinna á félagslegum grundvelli þá lætur árangnrinn ekki á sér standa. Við Umbótasinnaðir Stúdentar hvetjum þig til að leggja málstað okkar lið á komandi vetri, innan félagsins. Þannig teljum við tryggt að sá árangur sem náðst hefur með starfi félagsins glatist ei. Þorsteinn Húnbogason formaður félags umbótasinnaðra Stúdenta A Kynning á pólitískum fylkingum innan HI

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.