Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐIÐ 11 Siguröur Skagfjörd: Hræddur um að LIN eigi eftir að lenda í yandræðum En þegar að lagt er mat á hvort 10—11 þúsund kr. eru mikið eða lítið fé. verður að taka mið af lífs- munstri livers og eins. Einnig þarf að athuga, við hvernig aðstæður hver og einn býr. Sumir eru svo heppnir að leigja ódýrt, aðrir búa hjá foreldrum sínurn, en fá þá hlutfallslega lægra lán. Minnkandi framboð á leiguhúsnæði ásarnt Sigurð Skagfjörð framkvæmdastjóra FS þarf sjálfsagt ekki að kynna fyrir lesendum blaðsins. En Sigurður er einnig formaður sjóðstjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þar eð lánamál hafa verið mjög til umræðu í sumar og haust fannst okkur rétt að ganga á fund Sigurðar og spjalla við hann um það mál. (Það skal tekið fram að viðtalið átti sér stað áður en endanleg samþykkt sjóðstjórnar um úthlutun á haustlánum lá fyrir). Þá fengi enginn neitt í desember — Hvemig er fjárhagsstöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna háttað nú í augnablikinu. „Ég á erfitt með að svara því eins og staðan er í dag. Ég verð raunar að segja að ég viti það ekki. Það eina sem ég veit er, að það vantar 47 milljónir til áramóta og miðað við að það dreifist jafnt á 4 mánuði eru það tæpar 12 milljónir á mánuði til áramóta. — Er það alveg ljóst að LÍN fái ekki þessar47 milljónir sem á vant- ar svo hægt sé að úthluta samkvæmt reglum sjóðsins? „Það er ógerningur að gefa ákveðið svar við þessari spurningu. Það er búið að gefa út yfirlýsingu um að LÍN fái 135 milljónir af þeim 182 mkrsem sjóðnum vantar skv. áætlun. En allt getur gerst t.d. að alþingi ákveði að sjóðurinn fái meira fjármagn en þær 135 mkr sem við höfum þegar fengið. Ákveðnir þingmenn í stjórnarlið- inu liafa verið með yfirlýsingar, sem benda til þess að þeir ætli að beita sér fyrir auknu fjármagni. Ef þeim tekst það verður það væntan- Verðúr þetta svona í desember? lega eftir að þing kemur saman, en hvenær er óvíst. Því er ákveðin óvissa. Ef úthlutað yrði nú eins og ekkert hefði í skorist yrði sjóðurinn tómur og þá fengi enginn neitt í desentber. Það yrði ekki heppilegt ástand að mínu mati! — Yrði ekki gripið til björgun- araðgerða af hálfu stjómvalda ef sjóðurinn yrði þurrausinn í desem- ber? „Það er engan veginn víst. Stjórnvöld gætu sagt sem svo; Þessi stjórn fékk fjárveitingu upp að þessu marki. í lögum LÍN segir, að lánveitingar skuli m.a. byggjast á því fjármagni sem fæst frá stjórn- völdum. í dag höfum við aðeins fengið loforð fyrir 135 milljónum. Ef við ætlum að taka okkur það bessaleyfi að úthluta meiru gætu stjórnvöld sagt; Það var sjóðsstjórnarinnar að ráðstafa þeim peningum sem til voru. Hún verður bara að taka það á sig, að ekki eru til meiri peningar. Þetta er möguleiki sem gæti komið upp, mjög alvarlegur, ef til kæmi. Ég get alveg sagt það hreint út, að ég tek ekki svona „sjensa" og ég held að það sé ekki markmið að skipa menn í stjórnarstöður ef þeir taka svona áhættur. það er enginn tilgangur með því. Frekar segði ég af mér.“ Tímafrekur prosess „Menntamálaráðherra skrifaði stjórn LÍN bréf og óskaði þess að samdar yrðu reglur um veitingu haustlána 1983. í reglunum átti að gæta þess að fjárhagur sjóðsins í haust leiddi til sem allra minnstrar skerðingar á lánum þeirra, sem eiga að fá lán skv. lögunum. í bréfinu voru nefnd ákveðin atriði sem sér- staklega skildu skoðuð. Áður en þessi bréfaskipti áttu sér stað höfðu verið haldnir fundir með fjárlaga og hagsýslustofnun þar sem gerð var grein fyrir vandanum. Ýmsir vildu kalla þetta samningaviðræð- ur en réttast er að kalla þetta fundi. Því miður hefur farið mjög langur tími í þessi mál, en ekki má gleyma að í sumar var einungis um áætlun að ræða sem breyttist í haiiSt þegar umsóknir lágu fyrir. Stjórn LÍN var í sumar að vinna að því að skaffa 182 mkr. Þegar ljóst var að einungis feng- ust 135 mkr. þurfti hún að athuga hvort leiðir væru til að minnka bilið með einhverjum hætti. Þetta var auðvitað bagalegt fyrir námsmenn, því óvissan er erfið og eins það að ákveðinn hefur verið hærri tekju- umreikningur sem etv. einhverjir hefðu getað nýtt sér! í haust reiknum við með að námsmönnum fjölgi unt 10%, en fjölgi þeirn aðeins einu prósenti meira þýðir það 2Vi milljón króna fyrir LÍN. Ef við höldum áfram að leika okkur með þessar tölur og segjum að námsmönnum fjölgi um 15% þýðir það yfir 10 milljónir kr. Það er stór upphæð þegar fjárþörf- in er slík sem hún er i dag. Þess vegna höfum við beðið í lengstu lög, með ákvarðanatöku til að sjá hver þróunin yrði.“ Hefur sjóðstjórnin þá ekki tækifæri til að lækka framfærslukostn- aðinn? — Er það ekki lagaleg skvlda sjóðsins að lána 95% af frain- færslukostnaði námsmanns? „Það er skylda okkar að uppfylla lögin en við getum ekki uppfyllt lögin eins og fjárhagsstaðan er í dag. Við höfum fengið lögfræðilegt álit á þessum málum svo það ætti ekki að fara á milli mála hver skylda okkar er. Ég vil hins vegar benda á það, að 1978 var mjög mikil kaupmáttar- aukning í landinu og þá hækkaði sjóðstjórnin framfærsluna um 9% hjá námsmönnum. Þá var sagt sem svo, það er mikil kaupmáttaraukn- ing í landinu og nántsmenn eiga að fá hluta af henni. Við megurn ekki gleyma því, að þá var hækkað umfram fram- færsluvísistölu sem hefur verið grunnurinn að hækkun fram- færslukostnaðar námsmanna. Núna er það spurningin þegar mjög mikil kaupmáttarrýrnun er hjá almenningi: Hefur sjóðstjórn- in þá ekki tækifæri til að lækka framfærslukostnaðinn. Ég veit ekki hvort gripið verður til þessa ráðs, það er allavega möguleiki. Fólk þarf að taka bankalán og borga háa vexti „Persónuleg skoðun min er sú, að námsmenn fái yfir höfuð ekki of mikið. Það er að vísu mikið fyrir suma og minna fyrir aðra, vegna þess aðstöðumunar sem fólk býr við. Inni í framfærslugrunninum er m.a. ákveðinn húsaleigugrunnur sem er rangur, hann er heldur lægri en lægsta leiga á stúdentagarði er í dag. Á þvi sést að sjálfur grunurinn er rangur enda stendur til að end- urskoða hann. kröfum urn meiri fyrirframgreiðsl- ur bitnar á námsmönnum. Stúd- entar, sem þurfa að greiða leigu ár fram í timann þurfa, að taka al- menn bankalán og borga háa vexti af þeim yfir veturinn. Þetta eru þættir, sem bætast við framfærslu- kostnaðinn. Samt sem áður tel ég, að náms- lánin hafi hækkað verulega miðað við almennlaun á þessu ári. Því til sönnunar vil ég benda á kaup- skerðingar hjá launþegum í des. í fyrra, mars og júlí s.l. En á sania tíma voru námslánin ekkert skert. Námsmenn standa því hlutfallslega betur í samanburði við ýmsa hópa í þjóðfélaginu en þeir hafa gert áður. Námsmenn fá hækkanir sam- kvæmt framfærsluvísitölu, en ekki samkvæmt kaupgjaldsvísitölu sem ríkisstjórnin ákvarðar hverju sinni. Þar liggur hundurinn grafinn.“ „Launþegum hefur verið skammtað 4% launahækkun i haust, sem þýðir óverulega hækk- un. Ef námslán halda áfram að hækka eftir framfærsluvísitölunni verða þau etv. um 15000 kr. í des- ember meðan lægstu laun verða um 11000 kr. Námslán þá verða 36% hærri en lægstu laun miðað við þessar forsendur. Ég er hræddur urn-að ef þessi þróun heldur áfram verði staða lánasjóðsins neikvæðari út á við en ella. Álit sjóðsins batn- aði mjög mikið út á við er tekist hafði að prenta inn í fólk að urn lán væri að ræða sem yrðu endur- greidd. Nú gæti þetta allt gleymst og fólki bent á að ekki er sama Jón eða séra Jón. Mögulega gætu námsmenn sumir hverjir endað með hærri lán en tekjur foreldra sinna.“ Þú telur að 10—11 þúsund krón- ur myndu nægja námsmanni til framfærslu, en hvað segir þú þá um 8 þúsund krónumar sem námsmað- ur fær ef námslánin verða skert? ,.Á þessu stigi málsins er óljóst hvort að námslánin verða skert og hve mikið. En það má ekki gleyma því að við erum að tala um skerð- ingu til 3. mánaða. Námsmenn hafa ekki verkfallsrétt eins og aðrir launþegarog geta ekki krafist hærri námslána í gegnum þá leið. En þetta er 3—4 mánaða byrði hjá hverjum námsmanni síðan fer hann í sama farið aftur. Siðferðis- lega tel ég hollt að bera þetta saman við aðra launþega í landinu.“ Hræddur um að LÍN eigi eftir að lenda í vandræðum Heldur þú að þetta sé ekki byrj- unin á þeirri skerðingu sem á eftir að vera hjá LÍN á næsta ári? „Næsta árgæti orðið LÍN þungt í skauti. En þetta byggist allt á því hvað stjórnvöld ákveða í fjárveit- ingum næsta árs. Ekki alls fyrir löngu las ég það í blöðunum, að það vantaði 3 milljarða króna I fjárlagatillögur ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1984. Því miður vitum við ekki hvort í þeim tillögum er búið að skera Lánasjóðinn niður. I fjár- beiðni sjóðsins fyrir næsta ár er farið fram á 1.1. milljarð kr. sem er hlutfallslega hærri upphæð af rík- isfjárlögum heldur en áður hefur verið farið fram á. Því er alveg Ijóst að Lánasjóðurinn verður skoðaður mjög rækilega. Að öllum líkindum betur en aðrar stofnanir. Þvi er ég hræddur um að LÍN eigi eftir að lenda í ansi miklum vandræðum. Á því stigi málsins veðrur það spurn- ingin hve mikil samstaða verður meðal námsmanna. Verði samstað- an nógu mikil ættu þeir að halda hlut sínurn. En að mínu mati er það ljóst, að gerð verður tilraun til að skera LÍN niður. Öll framtíðarsýn er óljós „Annars er öll framtíðarsýn ntjög óljós. Sjóðstjórnin hefur gert tíma voru námslánin ekki skert. anir fyrir næsta ár með hliðsjón af nýjum úthlutunarreglum, sem eru rnjög rúmar fyrir námsmenn. I sjóðstjórninni er komin frarh tillaga um aukin tekjuumreikning. Þetta er að mínu mati, mjög þörf tillaga, þar sem fólki gefst þá tæki- færi á að vinna fyrir meiri tekjum án þess að eiga það á hættu, að allt, sem er umfrarn framfærsluna, veðri dregið frá námslánunum. Ég tel, að þetta sé vinnuhvetjandi fyrir námsmenn í stað þess að afla ein- ungis tekna upp að vissu marki. Það er staðreynd, sem ekki verð- ur gengið framhjá, að námsmenn hafa stundað það að vinna einungis upp að því marki sem Lánasjóður- inn lánar, vegna þess, að þeir vita að allt, sem er umfram. verður dregið frá námslánunum. En ef við lítum til lengri tíma og fólk hefur þennan möguleika að afla sér meiri tekna án þess að það sé dregið frá námslánunum, mun ásóknin í sjóðinn minnka, eða standa í stað. Það er ekkert laun- ungarmál. að það er aðeins 40% námsmanna sem rétt eiga á láni á íslandi, sem fá lán úr sjóðnum og með auknum tekjuumreikningi ættum við að geta kornið í veg fyrir að það hlutfall aukist.“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.