Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.09.1983, Blaðsíða 16
Stúdentaráð ályktar: Um fjöldatakniarkanir Meiri hluti háskólaráðs hefur undanfarin ár samþykkt fjölda- takmarkanir í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlæknis- fræði. Komið hefur fram tillaga frá lyfjafræði lyfsala um fjölda- takmarkanir þar og uppi eru hugmyndir um fjöldalakmark- anir í byggingaverkfræði. Þar að auki hefur komið frarn til- laga í háskólaráði um að tak- marka almennt aðgang að há- skólanum. SHÍ hefur ætíð verið andvígt fjöldatakmörkunum í hvaða mynd sem er og mótmælir harðlega öllum hugmyndum þar að lútandi. SHÍ vill minna á að fjölda- takmarkanir leysa engan vanda heldur séu þær einungis til að velta vandanum á undan sér. SHÍ ítrekar þá afstöðu sína að fjöldatakmarkanir séu uppgjöf í baráttunni við ríkisvaldið fyrir auknu fjármagni til HI og þar með bættri aðstöðu til kennslu og rannsókna. SHÍ bendir á að hérlendis er ekki nein heildarstefna í menntamálum og það sé al- gjörlega út í hött að láta það bitna á nentendum sem æskja háskólanáms. Um hugvélar SHÍ fordæmir hið miskunn- arlausa fólskuverk sovéska hersins að skjóta niður farþega- flugvél og drepa þannig sak- laust fólk með köldu blóði án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. SHÍ telur að þessi fáránlega hernaðaraðgerð sé enn ein sönnun þess hvað það er nauð- synlegt að vígbúnaðarkapp- hlaupinu verði hætt hið bráð- asta, afvopnun komið á og tor- tryggni í samskiptum ríkja eytt. Um námslánin Stúdentaráð Háskóla íslands lýsir megnri óánægju sinni með samþykkt stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að fresta hluta af greiðslum haustlána nú í haust. Sérstaklega er SHI óánægt með þá skerðingu á kjörum sem verður hjá nemendum á 1. ári nú á haustmánuðum. Það er engin lausn fyrir starfsemi LÍN að fresta greiðslum og því síður lausn fyrir námsmenn. SHÍ ítrekar kröfur sínar um að staðið verði við þær skuld- bindingar við nántsmenn sem felast í lögum og reglum sjóðs- ins. SHÍ skorar á stjórnvöld að útvega það fé sem á vantar svo úthlutun námslána geti farið eðlilega fram án þeirra frestana sem nú standa til. Ennfremur skorar SHÍ á Al- þingi að á fjárlögnm fyrir árið 1984 verði LÍN veitt það fjár- magn sem sjóðurinn þarfnast og kemur fram í fjárbeiðnum sjóðsins fyrir næsta ár. 3tfSwfr "S Tt) *■ Veröur haustid heitt Námsmannasamtökin létu ekki sitt eftir liggja í þeirri veglegu friðar- viku sem fram fór í borginni dag- ana 6.—11. september. Föstudags- kvöldið 9. gengust SHÍ, SÍNE og BÍSN fyrir fundi með Bretanum Dan Smith, undir heitinu „Verður haustið heitt? — Vígbúnaðarkapp- hlaupið og barátta evrópskra frið- arhreyfinga.“ Auk þess að vera höfundur bókar um hagkerfi hern- aðarins og Stríðsatlasins er Breti þessi einn helsti forystumaður breskrar og evrópskrar friðarhreyf- ingar. I ræðu sinni minntist Dan meðal annars á þær hörmungarmyndir sem vígbúnaðarkapphlaupið hefur tekið á sig þegar stjórnvöld vilja koma fyrir kjarnaeldflaugum í þeim tilgangi einum að auka „öryggis" tilfinningu þegnanna. Það er svo aftur von allra baráttu- glaðra friðarsinna (pínulítið mót- sagnakennt) að baráttan verði hörð, — haustið heitt — og öll hernaðarumsvif stjórnvöldum dýr- keypt. Þátttaka í fundinum var sæmileg (þó lítil miðað við marga aðra dag- skrárliði vikunnar) og víst er að menn fóru heim stórum fróðari en þeir komu. ...... Skílafrestur í næsta blað er til 7. október Slúður I hvaö fer 1000 kallinn Mörgurn fátækum stúdentinum krossbrá í vor þegar það fréttist að skráningargjaldið í Háskólann ætti að vera 1000 kr. Mönnum þótti þessi 100% hækkun á milli ára sví- virðileg. Hér á eftir fara útskýringar á því í hvað 1000 kallinn fer í raun og veru. Stúdentaráð HÍ kr. 280.-(28%) Stúdentaskiptasjóður kr. 100,-(10%) Félagsstofnun stúdenta kr. 620,- (62%) í Stúdentaskipasjóð fara 100 kr. af hverju skráningargjaldi en sá sjóður er hugsaður til að styrkja ýntsa þá félagsstarfsemi sem fer fram innan deilda skólans, s.s. blaðaútgáfu. Félagsstofnun stúdenta tekur raunar bróðurpartinn af skráning- argjaldinu, 62%. FS er stofnun sem rekin er af Stúdentum en þeir hafa meirihluta í stjórn stofnunarinnar. FS rekur m.a. matsölu, kaffistofur, ferðaskrifstofu, bóksölu, stúdenta- LANDSBANKI ÍSLANDS ■ll II. ArvkjarU O OO é> ö: íioil 5507539 Þau 28% sem Stúdentaráð fær, fara til að greiða laun Formanns Stúdentaráðs, starfsmanns á skrif- stofu og ritstjóra Stúdentablaðsins. Einnig fer stór hluti af þessum peningum til reksturs skrifstofu Stúdentaráðs en þar er m.a. rekin atvinnumiðlun á vori og húsnæðis- miðlun á haustin. Útgáfa Stúdentablaðsins er og nokkuð ntikill hluti af rekstrinum. garða ásamt ýmsum öðrum þátt- um. Hér hefur aðeins verið gerð gróflega grein fyrir því í hvað þessi peningur fer. Ef stúdentar hafa áhuga á að vita eitthvað nánar um þessi mál er formaður Stúdenta- ráðs og aðrir kjörnir meðlimir ráðsins fúsir til að veita allar nánari upplýsinga r. Nom-þing Eins og lesendur Stúdentablaðsins rekur kannski minni til var haldið NOM-þing í Finnlandi síðastliðið vor. Og enn skal þingað, og núna í sjálfri Svíþjóðinni. Þing verður háð Stokkhólmi helgina 8.—9. októ- ber. Umræðuefnin verða tvö: Staða og vandi kvenna gagnvart æðri menntun. Santnorrænn vinnuntarkaður. í ráði er að þangað fari fyrir ís- lands hönd Guðvarður Már Gunnlaugsson varaformaður SHÍ og Jóhanna M. Einarsdóttir for- ntaður hagsmunanefndar. Vonandi heyrum við eitthvað af þinginu í næsta eða þarnæsta blaði. Þá vitum viö þaö Þegar menn komast til æðstu metorða er nauðsynlegt að gera eitthvað sniðugt svo menn falli ekki í gleymskunnar dá. Að minnsta kosti fannst núverandi formanni Stúdentaráðs það þegar hann var sestur í stólinn harða. Aðalsteinn hafði ekki setið þar nema unt það bil tvo mánuði þegar hann hannaði sér nafnspjald til dreifingar. Þetta var mikið og vandasamt verk og því tók Aðal- steinn sér langan tíma til að koma nafnspjaldinu í höfn. En hver er tilgangurinn með slíku. Ófrómir menn segja að það sé einungis til þess fallið að benda á ntikilvægi starfs Aðalsteins og einnig sé það vel til þess fallið að ná í góða ráðs- konu í búið, þar eð konur séu al- mennt mjög ginkeyptar fyrir slík- unt og þvílíkum ósóma. Yfir í tanngarði... eru menn ekki alltof hressir. Há- skólaráð gerist prófessorunt deild- arinnar þungt í taumi. Óstaðfestar fregnir, — gangandi manna í mill- um, — hernia að kennaraliðið í heild sinni hyggji á uppsagnir. Tvisvar á þessu ári hefur háskóla- ráð sett ofan í við deildina; í fyrra sinnið þegar ekki fékkst leyfi til að reka úr skólanum nenta sem höfðu uppi drykkjulæti og skemntdarverk í húsnæði skólans. Háskólaráð lét sér nægja að skamnta strákana. Steininn tók svo úr núna í haust þegar hleypa á 9 nentuni upp á annað ár þar sem komin er hefð á að þeir séu 8. Tanngarður rúmar líka engan veginn slíkan fjölda. Röksemd háskólaráðs er að með áttundu einkunina hafi verið tveir nemar jafnir og hlutkesti ekki nógu heppilegt leið. Annars tekur Stúdentablaðið enga ábyrgð á svona bölvuðum kjaftasögum. Jæja stelpur Einhvern tíma minnist ég þess að hafa heyrt illa talað um sýninga- stelpurog tískudrósir. Yfirleitt held ég að þetta hafi átt að ná til allra þeirra kvenna sent nýttu kvenlega fegurð sína til sölu eða útbreiðslu á vörunt eða ideólógíu. Auðvitað voru þetta kommakvendi en mérer þó ekki grunlaust unt góðar undir- tektir Hvatarkvenna (orðnar lang- þreyttar á kvenfyrirlitningunni). Það er því hið versta mál ef stelpur eru notaðar sent eitthvert kosningatrix í stúdentapólitíkinni. I síðustu kosningum skipuðu stelpur fyrsta sæti á tveimur listanna, ann- að sæti á þeint öllunt og af 15 nýj- um stúdentaráðsliðum voru 7 stelpur. En enn sem fyrr sjást nær eingöngu strákar hér á annarri hæð í FS. Það er ekki nóg að fá út hag- stæða höfðatölu i stúdentaráði. Þetta kostar allt átök og vinnu. Áfram stelpur. sambúdin Nú segja illar lungur að hveiti- brauðsdagar samstarfsaðilanna í Stúdentaráði séu liðnir. Þrátt fyrir slæma daga hægri stjórnar í land- inu, yfirvofandi niðurskurð og aðra óáran þá eru áhyggjur fulltrúa vorra í stjórn FS af öðrum loga. Þar vila kumpánarnir Kristján Ari Arason og Þorsteinn Húnbogason ekkert verra en fólsku hvors annars og er nú ýmsum brugðið eins dæi- legt og samkomulagið virtist á þeim bænum síðasta vor . ..

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.