Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 4
4 STÚDENTABLAÐIÐ færri hafa aðstöðu til að lesa á les- stofum en heildartala lessæta gæfi tilefni til. Safnið hefur þó umsjón með örfáum lesstofum. Þegar fólk kemur til okkar og spyr hvar það geti lesið, er Árnagarður í raun eini staðurinn sem við getum vísað á óháð því, í hvaða deild það stundar nám.“ kr. og inni í þeirri upphæð er aukafjárveiting sú sem veitt var í ár. Þessir peningar eru nú um það bil að verða búnir. Á haustin koma stórir reikningar fyrir áskriftir að timaritum og ef við getum ekki borgað þá. falla áskriftirnar niður." Tæplega hálf bók ,,Hvað eru margir stúdentar skráðir við Háskólann, jú þeir eru rúmlega 4000 og ef við kaupurn 2000 bækur svarar það til að það sé keypt tæplega háif bók á mann. Safnið er m.a. með skammtíma- lánakerfi þarsem bækureru lánað- ar til 1—3ja daga í senn. Kennarar taka frá bækur í þessu skyni, sem þeir ætla að nota í tilteknum námsskeiðum. Þegar bókakostnað- ur stúdenta er orðinn slíkur sem raun ber vitni gæti það sparað þeim mikið fé ef safnið hefði meira fé lil kaupa á hliðsjónarritum vegna námsins." Bókagjafir — lifir safnið á þeim? „Þegar Benedikt S. Þórarinsson arfleiddi safnið að bókasafni sínu sem var mjög stórt, var það tekið fram í gjafabréfinu að safninu skyldi haldið sér. Síðan höfum við fengið fjölmargar bókagjafir bæði stórar og smáar. En engri þeirra hefur verið haldið aðgreindri frá öðrum bókakosti safnsins. Við tök- um ekki við gjöfum með slíkum ákvæðum nema rík ástæða sé til. Það setur safninu talsverðar skyld- ur að halda einkabókasöfnunum Halldóra Þorsteinsdóttir við notendafræðslu í Háskólabókasafni. Lítið fé til ritakaupa í ár „Hvað varðar ritakaupafé er safnið illa statt. 1 ár hefur safnið 1.6 milljónir kr. til bóka- og tímarita- kaupa. Undanfarin ár höfum við keypt um 2000 bækur á ári. Keypt tímarit í áskrift eru 550. Þó ber að geta þess að þeir tímaritatitlar sem við fáum eru um 1350, en þar koma til aðrir þættir s.s. ritaskipti og gjafir. Raunvísindastofnun Há- skólans kaupir og nokkra tugi tímarita. Sú fjárveiting sem safninu er ætluð í ár mun líklcga nægja til að kaupa bækurnar og greiða helminginn af tímaritsáskriftunum sem við höfum. Til að endar nái saman þyrftum við að segja upp helmingnum af tímaritaáskriftunum. Það er hlutur sem menn eru eðlilega ekki sáttir við. Skipting milli bóka og tímarita hefur breyst nokkuð á undanfi'rn- um árum. Fyrir tveimur árum eyddum við jafnmiklu fé til kaupa á tímaritum og bókum. En nú eru tímaritin farin að taka meira af fjármagninu til sín. í fyrra keyptum við fyrir 1.4 milljónir kr. og allstór hluti af því fé var aukafjárveiting. í ár fáum við eins og ég sagði áðan 1.6 milljónir sér. í stað þess eru gefin rit venju- lega auðkennd á einhvern hátt, svo sem nieð bókmerki eða sérstökum stimpli. Þannig hefur þcssu verið varið allar götur síðan Benedikts- safn var gefið, þangað til í fyrra að Jón Steffensen prófessor gaf safn- inu bókasafn sitt sem er mjög sterkt á sviði sögu heilbrigðismála. Það safn er afar sérstætt og því var ákveðið að því skuli haldið sér, þegar það verður afhent. Jón arf- leiddi safnið einnig að húsi sínu. Það verður að öllum líkindum selt og andvirðið notað til aukningar og viðhalds safni Jóns. Það er ógjörningur að meta það hve stór hluti safnsins eru gjafir og á að meta gjafirnar eftir magni eða mikilvægi. Rit kaupum við af brýnni þörf vegna kennslu og rannsókna. Gjafirnar auka hins vegar á fjölbreytileika safnsins og styrkja, en þær koma aldrei í stað- inn fyrir bókakaup, ekki neitt ná- lægt því. Það lifir ekkert háskólabókasafn eingöngu af gjöfum. Sumar gjafir eru þó þannig vaxnar að við getum valið ritakostinn sjálf. Þannig var t.d. gjöf Blackwellútgáfunnar í Sjá næstu síöu Háskólabókasafn gefur út margvfslega upplýsingabæklinga. Þeirliggja allirframmi í safninu. „Kennsla og safnnotkun eru ekkí nægjanlega samþætt” — segir Einar Sigurdsson háskólabókavördur Stofndagur Háskólabókasafns telst vera 1. nóvember 1940, þótt rætur þess liggi lengra aftur. Allar götur síðan hefur aðalbókasafnið verið til húsa í aðalbyggingu háskólans. Safnið hefur þó á undanförnum árum fært mjög út kvíamar og er nú með 15 útibú hér á lóðinni og út um bæinn. Háskólabókavörður er Einar Sigurðsson, Stúdcntablaðið snéri sér til hans og spjallaði við hann um safnið og málefni þess. Háskólabókasafn, fyrir hverja og til hvers? „Háskólabókasafni er ætlað að þjóna öllum nemendum við H.í. svo og öðrum þeim sem vilja afla sér þekkingar. Eins og allir vita koma i flestum greinum ný sann- indi mjög ört fram. Nýjar rann- sóknaraðferðir eru viðhafðar og nýjum og fullkomnari tækjum er beitt. Vísindalegt nám er einkum fólg- ið í þrennu: Að afla sér frumþekk- ingar í tiltekinni grein eða greinum, kynna sér fræðilegan grundvöll greinarinnar og tileinka sér þá hugmyndafræði og þann hugsun- arhátt. sem er forsenda árangurs við nám og störf á því fræðasviði sem um er að ræða. Enn fremur þarf einstaklingurinn að ná valdi á þeirri tækni og þeim aðferðum sem nauðsynlegar eru til að vinna að fræðilegum verkefnum á sjálfstæð- an hátt. Bókasafnsþjónusta er fólgin í þremur þáttum; söfnun, varðveislu og miðlun upplýsinga. Allir þessir þættir eru mikils virði, ekki síst sá síðast taldi.“ Hvernig geta stúdentar kynnt sér safnið? „Safnfræðsla er lykillinn að því að stúdentar læri að notfæra sér safnið. Háskólabókasafn hefur gefið út leiðarvísi um safnþjónust- una. í honum er greint frá því helsta sem nýir notendur safnsins þurfa að vita. Nemendur ættu að kynna sér þennan bækling vel og hafa hann handbæran hvenær sem á þarf að halda. Safnið hefur einnig látið gera kynningardagskrár um safnið. Svo ég lýsi þeim aðeins nánar, þá voru fyrir nokkrum árum teknar lit- skyggnumyndir í aðalsafni og i úti- búunum. Þeim fylgir tal sem flutt er af snældu jafnóðum. Önnur dagskrá er aðfengin, en staðfærð og þýdd. Þessar dagskrár henta jafn vel litlum sem stórum hópum. Kynningarheimsóknir í safnið hafa verið vinsælar. Stúdentar koma þá í 10—15 manna hópum. Bókavörður fylgir þeim um safnið og lýsir fyrir þeim spjaldskrám og öðrum hjálpargögnum. í leiðinni segir hann almennt frá safnstarf- seminni, en kynnir þó sér í lagi bókakost þeirrargreinarsem um er að ræða hverju sinni. Starfsmenn Háskólabókasafns eru þess mjög fýsandi að stúdentar hafi sjálfir frumkvæðið að því að koma slíkum safnkynningum á í hverri grein. I sumum greinum er búið að koma á framhaldsfræðslu í safn- notkun fyrir stúdenta sem komnir eru nokkuð áleiðis í námi. Þá er farið að reyna verulega á sjálfstæða vinnu við úrlausn verkefna. í þess- ari kynningu er stúdentum m.a. kennt að nota heimildargögn við- komandi greina. Sú kennsla fer einkum fram með verklegum æf- ingum.“ Bókakostur og skylduskil „Safnið fær í skylduskilum allt það efni sem prentað er í landinu. Landsbókasafn sér um að inn- heimta þetta efni og sendir síðan Háskólabókasafni eitt eintak. Þetta tryggir að safnið á eintak af öllu því sem út kemur á prenti í landinu. Bókakostur safnsins er um 225 þúsund bindi og á að giska fimmt- unguraf því eru íslensk rit. Um 130 þúsund bindi eru í aðalsafni, 65 þúsund bindi eru í hinum ýmsu safndeildum utan aðalsafns og 30 þúsund bindi í geymsluhúsnæði úti í bæ.“ Húsnæðismál og aðstaða „í öndverðu þegar bókasafnið var stofnað rúmaðist það allt í að- albyggingunni. Sá salur sem nú er handbókasalur var þá eini lessal- urinn. Þar var lesaðstaða fyrir 32 stúdenta. Þá var það trú manna að þessi 32 sæti myndu duga um langan tíma, en samfara örri Einar Sigurðsson Háskólabókavörður. stækkun Háskólans hefur bóka- safnið einnig vaxið. Fyrir 15 árum var farið að opna útibú frá aðal- safninu og flytja þangað bókakost. Síðan höfum við þann aftöppunar- möguleika að flytja bækur í geymsluhúsnæði sem við leigjum úti í bæ. Þangað flytjum við rit sem lítið reynir á í notkun. Þegar rit er flutt í geymslu eru gerðar viðhlít- andi merkingar í spjaldskrá þ.e. skrifað er með blýanti „g“ á spjald viðkomandi bókar. Stúdentar geta því eftir sem áður fengið bókina lánaða. Það tekur þó aðeins lengri tíma. En auðvitað rýrir það gildi aðalbókasafnsins verulega þegar flytja þarf bækur úr því í geymslu. — Hvað um lestrarhúsnæði? „í byggingum háskólans er les- aðstaða fyrir samtals 700—800 manns. Það myndi hvarvetna þykja þokkalegt hlutfall, mið- að við fjölda nemenda. En í háskólanum ríkir samt sem áður dálítið skrýtið ástand í þessum málum, því nálega ekkert af þessu húsnæði er hér á aðalsafninu, að- eins örfá sæti ætluð til skamm- tímanota. Lestraraðstaða er því mjög tvístruð víðsvegar um bæinn og safnið hefur í mörgum tilvikum ekkert eftirlit með þessu húsnæði. Þetta er mjög dýr lausn því að nýt- ing er oft á tíðum slæm. Stúdentar helga sér kannski ákveðið sæti og halda því allan veturinn óháð því hvort þeir nota sætin að staðaldri eða ekki. Það þýðir í raun, að mun

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.