Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 7
STÚDENTABLAÐIÐ 7 Hvernig er kosið til 1. des. Senn fara í hönd kosningar til 1. des. Því er ekki úr vegi að fræða fólk örlítið unt tilhögun kosning- anna og annað þar að lútandi. í lögum hátiðanefndar 1. des. segir. Tilgangur nefndarinnar er að halda hátíðlegan 1. desember ár hvert og minnast nteð því fullveldis þjóðarinnar. Einnig skal nefndin gefa út blað í tilefni dagsins. Nefndin skal skipuð 7 mönnum sem sjálfir skipta með sér verkum. Leynileg listakosning Nefndarmenn skulu kosnir leynilegri listakosningu á stúdenta- fundi á tímabilinu 16—22. október ár hvert. Fundur þessi fer fram að kvöldi frá 8—12 og er hvortveggja í senn kjörfundur og franrboðsfund- .ur. Einnig eru þar leyfðar almenn- ar umræður. Kosningarétt hafa allir innritaðir nemendur í Hl. Sá listi sem flest atkvæði hlýtur fær alla nefndarntenn. Þriggja nianna kjörstjórn Nefndin á að kjósa þriggja manna kjörstjórn til að annast kosningar næsta hausts. Að minnsta kosti 15 dögum fyrir kjördag skal auglýsa kjördag og 10 daga framboðsfrest. Á hverjunt lista sem boðinn er fram skulu vera undirskriftir 10 stuðningsmanna frambjóðenda, og honum skulu fylgja tillögur unt markmið og til- högun hátíðahaldanna. 50 stúdentar hið fæsta Reglugerð 1. des. nrá aðeins breyta á alntennum fundi stúdenta, sem nefndin skal boða til, konti fram krafa þess efnis frá þrernur nefndarmanna eða 50 stúdentum hið fæsta. Slíkur fundur skal auglýstur nteð a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Breytingartillögur skulu því aðeins öðlast gildi, að þær hljóti % greiddra atkvæða. Þetta er það sem Reglugerð há- tíðanefndar 1. des. segir um há- tíðahöld þau sem senn fara 1 hönd, hvað finnst ykkur? Hvað sem illa árar, alltaf stendur I. des. fyrir sínu. Þó stjórnin steli kaupinu, snjórinn færðinni og vondir kallar úti í heirni ógni frið- inum þá verður 1. des. aldrei af okkur tekinn. Að vísu eru til óstabíl- ir dagar á dagatalinu. eins og 29. febrúar og heyrt hef ég um vald- hafa sem ráðskast með jólin. En fyrsti des. verður alltaf fyrsti 1 des- ember og því verður ekki haggað. En fyrir okkur hér á Fróni er dagurinn annað og meira. Þennan dag fyrir 65 árum samþykkti kóng- urinn í Kaupmannahöfn að ísland væri frjálst og fullvalda ríki, — en ekki óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis. Þetta var upphafið að því að íslendingar yrðu kóngslausir og höfuðborg íslands varð Reykjavík en ekki Köben. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, — án þess að stúdentar hafi látið það nokkuð á sig fá. f öll þessi ár hafa íslenskir háskólastúdentar minnst dagsins nteð einhverjunt hætti. Fyrstu Stúdentablöðin, en það hóf göngu sína 1924, voru fyrsta des. blöð. Seinna fjölgaði tölublöðunum en áfram var þó eitt þessara blaða gefið út l.des. Stúd- entar voru að sjálfsögðu með mis- munandi meiningar unt mannlífið og pólitíkina, þá eins og nú. Engu að síður var ekki um neinar I. des. kosningar að ræða. Stundum virð- ist jafnvel að menn hafi gert í því að standa saman þennan dag. Allir aðilar virðast hafa fengið að viðra skoðanir sínar í blaðinu, enda bar- áttan alls ekki eins hörð í den eins og síðar hefur orðið. Róttæk vinstri skoðun lét á þess- um árum ævinlega I minnipokann og frá því á síðari hluta fjórða ára- tugarins sat Vaka oftast ein að völdum. Þeir völdu því líka 1. des. umræðuefnið eftir að sá siður komst á að taka einhver ákveðin þemaefni fyrir. Sá háttur hefur lík- lega komist á fljótlega uppúr stríði samhliða staðlaðri hátíðardagskrá sem hélst frant á síðasta áratug. Dagskráin var eitthvað á þessa leið: Einhver tíma í kringum há- degið var rnessa í kapellu háskólans og eftir það skrúðganga stúdenta frá háskólanum að Alþingishúsinu þar sem einhver merkismaður I þjóðlífinu flutti ræðu af svölum hússins. Á sjöunda áratugnum virðast reyndar hafa verið sleppt tveimur síðarstöldu liðunum, þannig að ntilli guðsþjónustunnar og síðdegisdagskrár sem við víkjum nú að hefur verið alllangt hlé. Síð- degis, einhvern tíma ntilli tvö og liálf fjögur hófst svo heilmikil dag- skrá í hátíðarsal skólans. Þar fluttu forystumenn stúdenta og aðrir menntamenn ræður, leikið var á hljóðfæri, kvæði lesin og söngur sunginn. Unt kvöldið var svo hóf i einhverjum góðunt sal í borginni þar sem flutt voru ávörp, gaman- mál, söngur og önnur skemmtan. Sjálfsagt hefur svo verið dansað og drukkið frant á rauða nótt. Fyrr er minnst á að Vaka hafi haft töglin og hagldirnar á þessum samkomum. Við það er tvennu að bæta. Samkomurnar virðast ekki hafa haft mikinn pólitískan blæ yfir sér. Sem dæmi er nafn Þórbergs Þórðarsonar í dagskránni eitt árið, sent allir vita þó að var enginn vökustrákur. Seinni athugasemdin var að 1953 tapaði Vaka meirihluta sínum í hendurnar á öllum hinum, en þá höfðu kratar, kommar, framsókn- armenn og þjóðvörn hver sína fylkinguna í stúdentapólitíkinni. Þessi aðilar tóku nú veru erlends hers i landinu á dagskrá sem allir voru þá á móti nema Vaka. Finimtíuogfjögur er meirihluti Stúdentaráðs enn á móti veru er- lends hers í landinu, en árið 1956 er svo komið að sjálfstæði landsins stafar helst ógn af íslenskum kommúnistum. Eftir það heldur Vaka meirihluta sínum allt til árs- ins 1970. Hér eru skjallegar eða prentaðar heimildir mjög af skorn- um skammti en að sögn eins þeirra manna sent stóð í eldlinunni á þessum árum voru tvær samkomux haldnar ’69 eða '70. Vaka vann þá með eins atkvæðis mun kosningar sem skáru úr um hvort átti að halda I.des.dagskrána.Vinstrimennvildu ekki una þessu og héldu sína eigin dagskrá, sem ekki varð fámennari. Þetta var líka í síðasta skipti sem Vaka vann 1. des. kosningar, síðan hafa vinstri ntenn séð um dag- skrána og var eitt þeirra fyrsta verk að brjóta upp hið gamla hefð- bundna form á hátíðardagskránni. Hvenær fyrstu 1. des. kosning- arnar fara fram er ekki fullljóst af þeint heimildum sent ég hefi undir höndunt; virðist sem þær hafi a.rn.k. ekki orðið mjög afgerandi þáttur í stúdentalífinu fyrr en á síðasta áratug. Og vist er að fyrir sjötíu tíðkaðist alls ekki að untræðan í 1. des. blaðinu væri svo einlit sem síðar varð. í þá tíð hafa jafnvel helstu andstæðingar liltekins efnis fengið rúm fyrir sitt sjónarmið í blaðinu. Ég vona að menn virði mér til vorkunnar hvað margt í þessum pistli er aðeins eitthvað sem mér virðist og held, en fátt sem ég veit. Nær einu heimildirnar eru Stúd- entablaðið, — þau blöð sem til eru hér á skrifstofu blaðsins, — og að mörgu leyti er Stúdentablaðið mjög vond heimild og allsstaðar ábótavant. Á skrifstofu Stúdenta- ráðs eru engin gögn til frá þessum tíma sem að gagni kunna að koma. -b.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.