Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 9
STUDENTABLAÐIÐ 9 Félag yinstri manna býður fram til 1. des. undir kjörorðinu: „Sjálfstæöi eitthvaö ofan á brauð? 0 Einræði — Sjálfstæði? % Pólland — ísland? • Valdníðsla — Samningsréttur? ^ Forréttindi — Jafnrétti? • Flugstöðvarbygging — Námslán? • Helstefna — Lífstefna? • Frjálshyggja — Félagshyggja? 0 Auðvald — Verkalýðsvald? % Vaka — Vinstrimenn? 3. Níels Einarsson mannfræði 4. Sóley Reynisdóttir hjúkrunarfræði Björn Guðbrandur Jónsson: Listi FVM til 1. des kosninga 20. okt. 1. Birna Gunnlaugsdóttir mannfræði 2. Karl Axelsson sagnfræði 7. Jón Gunnar Grjetarsson sagnfræði í ljósi þess ástands sem er að skapast á íslandi þessa dagana virðist vera full ástæða til að setja spurningarnierki við ljóðlínuna frægu. Þó svo að við hljótum að viðurkenna að lífskjör hafi hér verið góð á heimsmælikvarða alla vega síðustu 3—4 áratugi þá er nú svo komið að afkomu stórs hluta landsmanna er stefnt í voða. Þetta gerðist fyrir beinan þátt stjórn- valda, með lagasetningu og efna- hagsaðgerðum, en á sanra tíma eru íslensk stjórnvöld fúsari en nokkru sinni að vinna undir verkstjórn sterkra erlendra aðila svo sem bandaríska hersins og ýrnissa álfé- laga. Hér er á ferðinni mjög alvarlegt mál. I fyrsta lagi er verið að keyra til baka árangur af áratuga baráttu verkalýðshreyfingarinnar með til- heyrandi flutningi valds og fjár- muna til atvinnurekenda, milliliða og hvers kyns forréttindahópa í landinu. í öðru lagi er verið að bjóða sjálfstæði landsmanna út og þrýsta okkur enn fastar ofan í vömbina á bandaríska hernum, þaðan sem sagan sýnir að erfitt er að komast. Afturhald að verki Það er beinlínis hroðalegt að horfa upp á slíkt afturhald í verki, hér er allt orðið á öfugum snúningi miðað við það sem vinstri menn og frjálslynd öfl I landinu hefðu kosið. I stað þess að vinna að auknu efnahagslegu öryggi launafólks er nú markvisst unnið að því að skapa hjá því öryggisleysi, sem eftir allt saman kann að falla núverandi stjórnendum vel í geð því slíkt ástand gerir fólk jú leiðitamara og auðveldara að stjórna. llinn sterki einstaklingur, eftirlæti fjármála- valdsins í dag, þrífst jú best í hjörð ráðvilitrar og sundraðrar alþýðu. I stað þess að slá hring um það sem eftir er af sjálfstæði lands og þjóðar og ná til baka þeirn hluta sem fallið hefur í hendur banda- ríska hersins og Alusuisse m.a. þá eru þessum aðilum boðnir gull og grænir seðlar til að tryggja endan- lega vanmátt og ósjálfstæði þjóð- arinnar. Rýrnandi sjálfstæði Það er augljóst að íslensk stjórn- völd hafa aldrei þorað að stíga skrefið frá 1. des. 1918 til fulls. 17. júní 1944 er ísland lýst sjálfstætt ríki. þá hersetið land, og skömmu siðar fer einmitt að halla undan fæti i þessuni efnum, 1949 og 1951 þegar ísland gengur í NATÓ og hleypirerlendum her inní landið. Á þeim tíma sem liðinn er hefur lýð- veldið ísland sífellt fest meira á reiðing liins bandariska herveldis seni og erlendra auðfélaga. Þessi framvinda hefur gerst að mestu hljóðlega og umræða urn hana hefur ekki fengið inni hjá út- breiddústu fjölmiðlum landsins. Á sama tíma hefir átt sér stað sú mesta lífskjarabylting sem þjóðin hefur upplifað. Það er meira en freistandi að setja þetta tvennt í samhengi hvort við annað. Eldra fólk hér á landi mun flest vera sammála um að hagur al- mennings hafi batnað stórlega í og eftir stríð (Blessað stríðið . .. )og að sjálfsögðu dásama flestir þessa breytingu, ekki síður þeir yngri, sem reyndar þekkja ekki annað en velsældina og vita mest lítið um kjör almennings hér fyrr á öldinni. En hversu traustum fótum stendur þessi lífskjarabylting, hversu stór hluti hennar er á ábyrgð Marshall- hjálpar, erlendra lánadrottna og ýmissa hugsanlegra viðskiptaíviln- anna vegna lítilþægni íslenskra stjórnvalda? Aftur má spyrja, hvaða skilyrði ísíensk stjórnvöld hafa undirgengist í viðskiptum sín- um við erlendar valda- og pen- ingastofnanir? Hið sjálfstæða og fullvalda ríki og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn Mér finnst ástæða á þessu stigi til að staldra við og athuga hvað felst í því að kallast sjálfstætt og fullvalda ríki. í því hlýtur að felast að allar ákvarðanir varðandi innri mál ríkis séu teknar innanlands, af kjörnum fulltrúum, embættismönnum, stofnunum og í besta falli af þjóð- inni sjálfri og þessarákvarðanirséu teknar án allrar íhlutunar og þrýst- ings utan frá. í stuttu niáli. sjálf- stætt og fullvalda riki ræður sínum málum sjálft. Fyrir þennan rétt er fólk tilbúið að leggja ýmislegt á sig og fyrir þessu var barist á íslandi öldurn saman. Sú barátta barávöxt þann I. des. 1918. Það verður hins vegar ekki ann- að séð en í neyslukapphlaupi sínu síðustu áralugi hafi íslendingar lítt skeytt um sjálfstæði sitt sem þjóð og jafnvel haft það ofan á brauð. Nú fyrir skemmstu kom forsprakki fjármála (með meiru) hér á landi alls ófeiminn fram fyrir lýðinn og tilkynnti niðurfellingu ferða- mannaskatts á gjaldeyri vegna þess að hann væri ekki þóknanlegur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sjóður þessi er ásamt Alþjóða- bankanum alþjóðleg peninga- og lánastofnun undir handleiðslu Bandaríkjamanna sem lánarvíttog breitt um heiminn ekki síst til 3. heims landa. Sjóðurinn hefur á 5. Sólveig Oladóttir mannfræði 6. Súsanna Svavarsdóttir bókmenntir síðustu árum, með aukinni skulda- söfnun 3. heims ríkja, fært sig sífellt upp á skaftið og leggur nú línurnar varðandi efnahagspólitík fjöl- margra „sjálfstæðra" þjóðríkja. Sú efnahagspólitík er nrjög á einn veg og svipar til þeirrar stefnu sem hérlend stjórnvöld hafa nú tekið upp. Það verður enda að teljast líklegt í ljósi yfirlýsingar fyrr- greinds fjármálamanns að ákvarð- anir varðandi íslensk efnahagsmál séu að einhverju leyti kornnar í hendurnar á Alþjóðgjaldeyris- sjóðnum. Misskipting kreppunnar Svo vikið sé aftur að breyting- unni miklu á íslandi þá hlaut ís- lensk alþýða fyrir baráttu sína tals- verðan skerf af hinum auknu lífs- gæðum í landinu og í dag búunt við við býsna fullkomið heilbrigðis- og menntakerfi sem veitist öllum lýðnum. En það eru líka þessir þættir sem greinilega eiga að bíta úr nálinni nú þegar alþjóða fjár- málastofnanir fara að heimta sitt aftur. íslensk alþýða og heilbrigðis- og menntakerfi í hennar þágu skulu fá að punga út fyrir „hóglífi sitt“. Á sama tima er fjármagni ausið í andlitslyftingu suður á Keflavíkurflugvelli, Seðlabankinn tútnar út yfir hálfan Arnarhól og bankar og stórverslanir þrífast sem aldrei fyrr. Það er augljóslega eitt- hvað bogið við þann áróður að nú sé almenn kreppa í landinu, henni er bersýnilega misskipt eins og fleiru. Félag vinstri manna við Háskóla íslands telur að sjaldan liafi verið meiri þörf á að jafna kjörin í þessu landi og standa vörð um þá ávinn- inga sem náðst hafa á síðustu ára- tugum. Félagið vill taka þátt í að stöðva árásirnar á kjör launafólks og snúa til baka helreið stjórnvalda á vit erlends hervalds. 1. desember er skammt undan, baráttusam- koma stúdenta þann dag erkjörinn vettvangur til að taka feimnislaust á þessum málum. Björn Guðbrandur Jónsson Sú yfirskrift sem vinstrimenn hafa valið 1. des. dagskrá sinni, kann í fyrstu að hljótna fjarstæðu- kennd. En þegar betur er að gáð er hún í fullu sam- ræmi við þá atburði sem eiga sér stað þessa dagana í þjóðlífi íslendinga. Sá raunveruleiki, að fslendingar urðu fullvalda þjóð gerði ráð fyrir því, að þeir hefðu þau kjör, er gerðu þeim kleift að hafa til hnífs og skeiðar. Engu að síður blasir sú staðreynd við, að þeir stjórnmála- flokkar, er kenna sig við frelsið og manndáðina, kreppa þannig að alþýðu þessa lands, að bæði sjálf- stæði þjóðarinnar og vissu rnanna um daglegt brauð er stefnt í voða. Lagaákvæðum er dembt yfir þjóðina af fáeinum dekurdrengjum, sem með þótta þeirra laga ganga á grundvallarfrelsi hvers íslensks manns, er berst í brauðstritinu. Árangur áratuga baráttu verkalýðsins hefur falið í sér þá stöðu, að þegnar landsins njóta þjónustu full- komins heilbrigðis- og menntakerfis. Nú er svo komið, að hart er vegið að þessum þáttum liins ís- lenska þjóðfélags. Stefna ríkisvaldsins miðar að því að efla hinn sterka á kostnað þeirra, er minna mega sín. Best sést þetta á gífurlegri eflingu bankavaldsins í landinu og aukinni greiðvirkni til handa erlendu auð- og hervaldi. Af framansögðu sér Félag vinstrimanna fulla þörf á, að þessum málum verði gerð góð skil á fullveldis- hátíðinni 1. des. n.k. Því spyrja vinstrimenn, hvort það sjálfstæði, sem þjóðin gumar af á tyllidögum sé eitthvað ofan á brauð og þá hverjum til handa? Island farsældar frón?

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.