Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐIÐ Kynning á KSF Upphaf og markmið I7. júní 1936 komu 4 ungir menn saman og stofnuðu Kristi- legt stúdentafélag (KSF). Síðan eru liðin tæp 50 ár og margt hefur breyst í starfi þess. Markmið þess er þó ætíð hið sama. Félagið vill stuðla að eflingu og útbreiðslu kristinnar trúar meðal stúdenta og annarra er stunda framhaldsnám. Fundir Það kennir margra grasa í starfi KSF í dag. Fyrst ber að nefna fundi félagsins sem haldnir eru hvert föstudagskvöld. Að jafnaði eru þeir fundir haldnir í húsi félagsins að Freyjugötu 27 (3. hæð) kl. 20:30. Þar eru margvísleg málefni tekin fyrir er varða kristna trú og gjarnan spjallað saman yfir kaffisopa og meðlæti að loknum fundi. I versta falli geta menn keypt sér ropvatn o.þ.h. í sjoppu staðarins. Sú nýbreytni verður í vetur að af og til á fundartíma verður stúdentamessa í Hallgrímskirkju í stað venjulegs fundar. Þær messur verða með nokkuð öðru sniði en venjulegar guðsþjón- ustur. Altarisganga verður í þeim öllum og tónlist og söngur mun skipa þar veglegan sess. Þeir fundir sem næstir eru á döfinni verða sem hér segir. 21. október: Stúdentamessa í Hallgrímskirkju kl. 20:30 Tema: „Hvað er mér gefið í skírninni?“ Ræðumaður: Sr. Ólafur Jóhannsson 28. október: Fundur fellur inn I samkomuviku sem haldin verður í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2 B. 4. nóvember: „Er kristindómurinn !ífsflótti?“ Er kristin trú flótti frá raunveru- leikanum eða raunveruleikinn sjálfur? Höfðarhún til mannsins alls? Eru kristnir menn e.t.v. úr tengslum við líf annars fólks? Guðmundur I. Leifsson ræðir málin. 11. nóvember: „Maðurinn — líkami, sál og andi!“ — Fyrirfinnst tvíhyggja í kristindómnum? Er líkaminn t.d. óæðri en andinn? Hvað er maðurinn í raun og veru? Sr. Ólafur Jóhannsson fjallar um málið en síðan verða umræður. 18. nóvember: Kveldvaka af dulítið léttara taginu. Dagskrá félagsins í heild sinni geta menn nálgast í svokölluðum mjólkurhyrnustatívum er nú hanga uppi í flestum byggingum H.í. „Á KSF-fundi „Spjallað satnan yfir kaffisopa að loknum fundi.“ Skila- frestur 1 næsta blað er til 5. nóv. 1. desember Fyrsti des í dag. í dag skammast ég mín. r r I dag eru stúdentar fullir. I dag r tala Birgir og Geir um frelsiö. I dag skammast ég mín jyrir að hafa skilið allt frelsið eftir í klónum á Birgi og Geir. Úr „Hundabærinn” eða Viðreisn efnahagslífsins eftir Dag Sigurðarson 1. des. kosningar Auglýsing um kjörfund Kosiö verður fimmtudaginn 20 október 1983, samkvæmt auglýsingu sem birtist síöar. Mót og ferðalög Einstöku sinnum hafa félagsmenn skroppið í styttri eða lengri ferðalög en segja má að hápunktur starfsins sé Kristilegt stúd- entamót sem haldið er tvisvar á ári. Þar gefst mönnum gott tækifæri til að komast úr skarkala borgarinnar, uppbyggjast í kristinni trú og njóta þess að vera til. Haustmótið er nú nýlega afstaðið. Það var haldið í Vindáshlíð í Kjós og sóttu það um 50 manns. Vormótið verður hins vegar haldið í Ölver við Hafnar- fjall, hclgina 17.—19. febr. 1984. Útgáfustarfsemi: Félagið gefur út Kristilegt stúdentablað, SALT, að jafnaði einu sinni á ári. Nú er í bígerð að SALT-blaðið komi út í lok nóvember. KSF er einnig að helmingi til eigandi Bókaútgáfunnar SALT sem vill stuðla að aukinni útgát'u kristilegra bóka og rita hér á landi. Hún er til húsa að Freyjugötu 27, 3. hæð og er síminn 18188. Stúdentaprestur: Sumarið 1982 tók sr. Ólafur Jóhannsson við starfi stúdenta- prests. Hann aðstoðar m.a. við undirbúning funda, móta og námskeiða félagsins og talar á sumum fundum þeirra. Hann messar einnig af og til í ýmsum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Sr. Ólafur er að jafnaði við á skrifstofu félagsins að Freyju- götu 17, eftir hádegi virka daga nema fimmtudaga og laugar- daga. Þar geta menn leitað til hans til að fá upplýsingar um félagið eða til að ræða persónuleg málefni. Síminn er 28710. Tveir listar eru í Kjöri: A listi Vöku, sem býöur fram efnið: Friöur— Frelsi — Mannréttindi. Anton Pjetur Þorsteinsson, læknisfræöi Bergljót Friðriksdóttir, þýska Gunnar Jóhann Birgisson, lögfræöi Höröur Hauksson, viöskiptafræöi Ólafur Arnarson, tannlæknisfræöi Ragnar Pálsson, verkfræöi Stella Kristín Víöisdóttir, viöskiptafræöi B listi Félags vinstri manna, sem býöur fram efnið: „Sjálfstæðil“ — eitthvað ofaná brauð. Birna Gunnlaugsdóttir, mannfræöi Karl Axelsson, sagnfræöi Níels Einarsson, mannfræöi Sóley Reynisdóttir, hjúkrunarfræöi Sólveig Óladóttir, mannfræöi Súsanna Svavarsdóttir, bókmenntir Jón Gunnar Grjetarsson, sagnfræöi Kjörstjórn Þ.B.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.