Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 14
14 STÚDENTABLAÐIÐ Elsa Friöfínnsdóttir: Afmælisbarnið og jafnréttið 10 ára afmæli. Merk tímamót, sem oft er veglega minnst. Nú í haust varð fóstra mín (í hartnær 4 ár) 10 ára. Engar heillaóskir hafa borist, miklu fremur hnjóðsyrði eða algert afskiptaleysi. Stað- reyndin er nefnilega sú að margir (jafnvel stúdentar í Háskóla ís- lands) vita ekki af tilveru afmælis- barnsins. Þessum mönnum til glöggvunar vil ég upplýsa að 1983 eru tíu ár liðin frá því fyrstu stúd- entarnir innrituðu sig í námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Ís- lands. Fæðing námsbrautarinnar gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Vil- mundur Jónsson þáverandi land- læknir kom fyrstur manna fram með þá hugmynd að kenna hjúkr- unarfræði í Háskóla. Þetta var árið 1947. Fæðingarhríðirnarstóðu því í 26 ár, en 1973 innrituðu fyrstu stúdentarnir sig (20 talsins). Síðan hefur Háskóli fslands útskrifað 108 hjúkrunarfræðinga. Nú á haust- misseri 1983 eru skráðir í náms- brautina um 250 stúdentar eða um 6% allra stúdenta við Háskóla ís- lands. Háskólamcnntun Margir hafa spurt hvers vegna verið sé að kenna hjúkrunarfræði í háskóla. Grunnhyggni fólks hefur jafnvel verið svo mikil að telja há- skólamenntun í hjúkrunarfræðum jafn óþarfa og háskólamenntun slökkviliðsmanna (sbr. orðræður á Alþingi haustið 1982). í nútímaþjóðfélagi eru sífellt gerðar meiri kröfur um heilbrigð- isþjónustu. Síðustu árin hefur að- aláherslan verið lögð á fyrirbyggj- andi aðgerðir ýmis konar. Ein- staklingar/fjölskyldur eru aðstoð- uð við að tryggja mesta mögulega heilbrigði sitt (líkamlegt, félagslegt og andlegt) á hverjum tima. í versta falli ætti það að vera hlutverk heil- brigðisstétta að greina og með- höndla sjúkdóma/einkenni á byrj- unarstigi. Til að mæta þessum kröfum er Ijóst að sífellt þarf að huga að bættri menntun heilbrigð- isstétta og þá ekki hvað síst hjúkr- unarfræðinga. Allt fram á 20. öldina var litið svo á að hjúkrunarstarf og hjúkrunar- menntun væri eitt og hið sama. Hjúkrun væri starfsgrein þar sem neminn, með sínu daglega starfi á sjúkrahúsi, öðlaðist smám saman þá reynslu sem gerði hann að full- gildri „hjúkrunarkonu“. Þetta sameiginlega kerfi náms og starfs hæfði fyllilega þeim kröfum og þeirri þjóðfélagsskipan sem var á þessum tíma. Nú hafa hins vegar verið settar fram nýjar kröfur um heilbrigðisþjónustu og þjóðfélags- leg viðhorf manna eru allt önnur. Krafan um fyrirbyggjandi aðgerðir kallar fyrst og fremst á aukna fræðilega þekkingu hjúkrunar- fræðinga. Einstaklingurinn er nú meiri miðpunktur meðferðar en áður var, hjúkrun einstaklingshæfð fremur en verkbundin. Aukin þekking á kenningum fræðigreinar hlýtur auk þessa að vera forsenda þess að verktækni náist. Til þess að framþróun verði í hjúkrunarfræði þurfa að koma til hjúkrunarfræðilegar rannsóknir unnar af sérmenntuðu fólki (hjúkrunarfræðingum). f lögum um Háskóla íslands segir: „Háskóli íslands skal vera vísindaleg rann- sóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum em- bættum og störfum í þjóðfélaginu'*. (1) (leturbreyting EF.). Af framansögðu skyldi maður ætla að heppilegasti vettvangur hjúkrunarfræðináms sé innan Há- skóla íslands. Það ætti að tryggja þróun hjúkrunarfræðinnar og gera sérmenntuðu starfsliði kleift að mæta sívaxandi kröfum almenn- ings um bætta heilbrigðisþjónustu. Sannastsagna hafa rannsóknar- störf íslenska hjúkrunarfræðinga ekki verið mikil. Nærri liggur að einu fræðilegu rannsóknirnar sem fyrir liggja séu þær, sem 4. árs nemar vinna að, sem lokaverkefni til B.Sc. prófs. Ástæðu þess að rannsóknum hefur ekki verið sinnt sem skyldi tel ég vera, að fastir kennarar námsbrautarinnar eru rnjög fáir. í um 250 nemenda námsbraut starfa 2 dósentar, 1 lektor (í 37% stöðu) og 1 aðjúnk. Vinnuálag á þessa einstaklinga er því mjög mikið og raunar einnig þá hjúkrunarfræðinga aðra sem út- skrifast hafa frá H.í. Margir sinna einhverjum stjórnunarstörfum og jafnvel einhverri stundakennslu einnig. Okkar krafa hlýtur því að vera sú að kennarastöðum verði fjölgað og aðbúnaður námsbrautarinnar færður í viðunandi horf (annað eins og hefur jú verið gert í 5 sinn- um minni deild). Ég tel augljóst að menntun hjúkrunarfræðinga yrði þeim mun betri sem þáttur sér- menntaðra hjúkrunarfræðinga yrði meiri. Er stéttaskiptingin svona á ísl. sjúkrahúsum? Eins og ástandið er í dag fellur námsbraut í hjúkrunarfræðum undir læknadeild (hefur þó tak- markað sjálfstæði). Þar mú líkja okkur við hundana sem fá þá mola er falla af borðum húsbóndans. Læknisfræði og hjúkrunarfræði eru tvær ólíkar greinar þó af sama stofni séu. Því miður virðist enn við lýði sá hugsanahúttur að hjúkrun- arfræði sé þjónustugrein læknis- fræðinnar, hjúkrunarfræðingar geri ekkert annað en framfylgja fyr- irskipunum lækna. Þetta er alrangt. Hjúkrunarfræðingar vinna sjálf- stætt starf í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Þessi samvinna á að fara fram á jafnréttisgrundvelli, þannig að allir vinni saman að vel- ferð skjólstæðinganna. Hver starfs- grein ber ábyrgð á sínum þætti þjónustunnar. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á hjúkruninni og læknar á læknisfræðilegri þjón- ustu. (2). Þeim mun betri menntun sem hjúkrunarfræðingar hafa, þeim mun fjölþættara getur starf þeirra orðið og þeim mun betri þjónustu geta þeir veitt. Nám í hjúkrunar- fræðum á því hvergi annars staðar heima en í Háskóla íslands. Jafnréttið I allri þeirri umræðu um kjara- mál, sem fram hefur farið að und- anförnu hefur ekki hvað minnst verið fjallað um launakjör kvenna. Þeir sem heiðarlegastir eru gagn- vart sjálfum sér hljóta að viður- kenna að mikið launamisrétti er ríkjandi milli kvenna og karla. Þetta misrétti er ýmist opinbert eða falið í starfstitlum. Lægst launuðu starfsstéttirnar eru þær sem aðal- lega eru skipaðar konum. Þarna eru hjúkrunarfræðingar engin undantekning. Aðeins 4 karlmenn hafa útskrifast sem hjúkrunarfræð- ingar úr H.í. (á móti 104konum)og nú eru 12 karlmenn skráðir í námsbrautina. Hver er skýringin á því? Svarið tel ég vera a.m.k. þrí- þætt. í fyrsta lagi eru þessargömlu kredduhugmyndir um að starf hjúkrunarfræðinga sé samskonar og húsmóðurstarfið (læknirinn samsvarar þá húsbóndanum) og því geti konur aðeins sinnt. í öðru lagi njóta hjúkrunarfræðingar ekki þeirrar virðingar sem talin er „nægileg" körlum og í þriðja lagi eru launin of lág til að nokkur karlmaður telji sig geta framfleytt fjölskyldu af þeim (konur geta það — eða hvað?). Fyrsta skrefið til að efla virðingu stéttarinnar er að auka okkar sjálfsvirðingu og kynna nám okkar og störf. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvert orsakasamhengið sé milli fjölda karlkyns hjúkrunarfræðinga og launanna. Hvort heldur þurfi fyrst að fjölga karlmönnum í stétt- inni og þá fáist sanngjörn laun, eða hvort hærri laun laði að fleiri karla. Mér er ekki Ijóst hvort þarf að koma fyrst. Hins vegar er ljóst að með því að hækka laun hjúkrunar- fræðinga myndu fleiri útskrifaðir skila sér til starfa, alag á þú sem starfandi eru minnkaði og starfs- ánægja og gæði þjónustunnar yrðu meiri. Ég get ekki lútið hjá líða að geta þess launamisréttis sem ríkir milli hjúkrunarfræðinga úr H.l. og ann- arra háskólamenntaðra manna með sambærilegt nám að baki (B.Sc. gráðu — 120 einingar). í nóvember 1978 úrskurðaði Kjara- dómur að hjúkrunarfræðingar með B.Sc. próf skyldu taka laun skv. 103 launflokk BHM. Var það a.m.k. 4 launaflokkum lægra en Kjara- dómur hafði dæmt öðrum há- skólamönum með sömu prófgráðu. (3) Nú í október 1983 er málum þannig háttað að hjúkrunarfræð- ingar (B.Sc.) taka laun skv. 106. launaflokki BHM (4) á sama tíma og t.d. verkfræðingar (B.Sc. — 120 einingar), sem er „karlastétt", taka laun skv. 110. launaflokk BHM (5). Bilið verður enn breiðara ef litið er á stjórnunarstöðurnar. Deildar- Elsa Friðfinnsdóttir. hjúkrunarfræðingar taka laun skv. 109. launaflokk (4) (einum launa- flokk lægra en byrjunarlaun verk- fræðinga) en deildarverkfræðingur skv. 116. launflokk (5). Auk þess fá verkfræðingar sína fyrstu starfs- aldurshækkun eftir eitt ár en hjúkrunarfræðingar eftir þriggja ára starf. (4) (5). Þetta er það jafn- rétti kynjanna sem við íslendingar eru svo stoltir af. Að lokum vil ég minna á bréf Jafnréttisráðs fra 1978 þar sem lýst er furðu sinni fyrir því að blað skuli brotið að meta 4ra ára núm í hú- skóla (120námsein.) lægra en annað sambærilegt háskólanúm, þegar ný námsgrein (hjúkrunarfræði) við H. I. útskrifar í fyrsta sinn nær ein- göngu konur. Jafnréttisráð varar jafnframt við því fordæmi sem þetta getur skapað með tilliti til jafnrar stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu. (6) Lokaorð Ég vil hvetja hjúkrunarfræðinga (og ekki síður aðra stúdenta í H.í.) til að skera upp herör gegn því virðingarleysi og þeim ójöfnuði sem hjúkrunarfræðin býr nú við. Verum stolt af því að vera hjúkr- unarfræðinemar og síðar hjúkrun- arfræðingar. Sýnum okkur sjálfum og starfi okkar tilhlýðilega virð- ingu. Berum höfuðin hútt. \ Elsa Friðfinnsdóttir, Hjúkrunarfræðinemi. Tilvitnana- og hcimildaskrá: (1) Lög um Háskóla íslands nr. 77/1979 og reglugerð fyrir Háskóla íslands nr. 78/1979. I. kafli, 1. grein. (2) Lög um heilbrigðisþjónustu. Stj.tíð. A nr. 59/1983. (3) Laura Sch. Thorsteinsson og Margrét Björnsdóttir, Curatoró. árgangur. Reykjavík 1982. (4) Sérkjarasamningur Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga og fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs. Gildistaka 1. mars 1982. (5) Sérkjarasamningur Arkitektafélags ís- lands, Kjarafélags tæknifræðinga í opinberri þjónustu og Kjarafélags verkfræðinga í op- inberri þjónustu annars vegar og fjármála- ráðherra hins vegar. Gildisttaka 1. mars 1982. (6) Bréf frá Jafnréttisráði dagsett 13/12 1978. Viðskiptafræðinemar gleðjast ■■■hhbhi Aðalfundur Félags viðskipta- fræðinema var haldinn föstudag- inn 7. október s.l. Alls sóttu um 170 manns fundinn. Á fundinum var kjörinn ný stjórn félagsins, í henni sitja: Sigurður Kolbeinsson, formaður Jón Þ. Sigurðsson, gjaldkeri Birgir S. Bjarnason ritari Halliirímur T. Rasnarsson, form. AIESEC Halldór Hreinsson form. NESU Ólafur H. Sverrisson, ritstjóri Hag- mála. Um kvöldið stóðu 4. árs nernar fyrir ölteiti miklu í Féiagsstofnun Stúdenta. Þar var fjölmenni mikið og menn skemmtu sér af eldmóði miklurn langt fram eftir nóttu. Meðfylgjandi myndir tala sínu rnáli um það.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.