Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐIÐ 15 Hvad kostar kaffid? Eins og flestum er kunnugt eru reknar kaffistofur í allflestum húsum hér á lóðinni. Félagsstofnun rekur kaffistofur í Lögbergi, Árnagarði og í aðalbyggingu. I húsum Verkfræði og raunvísinda- deildar reka nemendur sjálfir sínar kaffi og gossölur svo og í Jarð- fræðihúsinu. Þeir nemendur sem stunda nám á öðrum vígstöðum en hér á lóðinni hafa ýmist kaffiaðstöðu á spítölunum t.d. lækna- nentar eða þá þeir hafa sínar eigin kaffivélar og kaffisjóði. Ritnefnd og ritstjórar ákváðu að gera könnun á verði á þeim kaffistofum sem stúdentar reka sjálfir og þeim kaffistofum sent FS rekur. Niðurstöðurnar fara hér á eftir og getur hver og einn dæmt fyrir sigog svarað þeirri spurningu með sjálfum sér: ,,Hvort það efli ekki almenna siðferðiskennd manna að vera trúað fyrir því að rækta garðinn sinn sjálfir?" Kaffistofan í Jarðfræðihúsinu „Noregsfarasjóður jarðfræðinema rekur kaffistofuna og leggur á liverja vörutegund 3—4 kr. eftir aðstæðum. Gróðinn er síðan not- aður til styrktar námsferð jarð- fræðinema til útlanda. Undanfarin úr hefur reksturinn gengið mjög vel. Fólk bregður sér liingað inn tekur það sem það langar í og skilur eftir peninga fyrir því sem það tók, í þar til gerðri glerkrukku. Fólk er almennt mjög heiðarlegt og á því byggist reksturinn," sagði Bryndís Stefánsdóttir umsjónamaður kaffi- stofunnar í Jarðfræðihúsinu. Umrædd kaffistofa er til húsa í litlu býtibúri á fyrstu hæð jarð- fræðihússins. Fyrirframan býtibúrið er aðstaða fyrir 6—8 manneskjur, til að tylla sér. Þarna er opið allan Býtibúrið í Jarðfræðihúsinu sólarhringinn ef svo ber undir þó oft sé bakkelsið búið þegar halla tekur degi. Vöruúrvalið er ágætt og verðið enn betra eins og sjá má ú eftirfar- andi lista. Kaffi 5 kr. Snúðar 15 kr. Sérbökuð vínarbrauð 15 kr. Kringl- ur 9 kr. og gos 18. kr. Ennfremur gat Bryndís þess að til stæði að vera með rúnstykki og heilhveitihorn. „Það er stelpa hérna í deildinni sem ætlar að koma við í bakaríi á morgnana og kaupa brauðvöru, síðan eru aðrir sem taka að sér sjálfboðavinnu að smyrja og ganga frá því sem á boð- stólum er," sagði Bryndís að lok- um. Læknakaffi Af kaffimálum lesandi lækna- nerna er það að segja að lesstofan í Árrnúla 30 hefir ekki lekið til starfa vegna breytinga. Því er einskis kaffis neytt þar enn sem komið er. í lesstofunni að Tjarnargötu 39 er kaffisjóður sem menn borga í jafnóðum er þeir fú sér kaffi. Kost- ar bollinn 4 kr. Ekkert meðlæti er á boðstólum. en stutt í sjoppu og bakurí. Uppáhellingar eru á ábyrgð neytenda sjálfra. Þeir nemar sem lesa og sækja fyrirlestra á Árnagarði og í Lög- bergi búa að sjálfsögðu við kaffi- þjónustu Félagsstofnunar. Læknanemar eru mikið ú sjúkrahúsum eins og kunnugt er. Til gamans má geta um verðlag þar. Á ríkisspítulum (Landspítal- anum, Kleppi, Vífilsstöðum) kostar kaffi 9 kr. í miðum. Borgi maður 22,50 kr. í miðum fær rnaður að éta eins mikið af meðlæti og maginn leyfir. ef manni finnst það þá þess virði. — Á Borgarspítalanum er svipað verð á kaffi en meðlæti er verðlagt eftir magni. Sömu sögu er að segja um Landakot. Þess má geta að spítalakaffi er að öðru jöfnu frægast fyrir það að vera ódrekkandi óþverri. S. Lögberg, Árnagarður og aðalbygging H.í. Félagsstofnun stúdenta rekur kaffistofu í þessum þremurhúsum. Þar eru fastráðnar konur sem sjá um afgreiðsluna, uppvask og fleira. Á þessuni kaffistofum eru enn- frernur sæti fyrir nokkurn fjölda fólks. Vöruúrvalið er prýðilegt af gosi, slíkkeríi allskonar, sæta- brauði, tveim tegundum af sam- lokum, kaffi og tei. Opnunartími er frá 9—15.30. Verðið ættu flestir sem sækja þessar kaffistofur að þekkja en ekki sakar að rifja það upp. Kukkclsi Kökusneiðar ............... 17—20 kr. Tertubitar................. 20—40 - Snúðar ......................... 20- Tebollur........................ 20- Kleinuhringir................... 14 - Vínarbrauð...................... 20- Kókóstoppar .................... 15 - Brauðsneið m. smjöri ........... 16 - sama + ostur.................... 22 - Ristað brauð á sama vcrði. Brauð m. kjötáleggi............. 25 - Rúnstykki m. smjöri ............. 19- sama + ostur.................... 22 - Úr Stúdentakjallaranum sama + skinka...................... 29.50 - Heilhveitihorn m. smjöri .......... 29.50- sama + ostur....................... 32 - Flatakaka m. hangikjöti............ 38 - -hálf er á......................... 22 - Drykkir Kaffi, te ............................. 7 - Heitt vatn......................... 4 - Kókó................................. 16- Mjólk ............................. 11 - Gos úr vél......................... 21 - Gos úr flöskum ....................... 30 - Pilsner úr vél ...................... 32- Ö1 í flöskum.................. 36—50 - Ávaxtasafi ........................... 21 - Annað Samloka............................ 50 - Heit samloka ......................... 51 - Ávextir .......................... 13,50- Verðskrá þessi nær einnig til mötuneytisins og Stúdentakjallar- ans. Þess ber þó að geta að í kjall- aranum hækkar allt verð um 7 krónur eftir klukkan 7 á kvöldin. Tebúrið Svo nefnist býtibúr verk- og raun- nema, staðsett á annarri hæð í VR 2. Inni í þessu herbergi. sem er varla meira en 4 fermetrar, er lítil eldhúsinnrétting og laust borð. Á þessu borði sem stendur í dyra- gættinni eru þrjár sjálfvirkar kaffi- könnur. mjólk i fernu, molapakki. bunki af plastglösum, plasthrærur, bakkelsi og peningar. Þarna er sjálfsafgreiðsla, maður tekur, borgar og gefur sér til baka. Upp á vegg er svo verðskrá sem er birt öll hér og krossað við það sem var til þegar tíðindamenn Stúdentablaðs- ins bar að garði. Kaffi m. glasi 9 kr. X Kaffi 8 - X Mjólk með glasi 7 - X Mjölk 6 - X Snúðar 12- X Rúnstykki .. . 6 - Kökusneið .. 10- X Heilhveitihorn 8 - X Kornstangir . 10- X Kringlur 7 - Smurostur . . 3 - X Bananar 10- Kleinuhringir 7 - Bakkelsið reyndist með ágætum að annarri kökutegundinni undan- skilinni, sem var heldur hörð. Mjólkin var köld og kaffið ágætt (af vélarkaffi að vera), en heldur þótti mér nú slappt að ekki skyldi fást te í búllu með þessu nafni. Þá sem standa að baki þessum rekstri er að finna í kennslustof- unni beint á móti. Það eru 4. árs nemar i vélaverkfræði, 7 manna hópur sém skiptir með sér verkum. En gefum þeim orðið: — Deginum er skipt í þrjár vaktir og er einn um hverja. Þannig er hver ntaður 2—3 sinnum i viku, en opnunartími er frá 7 á morgn- ana til 10 á kvöldin alla virka daga en um helgar er óreglulegur opn- unartími. — Nei við vöknum ekki fyrir sjö, það er „timer“ sem sér um að kveikja á könnunni. Brauð og bakkelsi kemur klukkan 8 á morgnana og er yfirleitt búið seinnipartinn. Álagningin á því er ekki mikið meiri en til að dekka rýrnun. — t.d. erum við ódýrari en bakaríið hérna úti. Gróðinn er af sjálfu kaffinu. hitt er til að trekkja að. En er engu stolið? Nei fólk er heiðarlegt og eins kemur nálægð okkar stofu í veg fyrir það. Það er þá helst á kvöldin, kannski eru það bara krakkar. Við erum í beinni sjónlínu og hér er alltaf einhver. Það eru alltaf ein- hverjir í tímum frarn til kl. 5, og eftir það sitja menn hér og lesa. Það væri varla hægt að reka þetta annarsstaðar frá en úr þessari stofu, hér er stöðugt rennerí, það vantar mjólk, mola eða glös. Aðspurðir viðurkenndu þeir að kaffiverðið væri helst til hátt miðað við FS. en komið til vegna mistaka. Þeir töldu að F-S myndi halda í við verðbólguna og ákváðu sitt verð áður en FS-stofurnar opnuðu í haust. Þar kostar kaffið nú 7 krónur en ætti að kosta rúmar 11 ef miðað væri við verðið í fyrra. Hversu mikil eru viðskiptin? Því getum við ekki svarað enda svo nýbyrjaðir. Það er hellt upp á sirka fimm 36 bolla könnur á dag. En þeir eru ánægðir með að fá að reka sína eigin kaffistofu strákarnir og vildu síst af öllu fá aðra í þann bransa. Sjoppan Næst förum við niðrá fyrstu hæð í VR 2. Þar reka 3. árs nemar í raf- magnsverkfræði sjoppu í frekar lít- illi kennslustofu. Ágóðann hyggjast þeir nota til að fjármagna námsferð úti lönd á sumri komandi. Þarna er 15 manna hópur sem skiptir með sér vinnunni, taka einn dag í einu. Þannig þarf hverað taka dag á tveggja til þriggja vikna fresti. Opnunartími er frá 8—7 virka daga. Um helgar er hann óreglu- legur en þó yfirleitt opið allan dag- inn á laugardögum. Vöruúrvalið er nokkuð fjölbreytt eins og verð- skráin sýnir og voru aðeins tvær tegundir sem gengnar voru til þurrðar þegar tíðindamaður Stúd- entablaðsins mætti á staðinn. Drykkir o.þ.h. Gos (aðeins seldar tegundir frá Vífilfelli) 17—20 kr. Ávaxtasafar . . 13 - Kókómjólk .. 15- Jógúrt........ 19 - Reykföng o.þ.h. Eldspýta 1 stk. 20 au. Eldspýtustokkur 5 kr. Sígaretta.... 5 - Vindill....... 10- Sælgæti Florida...... 13 kr. Hnetustaur... 13 - Hraun........ 12 - Karamellur... 2 - Krembrauð .. 15- Kúlur......... 2 - Malta ............... 12- Nissa........ 18 - Nóa......... 12- Pipp .................. 20 - Prins póló . 20/12’- Pops.................. 15 - Rommy ............... 12- Síríuslengja .. 10- Tópas........ 12 - Æði......... 10- Hjúplakkrís .. 4 - Eins og í Tebúrinu fer þarna að mestu fram sjálfsafreiðsla og geng- ur ágætlega að treysta á heiðarleik manna. Oftast er samt einhver við- látinn enda í nógu að snúast. Um innkaup sér ákveðinn maður og annar um peningamálin. Einn yf- irkóngur gín svo yfir öllu. Aðspurðir töldu strákarnir við- skiptin kannski heldur meiri uppi í Tebúrinu en veltuna þó engu minni hjá þeim enda dýrara að fá sér kók og prins en kaffi og snúð. Kaffi eftir andann.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.