Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 16
(ljósmynd Guðni B. Guðnason.) Munið að gefa öndunum Leiðréttingar — eöa sjálfsgagnrýni ritstjóra Ekki verður annað sagt en að nokkuð hafi verið kastað til höndunum við tæknilegan frágang á síðasta blaði. Er hér nokkuð sem skrifast að hluta til á reikning prentstofu en ekki síður á prófarkalestur okkar ritstjóra. Verður hér aðeins fátt eitt talið. Á baksíðu er mynd af fólki í þungum þönkum. Undir henni átti að standa: „Verður haustið heitt?“ Frá fundi námsmannasamtakanna með Dan Smith. (Ljósm. Þjóðvilj- inn). Ein meinleg prentvilla var á baksíðu þar sem sagði að Stúdentaráð ályktaði um hugvélar. Hér átti að sjálf- sögðu að standa: Um flugvél- ar. Á blaðsíðu 12 mátti sjá orðið fyrirliggjandi með tveimur yfsilonum í auglýs- ingu frá húsnæðismiðlun. Á sömu síðu er fjölritunaraug- lýsing án þess að auglýsanda sé getið. Þar er Háskólafjöl- ritun, 2. hæð í FS sem auglýsir. Fleira mætti telja enda full- víst að svona slæmur hefur frágangurinn ekki sést lengi. Ritstjórar heita því að standa sig betur hér eftir jafnframt því að haft hefur verið sam- band við prentstofuna sem lofar bót og betrun. b. ogj. ........... ' \ Ahugaljósmyndarar, teíknarar listamenn, ungt skapandi fólk á uppleið Hjálp Er ekki til einhver sem vill fá uppáhaldsljósmyndina sína birta á forsíðu eða baksíðu. Langar ekki einhvern að koma sínum aðskiljanlegustu teikni- eða skrípa- myndum (nú eða bara myndum) á framfæri. Er ekki til fullt af mönnum sem iða í skinninu eftir að koma sínum fínustu hugverkum á framfæri. Okkur vantar alltaf myndir, bæði á forsíðu og til myndskreytinga með greinum. Ekki nóg með að við séum að birta sömu andsk. myndirnar hvað eftir annað heldur eru vel flestar stolnar úr erlenduni tímaritum eða okkur óviðkomandi blöðum. Ljósmyndarar! Hvað segið þið til dæmis um að smella af svo sem einni filmu hérna á lóðinni. Ykkur að kostnaðarlausu. Okkur vantar myndir úr kennslu- stundum, af háskólaráðsfundum, deildarfundum, úr kaffistofunum og úr daglega lífinu, af vinnuþjökuðum, aðþrengdum og auralausum námsmönnum ... og mörgu fleira. Fyrir alla muni hafið samband, síminn hjá okkur er 28699. 7 Afsláttur sem kom of seint Vonandi er nú flestir búnir að ná í sitt skólaskírteini og þar með af- sláttarkort Stúdentaráðs. Að þessu sinni er kortið gefið út í samvinnu við BÍSN og LMF og eru á því margir nýtilegir afslættir. En einn varð eitthvað útundan og komst seint til skila. Það er 15% áskriftar- afsláttur að Vikunni sem er hér með komið á frantfæri. SLIJÐUR r Afram strákar Gott og göfugt var það, þegar í síðasta blaði var hrópað áfram stelpur. En nú krefst ég þess að það verði hrópaðÁFRAM STRÁKAR, og það ekki af nauðsynjalausu. S.l. vor voru kosnir átta nýir strákar í Stúdentaráð. Jæja nú átti maður von á að sjá þessa nýju „pleyboja" fjölntenna á aðra hæð FS. Þetta eru jú strákar á æfingavellinuni víð- fræga. Menn með fyrrverandi bjarta framtíð að baki byrjaðir að æfa sig í stjórnarstörfum. En er æf- ingavöllurinn að bregðast? Því einu strákarnir sem ég kem auga á eru gömlu harðjaxlarnir, mér virðast þessir nýju tæplega þora að mæta á fundi en það hafa þó nýju stelp- urnargert og staðið sig vel. En nýju strákarnir eru sennilega hræddir við kvennabyltinguna og þar af leiðandi ... J. Hurðaskellir í Félagi Vinstri Manna Við hér í slúðurdálknum bein- línis lifum á ósætti meðbræðra okkar. Síðast skýrðum við frá erf- iðleikum í sanrstarfi meirihlutans. Nú er það afturá móti Félag vinstri manna sem pupullinn hefur milli tannanna. Þar eru ekki allir jafn ánægir með alræði umba yfir Stúdentablaðinu. Minnast menn þeirra góðu daga er þeir voru sjálfir í stjórnarandslöðu en höfðu þó annan ritstjórann innan sinna vé- banda. Sú skoðun virðist þó hafa náð meirihlutafylgi að núverandi ritstjórar séu nógu andskoti rauðir. Engin eining náðist enda um rit- stjóraefni FVM, Einar Guðjóns- son. Það er sami kjarninn og á sín- um tínia var ekki alltof ánægður með að ganga til samstarfs við umba og nú vill ritstjóraskipti. Enn urðu einhverjar ýfingar innan félagsins á fundi þar sem umræðuefni fyrir 1. des var ákveð- ið. Einhverjir höfðu ráðgert að dregin yrði upp sígild krafa: ísland úr Nató — herinn burt, (og enn tengist ritstjóri Stbl. málinu) en meirihluti fundarmann hafnaði þessu og ofaná varð; „Sjálfstæði", er það eitthvað oná brauð. Umbar eiga aftur á móti ekki við neina óeiningu að etja á sínum fundum. Fjöldi fundarmanna leyfir ekki nema eina klíku . . . Frá mennta- mála ráöu- neytinu Styrkir til náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykja- vík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til nárns og rannsóknastarfa í Sambands- lýðsveldinu Þýskalandi á námsárinu 1984—85: 1. Fjórir styrkir til háskólá- nárns. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumar- ið 1984. Unrsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskóla- námi og hafa góða undir- stöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vís- indamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa uni allt að fjögurra niánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. fyrir 1. nóv- ember n.k. Sérstök umsókn- areyðublöð og nánari upplýs- ingarfást í ráðuneytinu. Styrkir til háskóla- náms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum seni aðild eiga að Evrópuráðinu sjö styrki til háskólanáms í Sviss háskóla- árið 1984—85. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þess- ara styrkja muni koma í hlut fslendinga. Styrkirnir eru ein- göngu ætlaðir til framhalds- náms við háskóla og eru veittir til 9 mánaða nántsdvalar. Nauðsynlegt er að umsækj- endur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt nreð prófi. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. — Um- sóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. deseniber n.k. á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Styrkir til náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa er- lendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð náms- árið 1984—85. Styrkir þessir eru boðnir frarn í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til nánts sem eingöngu er unnt að leggja stund á i Svíþjóð. Styrkfjárhæðin er 3.020,- sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mán- uði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. — Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfis- götu 6. 101 Reykjavík, en um- sóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434- S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun i té tilskilin um- sóknareyðublöð fram til 1. desember n.k„ en frestur til að skila umsóknum er til 15. janúar 1984.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.