Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 4
4 STUDENTABLAÐIÐ „Velkominn í íþróttahúsið“, greinarhöfundur á vinnustaðnum; úr kennara- leikfiminni, Jónas Hallgrímsson prófessor í læknisfræði, Jónas Ásmundsson aðalbókari HÍ og Árni Bjömsson þjóðháttafræðingur. Kennsla í (þróttum Leikfimi fyrir konur: mánud. kl. 18.00 (nemendur og kennarar) þriðjud. kl. 17.00 miðvikud. kl. 18.00 finimtud. kl. 17.00 föstud. kl. 18.45 Jass—lcikfimi: þriðjud. kl. 16.00 fyrir konur og karla fimmtud. kl. 16.00 Þrekæfingar: mánud. kl. 16.00 fyrir karla og konur miðvikud. kl. 16.00 föstud. kl. 16.00 Lcikfimi fyrir kcnnora: mánud. kl. 17.00 kl. 17.00 — — ''föstud. kl. 17.00 Blak: fyrir byrjendur (konur og karla) Borðfcnnis og œfingar á trampara (trampolín, 3x5 m) fudo: (æfingar fara fram í Brautarholti 18) Körfuknattleikur: fyrir karla mánud. kl. 12.00 fimmtud. kl. 12.00 þriðjud. kl. 15.00 fimmtud. kl. 15.00 þriðjud. kl. 18.00 fimmtud. kl. 18.00 í«iðjt>d. kl. 15.00 miðvikud. kl. 15.00 föstud. kl. 15.00 Skíðakennsla: (upplýsingar í síma 10390). Hópferðir frá að- aldyrum háskólans laugardaga kl. 13.00. Hressingarieikfimi: fyrir kennara og ncmend- ur (konur og karla) sem ekki þola erfiðar æfingar fimmtud. kl. 18.00 Lyftingar: mánud.—föstud. er hægt að æfa í áhalda- kl. 800—22.00 herbergi íþróttahússins, laugardaga cftir samkomulagi við kl. 800—17.00 umsjónarmenn hússins. Tímatafla þessi í heppilegri brjóstvasastærð liggurframmi í íþróttahúsinu. Sjá ennfrcmurtímasetningar í grein Valdimars. tlr kcnnaralcikfiminni (uppi til vinstri); leikfimi stúlkna undir stjórn Eddu Guðgeirsdóttur (uppti til hægri), Brynjólfur Sigurðsson prófessor í viðskiptafræði og Þor- geir Pálsson dósent í VR teygja úr skrokknum (niðri til vinstri); þrekæfingar stúdenta, konur og karlar saman, kennari Guðmundur Ólafsson (niðri til hægri). Valdimar Örnólfsson: IÞROTTIR VIÐ HASKOLANN íþróttakennsla og íþróttaiðkanir við há- skólann eiga sér talsvert langa sögu. Svo virðist sem stúdentaráð hafi mjög fljótlega eftir að það var stofnað (1920) beitt sér fyrir því að stúdentar fengju tilsögn í íþróttum. Fyrsta fjárveiting til iþróttakennslu er frá 1923, kr. 245,80 en eitthvað virðist hafa verið brösugt við að fá fastar fjárveitingar í þessa átt. því að í Árbók háskólans frá 1926 segir svo: „Stúdentaráð gerði all ítarlega tilraun til þess að afla fjár til þess að kosta leikfimikennslu handa stúdentum. ítrekaði það að lokum hjá stjórninni, sem þótti nóg um fjárbónir stúdenta." Þessi barátta bar þó þann árangur, að strax árið eftir voru veittar kr. 500,- „til þess að veita stúdentum há- skólans kost á ókeypis leikfimi og böðum“. Og upp frá þessu var ætíð varið ákveðinni upphæð árlega til íþróttakennslu stúdenta. Iþróttafélag stúdenta (sem upphaflega hét reyndar íþróttafélag háskólans), sem stofn- að var 1928 tók við af stúdentaráði að halda uppi merki iþrótta við háskólann og sá um að útvega húsnæði og ráða kennara. 1932 réði félagið til sín Benedikt Jakobsson, sem upp frá því varð aðal driffjöðrin í íþrótta- málum stúdenta. 1942 verða kaflaskipti í íþróttasögu háskólans, þegar Benedikt er ráðinn fastur íþróttakennari við skólann. íþróttalög, sem samþykkt voru frá Alþingi 1940 áttu mestan þátt í fastráðningu Bene- dikts, því að í kjölfar þeirra var ákveðið að leikfimi og sund yrðu skyldunámsgreinar við skólann. En til þess að unnt yrði að framfylgja skyldunni var einnig ákveðið að byggja íþróttahús, og seinna átti svo að koma upp sundlaug. íþróttahúsið var til- búið 1948, en sundlaugin komst aldrei upp og má eflaust kenna því um. að 1953 mót- mæltu stúdentar mjög eindregið íþrótta- skyldunni og fengu þeir sitt fram, en þá þurfti heldur ekki lengur neina sundlaug til þess að framfylgja sundskyldu, sem búið var að leggja niður. Hins vegar hafði sund- skyldan haft það í för með sér, að stúdentar fengu frian aðgangað Sundhöllinni tvisvar í viku til þess að æfa sig fyrir sundprófin, sem þeir áttu að taka. Héldu þeir þessum fríð- indum og reyndar í mjög auknum mæli um nokkurra ára skeið, þar sem undirritaður hafði fengið því framgengt að stúdentar fengju frítt í alla sundstaði borgarinnar og nærliggjandi laugar alla daga jafnt. Því er ekki að leyna, að stundum hefur orðið að stöðva sundið á miðjum vetri, og oft hefur orðið að leita á náðir ráðherra, til þess að fá aukafjárveitingar, en það er ekki fyrr en nú. sem skrúfað hefur verið alveg fyrir fjárveit- ingar til sundsins. Rektor og háskólaráð hafa alltaf stutt mjög eindregið fjárveit- ingabeiðnir mínar til sundsins sem annarra þátta íþróttamála háskólans, svo að þarna er við fjárveitingavaldið sjálft að sakast. Það lítur helst út fyrir að stúdentaráð verði að leita til stjórnarinnar eins og 1926. en henni mun eflaust þykja sem fyrr „nóg um fjár- bónir stúdenta". Fáist ekki leiðrétting á þessu hlýtur að vera sanngirniskrafa að komið verði betur til móts við fjárbeiðnir á öðrum sviðum íþrótta eins og t.d. varðandi leigu á íþróttasölum. íþróttahús háskólans, sem á sínum tíma var ekki aðeins stórkost- legt átak í íþróttamálum háskólans heldur einnig lyftistöng fyrir íþróttastarfsemi í borginni (því þar fengu íþróttafélögin inni fyrir æfingar og kappleiki), er orðið allt of lítið í tvennum skilningi. í fyrsta lagi tekur það ekki við nema litlum hluta þeirra stúdenta. sem vilja iðka íþróttir og í öðru lagi er salurinn allt of lítill fyrir vinsælustu knattleikina, körfubolta, knattspyrnu, blak o.fl. Til þess að leysa mesta vandann, hef ég beitt mér fyrir því, að fengist hefur fjárveit- ing til þess að taka sali á leigu „út í bæ“ auk þess sem samvinna hefur verið við fim- leikadeild K.R. um skipti á tírnurn í Iþrótta- húsi háskólans og stærri sölum sem fim- leikadeildin hefur haft yfir að ráða í íþróttahúsi K.R. og í sal Hagaskólans. Eru stúdentar þannig með milli 70 og 80 tíma í öðrum íþróttasölum, sem slagar hátt upp í nýtingu á heilu íþróttahúsi. En sagan erekki öll sögð, því að fjárveiting til greiðslu á leigu þessara sala hrekkur engan veginn til, svo að stúdentar verða að greiða sjálfir það sem á vantar. Þetta á að sjálfsögðu eingöngu við um tíma til frjálsra afnota, því að kennslu- stundir í íþróttum eru nemendum að kostnaðarlausu sem í öðrum greinum. Ef hugsað er örlítið fram á við er Ijóst að fara verður að vinna að því af alefli að fá nýtt íþróttahús, sem uppfyllt gæti allar helstu kröfur um vallarstærð og útbúnað. Nem- endum fjölgar stöðugt, og satt að segja veit maður aldrei, hversu lengi háskólinn getur haldið þeirri aðstöðu, sem hann hefur nú í öðrum sölum. I tillögum mínum um íþróttamál háskólans á undanförnum árum hef ég stöðugt minnt á þetta og lagt ríkt á það, að hugsað yrði fyrir nýju íþróttahúsi og íþróttaaðstöðu. svo sem íþróttavelli, í skipulagi háskólalóðar. Ég veit ekki betur en svo hafi verið gert. og livet alla eindregið til þess að stuðla að því, að nýtt hús rísi sem fyrst. Ef við víkjum að íþróttastarfseminni í háskólanum eins og hún er og hefur verið undanfarið. þá skiptist hún einkum í þrennt: kennslu í ýmsum greinum, frjálsa iðkun íþrótta án beinnar kennslu og æfing- ar á vegum Iþróttafélags stúdenta. Ég vil nota tækifærið og vekja athygli á nokkrum atriðum í stundaskránni, sem birt er hér í blaðinu. Kennslan feröll fram í íþróttahúsi háskólans nema í júdó, sem kennt er í sér- hönnuðum sal Júdófélags Reykjavíkur í Brautarholti 18. og er ætlað jafnt fyrir byrj- endur sem lengra komna. Þrekæfingar, jassballet, borðtennis, blak og trampolin- æfingar eru fyrir bæði kynin, og fimmtu- dagstíminn kl. 18.00 er einnig opinn öllum, sem vilja fá létta Ieikfimi, til þess að koma sér af stað og sér til hressingar. Er kennur- um sérstaklega bent á að notfæra sér þann tíma. Skíðaferðir og skíðakennsla verður á laugardögum eftir hádegi, þegar veður leyfir og er farið með hópferðabíl frá há- skólanum um eitt-leytið. Upplýsingar um skíðaferðir eru veittar í síma íþróttahússins, sem er 10390. Háskólinn styrkir ferðirnar, svo að þær eru mun ódýrari en skíðaferðir almennt auk þess sem skíðakennsla er ókeypis. Kennurum og starfsfólki háskól- ans er að sjálfsögðu einnig boðið að taka þátt í þessum ferðum. Ágætt gufubað er í kjallara íþróttahússins og er opið alla daga nema á sunnudögum. Skokkarar og trimmarar og þeir sem vilja komast í lyftingatæki, geta að öllu jöfnu komist í búningsklefa og böð þá daga sem húsið er opið. Þeir sem vilja láta mæla í sér þrekið geta fengið mælingu í samráði við undirritaðan, sem hefur viðtalstíma fyrir hádegi og er einnig tilbúinn til þess að veita öllum, sem þessóska nánari upplýsingar um kennsluna og íþróttastarfsemi í háskólanum. Valdimar Örnólfsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.