Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 19
STUDENTABLAÐIÐ 19 Anna Birna Almarsdóttir: LÍTIL FERÐASAGA FRÁ SVISS Til Stúdentablaðsins Grein Jiessi er rituð af s.k. tengilið Félags lyfjafrœðinema rið HÍ við Alþjóðusamtök lyfja- frœðinema, IPSF. Er hún mest ivtluð til fróðleiks um okkur og einnig íþeirri von að einhver hafi gaman að. Mér þykir kominn tími til að létt sé af stúdentum um stund íþyngjandi og alvarlegri umrœðu sem oft einkennir þetta ágæta blað og ykkur sögð lítilferðasaga í staðinn. Ég ætla að segja ykkur frá utanferð einni sem 1/30 hluti FLHÍ tókst á hendur í þeim til- gangi m.a. að sýna sig og sjá aðra. Tókst það fyrr nefnda nokkuð vel þó ég segi sjálf frá og það síðara síst verr. Áætlunarstaður var Sviss, nánar tiltekið borgin Lausanne við Genfarvatnið, þar sem þing A Iþjóðasamtaka lyfjafrœðinema, IPSF, var haldið í ár. (Hér væri viðeigandi að teikna upp landa- kort eða einhverja fallega lands- lagsmynd, en hvorugt er á færi sagnaritara.) Þarna er nokkur náttúrufegurð en hún er ekki aðalefni þessarar greinar. Hins vegar er samband lyfjafræðinema í liinunt ýmsu löndum heims og þess vegna einnig allra stúdenta í heiminum mun mikilvægara viðfangsefni. Varð undirritaðri á að finnast heimurinn í rauninni mjög lítill. Ástæðan fyrir þessari flónskulegu ályktun var sú að hún kynntist svo mörgum mönnum og konum af svo marg- víslegu þjóðerni á svo stuttum tíma. I Lausanne voru samankomnir 180 lyfjafræðistúdentar frá 36 þjóðum. Meginverkefni þessara samkundu var að halda allsherjarþing (General Assembly) þar sem ákvarðanirer varða öll aðildarfélög eru teknar. Atkvæðisrétt liafa full- gild aðildarfélög að IPSF (Full— Members) 27 að tölu. FLHI er ekki meðal þeirra en Itver veit nema að við borgum 15 svissneskum frönk- um meira í félagsgjöld til IPSF og fáunt atkvæðisrétt í kaupbæti. Það er kannski ekki rétt að vera að þreyta ykkur kæru Iesendur á sérmálum lyfjafræðinema en segja ykkur frá því sem'við eigum sam- eiginlegt með ykkur hinum. í stuttu máli baráttu fyrir réttlátu mati á námi okkar og verklegri þjálfun. Einnig fyrir endurbótum á þessu tvennu sent hættir til að staðna. Hagsmunabarátta þessi er ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Þing IPSF var þess vegna vettvangur um- ræðna um þessi mál. og gáfu stúdentar hvor öðrum „móralskan stuðning" í veganesti. ..Móralskur stuðningur" var þrátt fyrir allt ekki það eina sent Islendingurinn fór með heim frá Sviss. Hún fór einnig með fögur fyrirheit unt að hafa meira sant- band við IPSF og þá aðallega framkvæmdastjórnina. Hana þarf að upplýsa um ástand rnála í hverju landi svo að hægt sé að læra af því sem vel er gert og varast það sent er miður í öðrurn löndum. íslenskir lyfjafræðinemar eru í þeirri að- stöðu í dag að geta miðlað fréttum af fæðingarhríðum nýs nánts í lyfjafræði við Hí. sem eru nýhafn- ar. Árgangurinn sent ríður á vaðið hefur nú náð 2. ári en nú fyrsl (október '83) er verið að skipu- leggja 3. ár. nemendum lil ntikillar hrellingar og gremju. Mun frant- kvæmdastjórn IPSF fylgjast með þessu náið að því tilskildu að við látum á okkur kræla. Kentur það í hlut tengiliðs félagsins að annast þann þátt. Það sem kom mér mest á óvart nteðan ég sat þetta þing var það að næstum allir virtust staðráðnir í því að láta stjórnmál ekki spilla fyrir góðunt anda á ráðstefnunni. T.d. voru Suður-afrískir lyfjafræðinem- ar látnir óáreittir af öðrurn Afríku- mönnum, þ.e.a.s. ekkert var rætl eða rifist um Apartheid á þinginu. Hins vegar kom upp vandamál í sambandi við veru þeirra á IPSF þegar þingstaður 1984 var ákveð- inn. Er það Alexandría i Egypta- landi og óttuðust Suður-Afríku- menn að þangað fengju þeir ekki vegabréfsáritun. Annað dæmi um ópólitíska stefnu IPSF er að álykt- un var santin um hlutverk lyfja- fræðinga.í kjarnorkustyrjöld þar sem ályktað var að það væri ekkert hlutverk fyrir lyfjafræðinga ef til kjarnorkustyrjaldar kænti. Þessari ályktunartillögu var vísað á bug með miklum meirihluta atkvæða. Þótti undirritaðri þetta nokkuð súrt í broti þar sem hún hafði setið og samið þessa yfirlýsingu deginum áður ásamt öðrum í vinnuhópnum sem var falið þetta verkefni. Auk þess hafði ég undirbúið nrig vel og lesið rit Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar um hin ýmsu stig kjarn- orkustríðs. Annar vinnuhópur sem ég leit við hjá var vinnuhópur um sam- band lyfjafræðinga og lækna. Vorunt við svo lánsöm að hafa þarna með okkur ritara alþjóða- samtaka læknanema, sem sat fyrir svörum ef á þurfti að halda. Raun- in varð sú að hann var í eldlínunni allan tímann. Þetta endaði með því að við settum upp nokkur takntörk sem ætlunin er að reyna að ná í framtíðinni m.t.t. sambandsins við lækna. Auk þess að setja okkur takmörk unt að ná sent bestum samstarfsgrundvelli við lækna voru bornar fram tillögur um hvernig þessum markmiðum skyldi náð. En IPSF er ekki bara félag sem heldur ráðstefnu einu sinni á ári. Undir ÍPSF starfar evrópska lyfja- fræðinentanefndin og starfar hún nú að fullunt krafti við að safna upplýsingum unt nám í hverju Evrópuríki fyrir sig. Verkefni hennar eru annars æði mörg en þess má geta að einn nefndar- manna starfar að því að ná betra sambandi við austurevrópska lyfjafræðinema, en til þeirra hefur lítið spurst ef Pólverjar eru undan- skildir. IPSF hefur einnig stúdentaskipti á sínum snærum. I fyrra fékkst eitt pláss fyrir erlendan stúdent í há- skólaapótekinu, Reykjavíkurapó- leki og vonumst við til að fá skipti- nerna bráðlega. Ef ég er spurð að því beint hvað ég og FLHI höfum fengið út úr förinni á þetta þing, skortir mig eiginlega svör. Ástæðuna fyrir þeim fáleikum tel ég vera að tíminn verði að leiða i ljós hvað áunnist hefur í hinum ýmsu málefnum. Þau eru mörg hver miklar framtíðar- áætlanir sem erfitt er að hrinda í verk sanistundis. Eg vona að þú langþreytti les- andi hafir haft nokkuð gagn og gaman af þessunt pistli mínum. Reyndar gleyntdi ég víst alveg að ntinnast á bátsferðina til Montreux, heimsóknina í Ciba-Geigi lyfja- verksmiðjuna, ostaverksmiðjuna og vinina sem ég eignaðist þarna en það væri efni í ennþá lengri grein en þessa hér. Anna Birna Almarsdóttir. Tengilið- ur við IPSF og fulltrúi stúdenta í stjómarnefnd lyfjafræði Ivfsala. Styrkyeitingar úr Félagsmálasjódi Á fundi Funda- og menningar- málanefndar þann 10. nóv. sl. var úthlutað styrkjum úr Félagsmála- sjóði til deildarfélaga og annarra félaga á vegum stúdenta innan H.í. Engri umsókn var hafnað. Eftirfar- andi aðiljar sóttu um og fengu styrk. Umsóknarfrestur rann út 1. nóv. Náttúruverkur 3.475,- Félag tölvunarfræðinema 10.425,- Sálfræðinemar 6.950,- Mímir 10.425,- Samfélagið 10.425,- Haxi 6.950.- Tannlæknanemar 6.950,- F.S.H. 6.950,- Félag hjúkrunarfræðinema 10.425,- Bókasafnsfræðinemar 10.425,- Sagnfræðinemar 10.425,- Viðskiptafræðinemar 10.425,- Læknaneminn 3.475,- Bókmenntafræðinemar 10.425,- Orator 10.425,- Dönskunemar 6.950,- Guðfræðinemar 10.425,- Vaka 10.425,- Félag Vinstrimanna 10.425,- Félag Umbótasinna 10.425,- K.S.F. —Salt 10.425,- Stúdentaleikhúsið 6.950,- Siglingaklúbburinn 1.700,- AIESEC 3.475,- Forsvarsmenn þessara félaga- samtaka er bent á að sækja styrki sína á skrifstofu SHI hið fyrsta. Bergþór Skúlason fomi. funda- og menningar- málanefndar Frétt frá Menntamála- ráöuneytinu Námsvist í Sovétríkjunum . Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einunt íslend- ingi skólavist og styrk til há- skólanáms í Sovétríkjunum há- skólaárið 1984—85. Untsókn- um skal komið til menntamála- ráðunéytisins. Hverfisgötu 6. 101 Reykjavík, fyrir 1. desern- ber 1983 og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmæl- um. — Untsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13. október 1983. ÁGÆTU NÁMSMENN Eins og námsmönnum er kunnugt hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna átt í fjárhagsörðugleikum á yfirstandandi haustmisseri. Vegna þessarrar fjárhagsóvissu voru í fyrstu aðeins afgreidd lán til loka nóvember. í lok nóvember verða send út skuldabréf og víxlartil námsmanna. Skuldabréfin og víxlarnir skulu send inn útfyllt aftur til sjóðsins og verða lánin lögð með með venjulegum hætti inn á viðskiptareikning námsmanna 15. desember n.k. Upphæðir lána í desember veróa í samræmi við fjárveitingar sem LÍN fær í desember. Tilkynnt verður um þaó síðar. LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA LAUGAVEGI 77 — 101 REYKJAVIK — SÍMI 25011

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.