Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 20
— slúður — slúður — slúður — slúður — slúður — Stjórnmálakenning „Sœnskur stjórnmálafrœðingur birti fyrir nokkru rannsóknir sínar á því hversvegna illa gefnum stjórn- málamönnum hefur vegnað svo vel að undanförnu sem raun ber vitni. Hann sýnir ótvírœtt fram á að megin orsök sé, að keppinautar hinna illa- gefnu séu enn verr gefnir en þeir sem verða ofan á. “ (Úr grein Bjarthöfða: Áfram Geir, í októberblaði Neista, mál- gagni Fylkingar byltingarsinnaðra komniúnista). Hugvísindahúsið rifið ... Sú saga flýgur nú fjöllunum hærra að þeir smiðir og verkamenn sem að Hugvísindahúsinu vinna ástundi þar aðallega múrbrot og niðurrif. Samkvænit þeirn heimild- um sem Stúdentablaðið hefuraflað sér er þetta heldur orðurn aukið. Engu að síður komu fram við bygg- inguna framkvæmdagallar, — svo miklir að nauðsynlegt hefur verið að brjóta niður veggi sem búið var að reisa. Eftirliti með framkvæmd- um virðist hafa verið í nokkru ábótavant, enda ekki í höndum arkitekts eins og venja er og komust því athugasemdir hans um frávik frá hönnun seint til skila. Sami verktaki sá um Hugvís- indahúsið og viðgerðir á Nýja Garði síðasta haust, en þá komst hann í greiðsluþrot og hætti á báð- um stöðum. Gengu af fundi... Framboðsfundur til 1. des. kosninga varð heldur snubbóttur að þessu sinni. Raunar hefur hann verið það oft áður en sjaldan þó sem nú. Astæðuna skal nú greina. Þegar ekki var liðin nenia rúm stund frá setningu fundar tók Sigurbjörn Magnússon, fulltrúi Vöku til máls. Ræddi hann fyrst framboðsefni síns félags og frammistöðu sinna andmælenda. Næst barst talið að kosningakerf- inu til 1. des. kosninganna. sem hann taldi fyrir neðan allar hellur og beinlínis til þess fallið að halda skynsömum mönnunt frá kjörkass- anum. Minnti hann þvínæst á til- lögu sína í kjörstjórn þess efnis að kosið yrði allan daginn. Þar eð hún var felld sæju lýðræðissinnar ekki ástæðu til þess að sitja fund þennan og myndu halda brotl hið bráðasta. Að svo mæltu gekk Sigurbjörn úr salnum og fylgdu allflestir Vöku- menn á hæla honum. Varð þá lítið úr fundi því enginn rífst einn. (Sjá nánar um þessi mál á bls. 11) Þessir þrír Eins og frést hefur vann Vaka I. des. kosningamar þann tuttugasta okt. með tveggja atkvæða mun. Er þetta í fyrsta sinn síðan I970eða’71 að vinstri menn bíða lægri hlut á þessum vígvelli. Margir álíta þó að vinstri menn hafi með réttu átt að vinna þessar kosningar og er nú ákaft leitað þeirra þriggja vinstri manna sem skrópuðu á kjörstað .. . Óli Björn Óli Björn ku vera hinn mesti stuðningsmaður Eimreiðarklík- unnar svonefndu og fylgja henni ntjög blint. Lét hann það út úr sér á Stúdentaráðsfundi fyrir skömmu að námsmenn hefðu það upp til hópa mjög gott, sönnun þess væri sú að LÍN væri farinn að taka alltof mikinn hluta fjárlaga í sinn hlut og tími væri kominn til að skera það niður. Þar með túlkar Óli litli skoðanir áðurnefndrar klíku. Til Briissel Óli Björn Kárason, ein helsta stjarna Vöku um þessarmundir'. er staddur í höfuðborg Belga um þessar mundir. Ekki er pilturinn þó í neinni skemmtiferð á þessunt slóðum heldur kominn til að fylgj- ast með staðsetningu Pershing eld- flauganna i Evrópu sem verndarar vorir hafa forgöngu um. Jú vissu- lega verða ungir menn á uppleið að fylgjast með í sífellt betur varinni veröld. Lesandabréf Úr Stjórnarskrá Lýðveldisins ís- lands(Nr. 33 17. júní 1944) 72 gr. Hver maður á rétt til þess að láta í Ijós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjást þær fvrir dórni. Ritskoðun og aðrar tálmanir á prentfrelsti má aldrei í lög leiða. Þessa klausu sendi ónefndur að- ili ritstjóra Stúdentablaðsins nú fyrir skemmstu. Af því tilefni vil ég taka fram að ég hefi aldrei heyrt aðra eins vitleysu . . . -b. Teinréttur stendur og skimar haukfránum augum út yfir sæinn fylkir sér meðal stjarna himinsins vísar lúnum faranda sævar veginn heim leiftrandi blik augnanna berst að mörkum lofts og lagar Lotinn í herðum lengur ei blik í augum stendur þó enn og minnist sinna bestu tíma ^ ‘Vf 3Bjb jLjósmynd og Ljóð: Árni Þ. Vésteinsson. Fréttatilkynning frá Félagi Sagnfræöinema Aðalfundur Félags Sagnfræði- nerna var haldinn fimmtudaginn 20. október s.l. í hátíðársal sagn- fræðinnar á fjórðu hæð í Árna- garði. Fundurinn var að vanda geysivel sóttur og sagnfræðinemum til ævarandi sóma. Fjöld íslenskra og erlendra framámanna voru gestir fundarins. í upphafi fundar var öflug og víðtæk starfsemi s.l. starfsárs reifuð af fráfarandi stjórn og kom þar fram að umfang og samræming hennar vex með hverju árinu. Því er svo komið að Félag Sagnfræði- nema er að verða eitt umfangs- mesta og samræmdasta deildarfé- lag skólans. Eftir að fráfarandi stjórn hafði lokið máli sínu og kyrrð hafði aftur komist á nteðal fundargesta, sté yfirritstjóri hins veglega tímarits Sagna í ræðustól. 1 máli hans kom m.a. fram að sá dráttur sem var á síðasta tölublaði Sagna varð vegna þessað ákveðið varað ritið kæmi út fyrir sumarið, en sumarið kom aldrei og þar með ruglaðist alman- akið. Það fór ekki framhjá neinum fundarmanninum hver hápunktur fundarins var. Það var auðvitað kosning nýrrar stjórnar og þá sér í lagi kosning formanns. í framboði til formanns Félags Sagnfræði- nerna fyrir starfsárið 1983—84 voru þrír menn, og allt mjög gjörvug- legir menn. Áhersla var lögð á það strax í upphafi kosningabaráttunn- ar að kosið væri um menn en ekki málefni. Kosningabaráttan varog í alla staði ákaflega drengileg og málefnaleg (mannleg). Það er skemmst frá því að segja að strax í fyrstu umferð sigraði Sigríður Sig- urðardóttir með 52,6% greiddra at- kvæða. Hér ber þó að geta þess í framhjáhlaupi að á fundinum var borin upp sú tillaga að breyta fé- laginu í lárétt, formannslaus gras- rótarsamtök, en sú tillaga varsnar- lega svæfð í kjörnefnd, með öllum greiddum atkvæðum. Aðrir aðilar er náðu kjöri í stjórn voru: Sumar- liði ísleifsson, sem fara mun með fjármál félagsins, Auður Magnús- dóttir, Lára Ólafsdóttirog Raggý B. Guðjónsdóttir, en þær stelpurnar eru allar meðstjórnendur, sent þýðir að þær munu gera allt sem að formaður og gjaldkeri nenna ekki að gera. Þeir sem áhuga kynnu að hafa á því að vita hverjir skipi hin 83 embætti félagsins er bent á ÝKJUR. fréttabréf Félags Sagn- fræðinema, sem koma mun út í lok þessa mánaðar (nóvember), undir rilstjórn tvíeykisins Halldórs Bjarnasonar og Lóu St. Kristjáns- dóttur. Það var samdóma álit fundar- manna að önnur einssamstaða hafi sjaldan ríkt innan félagsins, eins og sú samstaða er skyndilega skaut upp kollinum eftir formannskjörið. Þykir nú sýnt að félagsmenn standi nú sameinaðir á ný, eftir áralanga sundrungu og flokkadrætti. Aðal- Sagnfræöinemar taka á móti einuni af hinum fjöimörgu erlendu gesta er sátu fund félagsins 20. október s.l. fundi Félags Sagnfræðinema lauk síðan með dynjandi lófaklappi og hófastappi, svo undir tók í fjöllun- um. Að aðalfundi loknum kom það fram að einn ötulasti embættis- maður félagsins, fyrr og síðar. hygðist draga sig í hlé. Hér er að sjálfsögðu átt við PR-mann félags- ins, seni allir þekkja. Ekki dugði minna en að skipa tvo menn í skarðið sent myndaðist og ber það vott um hvílíkur atorkumaður er hér á ferðinni. Fyrirhönd Félags Sagnfræðinema Árni Zophoníasson. Barði Valdimarsson. Bless Þegar þetta blað dettur inn um bréfalúguna hjá þér, lesandi góður, hafa orðið ritstjóraskipti á Stúdentablaðinu. Við, Bjarni Harðarson ritstjóri frá því í febrúar ’83 og Jóhanna Margrét Ein- arsdóttir ritstjóri frá síðasta vori, látum nú bæði af störfum. Við starfinu tekur Einar Guðjónsson laganemi, tilnefndur af Félagi vinstri manna. Einar er blaðaútgáfu að góðu kunnur, hefur unnið við Kvikmyndablaðið og gefið úl málgagn leigjendasamtakanna. Við, fráfarandi ritstjórar, óskum Einari alls hins besta í nýju starfi. Fjölmörgum samstarfsaðilum og velunnurum Stúdentablaðsins þökkum við góða kynningu. Sérstakar þakkir fá starfsmenn skrif- stofu SHÍ, ritnefndarmenn blaðsins og ljósmyndari okkar. Guðni B. Guðnason. Afganginn af þökkunum mega svo þeir eiga sem vilja þekkja okkur. . .

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.