Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 5
STUDENTABLAÐIÐ 5 Tuttugasti og þriöji nóvember síðastliöinn var aö mörgu leyti góöur dagur þótt hvorki bæri hann upp á föstudag eöa laugar- dag. Miövikudaginn tuttugasta og þriöja nóvember (tuttugu og einn dagur frá þvi aö Connally var baö- aður i heilaslettum i Dallas) var milt og gott veður og andrúms- loftiö var likara sem aö sumri en vetri. Þaö var aö kvöldi þessa dags sem breska hljómsveitin Psychic TV hélt tónleika sína i hátiðarsal menntaskólans viö Hamrahlið. Tónleikarnir voru auglýstir klukk- an niu og einhverjir tóku mark á því og uröu þess vegna aö bíða i drjúgan hálftima til aö komast inn, en eins og allir vita þá er þaö hvergi til siös aö tónleikar hefjist fyrirfram uppgefnum tíma. Klukkan rúmlega hálf tíu tróö allsherjargoðinn, hann Svein- björn Beinteinsson, upp á sviö og kvaö nokkur erindi fyrirtroðfullum sal áheyrenda sem þegar voru farnir aö svitna enda óbærilega heitt i loftlausum salnum. Þegar Sveinbjörn haföi lokiö erindaflutningi sinum var hljóm- sveitin Kukl látin spila og Einar Örn, söngvarinn, söng úr síman- um. Þaö er óþarfi aö ræöa þann atburð frekar þótt vert sé aö geta þess aö hún Björk er sú besta, bæöi til munns og æöis. Eftir spil Kuklsins var gert hlé, og kannski veitti ekki af þvi vegna loftleysisins inni i salnum; fólki var það nauðsynlegt að fá sér eina rettu. Já, Psychic TV. Þeirra hefur veriö getiö í dagblööunum. Þeir spiluöu þarna í hátíöarsalnum. Myndarlegir menn allir saman og konan hans Genesis hugguleg stelpa. En mönnum kemur ekki saman um þaö hvaö þeir höföu fyrir stafní uppi á sviöinu. Margir halda því fram að þetta hafi verið tónlist, hljööin sem þeir framköll- uöu. Tónlistargagnrýnendur (ath. allir afdankaöir nostalgiusar sem halda aö plötuútgáfu hafi verið hætt fyrir fullt og allt áriö 1974, sumir þeirra hlusta þó á Heavy Metal og Kiss) sem auðvitaö vissu ekki hvaðan á sig stóö veöriö, sögöu þetta argasta garg og ekki músik og gagnrýnandi Mbl. (Morgunblaðsins, stofnað 1913) áræddi ekki annað en aö skrifa bara um áheyrendur því __ hann stóð máttarvana frammi fyr-' ir þessum hljómgjörningum á sviöinu. Kannski var þaö leiðinlegt aö Psychic TV skyldi ekki taka nokkra hugljúfa ástarsöngva eins og heyra má á plötum þeirra en þaö er aldrei hægt að vita fyrir- fram hvernig hljómleikar hjá Psychic TV verða. Forsprakkinn, Genesis P. Orridge (a pun!) er ekki þekktur fyrir einhæfni, þaö sanna eldri plöturnar meö hljómsveitinni Throbbing gristle, en sú hljómsveit er undanfari Psychic TV. Hljómlist Psychic TV ererfitt aö lýsa, og sjálfsagt er þaö ofætlan aö þykjast geta lýst hljómlist, þaö er bara hægt aö heyra hana. En ef eitthvað á aö segja er hægt aö halda því fram aö tónlist þeirra sé drungaleg, og stundum allt að þvi draugsleg, þessi sibyljandi rytmi, lætin og skarkalinn, eins og að standa á götuhorni í stórborg (hróp, honk, skvaldur, sirena, drunur frá vélknúnum ökutækjum ...) eöa þaö má likja músikinni viö skrölt i járnbrautarlest á leið til Auschwitz. Vist um þaö. Hljómleikarnir voru mögnuö upplifun sem aldrei veröur endurtekin nema ef Zen- istarnir hafi rétt fyrir sér; hljóm- leikarnir eru þarna í hátiöarsaln- um og hafa alltaf veriö þar, og munu alltaf veröa þarna. G.B. E.S. Plötufréttir Sem betur fer eru ekki allar útgáf- ur á sömu rásinni, hvort sem þaö errás tvö (dinósárapoppið meö amerísku auglýsingunum) eða þrjú. Stundum eru gefnar út al- vöru poppplötur. Til dæmis mun vera von á nýrri plötu frá Tappa tíkarrassi og á hún aö koma út i þessum mánuði. Þaö er Grammið sem ætlar aö gefa út þessa plötu og þaö mun einnig gefa út nýja plötu meö hljómsveitinni ikarus en hana skipa þeir Bragi (ex-purrkur), Megas (J. Hallgrims okkar tíma), Tolli og Beggi (bróöir eöa frændi Bubba), og Kormákur (sést stundum i kvikmyndum og leikur vanþroska unglinga). Grafik frá ísafirði ætlar aö gefa út eina plötu á sinn kostnað. Kaldir strákar í líkingu viö tónlist- ina sem þeir spila. En þaö er óvíst aö platan komi út fyrr en á næsta ári. Kuklið mun á leiðinni til Bret- lands í janúar og ætlar að hljóð- rita eigiö efni. Hljómplötuverslunin Grammiö hefur veriö flutt af Hverfisgötu niður á Laugaveg 17, i bakhýsinu þar sem Plötuportiö var einu sinni til húsa. Undir sama þaki er hljómplötuútgáfan Gramm og þar eru á boðstólum úrvalið af músik nútímans sem og notaðar plötur. Margir vita aö Crass, þeir sem komu hingað á friöarhátíöina í haust, eiga eitt sterkasta inde- pendent útgáfufyrirtækið í Bret- landi og þaö kemur sér vel fyrir hljómsveitina Kuklið. Crass ætla aö gefa út nýju hljómplötuna þeirra og dreifa henni. Crass er ekki eina breska hljómplötuút- gáfan sem gefur út islenskar plötur. Shout fyrirtækiö sem gaf út plöturnar meö Þey mun standa fyrir útgáfu Kakófóniu Vonbrigða. Þetta eru fréttir!

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.