Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐIÐ Fyrir rúmu ári hittist í Amsterdam hópur fólks sem starfar í hergagnaiðn- aöinum í Bretlandi, Vestur-Þýskalandi og á Ítalíu. Þetta voru fulltrúar 70.000 verkamanna sem vinna að hönnun og framleiðslu Tornado herflugvélarinnar sem getur gegnt hinum margvíslegustu hlutverkum, þ.á m. því að bera kjarna- odd og koma honum á áfangastaö. Þeir ræddu framtið sína eftir aö framleiðslu Tornado-vélarinnar lýkur. Bretarnir voru hlynntir því að hafin yrði framleiðsla á venjulegum herflugvélum sem notaðar yrðu í varnarskyni. ítalarnir bentu á að slík flugvél yröi notuð til afskipta af löndum þriðja heimsins. En Þjóðverjarn- ir sögðu aö þrátt fyrir það aö friöar- hreyfingin ætti alla samúð þeirra væru þeir þeirrar skoöunar aö verkalýösfé- lögin ættu ekki að taka pólitíska af- stöðu. Allir voru þó á einu máli um það aö verkamenn ættu að krefjast þess að framleiðslu á hergögnum verði hætt og þess í staó verði kraftar þeirra nýttir til þess að framleiða félagslega nytsama hluti. ítölunum var sérstaklega annt um að fariö veriö að framleiða tækjabúnað sem getur oröið fólki til bjargar þegar slys eða náttúruhamfarir ber að höndum. Einn ítalanna sem sóttu ofannefnda ráðstefnu, Elio Pagani, lýsir reynslu sinni af vopnaiðnaðinum í eftirfarandi grein sem hann nefnir: Höldum friðinn. Ég hefi skrifað sögu mina fyrir son minn, hann Daviö. Mér þætti vænt um aö börn annarra vigbúnaðarverkamanna gætu einnig notið hennar. Frásögn af reynslu einstaklings getur reynst öörum notadrjúg ef hún skýrir þær hlutlægu kringumstæöur sem hún er sprottin úr; og þaö er einmitt þaö sem ég ætla aö reyna aö gera. „Hvaö ætlaröu aö veröa þegar þú ert orðinn stór?“ — „Flugmaöur". — Hvaöa annars svars geturöu vænst frá átta til tíu ára gömlum snáöa sem stendur öllum stundum sem límdur meö nefiö upp i loftið í nágrenni flugvallarins, rétt viö miöbæ þorpsins sem hann býr i? Auðvitað skipti ég oft um skoðun, eins og öll önnur börn, en þrettán ára gamall lagöi ég út á brautina sem lá aö þvi marki aö átján ára (en þaö ár vonaöist ég til aö komast inn i flugskóla hersins) skyldi ég veröa í fullkomnu líkamlegu formi og hafa öðlast fullnægjandi bóklegan undirbún- ing, tilbúinn aö „fara í loftið." Ég klippti myndir af flugvélum út úr tímaritum, safnaöi greinum um geiminn og stundaöi jafnframt menntaskólanámi og síðarfallhlifastökk. Ég ákvað einnig aö læra tæknilega loftsiglingafræði, sem haföi í för meö sér fjögurra klukkustunda feröalög til og frá skóla daglega. Ég eyddi nær öllum fritima mínum í skólafriunum í aö hjálpa til í Flugklúbbnum. Þetta var meinlæta líf en ég var aö búa mig undir aö taka þátt í „draumi lkarusar“ eins og öll flugtimaritin min oröuöu þaö. Hin sérhæföu timarit sem ég las uröu til þess aö ég fór aö sjá sjálfan mig og fram- tíö mína í nýju Ijósi og fjarlægjast menn- ingarheim verkalýösstéttarinnar sem fjölskylda min tilheyrði. Herflugvélar vöktu einkum og sér í lagi áhuga minn vegna öflugs forms og þess hversu þéttar og sterkar vélar þær eru. Þær virtust færar um hiö ómögulega — aö sigrast á þyngdarlögmálinu. Lendingin á tunglinu var mér langtum mikilvægari en hrísgrjónadiskur handa börnunum i Biafra. Kaþólsk menntun min haföi heldur ekki búiö mig undir aö valiö gæti hugsan- lega staöiö um þessa kosti. Á stúdentafundum var ég réttilega álit- inn hægfara miöjumaöur vegna þess að ég var ákveðinn í aö einbeita mér aö „tæknilegum* 1' þáttum námsefnisins og horfa algjörlega framhjá því samhengi sögulegra afla sem haföi gert þá aö þvi sem þeirvoru. Loks komst ég aö þeirri niöurstööu aö þrettán ár í einkennisbúningi væri of hátt verö fyrir þaö aö veröa góður flugmaður og ef til vill nægöi mér aö veröa góöur tæknimaöur sem styddi viö bakiö á reynsluflugmönnum einhverrar hinna mörgu flugvélaverksmiöja í héraðinu. Ég hoppaði hæö mina af fögnuöi þegar mér barst til eyrna aö umsókn min til flugvélaverksmiöjunnar Aermacchi haföi hlotið jákvæöar undirtektir einungis tveimur mánuðum eftir að ég lauk prófi. Þegar ég haföi lokiö tæknilegum prófum spuröu þeir mig hvort ég kysi fremur aö vinna í þeirri deild sem kemur vopnum fyr- ir í flugvélunum eöa í flugprófunardeild- inni. Ég kaus þá siöarnefndu, kannski vegna þess aö ég taldi aö þar væri fengist viö verkefni sem ég væri betur undirbúinn til aö takast á viö eöa kannski vegna þess aö svo virtist sem stjórn þeirrar deildar væri líklegri til aö styöja ósk mína um aö haldanáminuáfram. Mér féll vel vistin á hinum nýja vinnu- staö. Ég tók þátt í umræöum, fylgdist meö starfi vinnufélaga og yfirmanna og hugs- aöi um frægöina sem sumir þeirra nutu. Þaö var ekki fyrr en aö einu og hálfu ári liðnu aö ég tók eftir þvi aö verkalýðsfélag var starfandi á staðnum, en þá var ég einn góöan veöurdag beöinn um að vera trún- aðarmaðuráttatíu tæknimanna sem unnu í sömu byggingu og ég. Ég var því aöeins beöinn um þetta aö enginn annar æskti þessa aö leysa siöasta trúnaöarmann af hólmi. Og ég var kosinn þótt ungur og óreyndurværi. Ég fór aö sækja verksmiðjufundir þar sem ég reyndi aö grafast fyrir um ástæöu þess aö hvítflibba-starfsfólkinu hætti til aö líta niður á verkamennina. I raun og veru hætti mér einnig til aö lita svo á aö þekking og skilningur væru einkaeign okkar tæknimenntaöa starfsfólksins þó mér þættu kröfur okkar um launamismun heldurháar. Annaö sem angraöi mig dálitið var skilningsskortur okkar á þeim vandamál- um sem verkamennirnir töluöu um og þær hugsunarlausu lausnir sem viö lögöum til. Vegna þessa ákvaö ég aö flytja mig úr eölisfræöideildinni yfir i stjórnmála- og félagsfræöideildina. Á meöan þessu fór fram vann ég meö manni sem var eldri og reyndari i starfinu en ég og sem, auk þess aö kunna sitt fag, vissi allt sem hægt var aö vita um fram- leiöslu flugvéla og þau viðskipti sem henni tengjast. Hann fylgdist vel meö öllu sem geröist á þessu sviöi og skrifaði oft sérfræöilegum timaritum í þvi skyni aö leiörétta rangar upplýsingar þeirra. Þessi maöur skýröi mér frá því aö fyrirtæki „okkar“ seldi flugvélar út um allan heim og hann hóf aö leggja grundvöllin aö pólit- ísku framtiðarstarfi mínu. Um þetta leyti fólst hluti vinnu minnar i þvi aö tölvusetja tæknilegar upplýsingar um hæfni flugvéla. Þær upplýsingar voru siöan bornar saman viö upplýsingar um hæfni annarra flugvéla viö svipaðar aö- stæöur. Þetta var ekki uppáhalds starfiö mitt. Ég öfundaði þá sem geröu samanburð i tölvum á loftbardögum milli „okkar“ véla og annarra. Mér var þó ekki alveg Ijós til- gangurinn meö þeim útreikningum vegna þess aö okkar vél var í rauninni bara æf- ingavél og ekki hönnuö meö yfirburði striösvélar í huga. „Þaö er bara til aö hún seljist betur," hugsaöi ég meö sjálfum mér. Mér brá þó i brún þegar þeir báöu mig um aö gera þess konar útreikninga á grundvelli upplýsinga sem fólu í sér kort af tilteknu landsvæöi. Verkefniö var aö komast aö mögulegum hámarks árangri vélar meö ýmiss konar hernaöarlegan farm innanborös (frá litlum byssum til napalms) í mismunandi leiööngrum (frá Ijósmyndunar- og könnunarferðum til sprengjuárása). En jafnvel án kortanna heföi ég þegar séö aö þeir voru aö tala um Brasilíu og Suöur-Afriku, tvö lönd sem fyrirtæki okk- ar haföi (og hefur enn) sterk tengsl viö, bæöi hvaö varðar sölu og framleiðslu. Mér varö órótt innanbrjósts viö þessa vinnu viö kort af borg sem átti aö leggja í eyði eöa héraö sem átti aö varpa sprengj- umá. Nokkrum mánuðum siöar var grunur minn staöfestur. Þá var gerö loftárás á vopnlausa borgara í Soweto sem voru aö mótmæla aöskilnaðarstefnunni. Ég geri ekki ráö fyrir aö bein tengsl geti veriö á milli útreikninga minna og þessa atburðar en samt sem áöur fannst mér ég vera beinlínis viðriöinn máliö. Útreikningum okkar — sem voru gerðir af fyllstu nákvæmni og höföu veriö próf- aðir til aö koma í veg fyrir hugsanlegar skekkjur — haföi veriö hrint í framkvæmd á afdrifarikan hátt. Fólk var myrt svo tug- um skipti. Vinna min var sjálfsagt ekki i beinum tengslum viö það sem gerðist. Ég áleit altjent aö þaö gæti ekki veriö aö ég bæri ábyrgö á þessum óhæfuverkum. Fram- kvæmdastjórarnir og stjórnmálamennirnir sem vissu hvaö var aö gerast og höföu tekið ákvaröanirnar voru ábyrgir. Og þeg- ar allt kom til alls voru þaö ekki einu sinni þeir: þaö voru Suöur-Afríska lögreglan og herinn sem höföu ákveðið aö nota MB326 til þess aö viðhalda kúguninni. Áriö 1976 fór allur timi minn i baráttu verkalýösfélagsins fyrir bættum vinnuað- stæöum. (Meöal annars kröföumst viö upplýsinga um og þátttöku í stjórnun fjárfestinga). Um þaö leyti sem bera átti samninginn upp i verkalýðsfélaginu var ég, ásamt öörum verkalýðsleiðtogum, boöaöur á fund meö útlægum fulltrúa SACTU, verkalýðsfélags svartra Suöur- Afrikana. Það var ákveðiö aö ég skyldi opinbera spurninguna um framleiöslu okkará vigvélum. John Gaetsewe, sem var í útlegð í London, skýröi okkur frá þeim ómannúö- legu aðstæðum sem svertingjum eru búnar i heimalandi hans. Hann greindi frá þýöingu aðskilnaöarstefnunnar og minnti á blóðbaðið i Soweto. Hann sagöi aö viö yrðum aö spilla framleiöslunni á þessum vélvæddu fuglum sem ungaö væri út í Aermacchi og benti á mikilvægi alþjóð- legrar samstööu verkalýösfélaga og al- þjóölegrar samstööu kúgaöra þjóöa. Viö stömuðum þvi út úr okkur aö baráttuhefö okkar leyföi ekki skemmdarverk en viö hefðum þó íhugaö hvernig viö gætum hindrað framleiöslu og sölu þessara flugvéla. Hugarró minni var raskaö. Næstu daga á eftir varö mér likamlega óglatt i hvert sinn sem ég fór inn i verksmiðjuna. Ég reyndi aö skilja betur samhengi hlutanna og gamli vinnufélaginn minn leyföi engar efasemdir. Frá árinu 1966 haföi Aermacchi veriö i tengslum viö Atlas i Suöur-Afríku — 30 MB326 M-lmpala MK1 flugvélar höföu verið seldar þangaö og tugir annarra verið framleiddar þar meö leyfi Aermacchi, 14 MB326 KC MK2 voru afhentar árin 1973 og 1974. Fyrirtæki okkar haföi séö fyrir tæknilegri aöstoö viö framleiðslu flugvéla, þeirra á meöal AÆ 60—C4M og AM3 CM flugvélanna. Ég spuröi sjálfan mig hvaö væri til ráöa. Ég hugleiddi aö segja upp. Hulunni var svo endanlega svipt af þessum blekking- arvef þegar ég uppgötvaði skömmu siöar aö þessi viðskipti höföu átt ser staö þrátt fyrir bann Sameinuöu þjóöanna viö sölu vopna til Suður-Afriku (frá 1. september 1963) og aö italska rikisstjórnin haföi lýst því yfir að hún vissi ekkert um þauð. Ég var miður min af örvæntingu og ótta en ég varö aö gera eitthvað i málunum. Ég hugsaði meö mér aö fyrst fjöldi manna væri viðriðinn slika vinnu, rétt eins og ég, gætu þeir lika gert sér Ijósa raunverulega þýöingu vinnu sinnar og viö gætum i sam- einingu fundiö leiö til þess aö bregöast viö aöstæöum okkar. Mér var Ijóst aö mér haföi tekist aö komast frá minni eigin reynslu og aö miklu viötækari sannleika: fyrst mér auðnaðist þaö gætu aörir það líka. Og ég geröi mér ennfremur Ijóst aö ef ég hætti myndi bara einhver annar taka viö starfi minu. Ekkert myndi breytast — ég yröi frekar aö reyna aö miöla öörum af reynslu minni. Einmitt þennan desembermánuö stóöu verkaliösfélögin fyrir þvi aö haldinn var fyrsti landsfundur fulltrúa þeirra er vinna við vopnaframleiðslu. Ég fagnaöi ákaft til- lögu þess efnis aö við skyldum skipu- leggja sameiginlega fundi verkamanna i vopnaverksmiójunum og fulltrúa frelsis- hreyfinga þriöja heimsins meö þaö fyrir augum aö varpa Ijósi á hringrás vopna- iönaðarins (framleiöslu, dreifingu og neyslu). Þannig stæöu framleiöendurnir og möguleg fórnarlömb augliti til auglitis og viö neyddumst til aö horfast i augu viö mótsagnir þeirrar alþjóöahyggju sem viö heföum á oröi og raunverulegrar fram- kvæmdaralþjóðlegra viöskipta. Sama ár var haldin fyrsta ráðstefnan um framleiöslu flugvéla (sem ég tók þátt í frá byrjun). Þar með var reynt aö hrinda þeim ávinningi okkar i framkvæmd sem hljóöaöi upp á þátttöku okkar i „stjórnun" fjárfestinga. Samt sem áöur samþykkti verkalýös- félagiö, sem beitt var iönaöarlegri fjárkúg- un og þrýstingi valdamikilla aöila i þing- inu, framleiöslu MRCA Tornado flugvélar- innar sem getur gegnt hinum margvísleg- ustu hlutverkum: Aermacchi átti aö smiöa einhverja hluta vængjanna. Ég geröi mér ekki grein fyrir hvaöa samband gæti verið á milli mögulegs harmleiks pólsku þjóðarinnar og fram- gangi nýrrar og háþróaðrar tækni, svo aö ég greiddi ekki atkvæöi. En ég ákvaö aö þaðan i frá sky'di ég fylgjast vel meö til aö blekkingarhulan geti í framtiðinni veikt verkalýöshreyfinguna. Þó aö mikill hluti vinnu minnar fari i aöra þætti verkalýösbaráttunnar var ég allt í einu farinn áö taka þátt i alþjóölegum fundum og i friöarhreyfingunni. Eg vann aö þvi aö hverjum degi að reyna aö finna lausn á vigbúnaöarframleiðslunni. Þvi meir sem ég hef rannsakaö þetta þvi sannfæröari hef ég orðið um þaö aö vig- búnaðarframleiðslan á drýgstan þátt i þvi aö viðhalda drottnunarvaldi eins hóps fólks yfiröðrum. Þetta nýja starf mitt hefur aö sjálfsögöu neytt mig til þess aö skera niður þann tima sem ég get helgaö syni minum — ég hef þvi skrifaö þessa sögu handa honum, i von um fyrirgefningu. Sonja B. Jónsdóttir snaraöi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.