Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 13
STUDENTABLAÐIÐ 13 STÚ DENT ALEIKH ÚSIÐ: KRAFTUR OG HUGMYNDIR? 0 n ö cT r 11T ír Z|T H ’fn 2b VS Ti lS c £ 'iwc 1v o iíOí Hc F w 5 Pur H Of? r U~ T li. 43 T F QZ> ff ■f sr: <W S's - 3 io o± Z% - L ZS OÖ oo tífic 3 ^ KC O -r5 Gunnlaugur Guðmundsson var fenginn til að gera stjörnukort fyr- ir Stúdentaleikhúsið, og var mið- að við upphaf fyrstu sýningar á leikritinu „Bent“ 5. desember i fyrra. Hér fer á eftir viðtal við hann um kortið. — Gunnlaugur, nú ert þú orð- inn landsþekktur stjörnuspeking- ur, myndir hafa birst af þér i blöð- um, rödd þín heyrðist nýveriö i út- varpinu og landsmenn flykkjast á námskeið sem þú hefur haldið í haust. Þú hefur lagt stund á stjörnuspeki i fjölda ára og munt vera vel aö þér. Hver væri i örfá- um orðum einhverskonar heildar- hugmynd þin um kort Stúdenta- leikhússins, einskonar „niöur- staða?“ Gunnlaugur: Mér finnst upphaf spurningar þinnar bera vott um talsverða kimnigáfu. Hvað varðar kortið er áberandi mikill eldur: Sól, Merkúr, Venus, Úranus og Neptúnus i Bogmanni, Tungl og risandi merki i Ljóni og Hrútur i miöhimni. Stúdentaleikhúsið keyrir því áfram á hugsjónaorku sem ekki hvað síst á rætur sinar að rekja til frelsisþarfar og þarfar til þess að brjóta sér leiö frá hefð- um. Hrútur á miðhimni gefur til kynna þörf einstaklingsins til að tjá sig frjálst og óheft, til að fara eigin leiðir og vera brautryðjandi. — Hvað getur þú þá sagt um starfsemi Stúdentaleikhússins og hlutverk þess i islensku þjóðfélagi? Gunnlaugur: Allar pláneturnar eru undir sjóndeildarhring þannig að starfið er mikið innávið, ekk i sviðsljósinu og litiö áberandi í þjóðlífinu. Aö mörgu leyti má segja að Stúdentaleikhúsiö hljóti kannski fyrst og fremst að vera tilraunaleikhús, uppeldisleikhús. — Hvað áttu viö með „uppeld- isleikhús?“ Gunnlaugur: Fimmta húsiö, þar sem flestar pláneturnar eru, er hús sjálfstjáningar einstaklings- ins, óháð umheimi. Liðið er þarna að nota Stúdentaleikhúsiö til að þróa sina eigin hæfileika og eigin tjáningu: eigið uppeldi. Þetta er samvinna egóistanna: fram- kvæmdastjórinn er að æfa sig að vera framkvæmdastjóri, leikstjór- inn að vera leikstjóri, leikarinn að vera leikari og svo framvegis. Allir hafa það efst i huga að halda áfram annars staðar. Enda eðli- legt, þetta er stúdentaleikhús, skólaleikhús. — Meira um starfsemina? Gunnlaugur: Það sem vegur upp á móti hugsjónaeldinum og gefur starfinu eitthvert praktiskt vit er Mars i Steingeit i sjötta húsi. Það táknar að fólkið leggur fram mikla vinnu, leitar að aga og skipulagi. Hér blandast saman ástríðan og skynsemin, þó er ástriðan sterkari og gæti splundr- að leikhúsinu. — En metnaðurinn, er hann nógu mikill? Gunnlaugur: Já, það eru metn- aður og stórhugur: Mars i Stein- geit og afstaða Tungls við Júp- iter. Hins vegar eru fólgnir öfgar í stórhugum og hætta á þvi að þenja sig of mikið út eða færast of mikið í fang; til dæmis að setja upp erfitt verk með óreyndu fólki á mettíma. Þetta er skemmtilegt, en getur verið varasamt. — Eru aðrir veikleikar og gall- ar? Gunnlaugur: Helsti veikleikinn er loftleysi, engar plánetur eru i loftmerkjum. Það vantar skýrar hugsanir, og þær hugmyndir sem þó eru til komast illa til skila. Þaö eru léleg sendingarskilyrði. Stúd- entaleikhúsið byggir meira á óljósu hugboði um frelsi og óhefta tjáningu, en vantar hug- myndafræðilegan grunn til að starfa á. Fólk sér mikinn kraft, athafnagleði og ferskleika, það skynjar nýjungina, en sér enga mótaða merkingu. Stúdentaleik- húsið skortir interlektúalisma: „heimskt aksjónleikhús. — En nú er þetta kort upphafs- ins, Stúdentaleikhúsið hefur starfað í rúmt ár og tekið tals- verðum breytingum. Mætti ekki einnig tala um feril leikhússins og til dæmis miða við fyrstu sýningu Listatrimmsins 29. mai eða kosn- ingu nýrrar stjórnar siðdegis 8. október? Gunnlaugur: Jú, sumartrimmið er sérstakur áfangi, og óhætt er að segja að tviburakort fyrstu sýningar þess hafi sett sterkan svip á starfsemina siðan. Þetta er tviburi, nokkuð dæmigeröur, sem veður úr einu i annað. Þaö er lykt- að af ótal hlutum, en sjaldan tekið á þeim af alvöru og dýpt. I stuttu máli: eirðarleysi og yfirborðs- mennska, en viðsýni og mikil yfir- ferð. — En 8. október? og þá kannski nokkur lokaorð um horf- urnar. Gunnlaugur: Hvað á maður að segja? Þetta er Vogarstjórn, og gæti staðið á brauðfótum. Helstu veikleikar eru að hún er óákveðin og bitlaus, væflast til og frá, er ekki nógu afgerandi eða ákveöin, tekur ekki af skarið. Um horfurnar má segja að þær hljóta eiginlega að vera góöar. Elds er þörf hvar sem er i islensku þjóðfélagi, ekki síst i leikhúslifinu. Þvi ætti leik- hús á borð við Stúdentaleikhúsið að geta þrifist. Það þarf leikhús sem veitir frelsi og virðir tjáning- arþrá einstaklinga. Ef Stúdenta- leikhúsið varðveitir eldinn og forðast niðurdrepandi yfirbygg- ingu eða embættismennsku, og ef það ákveöur að hafa eitthvað að segja og kemur þvi yfir til áhorfenda, þá má búast við góðu. — már.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.